Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 233. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 13. okt. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
V/illiam Faulkner:
//
Ég er ekki hókmenntamaður, hugsa
SAGT er, að bandaríski Nóbels-
verðlaunahöfundurinn, Will-
iam Faulkner kalli sjálfan sig
bónda og bæti þá gjarna við: Ég
er ekki bókmenntamaður. —
Þegar maður hittir Faulkner að
máii, dettur manni þetta ósjálf-
rátt í hug: Hann er einsog góður
og gegn bóndi, íslenzkur bóndi.
Hann er hægur maður, íhugull og
vekur traust manns við fyrstu
kynni. Honum liggur lágt rómur
©g það er augljóst, að manninum
er illa við allan hávaða og gaura-
gang. Það er varla hægt að segja,
að hann sé brennimerktur af
hraða nútímans og vélaskrölti
kjarnorkualdar. Hann tottar ró-
Segur pípuna sína; honum virðist
ekkert liggja á. Samt er hann
Bandaríkjamaður.
•  •  •
— Ég mundi vilja lesa upp úr
verkum mínum hér á landi, ef
þið hefðuð áhuga á því, sagði
hinn frægi rithöfundur, þegar
áréttamenn hittu hann að máli í
gær. Ég er þó ekki vanur upp-
lesari, en mundi reyna að gera
mitt bezta.
—  Hvaða hugmyndir höfðuð
foér um ísland, áður en þér kom-
uð hingað?
— Þeir sem hafa komið hingað
hafa sagt mér, að þið metið mik-
ils bókmenntir og listir. Þið eigið
Jíka rótgróna og merkilega menn-
ingu. — Mér leikur forvitni á að
vita, hvort hugmyndir annarra
íalla saman við mínar eigin skoð-
anir, er ég hefi dvalist hér um
Btund.
Ég held, að þið íslendingar eig-
íð mjög sérstæða menningu, eins
<og flestar eyþjóðir, t. d. Japanir
og Englendingar. Máske hefir
sjórinn haft sín áhrif. — Þær ey-
þjóðir sem ég hefi sótt heim eiga
það allar sammerkt, að þær eru
mjög stoltar af menningu sinni.
Á Filippseyjum eru bókmennta-
menn jafnvel að velta því fyrir
sér, hvort þeir eiga heldur að
rita á ensku eða taka upp gamla
imállýzku sem fáir skilja. Þetta
er mikið vandamál.
Ég gæti ímyndað mér, að bók-
menntamaður á íslandi sé meira
virði en bókmenntamaður í
Bandaríkjunum. Hann er virtur
af því að hann er bókmenntamað-
ur og sennilega eru nánari kynni
milli bókmenntamanna hér en
heima.
BÓKMENNTIR OG ÁRÓÐUR
— En hvað um Sögurnar. Hafið
þér lesið eitthvað af þeim?
— Því miður verð ég að viður-
'kenna menntunarleysi mitt. Eg
hefi lítil kynni haft af þeim, en
ætla að reyna að kynnast þeim
eftir föngum, þegar ég hefi verið
hér. Áhugi á bókmenntunum
vex, þegar maður veit, hvar þær
gerast og þekkir sögustaðina.
— Álítið þér, að höfundar eigi
að taka þjóðfélagslega afstöðu í
ritverki, prédika ákveðinn boð-
skap í þjóðfélagsmálum?
— Nei. Ritverk sem fela í sér
„þjóðfélagslegan tilgang" eru
áróður. Bókmenntir eiga að fjalla
um manninn, baráttu hans, hug-
rekki o. s. frv. Maðurinn á í bar-
áttu við sjálfan sig, við með-
bræður sína. Hann vill vera hug-
rakkur, en er þó í vafa um, að
hann geti það — þangað til erfið-
leikarnir steðja að og hann á ekki
um annað að velja.
