Morgunblaðið - 22.06.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1956, Blaðsíða 8
8 MÖRGUNBLAÐIL Fðstudagur 22. jún! 1956 Bjarni Ásgeirsson sendiherrn Bjarni Ásgeirsson, sendiráð- herra fslands í Osló, andaðist í sjúkrahúsi þar í borg, 15. þ.m. Bjarni er faeddur í Knarrarnesi á Mýrum, 1. ágúst 1891, og var því tæplega 65 ára að aldri. For- eldrar hans voru Ásgeir Bjarna- son, bóndi þar, og kona hans, Ragnheiður Helgadóttir frá Vogi. Fréttirnar um andlát Bjarna komu ekki óvænt. Hann veiktist alvarlega í Prag á s.l. hausti, þótt veikindi háns ættu lengri aðdrag- anda, og gekk hann ekki heill til skógar síðan. Bjarni var um margt fágætur mannkostamaður og óvenjulega hugþekkur þeim, er honum kynnt ust náið. Persónuleg kynni okkar hófust fyrst fyrir nokkrum árum er hann réðist í utanríkisþjónustu íslendinga og tók við sendiherra- embætti íslands í Noregi, Tékkó- slóvakíu og Póllandi. Bjarni var þá löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir afskifti sín af íslenzk um stjórnmálum, atvinnumálum landsmanna, sérstaklega land- búnaði og félagsmálum bænda, svo og bankamálum. Um alla þessa þætti í starfi Bjarna er löng og merk saga, sem hér verð- ur ekki rakin í örstuttri kveðju- grein. — Ég hygg þó, að Bjarni sjálfur hafi jafnan talið búskap sinn í Knarrarnesi og braut- ryðjandastarfið á Reykjum í Mosfellssveit einn merkasta starfsþátt ævinnar. Hugleikið var það honum að minnsta kosti umfram flest annað, enda trúði hann á gróðrarmátt íslenzkrar moldar og margháttaða þýðingu landbúnaðarins og starf bóndans fyrir íslenzkt þjóðlíf. — Kom þetta fram, bæði er hann ræddi fyrri viðfangsefni sem forystu- maður Búnaðarfélags íslands eða landbúnaðarráðherra, en einnig er hann ræddi síðari viðfangs- efni, er hann valdist til forystu í samtökum bænda á Norðurlönd- um, eða er hann kynnti sér bún- aðarhætti landa þeirra, er hann ferðaðist um. Duldist engum, er með honum var, að þar ræddi hann kær og hjartfólgin hugðar- efni. Er Bjarni Ásgeirsson varð sendiherra í Osló, átti hann að baki sér margháttað og merkt þjóðmálastarf, eins og áður greinir. Viðfangsefni hans höfðu fram að því aðallega verið tengd innanlandsmálum, enda þótt hann um langt árabil ætti sæti í utanríkismálanefnd alþingis og formaður hennar um skeið. Ýms- um kann þá að hafa komið til liugar, hvort Bjarni færðist ekki of mikið í fang að leggja inn á nýja starfsbraut, þá nálega sex- tugur. En Bjarni reyndist vand- anum vaxinn, og ollu því góðar gáfur, meðfædd háttvísi og frá- bær hæfileiki að umgangast fólk. En hann stóð heldur ekki einn í hinu nýja starfi. Við hlið hans stóð eiginkona hans, frú Ásta Jónsdóttir, æskuvinkona og ást- ríkur lífsförunautur síðan 1918. Er það mála sannast, að hún er gædd þeim eiginleikum, er ís- lenzka húsfreyju mega bezt prýða. Þeim hjónum tókst og að gera garðinn frægan: voru góðir og virðulegir fulltrúar íslands á erlendum vettvangi. Ég gat þess, að persónuleg kynni okkar Bjarna Ásgeirssonar væru ekki gömul að árum. En minningarnar eru margar og ljúfar, er ég geymi frá