Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 302. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Mlðvikudagur 19. des. 1956
Arreboe Clausen minning
Fæddur 5. nóv. 1892.
Dáinn 8. des. 1956.
LISTELSKA
OG DRENGSKAPUR
ÞAÐ setti víst fleiri en mig
hljóða, er Ríkisútvarpið flutti þá
harmafregn að kvöldi 8. þ. m., að
Arreboe Clausen hefði andaðst i
Kaupmannahöfn þá um daginn.
Arreboe var fæddur í Stykkis-
hólmi 5. nóv. 1892. Voru foreldrar
hans Holger Peter Clausen, kaup-
maður þar og þingm. Snæfellinga
um skeið og kona hans Guðrún
Þorkelsdóttir frá Staðastað, al-
systir dr. Jóns þjóðskjalavarðar,
e» Guðrún móðir séra Þorkels
Eyjólfssonar á Staðastað, var
dóttir séra Jóns Þorlákssonar,
þjóðskáldsins á Bægisá.
Lengra fer ég ekki í ættfærslur,
enda veit ég að aðrir mér færari
menn muni skrifa um Arreboe
Clausen um þessar mundir.
En vegna hvers gríp ég þá penn
ann? Það er vegna þess, að ég
get vart orða bundist um þann
mann svo snögglega látinn.
Það er bezt að koma því strax
að, að Arreboe var kvæntur
Sesselju Þorsteinsdóttur frá Út-
hlíð í Biskupstungum, ágætri
konu og framúrskarandi söng-
elskri. Synir þeirra eru tveir,
Haukur og Örn, mjög kunnir
íþróttamenn.
Arreboe Clausen var hreinn og
beinn og hispurslaus í máli og
fasi. Þar var aldrei neinn tví-
skinnungur. En sterkustu lifs-
þættir hans hygg ég verið hafi
listelska og drengskapur.
Það mun nærri því dæmalaus
vinátta hans og umhyggja öll fyr-
ir tónskáldinu góða, Inga T. Láruj
syni, er eitt sinn var mælt um að
„skært af hreinni guðs náð söng".
— Ingi og Arreboe voru á sínum
tíma skólabræður í Verzlunar-
skólanum.
Svo skeði það fyrir allmörgum
árum, að Ingi kom austan af
landi til þess að leita sér lækn-
inga, en var lítt efnum búinn.
Arreboe var ekki fyrr búinn að
komast á snoðir um þetta, en
hann safnaði meðal 8—10 skóla-
bræðra þeirra nægilegu fé til þess
að Ingi gæti lagzt inn í Lands-
spitalann, og ekki nóg með það,
heldur dugði ríflega til heim-
ferðar. En eitthvað tveimur ár-
um eftir þetta andaðist Ingi aust-
ur á Vopnafirði hjá vinahjónum
sínum, Katrínu Sveinsdóttur
alþm. í Firði og Guðmundi
Stefánssyni frá Granastöðum í
Köldukinn, kaupfélagsstjóra. —
Lík Inga var flutt til Reykjavíkur
og jarðsett í kirkjugarðinum við
Suðurgótu.
Er þessir atburðir voru um garð
gengnir, tók Arrebo að safna tón-
smíðum Inga, öllum, sem hægt
var, sem ella mundu hafa týnt
tölunni. Gaf Arreboe síðan út öll
lögin í mjög snoturri útgáfu.
Honum er það að þakka, að lögin
eru öll til, og hægt er að flytja
þessa unaðslegu söngva í útvarp
og syngja á mannamótum. Og ég
get vel bætt því hér við, að mér
var kunnugt um að kona hans
var honum af heilum hug sam-
hent um að útgáfan yrði sem
fullkomnust.
En sagan er ekki öll.
Það var í ágúst s. 1. sumar, að
ég hitti Arreboe vin minn uppi
í Bankastræti, og segir hann að
nú hafi hann tíma og skuli ég
koma með sér suður í kirkjugarð
og sjá bautasteininn á leiðinu
hans Inga, sem hann hafi verið að
segja mér frá fyrir skömmu. Það
þarf ekki skýringar við, að
Arreboe lét gera og reisa þenn-
an glæsilega minnisvarða. Hann
er úr granit, dökk-gljáfægður.
Framan á honum er nafn tón-
skáldsins, harpa og fæðingar- og
dánarártöl allt úr stáli. Ofan á
minnisvarðanum, maður gæti
sagt   á   vinstri   öxl,   situr
þröstur einnig gerður úr stáli.
Allur er bautasteinninn mjög
hugþekkur og gerður af mikilli
list. — Við héldum heimleiðis. En
það hvarflaði ekki að mér þá, að
þetta væri í síðasta sinn, sem
víð ættum að sjast hérna megin.
