Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 1
II |Híiíri0íijMMaí& Sunnud 13. des. 7959. Fréttaritari IVIbl. heimsækir afkomanda Struensee í íbúð Jons Sigurössonar FYRIR nokkrum mánuðum síðan heimsótti Páll Jónsson, fréttaritari Mbl. í Kaupmanna höfn, gamla konu, sem þá bjó í íbúð þeirri, er Jón Sigurðs- son átti heima í við Östervold- götu. Gamla konan, Johanne Gertner, er nú fyrir skömmu látin, en hér fer á eftir samtal það, sem Páll Jónsson átti við hana. — Þarna getið þér séð, að ég á mynd af Jóni Sigurðssyni, seg- ir frú Johanne Gertner, þegar hún hefur boðið mér sæti. Hún bendir á mynd í ramma á borð- inu. Frú Gertner býr á annarri hæð í östervoldgötu 12 í Kaupmanna höfn, en þar var heimili Jóns Sigurðssonar í meira en aldar- fjórðung. Minningartafla, sem sett var á húsið og afhjúpað 17. júní 1945, fræðir fólk um, að þarna átti Jón Sigurðsson heima frá haustinu 1852 og dó þar 1879. Östervoldgade er nú breið gata. Hinum megin hennar standa eng- in hús. Þar er fyrst neðanjarðar- járnbrautin til Norður-Sjálands og svo skemmtigarður (Östre Anlæg). En á dögum Jóns var þarna öðruvísi umhorfs. Þá var ekki búið að rífa gömlu borgar- veggina. Var aðeins örmjó gata milli þeirra og húsanna. Hinum megin borgarveggjanna var víg- girðingarsvæði. En á árunum 1871—74 voru þeir rifnir. Um svipað leyti var víggirðingasvæð ið gert að skemmtigarði. Fram yfir aldamótin 1900 stóð þó við östervoídgötu dálítill borgar- veggsstubbur, en hann var líka rifinn, þegar járnbrautin var lögð 1911—17. Húsið ,sem Jón Sigurðsson bjó í, stendur á horni milli Öster- voldgötu og Stokkhúsgötu. And- spænis húsinu á hinu horninu milli þessara gatna stóð fyrr á tímum gamalt fangelsi, sem nefndist Stokkhúsið, af því að þarna voru fangarnir settir í stokk. Þar er ekki nema h.u.b. hálfur annar áratugur síðan, að Stokkhúsið var rifið og nýjasta álman á stórhýsi Verkfræðinga- háskólans reist á lóðinni. 6 herbergja íbúð Jón Sigurðsson bjó í 6 her- bergja íbúð. Skemmtilegast er hornherbergið. Það er bjart og rúmgott- Þar er stór gluggi í horninu. Tveir minni gluggar snúa út að östervoldgötu. Aðrir tveir hafa snúið út að Stokkhús- götu, en nú er búið að hlaða upp í þá. í eldhúsinu er gömul eldavél, þó ekki frá dögum Jóns. Eru múrveggir frá gólfi til lofts kring um hana á þrjá vegu. Frú Gertner, sem nú býr þarna og hefur þar happdrættissölu, er rúmlega áttræð, en er þó ern og létt í lund. Faðir hennar, Carl Meyer, var leikari við Konunglega leikhús- ið. Móðir hennar var dóttir Jo- hans Vilhelms Gertners, sem var mikils metinn listmálari. Ýms verk hans eru nú á safninu í Frið riksborgarhöllinni. Hann málaði m.a. mynd af vinnustofu Thor- valdsens. Það var fyrsta málverk ið, sem Gertner sýndi á Charlott- enborg-sýningunni. — Afi minn þekkti Thorvald- sen vel, segir frú Gertner. Hann teiknaði andlitsmynd af Thor- valdsen, þegar hann var dáinn. míns voru tíðir gestir á heimili hans. Thorvaldsen, Grundtvig, Oehlenschlæger, H. C. Andersen, Monjrad biskup o. fl. komu oft Margir merkir samtíðarmenn afa þangað. Hornherbergið. Utan við gluggann sjást tré í „0stre Anlæg". Á merkilega hluti Móðir mín sagði mér margar sögur um þessa menn, t.d. um H. C. Andersen. Ævintýraskáld- ið fræga var eins og þér vafalaust vitið mjög hégómlegur. Einu sinni ,þegar mamma var krakki, spurði Andersen hana, hvaða ævintýri hann ætti að lesa fyrir hana. „Helzt eitthvað eftir Grimm“, svaraði hún. Andersen var þá ekki orðinn eins frægur og hann varð seinna. Hann gleymdi þessu aldrei. Honum var alltaf í nöp við mömmu, einnig eftir að hún var komin á fullorðinsaldur. Frú Gertner á margt merkilegt frá fyrri dögum, t.d. bækur eftir Oehlenschlæger, sem hann hefur tileinkað Gertner listmálara, sálmabók, sem Karólína Ama- lía, drottning Kristjáns 8. hefur átt, og fleirra. Frú Gertner átti líka tréskorið smálíkneski af gamalli konu, segir hún mér. Thorvaldsen skar það út á æskuárum sínum. Þetta smálíkneski er í rauninni blek- bytta, og taka má höfuðið af því og nota það sem signet. Á signet- ‘inu eru bókstafirnir W og M. Hinn frægi danski listmálari Wilhelm Marstrand hefur átt þessa blekbyttu. Hann umgekkst Thorvaldsen mikið, þegar þeir voru í Rómaborg. Frú Gertner fékk hana hjá sagnfræðingnum Troels Lund, en veit ekki, hvern- ig hann eignaðist hana. Nú er þetta æskuverk Thor- valdsens eign forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar. Frú Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.