Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedaugust 1954næste måned
    mationtofr
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 26.08.1954, Side 8

Morgunblaðið - 26.08.1954, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. ágúst 1954 imMaMð Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábjnrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ÚR DAGLEGA LÍFINU. Iln) ú vera i minnihluta ÞAÐ fer ekki hjá því að þeir, sem fyigjast með starfsað- ferðum minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Reykjavíkur, hljóti að verða varir við hve þessir flokkar leggja lítið á sig til þess að finna jákvæða lausn á þeim vandamálum, sem koma til kasta bæj arst j órnarinnar. í stuttu máli má segja að framkoma minnihlutaflokkanna markist nær eingöngu af því hvað þeir telja sér hentugt í áróðursskyni. Tillögur eru born- ar fram um eitt og annað án þess að hugsað sé lengra en til þess hvaða yfirskrift sé unnt að setja um málið í flokksblaðið daginn eftir. Hér sýnist svo aftur vera minna atriði hvort tillagan er í sjálfu sér skynsamleg, hvort hún er framkvæmanleg og horfi til heilla fyrir heildina. Dæmi um þetta gerast svo að segja á hverjum bæjarstjórnar- fundi. Á síðasta bæjarstjórnar- fundi báru kommúnistar t. d. fram tillögu um að Reykjavíkur- bær gengi þegar frá samningum við verkfræðingana. Borgarstjéri kvaðst þegar hafa lýst því yfir að Reykjavíkurbær væri fús til samninga, en beindi jafnframt fyrirspurn til flytjenda um það á hvern hátt þeir teldu rétt, að samið yrði. Um það höfðu flytj- endur ekki neitt að segja. Þair slógu því aðeins föstu, að sú málamiðlunartillaga, sem kon.ið hefði fram, væri enginn umræðu- grundvöllur en gátu hins vegar ekki bent á neitt í staðinn. Nú ber svo við að samningar hafa einmitt tekizt að nokkru á grundvelli miðlunartillögunnar. Á sama fundi báru Sjálfstæð- ismenn fram tillögu um að fé yrði varið úr Framkvæmdasjóði til bygginga á tilteknum -fjölda íbúða. Þegar um það var rætt í sumar hvort leggja ætti fé í sjóð- inn, m. a. til húsbygginga, lögSu kommúnistar eindregið á móti því að slíkt fé yrði lagt í sjóð- inn. Nú báru þeir hins vegar fram tillögu á bæjarstjómarfund- inum um að fjölga þeim íbúðum, sem byggja ætti fyrir þetta fé sjóðsins, sem þeir sjálfir höfðu lagt á móti að væri fyrir hendi. Eitt af því, sem er mest áber- andi í starfsaðferðum minnihluía- flokkanna í bæjarstjórn er sá gamli leikur að eigna sér og sínu frumkvæði allt, sem gert er eða fyrirhugað. Gott dæmi um þetta er afstaðan til hitaveitumálanr.a. Alþýðublaðið segir til dæmis að tillögur þær, sem Sjálfstæðis- menn báru fram á síðasta bæjar- stjórnarfundi „byggist í öllum meginatriðum á tillögum minni- hlutaflokkanna, sem bæjarstjór,*- aríhaldið hefur fellt eða vísað írá undanfarinn áratug“. Auðvitað reynir blaðið ekki á nokkum hátt að rökstyðja þessa staðhæf- ] ingu, enda væri það ómögulegt. Hér er látið nægja að slá þ /í fram, að Sjálfstæðismenn hafi alla tíð drepið niður allt, sem vecða mátti Hitaveitunni til efl- ingar en lokg eftir 10 ár hafi meirihlutinn tekið sig til og komið með tillögur, sem byggist á því, sem aðrir hafi viljað koma fram á heilum áratug!! I Það þarf auðvitað ekki að eyða mörgum orðum að svo. barnalegri staðhæfingu, sem all- ! ir vita að er tóm vítleysa út í loftið. Hið sanna í málinu er að þær tillögur, sem minnihluta-1 flokkamir hafa komið fram með út af hitaveitumálunum hafa aldrei haft neitt sjálfstætt gildi. Það er ef til vill i rauninni oft ekki minni vandi