Morgunblaðið - 13.03.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. mars 1948. i Vil kaupa | FORD '41 fil '46 | | Má vera með gallaðan gír- i í kassa o. fl. Með meiri- f \ skamti bensíns. — Tilboð [ | er greini númer, verð og I i ásigkomulag, leggist inn á | ! afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðju- | i dagskvöld merkt: ,,Leigu- i I bíll — 505“. — Meðal annara orða Framh. af bls. 6 okkar að lögbrjótum? Siálfsagt lítið, að jeg held. Það er raunaleg staðreynd, en hvítu mennirnir eru alveg fá- dæma kærulausir, þegar um þessa svokölluðu smámuni er að ræða. Það er líka raunaleg staðreynd, að nokkrar miljón- ir hvítra manna hvíla nú í gröf sinni, af því að þeir nentu ekki að hlýða lögunum, sem þeir sjálfir höfðu samið. (|HB*Hlii»»|l»l»»»i»i»li»»»»»»»^»»»»»»»,,,,<,<<,<<<,<<,<<<<<< Flugferð þann 15. mars til Prestwick og Kaupmannahafnar. Vænt anlegir farþegar sæki farseðla fyrir föstudagskvöld. Athugíð að fargjald til Prestwick er aðeins kr. 550.00. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu vorri Lækjargötu 2, sími 6971 og 2469. Cjioftlikr k.f. I Þaulvanur bókhaldari \ : : ; sem um nokkur undanfarin ár hefur stundað nam er- : : lendis í viðskiptafræðum og hagfræði, óskar ehir góðri j : atvinnu, sem fulltrúi eða bókhaldari. ■ : Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Góð ; ■ staða“. : : Allir salirnir opnir í kvöld Hótel Borg | Orengur j ■ • ■ ■ ■ ■ ■ ■ : getur komist að strax eða siðar í vor við prentnám. j j Verður að vera heilsuhraustur og ábyggilegur. Aldurslág j ■ mark er 16 ár. t'msóknir merktar: „Prentari“, ásamt ■ : mynd og upplýsingum um skólanárh og hvar viðkom- : j andi hefir stundað atvinnu leggist inn á afgreiðslu þessa j j blaðs fyrir miðvikudag. j Minningarorð um Kjartan Þorkelsson frá Búðum HANN andaðist háaldraður 3. þ. m. og verður til moldar bor- inn á Staðastað, á Snæfellsnesi í dag. Kjartan var einn sona hins merka prests og lærða manns sjera Þorkels Eyjólfssonar á Staðastað og madömu Ragnheið- ar Pálsdóttur, og var hann fædd- ur á Borg á Mýrum 12. sept. 1860. Börn sjera Þorkels voru 10, sem upp komust, allt merkir menn og hnígur Kjartan síðastur þeirra í valinn, en flest hafa þau náð hárri elli. — Systkinin á Staðastað voru þessi: Matthildur Ijósmóðir, sem fyrir nokkrum dögum var minnst á 100 ára fæð- ingardegi hennar. Eyjólfur úr- smiður í Reykjavík, Páll gull- smiður í Reykjavik, Jón eldri, póstur vestra, Guðbrandur versl- unarmaður í Ölafsvík, Guðrún kona Holger kaupm. Clausen, Bjarni skipasmiður, Dr. Jón Þor- kelsson þjóðskjalavörður, Kjart- an, sem nú er minnst hjer og Ein- ar skrifstofustjóri Alþingis. Út af þessu fólki er nú kominn mik- ill ættbogi. Að gömlu prestshjónunum á Staðastað stóðu, á alla vegu, merkar og traustar ættir, sem um aldaraðir hafa staðið föstum fótum í íslenskum jarðvegi og vakað yfir þjóðlegum verðmæt- um og freisi þjóðarinnar. Það var því ekki að undra, þótt börn- in á Staðastað yrðu nýtir og mik- ismetnir torgarar þjóðfjelagsins og sum þeirra þjóðkunn. Þau eignuðust svo milnnn „feðranna arf“ í vöggugjöf. Eyjólfur prestur, faðir sjera Þorkels var sonur sjera Gísla á Breiðabólstað, en faðir hans var Ólafur biskup Gíslason í Skál- holti. Móðir sjera Þorkels var Guðrún dóttir sjera Jóns Þor- lákssonar skálds á Bægisá, en móðir Guðrúnar var Margrjet dóttir Boga gamla í Hrappsey. Sjera Páll prófastur í Hörgsdal, faðir madömu Ragnheiðar, var merkur kierkur og einn Þjóð- fundarman.na 1851 og mikill vin- ur Jóns forseta, en móðir sjera Páls, var Ragnheiður á Elliða- vatni, sem hjúkraði Skúla fógeta með svo mikill nákvæmni og veitti honum að lokum nábjarg- irnar. Staðastaður var um aldaraðir eitt helsta mentasetur landsins. Þar sátu hálærðir prestar hver eftir annan. Þeir ráku þar líka stórbúskap og var þar höfðings- bragur á öllu. Sjera Þorkell rak gott bú á Staðastað og nýtti öll hlunnindi jarðarinnar með rnestu kostgæfni. — Madaman var :nikil búsýslukona og dugnaðarforkur, gestrisin og gjafmild, en prestur meiri lærdómsmaður en búmað- Ur. Synir þeirra ólust upp við venjuleg bústörf, en urðu allir gvo mentaðir án þess að ganga í nokkurn skóla annan en skóla lífsins, að þeir báru af öðrum mönnum um fróðleik, og