Morgunblaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 20
ftíirjpjiMafoifti 200. tbl. — Laugardagur 3. september 1960 IÞROTTIR eru á bls 18 og 19. 7 prs. tap á árs- útflutningnum vegna verðfalls a fiskimjöli og lýsi VERÐFALL, sem orðið er á fiskimjöli og lýsi á heims- markaðinum, veldur alvar- legu áfalli fyrir íslenzka þjóð arbúskapinn. Samkvæmt upp lýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Jónasi Haralz, ráðu- neytisstjóra efnahagsmála- ráðuneytisins, nemur lækkun á verði seldra útflutningsaf- urða um 175 milljónum, eða 7% af útflutningsframleiðsl- unni allri, miðað við árssölu og það verðfall, sem orðið hefur frá þvi í fyrrahaust. — Fiskimjöl hefur lækkað tun 45%, en lýsi um rúm 20%. — Hefði numið 2475 millj. kr. Að óbreyttu verði og miðað við skráð gengi heföi útflutnings- framleiðsla íslendinga numið tæpum 2475 millj. kr. á þessu ári. Úr 66 pundum í 33 Verð á fiskimjöli hefur farið hríðlækkandi frá því í fyrra- haust. Jafnaðarverð á hverskon- ar fiskmjöli og síldarmjöli var fyrir þann tíma 60 ensk pimd fyrir tonnið. Nú selst tonnið á 33 ensk pund og er verðfallið því 45%. — Vegna framleiðslu Perú og Chiie Eins og áður hefur verið skýrt frá stafar verðfall þetta af auk- inni fiskmjölsframleiðslu í Perú og Chile. Eru horfur á að þessi framleiðsla Perú og Chile haldist og því ekki breytinga að vænta á verðinu í bráð vegna minnk- aðrar framleiðslu þessara landa. Neyzia fiskmjöls mun hins vegar aukast er frá líður og framleiðsla ! einnig dragast saman þar sem | hún er dýrari, en hvorttveggja mun taka nokkurn tíma. Úr 64 í 50 Verðfall á lýsi er rúmlega 20% frá því í fyrrasumar, en verð þess tók einnig að lækka í fyrrahaust og hefur fallið mikið í vor og sumar. Hefur lýsistonnið iækkað úr 64 pundum í 50 pund á þessu timabili. Talið valda kransæðastíflu Orsakir lækkunar á lýsinu eru ekki eins ljósar og orsakir lækk- unar á fiskmjölinu. Einnig hafa lýsistegundir lækkað misjafn- leka mikið og hefur hvallýsi t. d. lækkað lítið. Líklegasta skýring- in á lækkun lýsisins er talin sú, að smjörlíkisgerðir hafa minnk- að lýsiskaup verulega, vegna þess, að cholesterol í lýsinu er talið valda kransæðastíflu. SKAGASTRÖND, 30. ágúst. — Sl. mánudagsnótt fór bifreið út af veginum rétt ofan við þorpið hér. Hjón með barn voru í bifreiðinni, en sluppu ómeidd að mestu. Kranabíll frá Síldarverk- smiðjum ríkisins náði bifreið- inni upp eftir að hún hafði legið í vegarskurðinum í 36 klukkutíma. Hún mun hafa verið lítið skemmd. — Á með- fylgjandi mynd sést bifreiðin í skurðinum. — Þ.J. Reikningsskil á Akranesi AKRANESI, 2. sept. — Skrifstof- ur bæjarins og bæjarútgerðarinn ar hafa verið lokaðar frá í gær og verða það fram á mánudag vegna uppgjörs á reikningum bæj arins við bæjarstjóraskiptin. — Oddur Á 9. þús. skólum Yngsfu börnin börn í barna- Reykjavíkur að byrja 1 SKRÁM fræðslumálastjóraskrif stofu Reykjavíkurbæjar er nú að finna 4485 börn, sem hefja eiga skólagöngu