Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtuidagur 20. ágúst 1959 BjarnfríSur Sigurðar- dóttir sjötug BJARNFRÍÐUR Sigurðardóttir að Vatnsnesi við Keflavík er sjö- tug í dag. Hún fæddist í Innri- Njarðvík, og voru foreldrar henn- ar hjónin Sigurður Jónsson og Sigríður Bjarnadóttir. Alls voru systkinin fjögur. Tvö dóu ung, en yngri bróðir Bjarnfríðar, Jón, er búsettur í Keflavík. Á meðan Bjarnfríður var enn í frumbernsku fluttist hún ásamt foreldrum sínum að Þórukoti í 5ftri-Njarðvík. Þegar hún var 8 ára gömul fór hún með föður sín- um upp í Borgarfjörð, og var á heimili föðursystur sinnar sumarlangt, en faðir hennar var í kaupavinnu á öðrum bæ þar í sveitinni. Hugðist hann svo taka dóttur sína með heim um haust- ið. En það fór á annan veg en ætlað var. Áður en fundum þeirra næði saman á ný, var fað- irinn látinn. Sigríður móðir hennar lifði enn um langa hríð og lézt í hárri elli hjá dóttur sinni. Eftir föðurmissinn var Bjarrn fríður áfram í Þórukoti og ólst að verulegu leyti upp hjá hjón- unum þar, Þorleifi Bjarna- syni móðurbróður sinum og Gróu Björnsdóttur. Þau voru valin kunn sæmdarhjón, og hjá þeim lifði Bjarnfríður bjarta og hug- Ijúfa æskudaga. í Þórukoti átti hún heima þar til hún giftist Jóhanni Guðnasyni óðalsbónda að Vatnsnesi hinn 20. júní árið 1914. Þar höfðu foreldrar Jóhanns búið hinu mesta rausnarbúi frá því nokkru fyrir aldamót. Um það munu allir þeir sam- mála, er muna gamla Vatnsnes- heimilið í tíð foreldra Jóhanns, að eigi hnignaði reisn þess, nema -síður væri, þegar ungu hjónin tóku stjórnvölinn í sínar hendur. Jóhann var án alls efa einn af stærstu og styrkustu máttarstólp- tim síns byggðarlags, svo mjög stóð hann framarlega á flestum þeim sviðum, er miðuðu að bætt- um hag og bjartari framtíð. Greiðasemi hans var slík, að enn minnist margur hans sem síns stærsta velgjörðarmanns. Hjónabandið var farsælt. Bjarn fríður stóð við hlið manns síns og studdi hann sem hún mátti í hinum umfangsmiklu störfum hans. Hennar starfssvið var heim ilið. Það var henni dýrmætt, — og „því helgaði hún líf sitt og kærleik og trú“. Þau hjónin eign uðust engin börn, en fjögur fóst- urbörn ólu þau upp. Guðný Helga Þorsteinsdóttir, systkinabarn við Jóhann og Sigríður Jónsdóttir, bróðurdóttir Bjarnfríðar ólust upp hjá þeim frá fyrsta bernsku skeiði, en Kristín Guðmundsdótt- ir og Falur Guðmundsson voru nokkru eldri, er þau komu til þeirra. Öll nutu þessi börn frá- bærrar umhyggju og ástúðar hjá fósturforeldrum sínum. Bjarnfríði hefir jafnan látið það bezt að vinna störf sín í kyrrþey. Fátt er henni fjær skapi en að láta á sér bera. En engum, sem hefir kynnzt henni, getur þó dulizt, hvílíka mannkosti hún hefir að geyma. Hvar sem hún fer, mótast umhverfið af hlýju hennar og alúð, drengskap og staðfestu. Vatnsnesheimilið var löngum fjölmennt, einkum á vertíðinni. En þar undu allir vel hag sínum. Mikið var starfað, — en hjónin voru bæði þeim eiginleikum gædd, að þau vöktu með viðmóti sínu vinnugleði hjá þeim, er störf uðu á þeirra vegum. Þau voru starfsfólki sínu meira en hús bændur, þau voru vinir þeirra, — vinir, sem vöktu yfir hag og heill hjúa sinna, sem væru þau þeirra eigin börn. Mann sinn missti Bjarnfríður hinn 18. nóvember árið 1946. Hann lézt af völdum bifreiðaslyss á leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Sú reynsla varð Bjarnfríði þungbær og sár. En hún bar harm sinn í hljóði og tók mótlæti sínu með hógværð og í hjartans trú. Eftir lát eiginmannsins hefir Bjarnfríður búið áfram á sínu gamla óðalssetri. Fyrstu árin bjuggu Sigríður fósturdóttir henn ar og maður hennar, Jóhann Hjartarson þar hjá henni. Og frá árinu 1953 hefir undirritaður átt skjól undir hennar þaki. Fyrir þá samveru — og þau kynni, sem í gegnum hana hafa skapazt, hlýt ég að þakka af hjarta. Þau hafa verið á þann veg, að eigi gleym- ist. Þau hafa fært mér heim sann- inn um það, að þessi hlédræga kona, sem aldrei vill láta á sér bera, er stórbrotin, góð og göfug. Vinátta hennar er örugg og traust, — móðurleg umhyggja, fölskvalaus, einlæg og hlý. Hjá henni samræmist á fágætan hátt hógværð og höfðingsbragur. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég tjá afmælisbarninu þær þakkir, sem eigi verða með orð- um sagðar, um leið og ég bið þess af hjarta, að Guðs alvöld föður- hönd veiti henni blessun og bjarta daga á ókomnum æviár- um. — Bj. J. Ingvor Benedikt Sigurðsson Minningororð ÞANN 17. júlí sl. lézt að heimili sínu að Höfn í Hprnafirði í. Benedikt Sigurðsson fyrrum bóndi að Flatey á Mýrum. Hann var fæddur 8. maí 1880 að Flatey, kominn af góðum og gegnum bændaættum austur þar. — For- eldrar hans voru Sigurður bóndi í Flatey Benediktsson frá Hólum í Nesjun. og kona hans Guðný Siðurðardóttir, Sigurðssonar bónda að Reynivöllum í Suður- sveit Arasonar, en kona Sigurðar Arasonar var Guðný Þorsteins- dóttir frá Felli Vigfússonar og konu hans Ingunnar Guðmunds- dóttur bónda að Kálfafelli Brynj ólfssonar, prests að Kálfafells- stað (1726—’86) Guðmundssonar prests að Stafafelli Magnússonar, bónda að Viðborðsseli, Guðmunds sonar, prests í Einholti Ólafs- sonar prests og sálmaskálds að Sauðanesi d. 1609. Móðuramma Benedikts var Guðný Vigfúsdóttir frá Svínafelli í Öræfum Þorsteinssonar. Guð nýjar hef ég oft heyrt getið og rómað hennar frábæra minni og fróðleikur. Allir þessir ættleggir eru kunn ir í A-Skaftafellssýslu fyrir at gervi iíkamlegt og andlegt. — Voldís Inga Steinarsddltii Fædd 20. ágúst 1956. — Dáin 24. júní 1959. K V E » J A Orkt í nafni foreldra og ástvina Valdís Inga, clsku ljúfan mín, ertu dáin? Nei, ég veit þú lifir, Guði hjá og gæta mun hann þín, góðir englar hans þér vaka yfir. Þú ert horfin heimsins böli frá, himins til, þig Drottinn vildi kalla, svo aldrei framar yfir þína brá ógn og myrkur dauðans skuli falla. Blessað barn, þín minning mjög er kær, mynd þína, svo hreina og engil- bjarta, við geyma munum, góða, Ijúfa mær og Guði vígja innst í okkar hjarta. KJARNMIKIL MALTIÐ UR URVALS SKOZKUM HÖFRUM Ávallt, þegar þér kaupið haframjöl, þá'biðjið um Scott’s. Þér tryggiö yður úrvals vöru framleidda við ýtrasta hreinlaeti og pakkað í loft- þéttar umbúðir. Scott’s hafe?mjöl er mjög auðugt af B bætiefoum. / HJNIR YANDLATU VELJA Scott’s Systkini Benedikts voru Sigurð- ur, er .ar prestur að Ásum í Skaftártungu, þekktur gáfu og drengskaparmaður, sem andaðist fyrir aldu - fram 1921 ókvæntur og barnlaus, og Guðrún húsfreyja í Flaey, ekkja Jóna Jónssonar frá Brunnum. í mínu ungdæmi heyrði ég oft getið margra mætra heimila á Mýrum og þá ekki sízt Flateyj- arheimilanna beggja. í Eystri- bænum bjó þá Guðný Sigurðar- dóttir, ekkja Sigurðar Benedikts sonar (dáinn 1901), með áður- nefnduin börnum sínum. En i Vestri-bæ.-um bjuggu Jón Hálf- dánarson ' (bróðir Ara hreppstj. á Fagurhólsmýri og Sigríðar húsfreyju að Smyrlabjörgum), og kona hans Halldóra Pálsdóttir, eitt hirma mörgu og merku barna Páls Jji.ssonar í Arnardrangi, er var dóctursonur séra Jóns Stein- grimssonar a Prestbakka og bróð- ir séra Jóns Austmanns í Vest- mannaeyjum. Þarna í Flatey ríkti samhugur og eining milli hinna mannmörgu heimila, og efnahagur var þar góður. Á leið til verzlunarstað- arins að Höfn, liggur Flatey í þjóðbraut. Áður fyrr, þegar öll þunga/ara var flutt á hestum að og frá naupstað, þá mæddi ó- venjumikil gestanauð á Flateyj- arbæj snum. En