Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 293. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 20. des. 1958
MOR1VNRL4Ð1Ð
13
Þingeyri séð ofan úr brekknm Sandafells.
kílómeter inn meö ströndinni.
Á myndinni sést aðeins þéttbýlasti hluti kauptúnsins, en það teygir sig fast að
(Ljósm. vig.)
Ad  vestan:
Vélaverkstæði sem verio hefir
landsftægt í hálfa öld
Heimsókn  aÖ  Þingeyri
NORÐAN undir Sandafelli í Dýra
firði gengur eyri út í fjörðinn.
Þar er elzti verzlunarstaður í
Vestur-ísafjarðarsýslu og enn
eldri er staðurinn sem þingstaður
Dýrfirðinga til forna, svo sem
nafnið ber með sér. Þingeyri telur
því til fornrar frægðar og ætti því
í dag að geta verið blómlegt kaup
tún mitt í búsældarlegu héraði.
Dýrafjörður er talinn ein með feg
urstu byggðum á Vestfjörðum,
þótt mér auðnaðist ekkr að sjá
hann í sumarskrúði þar sem haust
blær og hráslagi setti svip sinn
á umhverfið meðan ég dvaldist
þar.
Forystumenn á sviði atvinnumála
þurfa að standa saman
Á Þingeyri eru nú um 300 íbú-
ar. Á ekki stærri stað en þessum
er lífsnauðsyn að allir standi sam
einaðir í baráttunni fyrir betri
kjörum og bættum atvinnuhátt-
um. Því er þó ekki að fagna og
háir það staðnum að vonum.Ann-
ars vegar stendur kaupfél. með
talsverðan atvinnurekstur, en á
hinn bóginn einstaklingar, sem
lítils skilnings eiga að njóta hjá
samvinnufyrirtækinu. Þetta er að
sjálfsögðu öllu atvinnulífi til
tjóns. Þar sem ekki er um stærra
né auðugra atvinnulíf að ræða en
útgerð tveggja báta sem eru um
40 tonn að stærð og rekstur eins
fiskiðjuvers og eins hraðfrysti-
húss er þess vart að vænta að um
harða samkeppni geti verið að
ræða, en óvild og stirðbusaháttur
í viðskiptum getur gert meira
tjón en mörgum athafnamönnum
tekst að vinna upp á skömmum
tíma.
Landsþekkt fyrirtæki
Eitt fyrirtæki er rekið á Þing-
eyri, sem hefir unnið sér
landsfrægð fyrir góða framleiðslu
og vandaða vinnu. Þetta er Véla-
verkstæði Guðmundar J. Sigurðs
sonar og Co. hf. Ég átti þess kost
að skoða þetta fyrirtæki og rabba
nokkra stund við Guðmund, sem
hefir stjórnað fyrirtækinu um
hálfrar aldar skeið en er nú kom-
inn á efri ár. Matthías sonur hans
er nú tekinn við stjórn þess með
föður sínum og heldur merki þess
hátt á lofti. Aðalþátturinn í starf-
rækslu vélaverkstæðisins er ný-
efni til úrlausnar, m. a. að smíða
varahluti í hinar stærstu og flókn
ustu skipavélar. Allt tókst þetta
með þeim ágætum að orð er á
haft. Verkstæðið veitir nú 15
manns atvinnu.
Guðmundur J. Sigurðsson á verkstæði sinu
smíði alls konar. Þar eru smíðað-
ar ýmiss konar vélar og tæki til
skipa, enda hefir það á hendi
málmsteypu og rekur trésmíða-
verkstæði. Sem dæmi um smíðis-
gripi þess má nefna dælur, stýris-
vélar, alls konar vindur (spil) í
skip, olíu- og reimdrifnar o. m. fl.
Vélaverkstæðið er þekkt meðal
sjómanna og útgerðarmanna um
allt land fyrir tæki sín. Mörgum
sem láta byggja skip sín erlendis
og kaupa til þeirra flest tæki þar
ytra, þykir betra að fá ýmsar vél-
ar til þeirra frá Þingeyri heldur
en kaupa þær erlendis. Þetta er
eitt með öðru, sem sýnir hve
vönduð vinna er þarna fram-
kvæmd. Þá má og geta þess að
verkstæðið framkvæmir málm-
steypu ýmissa hluta annarra en
þeirra, sem tilheyra vélunum sem
þar eru smíðaðar. Þar var t. d.
verið að steypa kapalté, sem not-
uð eru við raflagnir í jörðu. Var
þetta verk framkvæmt fyrir raf-
magnsveiturnar. Allir munu minn
ast hinna miklu vandræða sem
sköpuðust á stríðsárunum vegna
þess hve þá var erfitt að afla
varahluta til véla. Fékk vélsmiðja
þeirra feðga þá ýmis erfið verk-
Önnur atvinnufyrirtæki
Meðal annarra fyrirtækja á
staðnum má nefna Fiskiðju Dýra-
fjarðar hf., sem rekur annan bát-
inn, sem þarna er gerður út, og
einnig fiskvinnslustöð. Þetta fyrir
tæki hafði í hyggju að reisa hrað-
frystihús fyrir nokkrum árum, en
var synjað leyfis til þess. Nú er
hins vegar verið að byggja
viðbót     við     hraðfrystihús
kaupfélagsins, sem jafnframt hef
af einasta tækifærinu til þess að
sitja kvenfélagsskemmtun á Vest
fjörðum.