samvist- um okkar. Hann var frábær fé- iagi, hrólcur alls fagnaðar í vina- hóp, sagði flestum betur frá og var hagmæltur svo að af bar. Þá man ég einnig aðra eiginleika Bjarna. Mér fannst hann hafa ríka tilhneigingu til að láta sam- erðamenn sína njóta sannmælis >g aldrei heyrði ég hann hall- næla gömlum andstæðingum, frá 'yrri vopnaþingum íslenzkra itjórnmála. Þetta sagði mér, að 'ljarni væri drengur góður. Ég vil Ijúka þessum fáu kveðju arðum með því, að votta frú Ástu Miianingarorð og börnum hennar samúð mína. Blessuð sé minning Bjarna Ás- geirssonar. Dr. Oddur Guðjónsson. Dáinn 15. júní 1956 í Osló HANN var fæddur 1. ágúst 1891 í Knarrarnesi á Mýrum, son- ur hjónanna Ásgeirs Bjamasonar óðalsbónda og amtráðsmanns og Ragnheiðar Helgadóttur frá Vogi, og ólst upp á því merka heimili ásamt 3 systkinum sínum. Hann lauk prófi frá Verzlunar- skóla íslands 1910 og frá Bænda- skólanum á Hvanneýri 1913. Dvaldist utanlands frá hausti 1916 til haustsins 1917. Bjó í Knarrarnesi 1915—1921 og á Reykjum í Mosfellssveit 1921— 1951. Bankastjóri Búnaðarbanka íslands var hann 1930—1938. í stjórn Búnaðarfélags íslands 1927 —1951 og þar af formaður frá 1939. Settur búnaðarmálastjóri um skeið á árinu 1950. í banka- ráði Landsbanka íslands 1928— 1930. Skipaður formaður yfir- fasteignamatsnefndar ríkisins 22. jan. 1938. Var gæzluátjóri Söfn- unarsjóðs 1932—1934. Var kosinn þingmaður .Mýramanna 1927 og sat frá því óslitið á 31 þingi, til 1951, að hann varð sendiherra í Noregi. Á alþingi gegndi hann störfum í ýmsum nefndum, svo sem í utanríkismálanefnd 1928— 1951, og í landbúnaðarnefnd neðri deildar, þar sem hann var formaður um all-langt skeið. At- vinnumála- og landbúnaðarráð- herra var hann á árunum 1947— 1949. Var skipaður sendiherra í Noregi 1. júlí 1951 og 29. okt. sama ár sendiherra i Póllandi, 3. jan. 1952 sendiherra í Tékkó- slóvakíu, með aðsetri í Noregi. Ambassador var hann skipaður 25. okt. 1955. Bjarni var kosinn af alþingi 29. marz 1950 í stjórn Áburðar- verksmiðju ríkisins, en lét af því starfi þegar hann varð sendi- herra. í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur var hann frá 1924 til 1930, en sagði af sér þeim störfum þegar hann varð banka- stjóri, þar sem hann taldi það ekki geta samrýmzt. Hann var kjörinn formaður bændasamtaka Norðurlanda (N. B. C.) 1951— 1952. í Rotary-klúbb Reykjavík- ur var hann félagi um all-langt skeið. — Hann var sæmdur mörg- um heiðursmerkjum, þótt ekki verði hér talin sérstaklega. Þegar ég nú hugsa um ævi Bjarna Ásgeirssonar, þá er margs að minnast, allt frá æskuárum. Verður mér fyrst að minnast hins mikla áhuga hans um að búa sig sem bezt undir það lífsstarf, sem hann hafði valið sér — að verða bóndi. Þótt hann færi í Verzlun- arskóla íslands, var það ekki vegna þess, að hann ætlaði að hverfa til viðskiptalífsins, heldur eingöngu til þess að afla sér al- mennrar menntunar og þá sér- staklega í tungumálum, enda fór hann síðar í Bændaskólann á Hvanneyri og til Norðurlanda til þess að búa sig undir framtíðar- starfið. Strax sem ungur maður tólc hann mikinn þátt í félagslífi og varð fljótt viðurkenndur sem mælskasti maður í málfunda- félagi Verzlunárskólans. Hann tók einnig mikinn þátt í U.M.F.