Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 15. marz 1957
MORCVTSBLABIÐ
11-
y .étt#/hfifHh )Mf>*'f«!hhlafoi)\Á
„§%mpiubókiit," veg-
legt afmælisrit ÍR
Fyrri hlutinn lrásognir oi
Olympíuleikunum — Síðuri
hlutinn irú sturii ÍR
SÍÐASTLIÐINN mánudag, á afmælisdegi fþróttafélags Reykja-
víkur, sendi félagið á markaðinn veglega bók, sem ber titil-
»n Olympíubókin. Er henni ætlað tvenns konar verkefni, annars
vegar að vera skýrsla og frásagnir af Olympískum vettvangi, ágrip
af sögu leikanna og öðrum þræði er svo bókinni ætlað að vera
ágrip af 50 ára sögu ÍR.
*  TILGANGURINN          J prentuðu  máli  um  þau  efni.
í formála bókarinnar segir m.  —   Hverri   slíkri   bók.   sem
a.: „fþróttaáhuginn í landinu fer  skrifuð er til framgans málunum
sívaxandi og ísland hefur vakið
á sér eftirtekt á alþjóðamótum
erlendis og nú síðast með sigri
Vilhjálms Einarssonar á Olym-
píuleikunum í Melbourne og er
það hinn mesti heiður og gleði-
efni öllum þeim, sem trúa á gildi
íþróttanna og hollustu þeirra fyr
ir æsku landsins. Þess vegna
þótti f.R. sérstaklega tilhlýðilegt
að gefa bók þessa út í tilefni af
50 ára afmæli félagsins, þar sem
ekki hefur verið til nein s'aga
Olympíuleikanna samfelld á ís-
lenzkri bók. Með bók þessari er
verulega bætt úr þeim skorti.
Sjálfsagt er margt að bók þess-
ari hægt að finna og ófullkomin
er hún á margan hátt. En hins
vegar er það trú útgefandans, að
mörgum verði hún til ánægju og
gleði og vel væri, ef hún yrði
til þess að auka og efla áhugann
fyrir íþróttunum í landinu. Hef-
ur hún þá ekki til einskis út
komið*'.
ir  AVARP
Bókin hefst síðan á ávarpsorð-
vm forseta íslands Ásgeirs Ás-
geirssonar, ávarpi borgarstjóra,
ávarpi til forsetans eftir Jakob
Hafstein.
*  OLYMPÍUSAGAN
Þá er Olympíuóður Kristjáns
Jóhannssonar og síðan fær Vil-
hjálmur Einarsson orðið og lýsir
Melbourneleikunum, ferðasögu
ísl. Olympíufaranna til Mel-
bourne og leikunum þar. Þá er
í frásögn hans yfirlit um alla
Olympíuleika frá 1896 og á-
grip um upphaf og sögu Olympíu
leikanna *íyrr og síðar. Þá er og
skrá yfir sigurvegara í frjáls-
íþróttakeppni leikanna síðan
1896. Er þessi kafli bókarinnar á
annað hundrað síður í stóru
broti.
*  STARF ÍR
í síðari hluta bókarinnar eru
þættir úr sögu Í.R. Jakob Haf-
stein formaður félagsins skrifar
greinina: „Hvert stefnir" og síð-
an fylgja greinarnar, svipmynd-
ir úr starfi hinna ýmsu greina.
Halldór Magnússon skrifar um
fimleikastarfsemi félagsins, Ragn
ar Þorsteinsson um skíðaíþrótt-
ina í ÍR, Atli Steinarsson um
sundið hjá ÍR, Ingi Þór Stefáns-
son um körfuknattleikinn, örn
Eiðsson um frjálsíþróttir og fylg-
ir þeirri grein afrekaskrá félags-
manna í frjálsíþróttum. Þá er
minnzt á starf félagsins í ýms-
um öðrum greinum íþrótta.
Bókin er öll prýdd fagurlega
gerðum og ljósprentuðum mynd-
um, og víst munu fjölmargir
hafa mikla ánægju af þessari
iþróttabók. fþróttaáhuginn á fs-
landi er mikill, en lítið er til af
ber að fagna. Olympíubók ÍR er
ein þeirra.
