Morgunblaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 12
12 MOKGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. apríl 1958 Saumaskapur Stúika, vön saumaskap, óskast. Uppiýsingar í síma 24333. — Nýkomið KAKHI-EFNl margir litir. )BÚÐ 3ja herbergja íbúð óskast sem fyrst. — Upplýsingar í síma 10668. — SIÚUIðÍBBSTlt n Stúlka óskast á fámennt heimili í Fijótshlíð. Upplýsingar í síma 32084 kl. 10—11 Lh. og eftir kl. 8 síð- degis. — VANTAK 2—3 herbergi og eldhús lil leigu, 1. eða 14. maí. Þrennt fullorðið í heimili. Tilboð send ist blaðinu merkt: „1. maí — 8370“. — BÍLSKÚR ó*kast til leigu. Tilboð sendist Mbl., fyrir laugardag, merkt: „Bílskúr — 8364“. Sumarbústaður Góður, rúmgóður sumarbústað ur óskast til leigu í sumar. Há leiga í boði. — Upplýsingar í sírna 24565. Hilman fólksbifreið, árg. 1949, til sýn- Í6 og sölu að Miðtúni 80. Útlendingur óskar eftir 3ja—4ra herbergja íbúð 20. maí eða fyrr. S. JÓHANSEN Sími 13899. Pússivél Tré-pússningavél óskasl. Nánari uppl. í síma 18571. — Vil kaupa þægilega tveggja herbergja íbúð, milliliðalaust. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 22. apríl, mei-kt: „M. B. S. — 8369“. — Bilar til sölu Chevrolet ’55, einkavagn. — Skipti á Zodiac eða Capitan. Buíck ’55, ’51, ’52, ’55. Pontiack ’55, sjálfskiptur. Studebaker ’53. Chevrolet, sjáifskiptur. De Sodo ’53. Bifreiðasalan Þingholtsstræti 4. Sími 17368. Fallegar og góðar FINNSKAR ULLARPEYSUR á telpur og drengi. Lítið í gluggana OUjmpia Laugavegi 26. Sími 15-18-6. ÍBÚÐ 2ja til 3ja herb. íbúð óskast bú þegar, til eins árs. Einnig óskast telpa, á aldrinum 12—■ 14 ára, til að gæta barns á öðru ári. — Sími 33416. ÍBÚÐ Ung, barnlaus hjón, sem bæði vinna úti, óska eftir 1—2 her- bergjum og eldhúsi, nú þegar eða 14. maí. Upplýsingar í sima 50323. Selfossingar Vil láta gott einbýlishús, í Hafnarfirði, í skiftum fyrir einbýlishús eða ibúð á Selfossi. Tilboð senJist á afgr. Mbl., fyrir 25. þ.m., merkt: „Ibúð — 8368“. — KEFLAVÍK Til leigu 1 lierbergi og eldhús, ásamt baði. — Upplýsingar í síma 308. — Lakka hurhir innanhúss og geng frá þeim á kvöldin og um helgar. — Upp- lýsingar í síma 22606. KEFLAVÍK Reglusamur maður óskar eftir herbergi. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilboð fyrir laug- ardagskvöld á afgr. Mbl., — merkt: „1182“. Takið eftir oj athugið Hinar vönduou 1. fl. æðardúns sængur frá Pétri Jónssyni, Sólvöllum, Vogum, eí endingar góð en ódýr fermingargjöf. — Póstsendi. Sími 17 um Hábæ. Cuttormur Andrésson húsameistari — minning SVO geta súkdómar og önnur örlög farið með góða drengi, að við fögnum því, að frétt að þeir hafi fengið hvíld. Svo var um vin minx Guttorm Andrésson arkitkt, er eftir fimm ára erfið veikindi fékk hvild hinn 1. þessa mánaðar. Guttormur var fæddur 13. sept. 1895 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Guðlaug I. Jónsdóttir, systir Jóns læknis á Blönduósi og Páls Jónssonar fræðimanns, og Andrés Bjarnason, söðlasmið- ur og kaupmaður í Reykjavík. Ólst Guttormur upp hér í bænum og lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum vorið 1915 og sveinsprófi í múraraiðn árið 1917. Vorið 1918—19 og 1922—24 stund aði hann nám í byggingafræði við „Det Tekniske Selskabs Skole“ í Kaupmannahöfn, en varð að gera hlé á námi sínu árin 1919—22, vegna vanheilsu. Þurfti hann þá að dvelja um 6 mánaða skeið á heilsuhæli. Að loknu Hefi kaupanda að þriggja herbergja íbúð. Þarf að vera á 1. hæð. Olafur Þorgríinsson, hrl. Austurstræti 14. M ARKABURIIUAI