Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 4. des. 1957 MORCVNBT 4Ð1Ð 11 Magnús Viglundsson, ræðismaður: „Lífvörður þessa landservor saga Erindi flutt á kynningarfundi Almennc hókafélagsins i gær n ÉG vil leyfa mér, í tilefni af út- komu sýnisbókar af verkum Ein- ars Benediktssonar, að fara nokkr um orðum um tilgang og starf- semi Útgáfufélagsins Braga, en svo sem kunnugt er, hefir það félag tekið upp samstarf við Al- menna Bókafélagið um útgáfu þessarar bókar. Xilgangur Útgáfufélagsins Braga Til útgáfufélagsins var stofnað snemma árs 1938, og skyldi félag- ið „kaupa af Einari Benidikts- syni eignarrétt á öllum verkum hans, og annast útgáfu þeirra“, svo sem segir orðrétt í stofn- fundargerð félagsins. Að stofnun þessa útgáfufélags stóðu frú Hlín Johnson og nokkrir aðrir holl- vinir og aðdáendur skáldsins. Með breytingu á samþykkt Út- gáfufélagsins Braga á öndverðu ári 1957, er starfsviðið faert út og félaginu fengið það verkefni „að halda á lofti nafni skáldsins og hugsjónum með útgáfu á rit- um þess, og á hvern hátt annan lögum félagsins samkvæmt. Skal öllu því sem félagið hefir eignast, eða kann að eignast, varið sam- kvæmt því“, en þannig eru þessar lagabreytingar bókfestar. Þykir mér vel að þeir sem að félaginu standa, skuli hafa staðfest svo greinilega, að í þeirra eigin sjóð mun aldrei renna neinn hagnaður af útgáfustarfsemi á verkum Ein- ars Benidiktssonar. Okkur, sem að Útgáfufélaginu Braga stöndum, en stjórn þess skipa nú: Jón Eldon, fulltrúi; Prófessor Pétur Sigurðsson, háskólaritari; Dr. Alexander Jóhannesson, pró- fessor og Magnús Víglundsson, er ofarlega í huga, að haga starf- semi félagsins að öllu í sem mestu samræmi við yfirlýstan tilgang þess. Félagsins bíða nú marg- háttuð verkefni, og skal drepið á þau helztu. Bautasteinn Einars Benediktssonar Ákveðið hefir verið að félagið reisi Einari Benediktssyni minnis varða, og hefir þegar verið geng- ið út frá, að Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, geri varðann, og verði hann að mestu gerður sam- kvæmt mynd þeirri, er Ásmund- ur gerði er skáldið var enn á lífi. Hér getur nú að líta þessa mynd í smækkuðu formi, en það hefir verið fastmælum bundið að Ás- mundur Sveinsson vinni að því að steypa myndina í gips á þess- um vetri. Síðar verður svo minn- isvarði Einars Benediktssonar val inn viðeigandi staður í landar- eign höfuðborgarinnar. Hefir það mál þegar verið rætt við borgar- stjórann í Reykjavik, Gunnar Thoroddsen, er hefir heitið full- tingi sínu um heppilega stað- setningu minnisvarðans. Svo sem kunnugt er, kvað Ein- ar Benediktsson hið þróttmikla og fagra kvæði sitt um Reykja- vík, („Þar fornar súlur flutu á land“), af tilefni Þjóðminningar- dagsins árið 1897. Mun mynd skáldsins á komandi tímum minna Reykvíkinga og áðra lands menn á boðskap þessa kvæðis og varnaðarorð,jafn tímabær nú, og fyrir 60 árum, er þau voru flutt Reykvíkingum í fyrsta sinni. Baráttan fyrir þjóðarheill Þá hefir félagið fullan huga á að hafa forgöngu um ritun ævi- sögu Einars Benediktssonar, með það megin sjónarmið fyrir augum að varpa Ijósi á baráttu hans fyr- ir umbótum og framförum í at- vinnumálum íslendinga. Mun sú saga, er skráð verður, sanna óum- deilanlega, að aflið sem knúði Einar til athafna í þessum efnum, var umfram allt einlæg ósk um, að einnig fslendingar mættu njóta góðs af þeim framförum, er aðrar þjóðir, og þá