ÞROSKANDI AÐ GLÍMA
VIÐ ERFD3LEIKANA
Margir helztu rithöfundar
Bandaríkjanna hafa komið frá
Suðurríkjunum; við biðum einu
sinni lægri hlut í styrjöld — og
urðum að sigrast á erfiðleikun-
um. Kannskí er það ástæðan fyrir
því, hve við höfum átt marga
góða rithöfunda. Þegar menn
eru hamingjusamir og ekkert
bjátar á, láta þeir bókmenntirnar
eiga sig. En erfiðleikarnir eggja
menn til afreka, þjappa þeim sam
an, gera þá frjálsa: maðurinn get-
ekki um, hver /es hvað,
44
sáralítið í aðra hönd. í tómstund-* eftir sögunni var að mestu leyti
um sínum stundaði hann veiðar'gerð í borginni Oxford og koma
og gönguferðir. Hann samdi margir af kunningjum og ná-
einnig aðra skáldsögu, er hann grönnum Faulkners fram í henni,
nefndi Hljómurinn og Ofsinn m. a. borgarstjórinn.
(The Sound and the Furey), enl
sökum bess hve hún var rituð HLAUT BÓKMENNTAVERÐ-  '
einkennilegum,   nýstárlegum LAUN NÓBELS 1949
1
stíl,  neituðu  útgefendurnir
taka við henni.
að
William Faulkner
ur unnið þrekraunir, þegar á
herðir. Þess vegna er það þrosk-
andi að glíma við erfiðleika og
vinna bug á. þeim.
FRJÁLSRÆÐI OG
„VÉLRÆNAR"
RÍKISSTJÓRNIR
— Svoað við snúum okkur að
æskunni. Þér hafið einkum áhuga
á að ræða við æskufólk?
— Já, ef til vill getur reynsla
mín komið einhverjum að gagni.
¦— Finnst yður mikill munur á
æsku nútímans og, skulum við
segja, æsku yðar kynslóðar?
— Ég held, að æskan sé alltaf
lík sjálfri sér. Aftur á móti á
æskan í dag við óvenjumörg og
erfið vandamál að stríða. Þar vil
ég einkum benda á „vélræn
áhrif". Með því á ég ekki endi-
lega við flugvélar og kjarnorku-
tæki, heldur einnig ríkisstjórnir,
ef hægt er að komast svo að orði.
í mínum augum eru ríkisstjórnir
ekki ósvipaðar verksmiðjum að
þessu ieyti; þær eru engu síður
afkvæmi vélamenningar nútím-
stjórnarform, en það er hið bezta
sem við höfum enn komið auga á.
BOKIN THE SOUND AND THE
FUREY FÆRDI FAULKNER
FRÆGD OG AUD
Faulkner lét þessa erfiðleika þó
ekki á sig fá og hóf nú að rita
hið kunna safn skáldsagna frá
Suðurríkjunum, en fyrsta bókin
í því safni var Sartoris, sem segir
frá Sartorisætinni í Jefferson í
Yoknapatawphahéraði. Sama ár
og þessi bók kom út, 1929, giftist
hann Estelle Oldham Franklin,
og eiga þau eina dóttur, JilL
Enn reyndist Faulkner ókleift
að sjá sér og fjölskyldu sinni far-
borða af ritlaununum einum sam-
an og gerðist hann um hríð vöku-
maður í rafmagnsstöð einni. Þar
endursamdi hann bók sína The
Sound and the Fury, og ritaði
þá auk þess söguna Sanctuary
(Griðastaður), sem þykir all-
hryllingsleg að efni og frásögn.
Sagt er að hann hafi haft hjól-
Kostir þess eru einkum fólgnir í  börur, sem Mgu á hvolfi inni í
því, að einstaklingarnir geta haft
hönd í bagga með, að það sé ekki
misnotað. Þegar öllu er á botninn
hvolft, er maðurinn, hver ein-
staklingur, meira virði en allar
ríkisstjórnir.
„EKKI BÓKMENNTAMAÐUR"
—  En hvað um bandarískar
bókmenntir?
— Þegar ég var ungur las ég
allt sem ég komst yfir. Nú les ég
heldur lítið — og þá helzt gömlu
góðu bækurnar aftur. Ég veit því
lítið um bandarískar nútímabók-
menntir, þekki aðeins nöfn nokk-
urra yngri höfunda.
— Eru bækur yðar vinsælli í
Suðurríkjunum en Norðurríkjun
um? Hvað vilduð þér segja um
það?
—  Ég held, að bækur mínar
séu alls ekki vinsælar. Til dæmis
lesa bændurnir, vinir minir, þær
ekki. Raunar hefir einhver sagt,
að „allir í Missisippí geti skrifað,
en enginn lesið". — Annars er ég
hugsa
ans. — Maðurinn verður að njóta
frjálsræðis, einkum er það nauð- jekki  bókmenntamaður,
synlegt fyrir rithöfunda.         ekki um, hver les hvað.