Á Þingeyri er brauðgerð
rekin ásamt matsölu af stökum
myndarbrag af þeim hjónum
Höskuldi Steinssyni bakara og
konu hans Huldu Ólafsdóttur.
Barnaskólinn á staðnum er orð-
inn nokkuð gamall en honum
hefir verið vel við haldið og því
í allgóðu lagi. Unglingar sækja
aftur á móti héraðsskólann að
Núpi hinum megin fjarðarins.
Höfnin á Þingeyri er góð. Það
eina sem á skortir er að þar sé
byggð örugg bátakví og er í ráði
að hún komist upp bráðlega. All-
margar trillur stunda útróðra frá
Þingeyri að sumrinu. Sækja þær
allt frá Reykjavík en hafa viðlegu
þar vestra meðan á handfæraveið
um stendur.
ir í hyggju að kaupa eitt af hin-
um austur-þýzku 250 tonna skipV.
um, sem þar eru nú í smíðum.
í sambandi við hraðfrystihúsið
er einnig fiskimjölsverksmiðja.
Þótt auðvitað sé alltof snemmt
að spá nokkru um gæði þeirra
skipa voru menn þar vestra ekki
mjög bjartsýnir á gildi þeirra.
Höfðu þeir fyrir sér orð fróðra
manna um að þau mundu of stór
til línuveiða, en of lítil til tog-
veiða. Hins vegar verður reynslan
að skera úr í þessu efni og er
vonandi að vel takist til og að
skipin verði lyftistöng fyrir þá
staði þar sem atvinnutæki vantar.
Rafmagnsmál
Hinar myndarlegu rafmagns-
framkvæmdir við Mjólká hafa
haft nokkur áhrif á atvinnu-
ástandið á Þingeyri að undan-
förnu, en öllum vörum til virkj-
unarinnar hefir verið skipað upp
í Þingeyrarhöfn. Rafmagn frá
hinni nýju stöð hefir nú verið
leitt til Þingeyrar, en þar var
áður dieselstöð. Nýja rafmagnið
verður nokkru dýrara einkum
fyrir þá er minnst notuðu, en
þetta stafar af gjaldskrárbreyt-
ingum og gólfflatargjöldum. Ekki
er búizt við að Dýrafjörður sjálf-
ur fái rafmagn að svo stöddu og
ekki hefir heldur verið hægt enn
sem komið er að leggja rafmagnið
að Núpsskóla.
Kvenfélagið stendur fyrir
félagslífi
Hér sem svo víða annars staðar
á Vestfjörðum er kvenfélagið
öflugustu samtökin sem halda
uppi félagslífi svo nokkru nemi.
Vinnur það að mörgum menning-
armálum. Hefir það staðið fyrir
skreytingu hinnar myndarlegu
kirkju sem er á staðnum og einn-
ig gengist fyrir byggingu barna-
leikvallar. Þegar ég sótti Þing-
eyringa heim var einmitt á döf-
inni myndarleg skemmtun á veg-
um kvenfélagsins. Var hér um að
ræða hlutaveltu með dansskemmt
un á eftir. En ég þurfti einmitt að
fara sama kvöldið og missti því
Fin af hinum kunnu dekk-
dælum frá Þingeyri.
Djúp sár stríðsáranna
Þingeyri er vingjarnlegur stað-
ur sem án efa á mikla framtið,
enda byggja hann duglegir at-
hafnamenn. Ekki verður svo skil-
ið við þetta greinarkorn að hug-
anum verði ekki reikað til
hörmulegra atburða er snertu
þetta byggðarlag á stríðsárunum,
er þrjú skip fórust af völdum
ófriðarins en hið fjórða varð fyrir
árás en komst til hafnar með
þann hluta skipshafnarinnar sem
lifði. Með skipum þessum fórust
18 manns frá Þingeyri og ná-
grenni og þarf enginn að efast
um hve djúp og hörmuleg spor
þessi mikli skaði hefir markað
í þetta byggðarlag.
Ég vil að síðustu þakka þeim
Magnúsi Amlin, Guðmundi Sig-
urðssyni, Höskuldi Steinssyni,
Lýð Jónssyni vegaverkstjóra og
fleirum, er ég átti með ánægju-
lega dagstund á Þingeyri.
vig.
Vélaverkstæði Guðmundar J. Sigurössonar & Co. h.f.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24