Morgunblaðið - 15.04.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. apríl 1958 Jf O R C r 7V fí 1. 4 Ð 1Ð 9 Ásgrímur Jónsson — mirming ÁSGRÍMUR JÓNSSON fæddist að Rútsstaðahjáleigu í Gaulverja bæjarhrepp 4. marz 1876. Foreldr ar hans voru Jón Guðnason, bóndi þar, og kona hans, Guð- laug Gísladóttir. Faðirinn ættað- ur úr Suður-Þingeyjarsýslu, en móðirin úr Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Fjórtán ára gamall leggur Ás- grímur Jónsson út í heiminn til að sjá sér farborða og byrja lífs- baráttuna. Þá liggur leið hans til Eyrarbakka, þar sem hann ræðst sem vikapiltur til hins kunna kaupmanns í „húsinu“, og það má vera, að þar hafi hinn ungi sveinn fyrst komizt í náin tengsl við hljómfagra strengi og mynd- ir, þau tengsl, sem entust honum til æviloka. Eitt er víst, að hjá honum er þegar vöknuð þrá til myndgerðar. Hann er farinn að hrífast og finna mikilleik íslenzkr ar náttúru, skynja til fulls liti hennar og seiðmagn, hefur öðlazt þann eiginleika, sem einna lengst varð förunautur hans um langa og starfsama ævi. Frá Eyrarbakka liggur leiðin norður til Bíldudals, þar sem Ásgrímur stundar ýmis störf. Þar mun hann hafa málað nokkuð af myndum, og liklegt er, að þar vestra hafi hann ákveðið að helga ævistarf sitt túlkun ís- lenzkrar náttúru. Um nokkurt skeið stundar Ásgrímur síðan fiskveiðar á skútu, og þegar hann hefur farareyri handbæran, legg- ur hann leið sína til Kaupmanna- hafnar til að stunda þar listnám. Teningnum er kastað. Sá, sem ólgar af lífsþrá og hefur komizt í tæri við listagyðjuna, er ekki lengur sjálfráður gerða sinna. Köllun hans til starfsins verður öllu öðru sterkari. Eftir nokkurra ára dvöl við listnám i Danmörku og ferða- lög suður um lönd, snýr þessi djarfi og stórhuga bóndasonur aftur til hinna seiðandi við- fangsefna íslenzkrar náttúru. Hann heldur heim. Hann hefur komizt í snertingu við hina rót- tæku strauma myndlistar þess tíma og hrifizt af því, er þá þótti brjóta í bág við rótgróna lognmollu. Fremur Dönum eru það hollenzkir og frakkneskir meistarar er móta viðhorf og auka þrótt hins unga myndlistar- manns, sem sjálfur hafði brotið blað í þjóðmenningu landa sinna með því að gerast málari. Það hefur verið sagt, að mikil gæfa hafi það verið fyrir íslenzka þjóð, að brautryðjendur hennar á sviði myndlistar hafi verið úr sterkum efnivið, úr því efni, er að vísu getur svignað í storm- um lífsins, en brestur eigi. Ás- grímur Jónsson á manna bezt skilið þessa lýsingú. Það sýnir lífsstarf hans, sem hann hefur eftirlátið þjóð sinni af miklu örlæti og höfðingsskap. Það er óþarfi að rekja hér lengra, hvað á daga dreif fyrir Ásgrími Jónssyni. Um það þarf aðeins eitt vitni, sem fær því lýst betur en nokkur orð. Lífs- starf listamannsins sjálfs. Allt það, er hann skynjaði og skóp fyrir okkur, er nutum þeirrar gæfu að verða honum samferða um .ísland, náttúru þess og sögu. Listaverk Ásgríms Jónssonar hafa verið ómetanlegt afl i þeim umbrotum, sem nú eiga sér stað í myndlist íslendinga. Brautryðjandinn Ásgrímur Jónsson hefur með starfsorku sinni og framsýni vísað þann veg, sem leitt hefur til þess, að þróazt hefur með íslenzkri þjóð fersk og litauðug listgrein, þar sem hann sjálfur verður um lang- an aldur talinn sá gróður, sem ókleift er að skýra frá rótum. Sá, er þessar línur ritar, getur ekki skýrt frá persónulegum kynnum af Ásgrími Jónssyni. Þau voru sáralítil sem engin. En um list hins látna öldungs er öðru máli að gegna. Þaðan eru nær öll mín kynni af Ásgrími, og vegna þeirra hafa þessar línur orðið til. Ég vil *ð lokum óskai þess, að þessar