að vera í minnihluta heldur en að til- heyra þeim flokki, sem stjórn- ar. Það krefst mikillar alúðar og þekkingar að halda uppi jákvæðri gagnrýni á gerðum þess sem stjórnar, þannig að slikt komi að gagni. Til þess að minnihlutinn í bæjarstjóm geti látið eitthvað raunhæft í té þarf fyrst og fremst að vera fyrir hendi vilji til að starfa til hagsbóta fyrir bæj- arfélagið, hvað sem líður áróðri og kjósendaviðhorfum í það og það sinn. Það hefur á liðnum árum borið alltof mikið á því hjá rauðu flokk- unum í bæjarstjóm, að þeir kaupi sér feitletraðar áróðurs- fyrirsagnir með því að bera fram tillögur, sem ekki fela í sér neitt sem er rökstutt, raunhæft eða jákvætt. Með slíku bregst minnihlutinn al- gerlega hlutverki sínu. PÁLL var sonur Jóns, hins göf- ugasta manns, Loftssonar, Sæ- mundssonar hins fróða. Móðir Jóns var Þóra, dóttir Magnúss konungs berfætts, en móðir Páls , var Ragnheiður Þórhallsdóttir ! systir Þorláks biskups hins helga. Páll var fæddur upp í Odda með Jóni föður sínum, og lagði hann sjálfur svo og aðrir því meiri virðing á hann sem hann var eldri. Páll var vænn að áliti, fagur- eygur og fasteygur, hrokkinhárr og fagurhárr, limaður vel og lítt fættur, litbjartur og hörundsljós, meðalmaður að vexti og manna kurteisastur. Hann var næmur og vellærður þegar á unga aldri og hagur að hvívetna, því er hann geri, bæði að riti og öðru. Hann kvongaðist ungur og fékk Her- dísar Ketilsdóttur vænnar konu og vel að sér að hvívetna því er kvenmenn mátti prýða. , ' En er þau höfðu fá vetur sam- an verið, þá fór Páll utan og var á hendi Haraldi jarli í Orkneyj- um, og lagði hann mikla virðing á hann. En síðar fór hann suður til Englands og var þar á skóla og nam þar svo mikið nám, að Ú• Páti ÓÖffUl liólmpó trautt voru dæmi til að nokkur maður hefði jafnmikið nám numið né þvílíkt á jafnskammri stund. Og þá er hann kom út til íslands, þá var hann fyrir öllum mönnum öðrum að kurteisi vegna lærdóms síns, versagerð og bóka- list. Hann var og svo mikill radd- maður og söngmaður, að af bar söngur hans og rödd af öðrum mönnum, þeim er þá voru honum samtíða. Hann fór þá enn til vist- ar í Odda og hafði þá enn gott yfirlæti, sem vert var. En litlu síðar gerði Páll bú í Skarði, og var margs til í fyrstu fátt, þess er hafa þurfti, en svo kom skörungskapur þeirra hjóna beggja og góðvild vina í hald, að þau áttu ærið til hvarvetna skamms bragðs, og urðu þau þá fyrir hinum stærstu fjársköðum, og báru þau hann vel og prúð- lega, enda var svo sem ekki VeU andi Árij^ar: 991 Frjálslyndir menn og frjáls- lyndar skoðanir44!! BLAÐ kommúnista ræðir tölu- vert í gær um „frjáislynda menn og frjálslyndar skoðanir". Þótt undarlegt megi virðast heldur blaðið því fram, að flokkur þess sé einmitt byggður upp af slíkum mönnum. Af þessu má það enn ráða, hversu hugsunarháttur kommún- ista er gersamlega annar en hjá venjulegu íslenzku fólki. íslend- ingar hafa nefnilega alltaf talið að þeir, sem berðust fyrst og fremst fyrir almennum mann- réttindum, frelsi og jafnréttl þjóða og einstaklinga, væru frjálslyndir menn. Þessar skoð- anir eru íslenzku fólki í blóð bornar. | Kommúnistar hata hinsvegar mannréttindi og jafnrétti eins og pestina. Þar sem þeir hafa náð völdum, og það hafa þeir hvergi gert með lýðræðislegum aðferð- um, hafa þeir afnumið öll þau réttindi, sem lýðræðisskipulagið tryggir fólkinu. Þar er enginn al- mennur kosningaréttur til. Fólk- ið hefur ekki leyfi til þess að skipta sér í stjórnmálaflokka eft- ir skoðunum sínum. Ritfrelsi þekkist