kunn- áttu í bóklegum fræðum. Aðeins einn þeirra dr. Jón gekk lærða veginn. Hann ólst upp austur í Skaftafeilssýslu hjá frændfólki sínu, en hann var, sem kunnugt er, afburðamaður j sinni mennt. Þegar Kiartan Þorkelsson var orðinn rúmlega tvitugur, árið 1882, gifti hann sig og fór að búa í Ytri-Tungu í Staðarsveit. Kona hans var Sigríður Kristjánsdótt- ir, Þorsteinssonar úr Arnartungu, en móðir hennar var Guðrún, dóttir Þorlcifs gamla í Bjarnar- höfn, læknisins mikla og góða. Þau bjuggu svo á ýmsum jörð- um í Staðarsveit, en lengst á Búðum og því var Kjartan oftast kenndur við Búðir. Þó að Kjartan hefði reyndar aldrei sjerlega stórt bú, þá var camt blessun Guðs yfir þeim hjónum og efn- um þeirra. Þeim hlotnaðist það, að geta haldið uppi fornri rausn og risnu, þannig að margir þurf- andi nutu góðs af efnum þeirra, enda var þeim það ljúfast. Á Búðum rak Kjartan einnig versl- un um árabil samhliða búskapn- um og fórst það vel úr hendi. — Þau hjón eignuðust 9 börn, en aðeins þrjú eru nú á lífi. Dætur þeirra eru Matthildur kona Guð- brandar Magnússonar forstjóra Afengisverslunarinnar og Ragn- heiður Ijósmóðir í Reykjavík, en sonur þeitra er Bjarni smiður, annálaður hagleiksmaður, gift- ur Þórunni Þorsteinsdóttur frá Hrútafelli undir Eyjafjöllum. — Auk barna sinna ólu þau Kjartan og Sigríður upp stúlku, ;;em bau tóku 20 vikna gamla í fóstur. Það er húsfrú Elísabet Kristófers- dóttir í Hól í Staðarsveit, kona Jónasar Þjcðbjörnssonar, sem þar býr. Þessari fósturdóttur reynd- ust þau sem bestu foreldrar, en Elísabet ber líka gæfu til þess að geta launað fósturforeldrun- um umönnun þeirra eins og best var á kosið.. A heimili þessara góðu hjóna í Hól kaus Kjart- an að dvelja síðustu áratugi æfi sinnar, eftir að hann var orðinn blindur og farinn að hrörna lík- amlega, þó að andlegir kraftar hans entust til æfiloka. — Hjá þeim naut hann bestu aðhlynn- ingar. Kjartani voru þegar á unga aldri falin flest trúnaðarstörf sveitar sinnar og var hann hrepp stjóri Staðarsveitar í mörg ár. —- Öll störf sin rækti hann með stakri skyidurækni og alúð, en ekki var honum veitt nein opin- ber viðurkenning fyrir það, þó að svo hefði vel mátt vera. — Kjartan unni af heilum hug öllu, sem laut til framfara í Staðar- sveit, á sviði búnaðar og menn- ingar, og lrgði á sig óeigingjarnt starf til þess að hrinda slikum málefnum í framkvæmd. Þannig var hann, ásamt Einari bróður sínum, frumkvöðull að því, að búnaðarfjelag var stofnað í Stað- arsveit árið 1890, og' var hann formaður þess í 16 ár. Kjartan var mjög söngelskur maður og hafði vel vit á tónlist. Hann var líka 40 ár organleikari í kirkjum á Snæfellsnesi og elst- ur þeirra hjer á landi. I sam- bandi við þetta, var honum sýnd virðing og sómi á kristlegu móti, sem haldið var á Staðastað í hitt- eðfyrra sumar. Kjartan Þorkelsson var hár maður vexti og höfðinglegur ásýndum; Ijóshærður, bjartur yfirlitum’og sviphreinn. Hann líkist mjög föðurfrændum sín- um, afkomendum Boga gamla í Hrappsey, en mikið átti hann líka af hinu hlýja hugarþeli móður- frændanna, Hörgsdæiinganna. •— Þaðan hafði hann erft ljúflyndið og ljettleikann, sem hóf hann upp yfir önn dagsins og gaf honum hið bjarta útsýni yfir tilveruna. Þetta entist honum þangað til hann var allur. Við kveðjum þennan aldna höfðingsmann með virðingu og þökk. Oscar Clausen. Oslo í gærkveldi. EJNAR Gerhardtsen, for- sætisráðherra Noregs, hefur komið fram með tillögu í norska þinginu um að endurbæta her- varnir Noregs Kostnaður við endurbæturnar er áætlaður 100 milj. kr. — Reuter. S Ný I = l I : Kópa til sölu, Miðalaust. Nýj- | asta tíska (með follum). § Upplýsingar í síma 7849, | eftir kl. 1. 1-9 & & EfJfr Roberl Storm PHIL.„V-V0U .DIDN’T KILU "HAND£", DlD VOU? WILPA, THE DEVIL MA5 BEEN ' DANC1N6 T0NI6HT! LOOKé- LlKE / TW0 DEAD MBN IN THAT R00M \ “AND 0NE OF THEM \ó «HAWó" BROWNWELL ! Wm VJlLPAl V/HAT ARE V0U THINKINQ l VJHAT’! Phil hugsar: Fingralangur liggur á borðinu, en hver í kvöld. Það virðist, sem tveir menn sjeu dauðir þarna og annar þeirra er Fingralangur. — Wilda: er hinn maðurinn? Phil: Eitthvað hefur skeð þarna Myrtir þú hann. Phil: Hvað ertu að hugsa Wilda? ► • -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.