það þori ég að fullyrða að fá munu þau heimili vera, er sýna hafa aðra eins gest- risni jg greiðasemi sem Flat- eyjarheimilin.. Er Benedikt var tvítugur að aldri inissti hann föður sinn, og gerðist hann þá fyrirvinna móð- ur sinnar, en Sigurður bróðir hans, 3í var yngri, gekk mennta- veginn. Þann 18 júlí 1907 gekk Bene- dikt að eiga 'frændkonu sína Steinunni, dóttur merkisbóndans Sigurðar Sigurðssonar á Borg og lifir hún nú mann sinn eftir 52 ára farsæla sambúð. Þau hjónm Benedikt og Steinunn bjuggu í Flatey rausnarbúið unz þau fyrir 15 árum, er heilsu þeirra tók að hnina fluttu þau að Höfn og bjuggu þar ásamt börnum sín- um í eigi nhúsi, og farnaðist vel. Þau hjóu eignuðust 6 böm, 3 drengi og 3 stúlkur, er upp kom- ust, en af þeim misstu þau ein dreng á bezta aldri. Fáir eru þeir, sem ég hef hitti á lífsbrautinni, sem átt hafa slík- anu persónuleika sem Benedikt heitinn vinur minn. Hann var skarpgáfaður fróðleiksmaður og minnugur vel. Einkum voru það íslendingasögurnar, sem og al- menn ragnfræði, er hann haíði mesar- mætur á. Tíður gestur var ég á heimili hans og mætti þar sfem aðrir, einstakrar gestrisni, hlýhugar og fyrirgreiðslu, sem ég mun seint gleyma. Og víst er það, að ég hlakkaði ætíð til að hitta hann, því einu gilti hvað um var rætt, ætíð hafði hann á reiðum hndum hnitmiðaðar til- vitnanir í íslendingasgur eða annan fróöleik og ummæli gömul sem ný, er komu mér oft þreytt- um ferðamanni í gott skap. Benedikt átti sterkan persónu- leika, fli styptur og sjálfstæður hún er farin, kemur ei til baka. 1 skoðunum og fór sínar eigin leiðir er hann áleit rettar. Trú- Hann gaf þér fegurð, fjör og yndisleik, í faðmi hans þú lifir, skýjum ofar, aldrei hrygg og aldrei framar veik, þar eilíflega nafnið hans þú lofar. Að kveðja þig, var okkur kvöl svo sár, því kallið kom svo óvænt og í skyndl. Oss féllu af augum höfug harmatár, hjartans barn, því þú varst okkar yndi. Þó skal huggast við þá von og trú, er veitir döprum huga hvíld í stríði, að hjá Guði ætíð lifir þú, og endurfundir ljúfir okkar bíði. Ó, vak svo Drottinn, vinu okkar hjá, vefðu hana kærleiksörmum þýðum, láttu hana ljósin dýrðar sjá, lofa þig með englaskara fríðum. Gleddu hana gjöfum þínum með, gefðu okkur frið og ró í hjarta. Og/er siðast sofnum við á beð, sýn þá okkur inn í heiminn bjarta. VINUR Grátum ekki, góða barnið sefur, grátum ekki, - Drottinn hana vefur, örmum ástar heitum, athvarfs hans því ieitum. Þessa beizka bikars hiklaust neytum. Hann sem gefur, hann má líka taka, Hæst í himnariki, helgra engla líki, lifir sæl, það undir okkar mýki. Ó, leggir líka vinir í líknar skautið hans, það allt, er angrar sinni og elur sorgir manns. Með bljúgu bróðurþeli, hann burtu þerrar tár og dregur lyfstein ljúfan, um lífsins dýpstu sár. VINKONA Peningalán Útvega bagkvæm peningalán til 3ja og 6 mánaða, gegn ör- uggum tryggingum. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magr.ússon Stýrimannastíg 9. Sími 15385. maður var hann á gamla og góða vísu. Traustur, tryggur og höfð- inglyndur, og sá maður, er gott var að eiga að vin. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, karl mannlegur, kvikur á fæti, við- braðsfljótur, og framkoman karl mannleg. Benedikt var hesta- maður mikill og átti marga af- bragðs hesta, enda fór hann vel með þá, sem og alla sína gripi. Með Benedikt er genginn mæt ur og merkur maður, sómi sétt- ar sinnar. Margir eru þeir, sem sakna har.s og geyma minningu hans í heiðri. Svo votta ég ekkju hans, börn- um og barnabörnum mina dýpstu samúð og óska að framtíðin megi verða þei; heillarík. Reykjavík 10. ágúst 1959. Jón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.