ekki, fundafrelsi ekki heldur. Skoðanafrelsið er með öðrum orðum gersamléga úr sögunni. Listamenn á sviði tón- listar, bókmennta og myndlistar mega heldur ekki þjóna list sinni nema eftir forskrift valdhafanna. Milljónir manna eru hnepptar í þrælabúðir og svipa harðstjórans er á lofti yfir höfði hvers þess einstaklings, sem ekki vill taka þátt í blindri dýrkun einræðis- herrans á hverjum tíma. Þeir menn, sem þetta skipu- lag hafa skapað og telja það hið fullkomnasta, sem sagan þekkir, segir kommúnista- blaðið á fslandi, að séu „frjáls- Iyndir menn“, sam hafi „frjáls lyndar skoðanir"!! Er nokkuð að furða þótt kommúnistar séu utangarðs í íslenzku þjóðlífi? Steinkistan í Skálholti. STEINKISTUFUNDURINN í Skálholti hefir þótt mikil I tíðindi og fólk les með áhuga ! frásagnir og lýsingar af þessum I óvenjulega atburði. Þó er mikið órannsakað enn í sambandi við þennan fund. Kistan er vart hálf- grafin upp enn og eftir er að vita hvað hún hefir að geyma. Það er talið, að hér sé um að ræða jarðneskar leyfar Páis biskups Jónssonar í Skálholti og | hver veit nema einhverjar merki- ! legar menjar aðrar séu þar fólgn- : ar. Páll biskup var skartmaður mikill og glæsimenni hið mesta. í sögu hans segir á einum stað: Gersemar Páls biskups. AÞVÍ sumri kómu út gersem- ar þær, er Þórir erkibiskup af Noregi hafði sendar Páli biskupi, kóróna gullsaumuð, sú, er engin hafði jafngóð komit til íslands, fingurgull dýrligt ok glófar virðuligir. En annat sum- ar eftir, þá er Páll biskup hafði sextán vetr at stóli setit í Skál- holti, þá komu enn út gersemar ágætligar, er Nikulás biskup af Ósló sendi Páli biskupi, fingur- gull mikit, er vá tvá aura ok steinn í virðuligr. Ok hann sendi honum balsam svá mikinn, at ván var, at þat yrði aldri at vandræðum síðan, en ekki var annat jafntorugætt, er at skyldu þurfti at hafa. Hafði þat ok kostat eigi minna en nökkurar merkr brens silfrs“. Verður fróðlegt að vita hvort eitthvað af þessum gersemum kann að leynast í steinkistunni í Skálholti, reynist hún vera kis+a Páls biskups. Einstæður fornleifafundur. ANNARS er það fyrst og fremst kistan, sem slík, sem gerir þennan fund merkilegan. Hún er eina steinkistan, sem fundizt hefur hingað til á íslandi, hér er um að ræða einstætt dæmi í fornminjafundum okkar. ís- lendingar fyrr á tímum virðast ekki hafa haft þann sið að veita dauðum mönnum umbúnað úr steini, svo sem tíðkaðist með ýms um öðrum þjóðum. Og það er j einmitt þessvegna, að þessi ís- lenzki „sakrofagus“ austur í Skálholti er sérstaklega merki-1 legur í okkar augum. Og nú, er j við spyrjum þennan einstæða ’ fornleyfafund, vöknum við til' meðvitundar um, hve lítið við höfum hingað til vitað um ævi og persónu þessa íslenzka and-j ans manns, „þessa ins dýrliga biskups" — eins og komizt er að orði í sögu hans. Lýsing af Páli biskupi. ILÝSINGU af honum er komizt svo að orði: „Páll var vænn at áliti, fagreygr ok fasteigr, hrokkinhárr ok fagrhárr, limaðr vel ok lítt fættr, litbjart ok hör- undljóss, meðalmaðr at vexti ok manna kurteisastr. Han var næmr ok vel lærðr þegar á unga aldri ok hagr at hvívetna, því, er hann gerði bæði at riti ok at öðru. Hann kvángaðist ungr ok fekk Herdísar Ketilsdóttur, vær.n ar konu ok vel at sér í hvívetna, því er kvenmenn mátti prýða." Kappleikurinn í Kalmar. OG SVONA fór með kappleik- inn við Svíana í Kalmar. Það var óneitanlega dálítið hlálegt að Svíar skyldu merja sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins — en því ekki á síðustu mínútunni eins og einhverri annarri? En