í september. Yngstu börnin, sjö ára, sem hefja á þessu hausti skólanám, eiga að mæta í fyrstu kennslustund klukkan 2 á þriðjudaginn. Hinir krakkarnir, 8—9 ára, eiga að koma í fyrsta kennslutíma klukkan 2 og 3 á mánudaginn. Hafin bygging vöggustofu í GÆR var tekin fyrsta sikóflu- [ afmæii Thorvald.senisfélagsins ár- stungan að grunni vöggustofu, sem Barnauppeldiissjóður Tlhor- valdsensfélagsins ætlar að reisa við Suinnutorg í Reykjavík. Voru stjórnir beggja aðila viðstaddar, en formaður Thorvaldsensfélags- ins er Svanfríður Hjartardóttir og formaður Barnauppeldissjóðs- ins Bjarnþóra Benediktsdóttir. Á þarna að rísa vöggustofa fyrir 30—32 börn innan eins árs aldurs og er ætlunin að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Áætl- aður byggingarkostnaður er 4 millj. króna. Barnauppeldissjóðurinn var stofnaður árið 1906 og í 35 ár er vögguistafumálið búið að vera á döfinni en ýmislegt tafið það. Upphaflega var fengin lóð í Blesu gróf, síðan í Ártúni, en vegna byggingar toppstöðvarinnar þar fengu konurnar lóðina við Sunnu torg í staðinn. Konurnar hafa um áratugi aflað sjóðnum tekna með margvíslegu móti, gefið út jóla- merki, barnabók, kort, haft merkjasölu og bazara. Á 50 ára ið 1925 afhentu þær bænum 50 þús. kr. Samkvæmt manntali Reykja- víkur verða alls 8765 börn á barnafræðslualdri á þessum vetri, þ. e. a. s. börn á aldrinum 7—12 ára. Ekki mun þó þessi tala verða hin raunverulega tala skólabarna Síldarleit haíin smmanlands í GÆR hóf vélbáturinn Sveinn Guðmundsson frá Akranesi síld- arleit við Suðvesturland, en Fanney er í vélarhreinsun eftir sumarvertíðina, og fer ekki til síldarleitar við Suðurland fyrr en eftir viku. Sveinn Guðmundsson er búinn fullkomnustu leitartækjum, og hefur bæði snurpunót og reknet. Skipstjóri er Runólfur Hall- freðsson. Sautján bandsúrum arm- stolið í barnaskólum Reykjavikurbæj- ar, því alltaf er nokkur hópur barna í einkaskólum, og alltaf nokkur, sem ýmissa ástæðna vegna heltast úr lestinni. Endan- leg tala barna í skólum Reykja- víkurbæjar á þessum vötri, mun að áliti kunnugra verða kringum 8200 börn. Hinn 1. október taka eldri deildir barnaskólanna til starfa, deildir 10—12 ára barna. í>au verða í vetur kringum 4280 alls. Árgangarnir eru nú orðnir miklu jafnari en hér fyrir nokkr- um árum. Munar t. d. innan við 100 börnum á þeim hópi, sem brautskráðist úr barnaskólunum í vor er leið, og þeim hópi sjö ára barna, sem byrjar sitt barna- skólanám nú. íslending- ur klífur Mont Blanc FYRIR fjórum árum voru þeir á flugmálaráðstefnu í Genf í Svisslandi, Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóri, og Björn Jónsson, yfirmaður flugöryggisþjón- ustunnar. Varð þeim félög- um oft starsýnt á hinn tign- arlega tind Mont Blanc og ræddu þeir um að gaman væri að klifra upp á tind- inn. Flugmálastjóri hafði . á orði að hann mundi ekki láta sitja við orðin tóm, heldur ráðast til uppgöngu á fjallið við fyrsta tækifæri. Bjöm, sem var