fyrst og fremst nágrannaþjóðir okkar, legra bóka og rita og áhrifa þeirra einkum á æskufólk. Hefir jafnvel komið til orða að setja sérstaka löggjöf, með viðnám í þessum efnum að stefnumarki. Vel má vera að vandlega gerð lagasmíð gæti, með viturlegri framkvæmd, komið hér að ein- hverju haldi. Ég er þó á þeirri skoðun að lagaboð þessa eðlis næði tæplega tilgangi sinum. Ég held að vænlegra 'til jákvæðs árangurs sé, að æskan kynni sér sem kostgæfilegast verk þeirra skálda og rithöfunda, er á feg- urstu máli hafa túlkað hreinar og heilbrigðar hugsjónir. Og fremstan þar í sveit getur ein- mitt að líta Einar Benediktsson, er hiklaust má telja að hafi mót- að og meitlað verk sín af þeirri snilld, sem alkunna er, einmitt ókomnum tímum eiga þar vísar sterkar varnir gegn óheillavæn- legum áhrifum á tungu sina og menningu. Að fyrir Einari hafi vakað að lifa í verkum sínum með íslenzku þjóðinni kemur víða fram í kvæðum hans. „Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð“ segir þar, og ennfremur: „elli deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir“. Kvæði og önnur verk Einar Benediktssonar eru nú lesin og lærð i stöðugt auknum mæli um gjörvallt ísland. Og enn er stefnt að aukinni útbreiðslu þessara öndvegisbókmennta, er Almenna Bókafélagið og Útgáfufélagið Bragi senda nú frá sér, og stóru upplagi, sýnisbók með all- mörgum ljóðum og sögum skálds- ins. Ég sagði sýnisbók en ekki úrvalsrit, því segja má að vei-k Einars Benediktssonar séu svo jafngóð, að í heild séu þau valið efni. Almenna Bókafélagið hefir mjög vandað til útgáfu þessarar sýnisbókar, sem er prýdd lista- til þess að þjóð hans mætti á 1 verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Gefur þetta framlag hins mikla listmálara bókinni mjög aukið gildi. Vil ég fyrir hönd Útgáfufélagsins Braga þakka Almenna Bókafélaginu fyrir ágætt samstarf um útgáfu bókarinnar, sem vissulega mun verða kærkomin íslenzkum heim- ilum. „Eífvörður þessa lands er vor saga“. í hinum dýru Alþingishátíðar- ljóðum Einars Benediktssonar segir svo á einum stað: „Lífvörður þessa lands er vor saga, „Látum ei kulna þá heilögu glóð. „Ritfest og bundin í ræðu Braga „hún reisir frá dauðanuni mann og þjóð“. Já, saga íslands, íslenzk tunga og áhrif góðra bókmennta munu nú, svo sem jafnan fyrr, þess um- komin að vernda sálarheill ís- lands barna. Og þeim vörnum til eflingar er Sýnisbók verka Einars Bene- diktssonar nú afhent íslenzku þjóðinni. Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR „— Við byggjum nýja sveít og ver, „en munum vel, hvað íslenzkt er, „um alla vora tíð. , , “ bjuggu við. Bíður hér vandasamt og veigamikið verkefni, verðugt áhugasömum fræðimanm. Bókmenntaverðlaun — Minjasafn Til orða hefir komið að stofna til sjóðs til minningar um Einar einnig er í athugun að stofna sjóð til minningar um hann, og verði úr þeim sjóði veitt sérstök bók menntaverðlaun því skáldi eða rithöfundi, er með verkum sín- um sé talinn að standa trúastan vörð um hreinleik og göfgi ís- lenzkrar tungu. Hygg ég að ekki fari milli mála, að ráðátöfun þessa eðlis væri mjög í samræmi við skoðanir og viðhorf Einais Benediktssonar. Ég vil geta þess hér, að all langt er síðan þetta mál kom til umræðu hjá stjórn Braga, og í blaðagrein, er ég lét frá mér fara um starfsemi félagsins og fleiri efni, og birtist í maí mán. s.l., segir m.a. um þetta mál.: „Þessi verðlaun þyrftu að vera það rífleg, að í senn væri heið ur og beinn ávinningur að hljóta þau. Ef takast mætti að setja verðlaunasjóðnum heppi lega skipulagsskrá, myndi starfsemi hans tvímælalaust verða íslenzkri orðmennt til þroska og uppbyggingar. . . .“ Lcitaff til æskufólks Er þá enn ótalið að Útgáfu- félagið Bragi hefir hug á að gang ast fyrir kynningu á verkum Ein ars í framhaldsskólum landsins, og kveðja þar til hina hæfustu menn. Er ég þá einmitt kominn að málefni, sem ég vildi mega fara um nokkrum orðum sér- staklega, því nú um stundir hafa margir áhyggjur, og mjög að von um, vegna síaukinnar útgáfu lé- Rit Ólafíu Jóhannsdóttur I—II. Bjarni Benediktsson fv. ráðherra ritar inngang. Hlaðbúð. zi.rið eftir að sá, er þetta ritar, fór til Noregs, kom út 4. útgáfa af bókinni „De ulykkeligste", — „Aumastur allra“. Bún var rit- uð af íslenzkri konu, Ólafíu Jóhannsdóttur, er hafði dáið árið áður. Ég las þessa bók og hreifst af góðri frásögn, persónulýsing- unum, hinu óvenjulega etnisvali og trúareinlægni höf. Ólafíu Jóhannsdóttur hafði ég séð nokkr um sinnum álengdar og einu sinni tekið í hönd henni; mig minnir að gamla frú Guðrún, móðir séra Friðriks Friðriksson- ar, hafi kynnt okkur. Hitt man ég glögglega, að mér þótti hún einkennileg, _og ég geymi svip hennar enn. f Noregi hitti ég all- margar manneskjur, sem voru ákaflega hrifnar af Ólafíu og nokkrar ,sem elskuðu hana og dáðu, enda þótt þær væru hreint ekki sammála henni í trúmálum, sumar hverjar. Gömul hefðarfrú ein ræddi oft um hana við mig og kvað hana hafa líkzt að mörgu leiti frú Annie Beasant, enska gáfnagarpinum heimsfræga, sem eins og kunnugt er, barðist alla ævi fyrir rétti lítilmagnans, og var einn af aðalforkólfum Guð- spekifélagsins. Mér er minnis- stæð þessi hrifning gömlu norsku frúarinnar, af því að hún var á gjörsamlega öndverðum meiði við Ólafíu í trúmálum. — Ég fæ ekki betur séð en að Ólafía hafi á trúarsviðinu verið býsna þröngsýn og byggt skoðanir sín- ar fullmikið á kenningu harðvít- ugra kreddupostula, eins og t.d. Kalvíns. En hún gerði það, sem allflestum öðrum predikurum sést yfir: hún sýndi trú sína i verkunum, og það svo rækilega, að ekki mun skjótlega gleymast. Ólafía Jóhannsdóttir er kom- in af gáfuðu fólki og hlaut ágæta menntun, er hæfði gáfum henn- ar, sem voru miklar. Vafalaust hafa oft orðið árekstrar milli skynsemi hennar og hinnar kredduþungu trúar, og ævisaga hennar er heillandi efniviður í sálfræðilega rannsókn. Inngangur Bjarna Benedikts- sonar, sem raunar er álitlegt kver, 50 blaðsíður að stærð, gef- ur athyglisverðar ábendingar um hin sálfræðilegu átök í lífi þess- arar stórmerku konu. Inngangur- inn er svo vel ritaður aö sér- stök athygli skal vakin á hon- um. Frásögnin er skýr, án allrar málalengingar, en flausturslaus, læsileg í bezta lagi; efnismeðferð in snilldarleg. Höf. hefur ber- sýnilega lagt mikla vinnu í verk- efni sitt og skilningur hans og innsýn í sálfræðilegar flækjur þess vekur aðdáun. Honum er t.d. ljóst hver áhrif föðursökn- uður Ólafíu hefur á trúarlíf henn ar, þótt hann reki það ekki ýtar- lega. Og athuganir hans á skyld- leika skoðana hennar og skáld- skapar Einars Benediktssonar eru snjallar. Þau voru náskyld Ólafía og Einar, og talið að þau hafi fellt hugi saman í æsku. Fyrri hlutinn af verkum Ólafíu Jóhannsdóttur sem hér birtist, er endurminningar hennar. Nefn- ast þær: „Frá myrkri til