- hreyfingunni, og þegar hann kom heim í sveitina sína um vorið, eftir að hann hafði lokið námi, stofnaði hann þar ungmennafé- lag, sem hann var iífið og sálin í um margra ára skeið. í blað ung- mennafélaganna, Skinfaxa, ritaði hann á þessum árum nokkuð og birti þar sín fyrstu kvæði, sem vöktu eftirtekt. Einnig ferðaðist hann á vegum ungmennafélags- ins um Suðurland veturinn 1915 og flutti fyrirlestra í félögunum. Ég minnist sérstaklega eins atviks, sem sýnir mælsku hans, vorið eftir að hann hafði lokið námi í Verzlunarskólanum. Lok- ið hafði verið við smíði brúar á Norðurá, og fögnuðu Mýramenn og Borgfirðingar mikið þeim samgöngubótum með fjölmennri samkomu á eyrunum við ána. Við brúarvígsluna voru fluttar J margar ræður, þar á meðal talaði Bjarni Ásgeirsson fyrir minni fánans. Þar var þá staddur Ólaf- ur heitinn Björnsson ritstjóri, og að ræðu Bjarna lokinni spurði hann hver hinn glæsilegi og mælski ungi maður væri Varð honum að orði að þarna væri þingmannsefni Mýramanna, og varð hann sannspár í því efni. Fánaræða Bjarna birtist síðar í ísafold að ósk Ól. Björnssonar. Eins og áður segir, byrjaði Bjarni búskap sinn í Knarrar- nesi, en atvikin höguðu því svo, að hann taldi sér hagkvæmara að flytjast búferlum að Reykjum í Mosfellssveit, þar sem hann rak fjölbreyttan búskap um langan tíma og var með þeim fyrstu að setja upp gróðurhús, og má óefað telja hann brautryðjanda í þeirri grein. Hann naut óvenjulegra vinsælda og trausts í sveitinni og var meðal annars hreppsnefndar- maður þar í 17 ár. Og þótt störf hans lægju mikið utan sveitar- innar og hann þar af leiðandi væri meira fjarverandi en venju- legt er um bændur, var sveit- ungum hans það alltaf fagnaðar- efni þegar hann gat verið meðal þeirra. Sýnir það bezt hug þeirra til hans og hvernig þeir tóku þátt í líðan hans, að þegar þeir s.l. haust ætluðu að stofna til mann- fagnaðar, en fréttu um, að hann væri alvarlega og hættulega sjúk- ur, þá frestuðu þeir fyrirhugaðri samkomu. — Hann hafði einnig náið samband við Mýramenn og var þar oft á ferð, ekki eingöngu vegna þingmennsku sinnar, held- ur líka vegna þess hve vænt honum þótti um fæðingarsveit Bjarni Ásgeirsson sína og vegna órofa tryggðar sinnar við æskuvini og niðja þeirra. Og Mýramenn elskuðu Bjarna og virtu, og mér er nær að halda, að það hefði verið sama fyrir hvorn flokkinn Bjarni hefði boðið sig fram, að hann hefði verið kosinn þingmaður, svo ést- sæll leiðtogi var hann. Þeir kusu fyrst og fremst vin sinn Bjarna Ásgeirsson — því hann var „þeirra Bjarni“. Fyrir sitt kjördæmi vann haniT vel, og ótalin eru þau dagsverk, sem hann varði til að liðsinna og hjálpa skjólstæðingum sínum, og leit hann þá aldrei á, hvort það var kjósandi hans eða andstæð- ingur í stjórnmálum Hann vann af innri þörf til að geta gert mönnum greiða. Meðal aðal-áhugamála Bjarna Ásgeirssonar voru mál landbún- aðarins. Hann hugsaði og