þakkir mínar til Ásgríms Jónssonar verði skildar á einn veg, og viljinn tekinn fyr- ir verkið, sem gjald fyrir gjöf, sem þó aldrei verður goldin. Valtýr Pétursson. FULLYRÐINGAR um farsæld manna og vansæld eru tíðast varasamar, því að jafnvel nánir vinir vita í raun furðulítið hver um annan. En ef sá mæli- kvarði, sem oss er helzt tiltækur, er lagður á líf og ævistarf Ás- gríms Jónssonar, hljótum vér að líta svo á, að hann hafi umfram allt verið mikill gæfumaður. Hann lifði beztu þroskaár sín á morgni bjartsýnnar aldar, hófst af sjálfum sér til afdrifariks brautryðjandaferils, og honum auðnaðist að ganga heils hugar langa ævi að þeirri list, sem var honum hvort tveggja í senn, heilög köllun og óþrotleg upp- spretta frjórrar lífsnautnar. Fram til síðustu stundar var hugur hans sífelldlega bundinn lifandi við • fangsefnum og hvorki elli né þungbær sjúkdómur gat lamað ástríðufulla þrá hans til að leita uppi nýja fegurð og listrænan sannleika. í langri viðkynningu varð ég aldrei þess var, að Ásgrímur yrði minnugur nokkurra veru- legra örðugleika. Þeir hafa, að öllu vísu, orðið á vegi hans, marg víslegir og stórir, en hann var alinn upp úr slíkum jarðvegi, að hann gat tekið þeim eins og sjálf- sögðum hlut, og sízt af öllu leyfði hann þeim að fylla hjartað hatri og beiskju. Sannleikurinn er sá, að listferill hans var alla tíð ótrúlega beinn og krókalaus, og frá öndverðu naut hann ástúðar og virðingar með þjóð sinni. Að kvöldi ævinnar gat hann ekki einungis litið yfir mikil afrek, heldur sá hann einnig auðuga og gróandi list ungs íslands vaxa upp af þeim jarð^pgi, sem hann hafði sjálfur plægt. Ég verð alla tíð þakklátur fyr- ir að hafa um langan aldur notið vináttu Ásgríms Jónssonar. Um öll þau kynni leikur í huga min- um tært morgunljós, útmánaða- sólskins, og megi sú hugljúfa birta fylgja vini vorum heim. Tómas Guðmundsson. ÁSGRÍMUR JÓNSSON er hætt- ur að mála. Áttatíu og tveggja ára gamall lagði hann til hliðar pens- ilinn og teikniblýantinn og kvaddi eins kyrrlátlega og hann hafði fæðzt og lifað. Stórmennin, sem mest liggur á hjarta eru eins og djúpu, vatnsmiklu fljótin, sem einatt sýnast fara sér svo ótrú- lega hægt. Áður en sól er af lofti í kvöld hefur hann lagzt til hvíld- ar örskammt frá þeim slóðum þar sem hann sleit barnsskónum. Honum var aldrei neitt gefið um „ytra skraut og brellur“, en helg- aði líf sitt frá vöggu til grafar guði sínum og köllun. Ef Ásgrímur Jónsson hefði ekki svo að segja daglega alla ævi, fengið ómetanlegan sálar- styrk frá skilningsríkum og traustum bróður, og notið hly- handa hans í blíðu og stríðu, og síðustu tvo áratugina næstum ofurmannlegrar ástúðar og nær- gætni tveggja frændkvenna sinna, Bjarnveigar Bjarnadóttur og Guðlaugar Jónsdóttur, sem bjuggu honum heimili eins og beztu dætur öldnum föður sín- um, hefði eflaust verið líkt um- horfs við dánarbeð þessa dýr- lega manns og á Ferstiklu fyrir tæpum þremur öldum. Þeir sem á næstu áratugum eiga þess kost að ganga um þröngu stofurnar, þar sem hann bjó og starfaði í áratugi, og horfa á þá fábreyttu muni, sem hann hafði í kringum sig: tösku- grammófón, smápíanó, ómálaðan jrúmbálk, borð og þrjá tréstóla, munu í lotningarfullri undrun sjá fyrir sér hinn iítilláta, auð- uga meistara, sem hafði ekki unnt sér stundarhvíldar í þrjá aldarfjórðunga, og bjó við svo miskunnarlausa og háþroskaða samvizku, að hann hlaut að fórna öllu á altari lífsins og þola allar þær þjáningar, sem gera braut guðsmannsins beina til algerrar þjónustu. Aðeins einu sinni í þrjá áratugi, sem við vorum nákunn- ugir, heyrði ég hann tæpa á þeirri spurningu, hvort hann mundi enn ekki hafa þjáðst nóg. Þó Ásgrímur Jónsson hafi náð leikni með pensli og blýanti eins og þeir einir ná, sem gæddir eru hinni máttugu snilligáfu, meist- ararnir, sem sagan ritar gullnu Hinni helgu u^psprettu eld- móðsins hélt hann stöðugt óþorn- aðri. Sannfæringin um mátt og göfgi mannssálarinnar var stál- fjöðrin í sál hans og verkum. Töframáttur verka hans lyftir okkur hátt lyfir flatneskju meðal- mennskunnar fjarri grámyglu ■dauðlegra, þeirra er skrifa núll- in í menningarsöguna. Hann hat- aði allt „systém" — það er í eðli sínu af hinu illa, sagði hann, nema við séum herrar þess en ekki þrælár. Ytri fonn verka hans hafa verið eftirlíkt, en kjarni snilldarinnar, þetta hóg- væra dikka-dikk hjartans, guð- móðurinn sjálfur, verður ekki end ursagður af öðrum. List hans er sem eðalmálmur, búinn töfrum og kynngi. Ægifegurð landsins skynj letri á töflur sínar, var hann þó aldrei málari skynseminnar og formtöfranna. Þjónusta við æðri köllun var upphaf og inntak allra verka hans, og hann var í vissum skilningi sannkallað barn náttúrunnar. Ásgrímur Jónsson málaði ekki fyrirmyndirnar í náttúrunni og lífinu, hann málaði frumkraftinn, veðrin og máttarvöldin — ljósið frá himnum. Hið undursamlega, síbreytilega, almáttuga sólarljós. Hið streymandi afl, sem gefur heimi okkar líf og liti, titrandi, æsandi morgungeislana, sem smjúga inn í sálina og tendra hinn hamslausa, síunga fögnuð, sém gerir okkur kleift að lyfta hinni svellþungu jörð upp fyrir flatneskju hversdagsins. Sá, sem ekki skoðar list Asgríms Jónsson- ar úr þeirri hæð, fær aldrei notið hamingjunnar, sem hún veitir, né skilið hvers vegna hann átti í engu samleið með því smáa og lága, sem fjöldinn lifir fyrir. Ragnar Jónsson. A „Þeim, sem xvinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðar lof yfir aldanna rof, því þeir óbomum veg hafa greitt“ 1 DAG eru lyngmóagöturnar við Kaldá hvítar og þögular, döggin drýpur í Húsafellsskógi, jörðin er eins og munaðarlaus. Hinn mikli meiður, stórviðurinn sem öðrum veitti skjól, en jafnframt skugga, er fallinn. Ásgr.mur er dáinn. Hér er helgur staður. Hér mál- aði Ásgrímur. Hér talaði Guð. Verk hans eru helgiljóð um heið- in fjöll og hljóðrar auðnar mátt. Hann málaði Guði til dýrðar. Ungur hlýddi hann hinu djúpa þögula kalli listarinnar — lífinu sjálfu og hann kaus að vera það sem erfiðast er — Ustamaður og manneskja í senn. aði hann sem guðlega vitrun — hann var fulltrúi guðanna sem stráði opinberunum yfir jörðina. Ásgrímur var málari lífsgleðinn- ar, hamingjunnar, málari tak- markalausrar hrifningar og fagn aðar yfir ljósi heimsins. Starf hans er einn samfelldur óður, lofsöngur um sólstafað landið, og tign óbyggðana. List hans er borin uppi af guðmóði, afli sem er ógreinanlegt frá þjóð- arhjartanu, gagnsýrð heitri og innilegri ást til efnisins og hand verksins og mögnuð seiðandi töfrum skynrænnar ástar. Verk hans veita okkur írum- stæða nautn, líkt og svalur hnúka þeyr, blóm eða hörpuskel við ströndina. Öll list hans er mögnuð vold- ugri ástríðu, hafin yfir alla skóla og reglur, þrungin lifandi krafti œðandi skáldsálar, sem brýzt und- an álagafargi þögulla og dimmra daga og skapar sér nýja, bjarta innri veröld utan hins þrönga sviðs múgsálarinnar. í verkum hans birtist mannssálin öll, óháð og alfrjáls, með öllum sínum ástríðum, sorgum og gleðiþáttum. Hann var eins og hlaðinn afli hins frjálsborna manns er ekki vill krjúpa né þjóna. Snilligáfa hans, göfug sál og hans stóra heita hjarta mun í gegnum aldirnar lýsa sem kyndill andlegs frelsis og í