vantrúað- ur á hrattgengi flugmála- stjóra, strengdi þess heit að hafa klifið Mont blanc inn- an 12 mánaða frá þeim degi sem Kofoed-Hansen kæmist upp á tindinn. Nú bárust Birni þau tíð- indi í gærdag að fiugmála- stjóri hefði klifið Mont Blanc 1. sept. sl., en ekki er vitað að fslending- ur hafi áður klifið þetta 4810 metra háa fjall, sem jafnframt er hæsta fjall í Evrópu. Björn mun hafa í huga að hefja fjallgönguæfingar á Öskjuhlíðinni einhvera næstu daga. Héraðsmót í Borgarnesi í kvöld SJÁLFSTÆÐISMENN efna til héraðsmóts í Borgarnesi í kvöld kl. 9. Ræður flytja þar þeir Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, Ásgeir Pétursson, lög- fræðingur og Jón Árnason, al- þingismaður. Árni Jónsson, óperusöngvari syngur einsöng, Lárus Pálsson, leikari les upp, leikararnir Gunn ar Eyjólfsson og Ómar Ragnars- son flytja leikþáitt og syngja gamanvísur. Loks verður dansað og leikur hljómsveit úr Reykja- vík fyrir dansinum. Vilhjálmi brautin líkar vel 4 innbrot i og AÐFARANÓTT föstudagsins var brotist inn á nokkrum stöðum, í bænum og í nógrenni hans. Stærsta innbrotið var í úraverzl- un Magnúsar Ásmundarsonar, í Ingólfsstræti 3, þar var stolið úr- um að verðmæti kr. 20.900. Einn- ig var stojið 5000 kr. í sendibíla- stöðinni í Borgartúni. Þá var brotizt in í Litlu kaffistofuna, í Svinahrauni og einnig í verzlun í Selásnum og stolið þar ýmsum varningi. utan v/ð bæinn Inn í úraverziunina hefur þjóf- urinn komist bakdyramegin. Úr- in voru í sýningarkassa í búðar- borðinu. Þau voru alls 17 talsins, aljt armbandsúr, þar af 7 kvenúr, Ailt voru þetta svissnesk úr en af ýmsum gerðum, Roamer, Pil, Pirpont, Svalan, og Mira Kulm, og kosta frá kr. 850 upp í 2580 kr. stykkið. í Borgartúni 21 var brotist inn í afgreiðslu sendibílastöðvar- innar og voru peningarnir geymd ir þar í dömuveski. Einkaskeyti frá fréttaritara endum er skipt í þrjá riðla Morgunblaðsins. og er Svavar í 2. ásamt 14 RÓM, 2. sept: — Vilhjálmur öðrum. Meðal þeirra eru Einarsson var meðal þátttak- Waem frá Svíþjóð, Moens frá enda í1 langstökkinu í morg- Belgíu, Bernard frá Frakk- un aðajlega til þess að reyna landi, Parch, Ungverjalandi, brautina fyrii þrístökkskeppn Valentin, Þýzkalandi, Thom- ina. I íkaði bonum mjög vel as, Ástralíu og Hammersland, allar aðslæðui og stökk tvö Noregi. stökk, 6,64 m og 6,76 m. Hljóp hann að á fullri ferð, en stökk síðan rólega án þess að leggja PÉTUR EKKI VONLAUS að sér. Pétur Rögnvaldsson er í 4. Hilmar Þorbjörnsson er riðli í 110 m grindahlaupinu. magaveikur, en sá kvilli geng Fjórir komast áfram í milli- ur hér, og keppti því ekki í riðil og hefur Pétur nokkra undanrásum 200 m hlaupsins möguleika til þess. Með hon- í dag. um í riðli eru: Pazio Pakistan, Roundnitska, Frakklandi, F.li, * SVAVAR í 1500 m. Súdan, Calhoun, ÚSA. Hild- 1500 m hlaupið fer fram á reth, Englandi og Marsellos, morgun (laugardag). Kepp- Grikklandi. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.