Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. sept. 1959 MORCTJlSTtr. 4fí1Ð 11 Starfsemi teiknistofu hús næðismálastofnunarinnar Fé skortir i í GÆR voru blaðamenn boðaðir á fund framkvæmdastjóra Hús- næðismálastofnunar ríkisins Hall dórs Halldórssonar ai'kitekts og Húsnæðismálastjórnar. Var þar skýrt frá starfsemi teiknistofu Húsnæðismálastofnunarinnar svo og nokkuð frá lánastarfsemi veð- lánakerfisins. Þá hefir teiknistof- an gefið út sýnisbók um teikn- ingar af íbúðarhúsum og hefir hún verið látin í té byggiagar- nefndum og hreppsnefndum víða um land. Starfsemi teiknistofunn- ar er fyrst og fremst hugsuð til leiðbeiningar og fyrirgreiðsiu fyr- ir húsbyggendur víðs vegar úti um landið, þar sem ekki er að- staða til þess að afla sér fullkom- inna teikninga. Halldór Halidórs son skýrði frá starfseminni á þessa leið: Þörf betri teikninga „Um 30 ára skeið hafa sveit- ir landsins notið leiðbeininga frá Ný kennslubók í stafsetningu STAFSETNING — Ritreglur og æfingar — svo nefnist ný kennslubók, er Ríkisútgáfa náms bóka hefur nýlega gefið út. — Höf. er 'Ámi Þórðarson skóla- stjóri og Gunnar Gunnarsson yf- irkennari. Bók þessi er gerð fyr- ir barnaskólana, en væntanlega verður hún einnig eitthyað notuð handa þeim nemendum unglinga skóla, er skammt eru komnir áleiðis í stafsetningarnámi. Bókin er lík að gerð og fram- seiningu Kennsiubók í stafsetn- ingu eftir sömu höfunda. Er sú bók einkum ætluð framhaldsskól um, en hefur jafnframt verið notuð í barnaskólum. Nýja bókia er miklu styttri og léttari og meir sniðin við hæfi yngri nem- enda. Reglur hvers stafsetning- aratriðis eru vel sundur greindar, stuttar og hnitmiðaðar. Þeiin íylgja síðan æfingar, mismun- andi margar eftir þyngd og mikil vægi reglunnar. Alls eru í bók- inni 122 æfingar, auk prófverk- efna, er notuð hafa verið sem landspróf við barna- og fulln- aðarpróf síðan 1943, og einkunna stiga. Nokkrum endursögnum er dreift milli æfinganna. Þá eru í kverinu 100 ritgerðarefni.Minna þau á, að um margt má skrifa og frá mörgu að segja. Halldór Pétursson listmálari hefur teiknað mynd á kápu, og tvær aðrar skreytingar í lesmál. Prentun annaðist Víkingsprent hf. TOKYO, 21, sept. (Reuter), — Aðeins um 50 Kóreubúar af um 600 þúsundum, sem búsettir eru í Japan, óskuðu í dag eftir þvi, að flytjast aftur til heimkynna sinna i Norður-Kóreu, þar sein kommúnistar fara með völd, sem kunnugt er. Skrásetning um land allt. Skrásetning þeirra Kóreubúa, sem heimflutnings óska, hófst í dag á vegum japanska Rauða veðlánakerfið Teilcnistofu landbúnaðarins. En fram til þessa hefir byggingastarf semin í kaupstöðum og kauptún- um víðs vegar um landið verið að mestu án fræðilegrar leiðbein- ingar. Menn teikna hús sin sjálf- ir eða fá til þess handverks- menn, sem þrátt fyrir þekkingu á eigin fagi eru margir með öllu ófærir um það vandasama starf að teikna gott hús. Teikningar af járnbentri steypu eru ekki gerðar, hið sama gildir um hita- lagnir og raflagnir. Afleiðingin er svo sú, að þessi hús eru að gerð lítið eða ekki frábrugðin þeim húsum, sem byggð voru fyr- SUNNUDAGINN 13. sept. var við hátíðaguðsþjónustu í Kollafjarð- ameskirkju í Strandaprófasts- dæmi minnzt 50 ára afmælis kirkj unnar þar. Veður var hið bezca og fjölmenni mikið við athöfnina. Sóknarpresturinn, séra Andrés Olafsson, prófastur í Hólmavík, prédikaði, en altarisþjónustu fyr- krossins og fer hún fram í 3,655 skrifstofum víðsvegar um landið. Er þetta í samræmi við áætlun, sem norður-kóreanski og jap- anski Rauði krossinn komu sér saman um, en framkvæmd henn- ar er stjórnað af 26 manna hópi frá alþjóðlega Rauða krossinum. Hugsanlegt með fleiri. Vera kann að fleiri láti skrá- setja sig síðar, og er því enn of snemmt að segja til um fjölda þeirra, sem heim vilja fara. ir 30 árum, þ. e. úrelt áður en þau eru fullbúin. Auk þess er nýting þessara húsa mun lakari en þeirra sem byggð eru eftir hag- kvæmari teikningum. Hér er um beina sóun að ræða. Eitt hið fyrsta verkefni, sem Húsnæðismálastofnunin tók sér fyrir hendur, var að ráða bót á þessum málum. Teiknistofu var komið á fót, þar sem gerðir eru uppdrættir af smáhúsum, aðal- lega einbýlis- og tvibýlishúsum. Þessum uppdráttum fylgja svo teikningar af járnbentri stein- steypu, hitalögn og raflögn, sem gerðar eru af verkfræðingum. Auk þess gerir þessi vinnustofa sérteikningar af öllum skápum, stigum og ýmsu því sem nánari leiðsögn þarf um. Þá er éinnig byrjað að gera kostnaðaráætlun um efnisþörf bygginganna. ir prédikun annaðist séra'Jón Guðnason, fyrr prestur á Prest- bakka í Hrútafirði, báðir prest- arnir voru fyrir altari eftir pré- dikun. Organisti og söngstjóri var Magnús Jónsson frá Kollafjarð- arnesi, og hafði hann æft kór kirkjunnar sérstaklega vel fyrir þetta tækifæri. í lok guðsþjónustunnar kvaddi sér hljóðs Brandur Jónsson, skóia stjóri Málleysingjaskólans í Rvík og afhenti kirkjunni að gjöf fagr an skírnarfont frá börnum séra Jóns Brandssonar, fyrrum próf- asts að Kollafjarðarnesi, og var gjöfin minningargjöf um prófasts hjónin séra Jón Brandsson og frú Guðnýju Magnúsdóttur. Öll börn þeirra hjóna voru viðstödd athöfnina svo og frú Guðný. Skímarfonturinn, sem er hinn vandaðisti gripur, er gerður af Skeggja Samúelssyni, í Rvik, tengdasyni prófasthjónanna. Sóknarpresturinn og form. sóknarnefndar þökkuðu gjöfina og minntust prófasthjónanna. Þá rakti séra Jón Guðnason í skemmtilegu og stórfróðlegu er- indi sögu prestanna í hinu gamla Samningur við fagmenn Nýlokið er samningagerð milli Arkitektafélags íslands, Verk- fræðingafélágs íslands og Iðn- fræðingafélags íslands annars vegar og Húsnæðismálastofnunar ríkisins hins vegar um þátttöku í gerð „typu“-teikninga að sn*á- húsum. Boðið verður til sam- keppni um gerð húsanna. Þær teikningar sem viðurkenningu hljóta, verða gefnar út í prent- uðum stnáheftum. Sömuleiðis verður gefið út úrval þeirra teikn inga, sem teiknistofa Húsnæðis- málastofnunarinnar lætur gera. Hjá stofnuninni verða fáanleg- ar viðkomandi nauðsynlegar sér- teikningar. Teikningarnar verða seldar við mjög vægu verði“. Alls hefir teiknistofan nú látið í té á þriðja hundrað teikningar sem unnið