starfaði að heill og framförum hans, því á þeim atvinnuvegi hafði hann óbilandi trú og vissu um að hann bæri að efla, því annað væri þjóðarvoði. Hann var svo lán- samur,_að það féll i hans hlut að vinna mikið og lengi að þessum áhugamálum sínum, og þar sem áhrifa hans hlaut að gæta mikið, eins og með því að vera banka- stjóri Búnaðarbankans, landbún- aðarráðherra og formaður Bún- aðarfélags felands. Þessi störf voru honum eðlilega að skapi vegna áhuga hans og trúar á land búnaðinum. Og svo átti það fyrir honum að liggja, að starfa utanlands.. Efalaust hefði hann frekar kosið að starfa hér heima og halda áfram fyrri störfum, en sem í öðrum athöfnum var hugsun hans á þessum vettvangi, að vinna að gagni og velferð lands síns, án tillits til óska og tilfinn- inga sjálfs sín. Það eru ekki dæmi þess, að bóndi hafi komizt til slíkra mannvirðinga sem Bjarni Ásgeirsson, enda var hann óvenjulegur að gáfum og glæsi- leika. Hann kom prúðmannlega og djarflega fram og kunni vel að vera með höfðingjum, enda sýndi hann það, þegar hann flutti Hákoni Noregskonungi drápu — að fornum sið. En fyrst og fremst var hann drengskapar- og mannkostamað- ur, sem vildi öllum vel, og mér er óhætt að íulyrða, að hann átti engan óvildarmann. Og þótt hann ætti andstæðinga í stjórnmálum, átti hann þá líka að vinum, slík var framkoma hans og slikan hug báru þeir til mannsins Bjarna Ásgeirssonar, og svo mun einnig hafa verið á alþingi. Og í mann- fagnaði var hann hinn síglaði og skemmtilegi hrókur fagnaðarins og lét óspart fjúka í kviðlingum, því hagmælskan var honum í blóð borin, og kom hún þegar á barnsaldri í ljós. í grein sinni „Að yrkja sér til hugarhægðar", segir Bjarni Ásgeirssoii — og birtir raunar vísuna — að hann muni ekki hafa verið nema 8 ára þegar sú vísa varð til, en eftir þann sigur á bragbrautinni óx honum svo kjarkur, að síðan hafa mörg hundruð ef ekki þúsundir ferskeytlna orðið til hjá honum og margar landfleygar. Og það, að leika sér að því að búa til vísur, telur hann að hafi orðið ein af sínum mestu lífsnautnum. Seinast þegar við í góðu næði gátum talað saman, þá vonaði hann, að þegar hann hætti störf- um utanlands, gæti hann helgað sig ritstörfum og skrifað niður það, sem hann vildi ekki að týndist, bæði í bundnu og ó- bundnu máli. Ég tel það mikinn skaða að missa af því, þar sem ég efa ekki, að þar hefði verið ánægjulegt, skemmtilegt og fróð- Framhald á bls. 17. shrifar úr daglega lifinu Áróður og auglýsingar. VIÐ lifum á tímum áróðurs og auglýsinga. Kannske kemui; þetta aldrei skýrar fram en ein- mitt þegar og þar sem pólitískar kosningar standa fyrir dyrum — eins og nú hér hjá okkur. — Mig langar að gamni mínu til að staldra dálítið við þetta orð: áróður — við orðið sem slíkt fyrst í stað. Þetta er ágætt, rök- rænt orð, sem upphaflega merkir róður á móti vindi eða straumi og útfrá því, í hugrænni merkingu, öflug viðleitni til að ná settu marki eða barátta fyrir fram- gangi einhverrar hugsjónar eða málefnis. — í daglegu mæltu og rituðu máli, hefir þetta orð feng- ið allt lakari