það er nú sama, íslending- arnir hafa að einróma áliti stað- ið sig með prýði í þessari viður- eign við Svía, sem þarna tefldu fram sínu sterkasta liði — og ís- landi og íslenzkum íþróttamönn- um til sóma. 0 gerði af því, og óx þá fé þeirra, sem sær gengi á land. Páll var raungóður og fályndur og þýður við alla vini sína og alla góða menn, en hann var stirðlyndur við vonda menn, þjófa og ill- menni. Stjórn'armaður mikill var hann um alla hluti í sinni sveit og ör tilfara allsstaðar þar er þurfa þótti hans tilkomu. Páll var goðorðsmaður, og hélt hann svo þingmenn til allra réttra mála, að hvergi varð þeirra hlut- ur undir. Páll átti fjögur börn þau er úr barnæsku komust, við Herdísi konu sinni, syni tvo og dætur tvær. Synir hans hétu Loftur og Ketill, en dætur hétu Halla og Þóra. Þau voru öll væn að áliti og vel að sér þegar þau óxu upp ....... Hið næsta sumar eftir andlát Þorláks biskups hins helga var Páll kjörinn til biskups. Áður var mjög löng tilræða um það mál, en þar kom um síðir, að það var lagt undir Brand biskup mest að ráði Halls Gizurarsonar, en hann kaus Pál til ujj^nferðar... Absalon erkibiskup vígði Pál til biskups Jónsdag biskups, átta nóttum fyrir Filippusmessu og Jakobus að ráði Eiríks erkibisk- ups er eigi hafði þá sjálfur sýn til að vígja hann.... ...... Páll fékk síðan þann mann er hagastur var á öllu ís- landi á tré, er Ámundi Árnason hét, og lét gera stöpul svo vand- aðan að efnum og smíði, að hann bar eigi miður af öllum trésmíð- um á íslandi en áður kirkjan sjálf. Hann lét gera kirkju upp í stöplinum og rið upp að ganga, og vígði hann þá kirkju hinum heil- aga Þorláki biskupi hinn tíunda dag í jólum og bjó þá kirkju að öllu fagurlega og fékk hvervetna til, það er hafa þótti. Hann lét Atla prest skrifara penta allt ræfur innan í stöplinum og svo bjórinn og tjalda allan hið neðra þrennum tjöldum vel og fagur- lega, og svo lét hann skrifa yfir sérhvers leiði þeirra niðursetn- ing, hvers þeirra er hvíla þar f stöplinum. Hann lagði eigi minna fé til stöpulsins, að því er honum hugðist sjálfum að, en fjögur hundruð hundraða eða þaðan af meira. Hann keypti klukkur þær í stöpulinn er hinar mestu ger- semar voru jafnmiklar, að þeim manni norrænum er Kolur hét. Hann keypti enn fleiri klukkur til stöpulsins og svo samhringjur tvær uppi í kirkjunni, og prýddi hann í hvívetna það er hugum mátti hyggja, bæði kirkju og stöpul í búningi öllúm, í bríkum og krossum, í skriftum og Hkn- eskjum, lömpum og glergluggum og í biskupsskrúði alls kyns. Hann lét og steinþró höggva ágæta haglega, þá er hann var í lagður eftir andlát sitt, og hann lét búa gröf virðulega í stöplin- um þeirra manna, er honum þótti mestur vandi á. (Úr Biskupasögum) Gæfa fylgir djörfum. Ferð Óðinsfélaga Á SUNNUDAGINN efndi Mál- fundafélagið Óðinn til hinnar ár- legu berjaferðar fyrir félags- menn og gesti þeirra-Var far- ið upp í Kjós í sæmilegt berja- land og dvalið þar daglangt við berjatínslu í hinu fegursta veðri. Förin var þátttakendum öllum til hinnar mestu ánægju og þótti takast vel. —Farið var á 10 stórum bílum. Endurskírarinn kemur aftur? Londoh. —- Bílly Graham, fagn- aðarboðberinn, sem dró milljón- ir áheyrenda að vakningarsam- komum sínum í London í vor, hefur tekið tilboði um að koma aftur næsta ár og prédika. — Reuter. j

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 193. tölublað (26.08.1954)
https://timarit.is/issue/109451

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

193. tölublað (26.08.1954)

Handlinger: