Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 31. júlí 1959 400 þús. kr. sekt til ríkissjóðs tyrir okurlánasfarfsemi Dómur í máli Sigurðar Berndsen i sakadómi Reykjavíkur í SAKADÓMI Reykjavíkur er genginn dómur í máli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Sigurði Berndsen, fasteignasala, Flókagötu 57 hér í Reykjavík. Taldi dómurinn sannað, að Sighrður, sem nú er kominn undir sjötugt, hafi stundað clöglega lánastarfsemi í atvinnuskyni að meira eða mixma leyti. Voru dómsniðurstöður þær að honum var gert að greiða 400,000 krónur í sekt til ríkissjóðs. í stað sektarinnar komi varðhald í eitt ár verði hún eigi greidd innan fjög- urra vikna frá birtingu dómsins. Þessi dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn var en í gærkvöldi var ekki kunnugt un að dómnum hefði verið áfrýjað til hæstaréttar. Sigurði var gert að greiða málskostnað allan, þar af 30,000 kr. alls til sækjanda og verjanda fyrir sakadómi. •ff Tveggja ára mál Upphaf þessa máls er það, að hin svonefnda okumefnd sem Alþingi skipaði árið 1955 ékk upplýsingar um það frá nokkrum mönnum að nokkrir menn stund uðu ólöglega lánastarfsemi og var þess óskað að fram færi hjá sakadómaraembættinu rannsókn á þessu og er þetta mál Sigurðar Berndsen eitt þeirra. Rannsókn þess hófst síðla árs 1958 og hefur Þórður Björnsson æ síðan haft rannsókn málsins með höndum og kvað hann upp þennan dóm. Sjálfur dómurinn í málinu er mjög langur, senni- lega ekki undir 150 fólíó síðum. En málsskjölin munu alls vera um 400 fólíósíður. Dómsmálaráðu neytið gaf út í nóvembermánrði 1957 ákæruskjal á hendur Sig- urði Berndsen og var hann á- kærður fyrir fjölmörg brot á lögum' nr. 73 frá 1933 um bann við okri, dráttarvexti og fleira. Ákæruskjalið mun vera hið lengsta sem samið hefur verið jafnvel lengra en það sem birt var Helga Benediktssyni í Vest- mannaeyjum á sínum tíma. Er skjalið í 38 köflum og fjallar hver kafli um lánveitingu ákærða til ákveðins manns, og er um að ræða 1 lán eða fjölmörg til hvers einstaks. Seinasti kaflinn í ákæru skjalinu er hluti af svonefndu Blöndalsmáli og lánveitingar Sig urðar til þess fyrirtækis. Sam- tals nema lánin sem kæi>t var út af um 3 millj. króna. Láns kjörin eru ærið misjöfn eða allt upp í 60% ársvexti. Ár Ólöglega háir vextir Hinn 19. júní sl. koir.st mál- ið á lokastigið þ. e. a. s. að fór fram munnlegur máiflutn ingur þess fyrir sakadómi en dómur gekk svo sem fyrr greinir á þriðjudaginn var. — Dómurinn taldi sannað, að Sigurður Berndsen hafi tek- ið og áskilið sér ólöglega og refsiverða vexti af lánum, er hann hefur veitt, samtals að fjárhæð krónur 72189,89. ★ 25—59% vextir ræða frá 25% til 59,7% ársvexti. Það er tekið fraro í dómnum, að við þessa útreikninga hafi eigi verið á ákærða hallað Síðan seg- ir í dómnum meðal annars: „Við ákvörðun refsingar ber og að taka sérstakt tillit til þess, að brot hans hafa verið það marg- þætt og umfangsmikil að telja Eftirlalin skip tilkynntu Síldarleitinni á Siglufirði komu sína með afla (Ýmist miðað við mál og tunnur) Svanur RE 1250: Gylfi 200; Stapa- fell 900; Jón Finnsson 830; Guðbjörg GK 550; Sigurvon AK 370; Ver 1050; Stjami 800; Fróðaklettur 300; Bára 600; Erlingur IV 400; Bjarmi EA 300; Pétur Jónsson 650; Hrönn GK 450; Höfrungur 500; Reynir VE 650; Bragi 500; Von VE 400; Hafbjörg GK 500; Baldvin Þorvaldsson 100; Tjaldur VE 600; Hrafn Sveinbjarnarson 450; Sig- rún AK 200; Sjöstjarnan 250; Tjaldur SH 180; Bjarmi VE 250; Álftanes 150; Kristján 90; Þorl. Rögnvaldsson 100; Kópur KE 260; Grundfirðingur II 600; Keiiir 200; Fagriklettur 1200; Hólmkell 400; LjósafeU 350; Hafþór 900; Akurey 450; PáU Pálsson 350; Erlingur III 150; Heimir KE 350; Þórkatla 500; Rán 100; Hringur 130; Gullver 500; Þorlákur 500; Gissur hviti 600; Mímir 600; Snæfell 350; Askur 300; Sigurfari SH 150; Heimir SU 100; Hrönn II 330; Helga RE 300; Hafbjörg GK 300; Sæborg GK 100; Öm Araarson 900; Valþór 100; Björg- vin EA 250. verður að hann hafi stundað ólög lega lónastarfsemi í atvinnu skyni, að meira eða minna leyf.i“ „Og í öðru lagi, að ekki hefur reyiizt gjörlegt, að tiltaka ólog- lega vaxtaupphæð af nokkrum lánum og loks, að ákærði hefur þar að auki brotið gegn almenn- um hegningarlögum“. Hér er átt við óheimila ráðstöfun á hand- veði og er það rakið í dómnum. if Sektir Samkvæmt þessu þótti rann sóknardómara, Þórði Björns- syni, sem skýrði blaðamönn- um frá dómsniðurstöðunm i gærkvöldi, refsingin hæfilega ákveðin 400000 krónur, sem fyrr greinir. Gat hann þess, að viðurlög vié brot á okur- lögunum geri ráð fyrir að hinn ólöglegi ágcði skuli f jór- til 25 faldaður. í fyrri málum hlið- stæðum þessum, hefur fjár- sektin verið miðuð við fjór- faldan ágóða eu í þessu til- felli farið upp í u. þ. b. firnm og hálffaldan ágóða. Eftirfcalin skip tilkynnfcu Síldarleifcinni á Raufarhöín komu sína með afla (Ýmist miðaö við mál og tunnur) Víðir II 800; Jón Kjartansson 800; Gullfaxi 500; Björg SU 450; Goðaborg 700; Sunnutindur 500; Smári TH 550; Snæfugl 300; Þráinn 700; Stefán Árna- son 450. RAUFARHÖFN, 30. júlí. — 1 gær kvöldi fann flugvélin allmikla síld 8 sjómílur norður aí Hraun hafnartanga. Þar voru þá engin skip. Fyrsta skipið sem kom að var Víðir II frá Garði en síðan fleiri og fengu öll skipin, sem komu þangað í nótt, einhvern afla. í dag hefur verið saltað hér á öllum söltunarstöðvum og skip, sem losuð hafa verið, eru farin að fá síld aftur aðeins 1—1 Vz klst. siglingu frá höfninni. Eiga skipin von á góðri veiði þarna í nótt, því að síldin veiðist helzt á næturna. Veður má heita sæmi- legt, en er þó naumast nógu stillt. — Einar. Dáqóð veiði á aust- ur- og miðsvæðinu — í fyrrinótt og gærmorgun SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskifélagi Islands í gær um síld- veiðarnar undangenginn sólarhring, var í fyrrinótt dágóð veiði á Crímseyjarsundi, í Þistilfjarðardjúpi og að Siéttugrunni. Sást síldin vaða vestan við Rauðanúp og í Þistilfirðinum. Veður var gott, logn og heldur bjartara yfir en undanfarna daga. Síld sú, sem veiddist í fyrrinótt virtist feit og því vel til söltunar fallin. Þessi skip tilkynntu síldarleitinni um afla og lögðu á land ýmist í fyrrinótt eða gær flest þeirra: í fjölmörgum tilfellum stendur staðhæfing gegn staðhæfingu við framburð vitna og ákærða. Vitr- in telja sig hafa orðið að sæta mun lakari kjörum, en lánveit- andinn viðurkennir. Taldi dóm- arinn í samræmi við meginreglur um sönnun saka, að leggja bævi framburð ákærða sjálfs til grund vallar í málinu. Hann hafi fyrir dómi viðurkennt, að hafa ytir- leitt tekið 2% í þóknun af an- veitingum eigin fjár og 8% árs- vexti af íasteignaveðslánum en það taldi dómurinn lögbrot í nokkrum tilfellum taldi dómur- inn þó sannaðan framburð vitnis um lánskjörin og vai þá um að Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í neðri deild Alþingis kl. 1,30 miðdegis. Tvö mál eru á dagskrá: 1. Stjórnarskrárbreyting, frv. — 3. umr. 2. Endurlán eftirstöðva af er- lendu láni, frv. — 1. umr. SR hala brætt um 350 mól 3 S S i s s s ) s í júlí. — ÁS þús. SIGLUFIRÐI, 30. í miðnætti sl. höfðu borizt 250.-1 s 863 mál til Síldarverksmiðja í f ríkisins á Siglufirði, 59.145 mál s : fil SR. á Ranfarhöfn. 