er eftir við ýmsar byggingar í landinu. Auk þess gaf húsnæðismála- stjórn nokkrar upplýsingar um lánastarfsemi veðlánakerfisins en það er mjög fjárþurfi og fjöldi umsókna liggur fyrir um bæði ný íbúðalán svo og viðbótalán. Tröllatunguprestakalli allt frá siðaskiptum og gat hann þess að núverandi prestur væri hinn 20. í röðinni. Kirkjuathöfninni lauk með því að sunginn var þjóðsöng urinn. Eftir athöfnina í kirkjunni var öllum kirkjugestum boðið til sameiginlegrar kaffidrykkju í boði sóknarnefndar. Þar -rakti form. sóknarnefndar, Benedikt Grímsson, Kirkjubóli, sögu kirkj unnar og Jýsti aðdragandanum að því að byggð var kirkja á Kolia fjarðarnesi,-sungið var og ræður fluttar. Áður fyrr stóðu kirkjur bæði í Tröllatungu og á Felli, en nokkru fyrir aldamót var farið að ræða um sameiningu sókna- nna. Kirkjan á Kollafjarðarnesi var þó eigi byggð fyrr en sumarið 1909. Verkið var hafið í maímán- uði, en kirkjan vígð í sept. Kostn aðarvérð kirkjunnar var þá kr. 7 þúsund. Kirkjan í Kollafjarð- arnesi er steinkirkja, hið stæði- legasta hús og tekur í sæti um 170 manns. Fyrir þetta afmæli var kirkjan máluð að utan og innan og prýdd á ýmsan hátt, og sett var á hana ný turnspíra. Kirkjunni bárust heillaóskir á afmælinu meðal annars frá bisk- upi landsins. Húsmæðraskóli r Isaf jarðar settur í fertu^asta sinn ÍSAFIRÐI, 24. sept. — Hús- mæðraskóli ísafjaruar var settur í gær við hátíðlega athöfn í húsa- kynnum skólans að viðstöddum kennurum, nemendum og all-' mörgum gestum. Þetta er fertug- asta starfsár skólans. Skólastjór- inn Þorbjörg Bjarnadóttirgreindi frá fyrirhuguðu vetrarstarfi. Mun skólinn starfa í 8 mánuði. Þegar er lokið hálfsmánaðar nám skeiðum í vefnaði og saumum og voru þau fullsetin. I vetur verð- ur skólinn nær fullskipaður. Fast ir kennarar, auk skólastjóra, eru Hjördís Hjörleifsdóttir, Guðrún Vigfúsdóttir og Jakobína Pálma- dóttir. Auk þess starfa nokkrir stundakennarar við skólann. — Nokkuð var málað innanhúss í sumar og eru húsakynni hin vist- legustu í alla staði. Að lokinni ræðu skólastjórans var boðið til kaffidrykkju. — GK. Þrílemban Móra TÍÐINDAMAÐUR blaðsins sá mórauðu kindina, sem við birt- um hér mynd af með þremur lömbunum sínnim, á harðahlaup- um austur á Brekknaheiði á Rangárvöllum. Svo vel vildi til að aðdráttarlinsan var við hend- ina og var því hægt að taka mynd af Móru og lömbunum hennar. Ef við lílum á Móru frá sjónarmiði bóndans og fjárrækt- armannsins er hún einkar af- urðagóð kind, mun sennilega skila sem svarar 50 kg. af kjöti á þessu hausti. Móra er eign Sandgræðslubúsins í Gunnars- holti ög hefir í sumar gengið á landi því, sem sáð var í fræi og áburði úr flugvél í vor. Land þetta var áð<ur uppblásið, sand- orpið hraun. — Ljósm.: vig. LOFTUR h.t. LJÖSMYNDASTOFAN Ingólfsstrseti 6. Pantið tima I sm.a 1-47 -72. ALLT t RAFKERFIÐ Bilaraftækjaverzlun Halidórs Ólatssonar Ra„ðararstig 20 — Simi 14775. Fimmtíu nf 600 þús. viljn Iniu heim til Norður-Kóreu uftur Hálfrar-aldar afmœli Kollafjar&arneskirkju minnzt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.