Klœðskerameistarafélag
Reykjavíkur 40 ára
Vigfús  Guðbrandsson  kjörinn
heiðursíélagi
Gunnar Felixson
Gunnar Felixson KR var
5 „gulldrengur" KSI
FYRIR nokkrum dögum síð-
an vann 5. ísl. unglingurinn
sér rétt til þess að bera gull-
merki Knattspyrnusambands
íslands fyrir hæfni í knatt-
þrautum. Piltur þessi er
Gunnar Felixson. Hann varð
í gær 17 ára gamall en fyrir
17 ára afmælið verða drengir
að hafa lokið prófinu vilji
þeir merkið bera. Gunnar er
KR-ingur, bróðir hinna
kunnu knattspyrnumanna KR
Harðar og Bjarna Felixsona.
Gunnar, sem jafnframt því að
vera góður knattspyrnumaður er
mikill  skákmaður  m.a.  skak-
meistari Verzlunarskólans, vann
bronsmerkið 26. júní í fyrra, silfr
ið 30. des. og lauk gullmerkis-
þrautunum 11. marz sl. Hlaut
hann góðar einkunnir (eða 10,
26 stig, 132, 8, 4, 31,9 sek. og 5)
en til að vinna gullmerkið þarf
að vera öruggur í innánfótar-
spyrnum, skjóta á mark frá víta-
teig, halda knetti á lofti, fram-
kvæma ristarspyrnur af 15 m
færi á 1,5 m mark, lyfta knetti
frá jörðu og skalla í körfu, reka
knött á lágmarkstíma og „bera"
knött á skallanum.
Gunnar er leikmaður í 2 flokki
KR og leikur þar franivörð.
Frá Kjalarnesþingi
AÐALFUND sinn hélt Klæð-
skerameistarafélag Reykjavíkur
13. febr. s. 1. Samkvæmt skýrslu
stjórnarinnar voru haldnir 5
félagsfundir og 5 stjórnarfundir
á liðnu starfsárL
Gjaldkeri las endurskoðaða
reikninga félagsins og voru þeir
samþykktir einróma. Ekknasjóð-
ur Klæðskerameistarafélagsins,
sem stofnaður var á 25 ára af-
mæli þess 1942, með frjálsu
framlagi félagsmanna 3.200 kr.,
var í lok starfsársins krónur
22.868,47.
Aðalfundurinn samþykkti, að
breyta nafni félagsins úr Klæð-
skerameistarafélagi íslands í hið
upprunalega nafn þess Klæð-
skerameistarafélag Reykjavíkur.
Rædd voru ýmis áhugamál
félagsmanna og að lokum komu
fram þessar tillögur, sem voru
einróma samþykktar:
„ASalfundur Klæðskerameist-
arafélags Reykjavíkur skorar á
fjármálaráðuneytið, að afnema
söluskatt og útflutningssjóðs-
gjald af fataefnum og tilleggi,
sem selt er og saumað hjá klæð-
skerum. Bendir fundurinn á það
ósamræmi, sem er í því, að ef
áðurnefndar vörutegundir eru
keyptar í smásölu eru þær und-
anþegnar framanskráðum álög-
um".
„Aðalfundur Klæðskerameist-
arafélags Reykjavíkur skorar á
viðskiptamálaráðuneytið, að hlut
ast til um, að fullnægjandi inn-
flutningur verði veittur á brezk-
um fataefnum til klæðskera, sem
reka 1. flokks saumastofur. Tel-
ur fundurinn að hér sé ótvírætt
um tilveru stéttarinnar að ræða,
þar sem ekki sé unnt að starf-
rækja 1. flokks saum á öðrum
grundvelli en þeim, að efni og
tillegg samsvari vinnunni, en 1.
flokks efni séu ekki fáanleg nema
frá Bretlandi, eins og flestum
mun kunnugt um. Þar sem hér er
ekki um háar gjaldeyrisupphæð-
ir að ræða, treystir fundurinn
því, að hið háa ráðuneyti sjái
sér fært að sinna þessum ein-
dregnu tilmælum félagsins".
Stjórn félagsins skipa nu
Guðm. Benjamínsson form^
Guðm. B. Sveinbjarnarson rit-
ari, Bragi Brynjólfsson gjald-
keri og meðstjórnendur Bjami
Bjarnason og Franz JesorzkL í
varastjórn voru kjörnir: Friðrik
Vigfússon, Hreiðar Jónsson og
Haukur Ingimundarson. Stjórn
ekknasjóðs skipa: Guðm. Benja-
mínsson fornu, Axel Skúlasom
meðstj. og Árni Einarsson vara-
maður.