Lýðræðið er heldur klunnalegt |                    M. —
Skriiaði bokina a hjólbörum
rafmagnsstöðinni,   fyrir   skrif
borð. Það var þessi síðarnefnda
saga, sem átti eftir að færa hon-
um bæði frægð og auð
Síðan 1931 hefur Faulkner rit-
að 15 skáldsögur. Sumar þeirra
hafa verið notaðar sem uppistað-
an í kvikmyndir, og hin kunnasta
þeirra er Intruder in the Dust
(Óboðinn gestur). Segir sagan
frá dreng, sem ver saklausan
negra, er hafði verið sakaður um
Enda þótt Faulkner hafi fyrst
hlotið viðurkenningu sem rit-
höfundur í Evrópu og Suður-
Ameríku, nýtur hann nú feiki-
mikillar hylli í heimalandi sínu
og hefur hlotnast margskonar
viðurkenning og verðlaun. Má
þar t. d. nefna Pultzerverðlaunin
og Howeltverðlaunin, sem er gull
medalía, er lista- og bókmennta-
akademía Ameríku veitir íimmta
hvert ár fyrir það listaverk, er
hún telur merkast af þeim, sem
fram koma á því tímabili. Árið
1949 veitti sænska akademían
Faulkner bókmenntaverðlaun
Nóbels fyrir ritverk hans í heild,
og er óhætt að segja, að þar með
hafi frægð og hylli Faulkners
náð hámarki sínu.
Þá fjárhæð, sem hann fékk
með þessari viðurkenningu, lagði
hann í sérstakan sjóð, og á að
nota tekjur Sjóðsins til þess að
auka menntun unglinga í fæð-
ingarhrepp hans í Mississippi og
til þess að aðstoða efnilega unga
rithöfunda til þess að komast
áfram.
William Faulkner rekur nú
álitlegt bú á 15 hektara jörð i
námunda við smáborgina Oxford
í Mississippi og þar hefur hann
verið búsettur síðan 1939. Hann
hefur hið mesta yndi af búskap
og skephum og nefnir sjálfan sig
jafnan bónda.
Undanfarin ár hefur Faulkner
ferðast mjög víða. Hann er nú
staddur hér á landi á leið sinni
vestur um hafa að afloknu ferða-
að  fremja  morð.  Kvikmyndin lagi umhverfis hnöttinn.
Maðurinn miin lifa
Hér fer á eftir ávarp flutt hinn'sjálfum sér, að hið auðvirðileg-
10. desember 1950 í Stokkhólmi asta, sem hugsast getur, er afr
af rithöfundinum William C. j vera hræddur; og um leið gleyma
Faulkner, er honum voru afhent því að eilífu, útrýma úr vinnu-
bókmenntaverðlaun  Nóbels.      stofu sinni öllu, öllu nema hin-
Ég álít að viðurkenning þessi um forna sannleika og hrein-
sé ekki veitt mér sem einstakling, skilni hjartans, hinum gömlu, al-
heldur verkum mínum — lífs-
starfi í angist og svita hins mann-
lega anda, ekki til þess að öðlast
kunnu sannindum, en án þeirra
verður hver saga skammlíf og
dauðadæmd — ást og heiður og*
NOBELSVERBLAUNAHOF-
UNDURINN William Faulkn-
er er fæddur í bænum New
Albany í Mississippifylki i
Bandaríkjunum hinn 25. sept.
1897, og var elztur fjögurra
bræðra. . Mestan hluta ævi
sinnar hefur hann búið í bæn-
um Oxford í sama fylki, en
þar er Mississippiháskólinn.
Faulkner stundaði nám við
þennan skóla um nokkurt
skeið, sem óreglulegur nem-
andi, en lauk aldrei prófi. Á
æskuárum sínum notaði hann
tímann aðallega til lesturs og
Ijóðagerðar.
STUNDAÐI ÝMSA VINNU
Á ÆSKUÁRUNUM
í fyrri heimsstyrjöldinni var
William Faulkner í flugher
Kanada, en stríðinu lauk um það
leyti, sem hann hafði lokið nauð-
synlegu námi og æfingum sem
orrustuflugmaður. Alla tíð síðan
hefur hann haft mikinn áhuga á
flugvélum og flugi. Hann hvarf
aftur til Oxford, sótti fyrirlestra
við háskólann og stundaði ýmis
störf, m. a. var hann húsamálari
og póstmeistari við háskólann.