Arreboe Clausen hverfur á
hærra svið, og Ingi T. Lárusson
mun fagna honum með ljúfum
þrastasöng á slaghörpu eilífðar-
innar.
Sig. Arngrímsson.
•
f DAG verður til moldar borinn,
frá Dómkirkjunni, Arreboe Clau-
sen, sem andaðist í Kaupmanna-
höfn, þann 8. þ.m., en þar hafði
hann legið sjúkur í nokkrar vik-
ur.
Arreboe var fæddur þann 5.
nóv. 1892 og var því rúmlega 64
ára gamall, er hann lézt. Hann
var fæddur í Stykkishólmi og
voru foreldrar hans, Guðrún
Þorkelsdóttir, Eyjólfssonar prests
á Staðastað, en móðir hennar var
Ragnheiður Pálsdóttir prófasts, í
Hörgsdal á Síðu. Frú Guðrún var
systir dr. Jóns forna og þeirra
systkina. En faðir Arraboe var
Holger Clausen kaupmaður og
alþingismaður í Stykkishólmi, en
hann var sonur Arreboe Clausen
etasráð, í Kaupmannahöín og
konu hans Ásu, fædd Sandholt
og var ætt hennar frá Sandhólum
á Tjörnesi.
Þeim sem þekktu vel Arreboe
Clausen, hlýíur að veivi hann
minnisstæður, fyrst og fremst
vegna þess hversu skemmtilegur
hann var í viðkynningu. Þar
sem hann var, var jafnan líf
og fjör. Hann var einn þeirra
manna, sem gat skapað glaðværð
og fjör, þar sem hann var nær-
staddur. Hann hafði alltaf hnyttin
svör á reiðum höndum, þegar við
hann var rætt. En auk þess var
Arreboe mikill drenglyndismað-
ur og traustur vinur, vina sinna.
Aftur á móti gat hann verið erf-
iður andstæðingum sínum.
Arreboe giftist árið 1925 Sess-
eliu Þorsteinsdóttur, frá Eyvind-
artungu í Laugardal og eignuð-
ust þau tvo syni, þá Hauk og Örn,
og eru þeir tvíburar.
Heimili þeirra Arreboe og frú
Sesseliu hefur alltaf verið þekkt
fyrir mikla gestrisni, enda hefui
oft verið þar gestkvæmt og hafa
vinir og vandamenn oft komið á
það heimili, sér til mikillar
ánægju. Þar heíur gestrisni setið
í hásæti og skemmtileg fram-
koma þeirra hjónanna, verið gest-
um þeirra til mikillar ánægju.
Bæði Arreboe og frú Sesselja
hafa verið sérstuklega músíkölsk
og hafa þau oft skemmt gestum
síftum vel, í því efni.
Arreboe var mjög listfengur
maður og þó sérstaklega hvað
músík og málaralist snerti. —
Hann hefur málað talsvert af fal-
legum myndum, sem víða eru til
á einkaheimilum. Auk þess hefur
hann samið nokkur falleg lög.
Hans mesta yndi var að spila og
syngja fagrar melódíur, eftir
vissa snillinga, t.-d. Schubert og
Chopin o. fl., en aftur á móti
unni hann lítið nútíma djassi og
innihaldslausum glamur tónverk-
um. Hann unni einnig fögrum
málverkum og ýmsum fleiri lista-
verkum, en var jafnan smekk-
vandur í þeim efnum.
Ég og margir fleiri vinir Arre-
boe Clausens, sem höfum þekkt
hann um margra ára skeið, sökn-
um hans mikið úr vinahópi og
munum ávallt minnast hans með
söknuði.
Einar Guðmundsson
sferifar ur
daglega lifinu
UM þessar mundir eru jólasafn-
arnirnar í fullum gangi. —
Mæðrastyrksnefndin safnar pen-
ingum og fötum fyrir hver jól til
hjálpar bágstöddum og einstæð-
um mæðrum með börn sín, og
Vetraxhjálpin, sem starfar á veg-
um bæjarins, vinnur svipað
maiuiúáarhlutverk.
Cteíum ?J örlæti
FULL ástæða er til þess að
hvetja alla til þess að gefa
rausnarlega til þessara safnana,
og sýna með því það hugarþel að
vilja hjálpa þeim sem rninnimátt-
ar og bágstaddir eru. Sérstaklega
er ástæða til þess að benda hús-
mæðrum á, að föt og klæði sem
ekki eru lengur notuð af heim-
ilisfólki eru mjög vel þegin af
söfnunum þessum.