Félagið átti 40 ára afmæli S.
marz s. 1. og hélt það hátíðlegt
með borðhaldi í Þjóðleikhúss-
kjallaranum sunnudagskvöldið
3. þ. m. kl. 7 e. h. í þessu 40 ára
afmælishófi félagsins var lýst
heiðursfélagakjöri. Var Vigfús
Guðbrandsson kjörinn heiðurs-
félagi fyrir margvísleg trúnaðar-
störf í þágu félagsins frá stofnun
þess, en hann var fyrsti ritari
félagsins og form. um langt ára-
biL
IBUÐ
3Ja herb. íbúð óskast tfl
leigu 14. maí. Fátt í heim-
ili. Tilb. leggist inn á afgr.
Mbl. fyrir n.k. þriðjudags-
kvöld merkt: „14. maí —
2316". —
34. ÞING Ungmennasambands
Kjalarnesþings var haldið að Klé
bergi á Kjalarnesi dagana 2.—3.
marz sl. Formaður sambandsins
Ármann Pétursson setti þingið og
bauð fulltrúa og gesti velkomna.
Þingið sóttu 28 fulltrúar frá sam
bandsfélögunum. Auk þess sóttu
þingið þeir Ben. G. Waage forseti
Í.S.Í., Hermann Guðmundsson,
frmkv.stj. Í.S.Í., Þorsteinn Ein-
arsson íþróttafulltrúi og Stefán
Gunnarsson frkvstj. U.M.F.Í.
Fluttu þeir þinginu ávörp og
kveðjur. Starfsemi sambandsins
var mikil og fjölbreytt á árinu.
Í sambandinu eru nú 5 félög með
samtals 538 félagsmenn. Hið ár-
lega héraðsmót í frjálsum íþrótt-
um var haldið í Mosfellssveit við
sæmilega þátttöku og urðu ung-
mennafélögin Drengur og Aftur-
elding jöfn að stigum. Skák-
keppni fór fram á árinu en það er
nýmæli í starfsemi sambandsins
og mikill áhugi er á skák-
íþróttinni í héraðinu. Starfs-
íþróttirnar eiga vaxandi vinsæld-
um að fagna á sambandssvæðinu.
A starfsíþróttamóti sambandsins
sem haldið var í ágústmánuði hjá
Félagsgarði í Kjós voru skráðir
til keppni samtals 61 þátttak-
andi. Mót þetta var skemmtilegt
og áhorfendur margir. Samband-
ið efndi til þriggja hópferða á sl.
sumri: Kynnisför var farin til
Norðurlanda, keppnisför íþrótta-
manna til Akureyrar og skemmti
ferð til Vestmannaeyja. Ferðir
þessar tókust vel og voru þátttak
endum til gagns og ánægju.
Margar ályktanir 'voru gerðar
á þinginu, þar á meðal um
kennslu í þjóðdönsum og íþrótt-
um vegna landsmóts U.M.F.Í. á
Þingvöllum n.k. sumar, um vernd
un sögustaða, um kynningu hér-
aðsins með póstkortaútgáfu, söfn
un þjóðháttalýsinga, starfsíþrótt-
ir o. m. fl. Þá hefur verið hafizt
handa um að skrá sögu sambands
ins og sambandsfélaganna. f
stjórn sambandsins voru kosnir:
Ármann Pétursson formaður,
Gunnar Sigurðsson varaformað-
ur, Páll Ólafsson, Steinar Ólafs-
son og Gestur Guðmundsson með
stjórnendur.     Sambandsþingið
var haldið í boði U.M.F. Kjalnes-
inga er veitti þingfulltrúum af
rausn og myndarskap.
12 volta
RAFGEYMAR
Garðar Gislason hf.
BEZT  AB  AUGUtSA
í  MORGVISBLAÐINV
I.O.G.T.
I.O.G.T.
Barnastúkurnar í Reykjavík
efna til 'GRÍMUSKEMMTUNAR fyrir börn í G.T.-húsinu
sunnudaginn 17. marz kl. 3 sd. — Aðgöngumiðar kosta
15 kr. og verða seldir í G.T.-húsinu á laugardag kl. 5,30—
6,30 og eftir kl. 2 á sunnudag.
IÐSTOÐVAR
TEIKNIGAR
OG ONNUR VERKFRÆÐILEG
ÞJÓNUSTA. 23 ÁRA REYNSLA,
GÍSLI  HALLDÖRSSON
VÉLAVERKFRÆÐINGUR
M.V.Í. — M.ING.F. — M.A.S.M.E,
Hafnarstr. 8______________Sími 80083
Prentari
(handsetjari)
getur fengið atvinnu — Vaktavinna
Umsóknir sendist afgr. Mbl.
merktar: Handsetjari — 7756.
HJÓLBARÐAR
670x15
700x15
B í L A B Ú Ð  SÍS
Hringbraut 119.
v
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16