Hafnairstræti 5. Amerísk AC - kerti Samband ísl. samvinnufélaga Véladeild skólanámi stundaði hann verk- legt nám í Danmörku og aflaði sér þjálfunar bæði í handiðn sinni, múrsmíði, og i teikningum í teiknstofum arkitekta þar í landi. Eftir heimkomuna til íslands stundaði Guttormur fýrst og fremst iðn sína og var athafna- samur á því sviði. Sérstakt orð fór af honum við flísalagnir á gólf og veggi, og má segja að það hafi verið sérgrein hans í iðninni, enda var hann eftirsóttur til þess starfs, En jafnhliða iðninni stund aði hann húsateikningar og varð brátt vinsæll og eftirsóttur húsa- teiknari. Leiðir okkar Guttorms lágu fyrst saman árið 1927 og þó meira 1928, er við vorum saman í nefnd til að semja frumvarp til reglugerðar um iðnaðarnám og síðar það ár kosnir báðir í fyrstu stjórn Iðnráðs Reykjavíkur 1928 —34. Hafði hann bæði fyrr og síðar tekið virkan þátt í sérfé- lögum sinnar iðngreinar og var formaður í múrarafélagi Reykja víkur 1928—32. Hann var áhuga- samur um málefni iðnaðarmanna glöggur og ötull samstarfsmað- ur og naut ég þess um margra ára skeið. Árið> 1930 sigldi Guttormur til Svíþjóðar, með styrk frá Iðnað- armannafélaginu í Reykjavik, til þess að sækja byggingarmálasýn ingu í Stokkhólmi. Eftir heim- komuna flutti hann fyrirlestra í ýmsum félögum í bænum um sýn inguna og hin nýju viðhorf í list- um, og sérstaklega byggingarlist, en um það leyti átti „funktional- isminn“ hvað mestu fylgi að fagna. Nokkrar greinar um þetta efni og önnur liggja eftir Gutt- orm í blöðum og timaritum. Þegar lög um réttindi manna til þess að kalla sig húsameist- ara, — arkitekta —, tóku gildi, var ákveðið að þeir, sem stundað hefðu húsameistarastörf við góð- an orðstír, skyldu halda þeim réttindum gagnvart byggingar- nefndum, og var Guttormur einn í þeirra hópi. Árið 1939 fékk hann svo viðurkenningu stjórn- arráðsins á heitinu húsameistari, — arkitekt —, enda hafði hann þá um allmörg ár unnið eingöngu húsameistarastörf. Um svipað leyti varð hann félagi í Húsa- meistarafélagi Islands og var áhugasamur félagi þess meðan kraftar entust. í stjórn Bygginga meistarafélags íslands var hann árin 1936—37. Árið 1945 gerðist Guttormur starfsmaður Reykjavíkurbæjar, fyrst sem eftirlitsmaður með skólabyggingum á vegum húsa- meistara bæjarins, en síðar jafn framt sem starfsmaður lóðaút- hlutunarnefndar. Vorið 1953 fékk Guttormur lungnabólgu og nokkru síðar heilablæðingu, og náði aldrei verulegri fótavist eftir það. Guttormur var hnellinn og fjör maður mikill. í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar, enda var hann lesinn vel, fróður og skáldmæltur. Fékkst hann lengst af nokkuð við ljóðagerð, bæði alvarlegs og gamansams efnis. Skal ég sem dæmi nefna hið snjalla og stórbrotna kvæði hans er togararnir fórust á Halanum í febrúar 1929 og á hinn bóginn kvæði hans er birtust í Speglin- um. Auk þess orti hann nokkur tækifæriskvæði og laúsavísur. Guttormur var tvíkvæntur. —. Fyrri kona hans var dönsk, Luise A. Petersen. Hún dó 1928, þau áttu einn son, Magnús Grétar, loftskeytamann. Seinni kona hans var Guðrún Þ. Þorkelsdóttir, Hreinssonar, húsasmiðs, sem hjúkraði honum með aðdáunar- verðri ástúð og þolinmæði öll hin löngu og erfiðu veikindaár hans. Einkasonur þeirra er Ólafur, mælingamaður og teiknari hjá Reykavíkurbæ. Guttormur var góður drengur og góður félagi. Við, sem kynnt- umst honum vel, munum jafnan minnast hans með hlýju og þakk látum hug. H. H, E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.