ÁTTI VID ERFIÐLEIKA AÐ
STRÍDA í UPPHAFI
Loks yfirgaf hann Oxford og
settist að í New Orleans, þar sem
hann kynntist hinum kunna
skáldsagnahöfundi     Sherwood
Anderson, sem sýndi ritstjórum
tímaritsins Double Dealer þar í
borg nokkur kvæði Faulkners.
Og fyrsta verk Faulkners, sem
birtist á prenti, var litið kvæði,
er kom út í þessu bókmennta-
tímariti árið 1922.
Skömmu síðar samdi Faulkner
tvær skáldsögur, Máli hermanns
ins og Moskítóflugur, sem báðar
voru gefnar út skömmu eftir að
hinn eirðarlausi, ungi rithöfund-
ur hafði lagt land undir fót á
nýjan leik. Að þessu sinni lá leið
hans til Parísar.
Árið 1925, er hann hafði dvalizt
eitt ár í Evrópu, hvarf hann aftur
til fyrri heimkynna sinna og hóf
vinnu sem trésmiður. Fyrstu tvær
skáldsögur hans höfðu að vísu
komið út á prenti, en þær gáfu
vegsemd, því síður gróða, heldur meðaumkun og stolt og miskunn
til  þess  að  skapa  úr  efnivið og fórn. Unz hann nær að gera>
mannsandans eitthvað, sem ekki
var áður til. Því er mér aðeins
falin þessi verðlaun til varð-
veizlu. Ekki mun reynast erfitt
að finna fénu tileinkun, sem að
nokkru leyti samræmist tilgangi
og mikilvægi upprunans. En mig
langar til að gera slíkt hið sama
við þá hylli, sem mér hefur hlotn-
ast, með því að nota þann minnis
varða sem tind, er ég get talað
af til hinna ungu manna og
kvenna, sem þegar hafa helgað
sig sömu kvölinni og erfiðinu, því
að meðal þeirra er sá, sem ein-
hvern tíma mun standa þar, sem
ég stend nú.
Harmur vorra tíma er líkam-
legur ótti, sem nær til eins og
allra, svo langær að vér getum
jafnvel afborið hann. Vandamál
andans eru ekki lengur til. Eftir
er aðeins spurningin- hvenær
verð ég sprengdur í loft upp?
Af þessum sökum hefur hinn
ungi maður og kona, sem í dag
fæst við ritstörf, gleymt vanda-
málum mannshjartans í baráttu
við sjálft sig, en það eitt getur
fætt af sér snilld í rituðu máli,
því að það eitt er þess virði að
um það sé ritað, vert angistar-
innar og stritsins.
Hann verður að læra þetta að
nýju.  Hann  verður  að  kenna
þetta stritar hann undir oki álag-
anna. Hann ritar þá ekki um ást
heldur um losta, um ósigra, þar
sem enginn glatar neinu, sem um
munar, um sigra án vonar og
verst af öllu án meðaumkunar
eða miskunnar. Sorgir hans
syrgja engin almannabein, skilja
engin ör eftir sig. Hann skrifar
ekki um hjartað heldur um
kirtlana.
Unz hann endurlærir þessi
sannindi mun hann skrifa eins
og hann stæði meðal mannanna
og horfði upp á endalok þeirra.
Ég neita að viðurkenna endalok
mannsins. Það er svo sem nógu
auðvelt að segja, að maðurinn
sé ódauðlegur, einungis vegna
þess að hann muni halda áfram
að vera til; þegar síðasti ómur
dómsins hefur klingt og hljóðnað
frá hinum siðasta einskisnýta
steini, sem hangir mitt á milli
flóðs og fjöru í roða hinnar deyj-
andi kvöldstundar, að jafnvel þá
muni heyrast hljóð: hljóð hinnar
veikburða, þrotlausu raddar
mannsins, sem ennþá talar. Ég
neita að fallast á þetta. Ég trúi
því að maðurinn muni ekki
einungis halda áfram að vera til:
hann mun lifa, Hann er ódauð-
legur, ekki vegna þess að hanrt
Framh. á bls. 12.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16