merkinu. Það virð- ist oftast vera notað sem sam- nefni við orð eins og rógur, lygi, óhróður, þ. e. orðið hefir fengið einungis neikvæða merkinu. — Því er nú ver og miður, að oft á þessi notkun þess fullan rétt á sér, af því að um er að ræða óheiðarlegan áróður, þar sem einskis er' svifizt til að hamra fram viss sjónarmið, berjast fyrir einhverjum málstað í trássi við allan sannleika, augljósar staðreyndir og almenna skyn- semi. Skýrasta dæmið. SKÝRASTA dæmi um þess- konar áróður eru baráttuað- ferðir þeirra skrítnu manna sem kommúnistar kallast, hvort held- ur er á íslandi eða annars staðar til að koma fram einræðisstefnu kommúnismans. Ef til vill er það almenna skynsemin, sem þær að- ferðir misbjóða hvað freklegast, enda fer líka fylgi kommúnista jafnt og þétt rýrnandi. Já, svona er nú það. En óneitan lega væri það skemmtilegra að við glötuðum ekki alveg hinni jákvæðu merkingu orðsins áróð- ur — heldur lærðum að gera greinarmun á sönnum og drengi- legum áróðri annars vegar og hins vegar fölskum og samvizku- lausum. Að vckja athygli. EN svo að við víkjum nú að auglýsingunum. Þar er það sem gildir, að hugkvæmnin sé í lagi. Auglýsingateiknun og annað sem lýtur að tækni auglýsingar- innar er orðin sérstök atvinnu- grein — og það ekki svo um- fangslítil. Auglýsingarmaðurinn verður að hafa ýmislegt til síns ágætis sem slíkur, en fyrst og fremst verður honum að vera lagið að vekja athygli almenn- ings á því, sem á að auglýsa hverju sinni — því meiri því betra. Tvö lítil dæmi: Franskur skó- framleiðandi þarf að auglýsa vöru sína: Hann laétur teiknar- ann, sína ómissandi hjálparhellu, teikna unga móður sem keyrir þungan hamar niður í höfuðið á 5—6 ára gömlum syni sínum. — „Þér hneykslist auðvitað á þessu athæfi konunnar, en barn- inu er nákvæmlega jafn mikill skaði búinn af því að ganga á hörðum og ósveigjanlegum skó- sólum. X-skórnir frá pkkur koma í veg fyrir slíka meðferð — o. s. frv. Reynslan ólygnust. AMERÍSKUR tannkremsfram- leiðandi auglýsir sína vöru — þá beztu, sem völ er á í heimin- um! Skýringarmyndin er haus- kúpa af manni, hroðaleg útlits, dæmigerð hrörnun og dauði — allt nema tennurnar, þær skína þarna snjóhvítar, heilar og jafn- ar, auðvitað bara af því að þær höfðu verið burstaðar úr X-tann- kreminu óviðjafnanlega! — Og svona mætti telja í það óendan- lega. — En það er nú löngum svo að hvað sem líður auglýsing- atækni — og auglýsinga- skrumi, þá verður jafnan vand- aðasta varan ofan á í samkeppn- inni. — Reynslan er alltaf ólygn- ust og öruggasti leiðarvísirinn, hvort sem það eru skór, tann- krem — eða jafnvel þingmaður — sem við þurfum að velja okk- ur í dag eða á morgun. Nýjasta ráð víð ofreykingum. T\JÝJASTA lækning við ofreyk- ingum kvað nú vera bólusetning með svonefndu Ejrup bóluefni. Eftir tíu sprautur á sjúklingur- inn að vera laus undan áhrifum tóbakseitursins. Samsetning bólu efnisins mun enn á huldu en framleiðsla þó hafin í stórum stíl. 40% þeirra, sem lyfið hefir verið reynt á hafa hlotið fulla lækn- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.