glóðarbjarma þeirrar myndar mun list hans lifa sem hrópandi áminning til allra skapandi listamanna um að láta ekki bugast né kúgast af ytri aðstæðum — láta ekkert tefja listþróun sína en skapa sér sjálf- ur reglur, hefja vilja sinn til lög- máls. Þann dag er við ekki nenn- um að fylgja þeim fáu mönnum að málum er þora að eiga sér hug- sjón og fylgja henni, er ekki leng- ur bjart. Ásgrímur málar ekki lengur, en andi hans, verk hans og seið- mögnuð snilli, talar enn til okk- ar, hrífandi, hvetjandi og styrkj- andi. Megi hinn svali vorþeyr, sem jafnan lék um starf hans feykja burtu úr hugum okkar lögnmollu og skúmi sem annars hefði meinað okkur að horfa ber- um augum á leyndax-dóma lífsins. Svo verður minning hans bezt heiðruð að listamenn taki hann sér til fyrirmyndar og starfi ein- 'beittir af hi-einum hug og vilja í sama anda fyrir listina — fyr- ir velferð lands og þjóðar. Allar komandi kyxxslóðir ís- lands munu með virðingu og þakk læti minnast hans sem eins bezta og ágætasta manns er land vort hefur alið. Ásgrímur hefur nú lagt hörp- una við fætur þagnarinnar. En tónar hennar munu lengi hljóma. Veturliði Gunnarsson. Sögufélagið fœrir út kvíarnar Fjölgun félgsmanna aðkallandi mál urra muna. Hefur það samið við ísafoldarprentsmiðju um að taka að sér að Ijúka við útgáfu Lands yfirréttardómara. Þeir verða því ekki framar með árbókum félags ins, en félagsmenn fá þá með sér stökum kjörum hjá útgefanda. Á þessari útgáfu að verða lokið eigi síðar en 1960. Mun félagið nú snúa sér að nýjum verkefn- um, og eru Sýslulýsingar eitt þeirra. Þá er og í ráði að gefa út safn af bréfum og skýrslum úr plöggum Landsnefndarinnar frá 1770, eitt eða tvö bindi, um 20 arkir- hvort. ÞORKELL Jóhannesson háskóla rektor, formaður Sögufélagsins, átti fund við fréttamenn fyrir nokkru í hinum nýju húsakynn- um bókaverziunar ísafoldar og skýrði þeim frá starfi félagsins. Kvað hann Jón Þorkelsson (forna) hafa stofnað félagið og veitt því forstöðu til dauðadags, en þá tók Einar Arnórsson við því. Við fráfall hans varð Þor- kell Jóhannesson formaður fé- lagsins. Sögufélagið er eina bókaútgáfu félagið sem gefur út heimildar- rit um sögu landsins, og hefur það verið stórtækt í útgáfustarf- semi sinni. Nú er komið út 28. númerið af ritum þess, en mörg ritin hafa verið stórverk í mörg- um bindum. Þetta síðasta rit er ’Sýslulýsingar 1744—1749, mikið verk, 348 bls. að stærð með ýt- arlegri nafnaskrá. Bjarni Guðna son hefur ritað formálann. Sögufélagið er nú rúmlega hálfrar aldar gamalt, og hefur hagur þess verið heldur erfiður hin síðari ár. Hefur félögum fækkað að mun og eru nú aðeins um 800, og hefur félagið því ekki getað beitt sér sem skyldi í starfi sínu. Er það illa farið, því næg eru verkefni fyrir slíkt félag sem þetta og reyndar þjóðarnauðsyn að efla það eftir mætti. Félagsstjórnin hefur nú ákveð ið að auka útgáfu sína til nokk Félagsmenn mega þannig búast við að fá í hendur árlega um 40 arkir prentað máls, tvö 8—12 arka hefti af Alþingisbókum og tímaritinu Sögu og um 20 arka bók með sérstökum kjörum frá ísafoldarprentsmiðju. Þá er þess að geta, að nýir félagsmenn njóta beztu kjara um kaup á eldri for- lagsbókum félagsins. Helzta áhugamál Sögufélagsins nú er öflun nýrra íneðlima, og þá einkum ungs fólks. Starf þess má með engu móti niður falla, og geta þeir, sem áhuga hafa á þátttöku í störfum þess hringt eða skrifað til ísafoldarprent- smiðju, sem annast prentun og útsendingu félagsbóka. Árgjald- ið er kr. 80.00, og fyrir það fá meðlimir 600—700 bls. lesmals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.