Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 183. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MOnCVWBLlÐlÐ
Þriðjudagur 25. ágús'f 1959
Asbjörn Hansen og Edgar Falck  reyna  árangurslaust að verja, þegar Örn Steinsen skoraði.
NyTT IIT ííslenzkri knatfspyrnu
LOKIÐ er glæsilegustu og einhverri bezt heppnuðu för er
íslenzkt landslið í knattspyrnu hefur farið. Knattspyrnu-
lega séð tókst förin með slíkum ágætum, að íslenzk knatt-
spyrnuhreyfing mun búa að árangri fararinnar lengi. —
Árangur þessarar ferðar hefur rutt þann veg, sem aldrei
hefur fyrr tekizt að ryðja — að skapa álit á knattspyrnu
sem hér á Iandi er leikin og gera íslendingum auðvelt eða
mun auðveldara en áður að ná samkomulagi við aðrar
þjóðir um knattspyrnuviðskipti. í öðru lagi sýndu liðsmenn
ei \kít tóku í förinni þann félagsanda og þá góðu fram-
komu, hlýðni við strangar reglur o. s. frv., að landi og þjóð
er sómi að dvöl þeirra meðal tveggja frændþjóða á Norð-
urlöndum sem að þessu sinni voru heimsóttar.
if  Æsispennandi Ieikur
Þær 26400 manna sem
keyptu sig inn á aðalleikvang
Danmerkur, Idrætsparken, sl.
þriðjudag og allir þeir aðrir er
leikinn sáu, eru á einu máli um
að sjaldan hafi þeir verið við-
staddir æsifengnari leik, meira
taugastríð hefur sjaldan verið í
landsleik og sjaldan svo mikil
spenna frá upphafi til enda. Og
það var íslenzka liðið sem hafði
forystuna í þessum ógleymanlega
leik í 53 mínútur. En honum
lauk sem kunnugt er með jafn-
tefli.
Gangur leiksins hefur þegar
verið rakinn _og svipmyndir úr
honum sýndar í blaðinu. En það
er full ástæða til að vekja at-
hygli á einstaklega harðfenginni
framgöngu islenzka liðsins og
því að jafn gott lið og landslið
Dana varð að neita allra sinna
krafta til að ná jafnteflisúrslit-
um. —¦
-jc  Framfarirnar
Af gangi leiksins sézt að
upphlaup Dana voru fleiri. —
Og víst voru þeir í sókn mun
Iengur en fslendingar. Það
stafar fyrst og fremst af því
að  leikaðferð   ísl.   Uðsins
byggðist á þéttri vörn. Fram-
verðirnir voru dregnir aftur
og látnir aðstoða í vörn og
innherjunum einnig falið að
vera þar til aðstoðar ef á
þyrfti að halda. Með öðrum
orðum, liðið er dregið aftur
en ekki teflt fram til sóknar.
Dönsk upphlaup verða mörg
en vörn fslands er þétt. —
Leikaðferðin heppnast að
þessu leyti. Vm leið er að-
ferðin sú að gera snögg og
hröð upphlaup. Þau verða
færri en Dana, en hin hættu-
legu tækifæri eru álíka mörg
á báða bóga. Þetta er stað-
reynd, sem Danir bera ekki
á móti.
Ðanir benda á framfarir í
íslenzkri knattspyrnu. Mín
skoðun er sú, að þær felist
ekk helzt í því að sparkað sé
nákvæmar á fslandi í dag en
áður eða hlaupið sé hraðar í
upphlaupum nú en áður. Þær
felast fyrst og fremst í því
að ísl. knattspyrnumönnum
hefur lærzt hve þýðingarmik-
il leikaðferðin sjálf er —
„taktikin" og það að geta
framkvæmt og framkvæma
það sem liðsmönnum er inn-
prentað fyrir leik. f þessu eru
að mínum dómi fólgnar að
mestu framfarirnar í ísl.
knattspyrnu. Og þetta eru þær
framfarir sem gera það að
verkum að isl. knattspyrna
stendur nú jafnfætis danskri
og norskri.
-jkVr  Óheppni í Noregi
Eftir þennan leik var haldið
til Noregs og keppt þar. Það er
staðreynd að það er of erfið
þraut jafnt fyrir annara landa
landslið sem lið Islands, að leika
tvo erfiða landsleiki með 72 klst.
millibili. Það sáust á íslenzka lið-
inu þreytumerki er það hóf leik-
inn á Ulleval-leikvanginum í
Osló. Snerpuna sem ríður bagga-
muninn vantaði. En liðin voru
ákaflega jöfn. Heppni ein réði
þeim úrslitum er urðu — sigri
Noregs. Þetta er mín skoðun og
hún byggist á tvennu. Hlutkestið
vann Noregur og kaus að leika
undan sól — og kvöldsólin lágt
á lofti réði miklu. Eg efast um
að hlutkesti hafi áður í lands-
leikjum Islendinga haft meiri
þýðingu. Hin ástæðan eru meiðsl-
in, sem íslenzkir leikmenn urðu
fyrir. Á þriðju mín. meiðist Þór-
ólfur Beck — annar af beztu
framherjum okkar (að öðrum
ólöstuðum). Hann yfirgefur völl-
inn og inn í miðherjastöðu kem-
ur Sveinn Jónsson. Hann stóð
sig með stakri prýði í nýrri
stöðu, en mannaskipti í stöðum
hafa alltaf áhrif og mest hjá lítt
reyndum liðum eins og íslenzk-
um. Skömmu síðar meiðist Hörð-
ur Felixson, svo að hann hefði
að öðru jöfnu yfirgefið völlinn.