ljóss“. Segir hún þar frá bernsku sinni og æsku og langt fram eftir lííi sínu, en viðbætir er eftir systur hennar, Sveinbjörgu Jóhanns- dóttur, og síðan nokkrar athuga- semdir og skýringar eftir Sigurð Baldursson. Ólafía Jóhannsdóttir fæddist árið 1863, að Mosfelli í Mosfells- sveit, faðir hennar var gáfaður maður, en alldrykkfelldur og hafa ýmsir talið, að kvæðið Mess- an á Mosfelli, eftir Einar Bene- diktsson, sé um hann. Ólafía ólst ekki upp hjá foreldrum sínum, heldur var henni komið í fóstur hjá frú Sigríði Stephensen i Við- ey. Tóku þær miklu ástfóstri hvor við aðra, og hefur það vafa- laust haft mikil áhrif á telpuna að fá bernskuáhrif á því höfð- ingssetri. Þaðan fluttist hún til Þorbjargar Sveinsdóttur, móður- systur sinnar, sem er einn af mestu kvenskörungum fslands- byggðar fyrr og síðar. Hún bjó á Skólavörðustíg 11, snotrum steinbæ, er enn stendur, með fallegum garði um kring. (Heyrzt hefur, að nú eigi að rífa þennan steinbæ, en það er barbarismi, sem ekki ætti að líðast. Við eig- um ekki of mikið af menningar sögulegum minjum). Nærri má geta að Þorbjörg hefur haft mikil áhrif á frænku sína, en þær voru einlægar vinkonur meðan báðar lifðu. Þorbjörg var föðursystir Einars Benediktssonar skálds, og bjó hann í húsi hennar á skóla- árum sinum. Kynntust þau Ólafía þá. Ólafía naut kennslu i barna- skóla . og kvennaskóla, en síðan gekk hún í menntaskólann um skeið. Hún var glöð og kát í æsku, en skapstór og tók sér margt nærri. Utan fór hún í fyrsta sinn 29 ára gömul, og gekk þá í lýðskólann í Askov. Um vor- ið skrapp hún til Noregs, dvaldist þar nokkra mánuði og kynntist störfum Hvítabandsins, sem er alþjóðlegur bindindiS- og mann- úðarfélagsskapur kvenna. Gekk hún í félag þetta. Vakti hún þá þegar mikla athygli í Osló og víðar, með framkomu sinni og fyrirlestrum. Heimkomin starfaði hún að ýmsum menningarmálum, en skrapp vestur um haf árið 1897, hélt þar fyrirlestra við góð- an orðstír og gerðist vinsæl mjög. Á heimleiðinni kom hún við í Englandi og kynntist þar ýmsu hefðarfólki. Síðan starf- aði hún á Islandi um hríð, stund- aði þá ýmsa líknarstarfsemi og vann að bindindismálum. En vor- ið 1903 fór hún aftur til Noregs og dvaldist þar í 17 ár. Vann hún aðallega að líknarstörfum meðal vændiskvenna og þeirra, er brot- legar höfðu gerzt við mannfélag- ið. Er þessi hluti lífssögu hennar hrífandi og ógleymanlegur. Árið 1916 birtist bók hennar, „Aum- astur allra“ og vakti mikla at- hygli. Ólafía Jóhannsdóttir andaðist vorið 1924. Lík hennar var flutt til Islands. Fangarnir í lands- fangelsinu norska gerðu í fang- elsisgarðinum blómareit til minn ingar um hana, en norskir vinir létu gera andlitsmynd af henni úr eir, sem afhjúpuð var í Osló 1930. Kristinn Pétursson gerði myndina. Annar hluti rita Ólafíu Jóhanns dóttur er bókin „Aumastur allra“. Hún fjallar um reynslu höf. af vændiskonum og kvenföngum Oslóborgar. Bókin er vel og fjör- lega rituð og sýnir, eins og minn- ingarnar, að Ólafía hefur í vöggu gjöf hlotið ágæta frásagnargáfu og góða greind. Að bók þessi hefur hlotið marga lesendur staf- ar vissulega ekki eingöngu af hinum fróma boðskap hennar, heldur og því, hversu vel og hispurslaust er frá sagt. Með útgáfu þessari er Ólafíu Jóhannsdóttur reistur verðskuld- aður minnisvarði í föðurlandi hennar. Allur frágangur er for- I laginu til sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.