Það hefur oft verið sagt áður,
en á jafnvel við nú um þessi jól,
að hin sanna jólagleði er ekki
sízt fólgin í því að gefa og veita
öðrum af efnum sínum. Verum
öll minnug þess.
Efnisyfirlitið góða
BÓKAFLÓÐIÐ er nú í algleym-
ingi og mestu og snjöllustu
auglýsarar eru án efa hinir
mörgu og mikilvirku bókaútgef-
endur. í slíku flóði koma oft fyrir
spaugilegir hlutir því alltaf er
það svo, að mönnum yfirsést, sér
í lagi lika vegna þess að jólabæk-
urnar eru gefnar út skömmu fyr-
ir jólin og oft er gengið frá þeim
á síðustu stundu.
í einni srnásagnabók ágætri
sem nýlega kom í bókabúðir er
þannig t.d. stuttur formáli, þar
sem þess er getið að reyndar sé
ónauðsynlegt að mæla með bók-
inni þar sem efnisyfirlit hennar
sé nægur vottur um það hve inni-
hald hennar sé prýðisgott.
Og víst hefði það mátt satt
vera — ef efnisyfirlitið hefði ekki
með öllu gleymzt í bókinni!
Hvað er llstamaður?
FÁ orð í islenzku máli munu
vera eins misnotuð og orðið
„listamaður", og væri fróðlegt að
fá skýringar málfræðinganna á
notkun þess. Þegar ég var ungl-
ingur var Bertel Thorvaldsen
myndhöggvari, sem hafði gert
mörg listaverk, en nú eru menn
ekki kallaðir myndhöggvarar eða
málarar, eða kendir við hand-
verk sitt, heldur listamenn áður
en þeir skapa nokkurt listaverk.
Þegar ég lærði málið, skildist
mér að listaverk væri það sem
er betur gert en almennt gerist,
og þó að maður geri listaverk,
þá er ekki allt listaverk sem
hann gerir. Það er mikið bil milli
þess að vera málari, eða dreifa
litum á léreft, eða skapa lista-
verk og mér finnst rangt að draga
skóinn niður af þeim fáu mönn-
um hér, sem hafa skapað lista-
verk með því að kalla alla sem
dreifa litum á léreft eða móta
myndir listamenn.
í skáldskap hefur verið erfið-
ara að villa þjóðinni sýn. Skéld-
skapur er svo samgróinn þjóðlíf-
inu og er þar gerður greinar-
munur á skáldi, hagyrðingi og
leirbullara. En þó hefur nokkuð
borið á, að ágæti manná hefur
verið talið meira en tilefni var
tíl af pólitískum ástæðum eða
fégræðgi.
Gamlar skólasystur
/\LAFSFIRÐINGUR skrifar:
v/ Á þessu ári dvaldist ég um
tíma í Danmörku. Þar kynntist
ég gamalli konu sem heitir Karen
Holm. Hún bað mig að spyrjast
fyrir unT*tvær íslenzkar konur
sem hún var samtíða á Askov-
háskóla 1907. Þá hét hún Karen
Hjorth og þær hétu Jóhanna,
kölluð Hanna, og Guðrún, kölluð
Gunna, Finnbogadætur. Jóhanna
giftist fiskkaupmanni sm hana
minnir að héti Davíðsson, en Guð
rún giftist dýralækni.
Þessi gamla kona hugsar nú
mikið um þá góðu gömlu daga
þegar þær þrjár ungar og glaðar
voru saman og nutu lífsins. —
Hana langar mjög til að frétta
af þessum skólasystrum sínum,
vita hvoft þær eru á lífi og um
afkomendur þeirra, ef nökkrir
eru.
Velvakandi muo koma öllum
upplýsingum um þessar konur til 1
réttra aðila.                   ' •
Manchettskyrfur
hvítar, mislitar, röndóttar með einföldum
og tvöföldum líningum
HÁLSBINDI mjög skrautlegt
úrval
SLAUFUR
NÁTTFÖT
NÆRFÖT
SOKKAR
HERRASLOPPAR
RAKSETTA KASSAR
SPORTSKYRTUR
GABERDINE SKYRTUR
POPLÍNFRAKKAR
GABERDINEFRAKKAR
PLASTKÁPUR
GÚMMÍKÁPUR
LOÐSKINNSHANZKAR
KULDAÚLPUR fóðraðar
m/gæruskinni
KULDAJAKKAR alls konar
KULDAHÚFUR á börn og
fullorðna
Vandabar vörur
Smekklegar vörur
Gjörið svo vel og skoðið í gluggana.
Ceysir ht.
FATADEILDIN — Aðalstræti 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24