En hefði hann gert það mátti
enginn koma í stað hans sam-
kvæmt reglum. Hann lék með
og stóð sig vel — en ekki sem
heill Hörður Felixson. — í síð-
ari hálfleik meiðist Sveinn Teits-
son (ekki Sveinn Jónsson eins og
stóð^í sunnudagsblaðinu). Hann
var af velli í 10—15 mín. en
kom svo í útherjastöðu þar sem
hann haltraði til lítils gagns, að-
eins til að fylla tölunna fyrir Is-
land. —
¦jc  Tveir beztu menn
Við sem þekkjum hve mikill
styrkur er að Sveini Teitssyni í
landsliði vitum hver blóðtaka
þessi meiðsli urðu íslenzka lið-
inu. En slíkur var baráttuvilj-
inn hjá okkar mönnum að þeir
gáfu hvergi eftir og minnkuðu
það forskot sem Norðmenn
höfðu náð. Já, er það' furða þó
að sólin í fyrri hálfleik og
meiðslin séu nefnd sem úrslita-
áhrif í þessum leik. Með heilu
liði og unnu hlutkesti var sigur-
inn að mínum dómi öruggur. —
Sólin var svo sterk að hún blind-
aði varnarmenn okkar. Einu
sinni missti Helgi af hæðarknetti
hennar vegna — hann fór rétt
utan við stöng. Og öðru sinni
hljóp hann blindaður á mark-
stöngina og var vankaður á eftir.
Þéssf sólrgekk" tií víðar er 'uifn
5 mín: voru af síðari hálfleik.
Hún vermdi Norðmenn bara í
bakið — hindraði þá ekki.
Skoðun Norðmanna sjálfra
er að fsland hafi átt tvo beltu
Ieikmenn vallarins, þá Garð-
ar Árnason og Bíkharð Jóns-
son. Garðar lék nú einhvern
sinn bezta leik. Frá upphafi
vann hann næstum hvert ein-
asta návígi og drottnaði á
miklu stærra svæði á vellin-
um en framverði er ætlað. —
Eítthvað varð og að bæta upp
missi Sveins Teitssonar. Rík-
harður setti nofsku vörnina úr
jafnvægi með hraða sínum og
átti ágætan leik. En hvað
hefðu Norðmenn sagt ef þessi
25. landsleikur Ríkharðar
hefði verið hans bezti lands-
leikur. Eg býst við að þá hefði
hann varla fengið að yfirgefa
Noreg.
BjÖrn Helgason lék sinn fyrsta
landsleik, í upphafi sem v. inn-
herji og síðar í stöðu Sveins. —
Hann skilaði sínum fyrsta lands-
leik með prýði, því það er nógu
erfitt að „debutera" þó ekki sé
„debuterað" í tveimur stöðum.
Árni Njálsson vakti verðskuld-
aða athygli. I Kaupmannahöfn
lék hann móti fyrirliða Dana,
Poul Pedersen. Því hlutverki
gerði hann svo góð skil að Ped-
ersen var gersamlega einangrað-
ur — og raddir eru uppi um að
hann verði ekki fyrirliði í næsta
landsleik Dana vegna þess hve
illa honum gekk móti hinum eld-
snögga og eitilharða Islending.
Útherjarnir Örn Steinsen og
Þórður Jónsson brugðust ekki
vonum okkar. Þórður átti að
mínu viti einhverja þá beztu
leiki sem hann hefur átt með
landsliði. Örn tók innherjastöðU*
er framlínán var stokkuð upp
vegna meiðslanna og skilaði
hlutverki sínu vel bæði sem út-
herji og innherji — og markið
hans var gott þó heppni hafi
hjálpað til. Hann var kominn að
endalínu þar sem vítateigur sker
hana er hann skaut snúnings-
knetti fyrir markið sem Asbjörn
Strangar reglur [
- Vinsæl    [
fararstjórn   j
FARARSTJÓRAR   í   för  ¦
knattspyrnulandsliðsins í s.l  Z
viku voru Björgvin Schram  »
form. KSÍ, Ingvar Pálsson  I
ritari þess og Sveinn Zoega  ;
einnig í stjórn þess. Þeir eru  _
allir á einu máli um hve  ;
einstaklega  vel  liðsmenn  :
hafi haldið strangar reglur  ¦
er settar voru um hegðun  _
i förinni. Aldrei kom það  •
fyrir að þessar reglur væru  ;
brotnar, og það var eins og  "
allir vildu leggjast á eitt um  ;
að halda þær  og  ná  sem  :
mestum og beztum árangri  _
bæði félagslega og afreks-  :
Iega.           %
Strangar voru reglurnar  "
og má þvi kahnski ætla að  ¦
fararstjórnin hefði verið ó-  _
vinsæl. Eh svo var alls ekki.  I
Piltarnir í förinni eru allir  _
á einu máli um að þeir hafi  •
ekki í annan tima verið i  _
för þar sem fararstjórarnir  :
voru eins samrýmdir kepp-  ;
endunum  og  nú,  og  tóku  :
eins mikinn og virkan þátt  ;
í öllu því er  gera þurfti.  :
Með þessu er ekki verið að  ¦
kasta  rýrð  á  aðra  farar-  ;
stjóra fyrr eða síðar, heldur  ¦
einungis   að   undirstrika  ;
þann góða anda er rikjandi  •
var  í  förinni frá  upphafi  ;
til enda og einnig að bera  ¦
til  baka  þær  grunsemdir,  •
sem  Mánudagsblaðið  síð-  :
asta virðist vera að reyna  ;
að vekja. Þær eru með Öllu  :
úr lausu lofti gripnar. Það  ;
geta þeir er fylgdust með  ;
landsliðinu dag hvern full-  -
yrt. — A.St.               ;
Thorbjörn Svenssen (5) og Edgar Falck sækja að Þórði Jónssyni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20