31.190 S ( til SR á Raufarhöfn, 31.190 S mál til "R á Skagaströnd og • j 1316 mál til SR á Húsavík —j ( eða samtals 342.515 mál til S S ríkisverksmiðjanna hér Norð- ^ ) inlands. — Á sama tíma í j \ íyrra höfðu sömu verksmiðj- s S ur aðeins fengið 57.949 mál ! S síldar. ; ■ Rauðka á Siglufirði hefur s j fengið um 75.000 mál síldar og S s srldarúrgangs til bræðslu. • | Bræðsla hefur gengið mjög ( { vel hjá síldarverksmiðjunum s S hér og hafa þær nóg þróar- í S pláss enn. — Stefán. ( DALVÍK, 30. júlí. — Síðan kl. 6 í morgun hafa eftirtalin skip lagt upp hér: Bjarmi, Vestmannaeyj- um, 230 tunnur, Bjarmi, Dalvík, 380, Baldvin Þorvaldsson 110 og Fagriklettur um 1200 tunnur, en af afla hans fór tæpur helmingur í bræðslu. ESKIFIRÐI, 30. júlí. — í morg- un barst fyrsta söltunarsíldin á þessu sumri hingað til Eskifjarð- ar. Var það Hólmanes SU 120, sem hingað kom og landaði 700 tunnum af síld, sem ýmist fer til söltunar, frystingar eða bræðslu. Síldarverksmiðjan hér hefir áður tekið við um 1500 málum síldar í bræðslu. — Fréttaritari. NESKAUPSTAÐUR, 30. júlí. — í dag hefur eitt skip lagt á land síld hér í Neskaupstað, Þráinn, sem landaði 714 málum snemma í morgun. Síldarverksmiðjan hétr hefur nú tekið á móti um 16.500 málum til bræðslu og nær lokið vinnslu þess magns. Samá og ekkert hef- ur verið saltað hér. — AxeL Siglfirzkir lögreglumenn. ; Eftirleikur óeirðanna á Siglufirði: Kylfuhögg og hrind- ing kært — en ekki beiting táragass MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til fréttaritara síns á Siglufirði í gær, vegna orðróms um að kom- ið hefðu fram kærur á hendur lögreglunni þar í bæ fyrir fram- komu hennar í landlegunni að- faranótt s.l. sunnudags, þ. á. m. vegna notkunar hennar á tára- gasi í óeirðunum. Dáir íslenzku þjóðina FORSETA ÍSLANDS hefur bor- izt símskeyti frá prófessor Carlo Schmid, varaforseta sambands- þings Vestur-Þýzkalands, er hér var á ferð nýlega. Skeytið hljóðar svo: „Eftir heimkomu mina langar mig til, herra forseti, að bera fram þakkir mínar fyrir alúðlega gestrisni, sem mér var sýnd á Islandi, og tjá yður aðdáun mína á hinum ósveigjanlega dugnaði og kjarki, sem þjóð yðar sýnir í baráttunni fyrir eigin sjálfs- stæði á sviði menningar, stjórn- mála og efnahagsmála. Guð blessi Island. Carlo Schmid". (Frá skrifstofu forseta íslands). Tvær kærur Fréttaritarinn skýrðl svo frá, að engin kæra hefði að svo stöddu komið fram í sambandi við beitingu táragassins, eu hins vegar hefðu 2 lögreglu- þjónar verið kærðir af ein- staklingum, annar vegna kylfu höggs og hinn vegna hrinding- ar. Ekki hefði enn farið fram rannsókn á réttmæti kæra þessara. Of fámenn lögregla Á Siglufirði eru yfir sumar- tímann 11 lögregluþjónar, en 5 að staðaldri, og sagði fréttaritar- inn, að óhætt væri að fullyrða, að lögreglan væri alltof fámenn að sumrinu. — Vinarmótið Framhald af bls. 1, handa fulltrúum kommún- istaríkjanna á mótinu til landamæra Ungverjalands, þar sem þeim eru sýndar hin- ar háu gaddavírsgirðingar og varðturnarnir á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Hvað eftir annað hefur komið til bardaga milli and- kommúnískra æskumanna, sem reyndu að tala við er- lenda mótsgesti eða dreifa flugmiðum, og austurrísku kommúnistanna, sem halda vörð um aðalstöðvar og svefn- skála mótsins og fylgja þátt- takendum í hópum um borg- ina. 1 mörgum sendinefndum á mótinu hefur komið upp mis- klíð, m. a. þeirri bandarísku og þeirri ítölsku. Síldarskipin voru flest á Þistilfirði í nótt — Nokkur þeirra höfðu fengið afla seint i gærkvöldi MBL. átti tal við síldarleit- ina á Siglufirði laust fyrir miðnætti síðastliðið og fékk þær upplýsingar, að aðalflot- inn væri þá á Þistilfirði, tals- vert margir byrjaðir að kasta og nokkrir þegar til- kynnt um afla. Þar var logn og ágætt veður, nema hvað nokkuð kvað að þoku. ★ Þá var einnig síld á miðju Grímseyjarsundi og voru nokk- ur skip að kasta þar eftir lóðn- ingum, en ekki var vitað um að .neitt hefði fengið afla. Síldarleitarflugvélarnar vom báðar á lofti snemma í gær- kvöldi; sú eystri var lent sökum þoku, en hin hafði séð 6 torfur á Skagagrunni. Þar voru engin skip og naumast búizt við að nokkur færu þangað að svo stöddu. r A næstu vikum ALGJÖRLEGA var það mis- hermt í frétt hér £ Mbl. í gær að viðræður um endurnýjun verzl- unarsamninga við Rússa hefjist í næstu viku. Þær munu hefjast á næstu vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.