Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 14
MORGV.NB L 4 Ð I Ð 14 Fimmtudagur 7. febrúar 1963 t s. Tannlækningastofa mín er flutt að Óðinsgötu 4, 2. hæð. SKÚLI HANSEN tannlæknir Knupmenn — Kuupfélög Hvít teygja 6 og 8 cord. heildverzlun Grettisgötu 6 Kr. Þorvaldsson & Co. Sími 24730 og 24478. Loftskeytamaður óskast á millilandaskip. Skipadeild SÍS Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem veittu okkur aðstoð og sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts HULDU JÚLÍUSDÓTTUR Holtsgötu 13. Sveinn Elíasson, Lára Helga Sveinsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Jósef Felzmann, Gunnar Júlínsson, Unnur Guðmundsdóttir, Lára Eðvarðsdóttir, Elías J. Pálsson. Þakka innilega auðsýnda vináttu og samúð, vegna fráfalls eiginmanns míns EINARS ÁSMUNDSSONAR hæstaréttarlögmanns. Fyrir hönd vandamanna. Sigurbjörg Einarsdóttir. Innilegt þakklæti til allra fjær og nær, sem sýndu okkur samúð við fráfall og útför GUÐMUNDAR AXELS BJÖRNSSONAR vélsmiðs, og heiðruðu minningu hans. Júlíana R. Magnúsdóttir, börn og tengdabörn, Jóhann Björnsson, Ásta Björnsdóttir. Faðir okkar GUÐLAUGUR BJARNASON frá Skagaströnd, andaðist þann 5. þ.m., að Elliheimilinu Ás, Hveragerði. Fyrir hönd barnanna. Snorri Guðlaugsson. Útför eiginkonu minnar og fósturmóður SOFFÍU JÓNSDÓTTUR Mánagötu 3, er andaðist 31. janúar fer fram frá Fossvogskiykju laug- ardaginn 9. febrúar kl. 10,30 f.h. Ketill Þórðarson og fósturböm. Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim fjöl- mörgu nær og fjær, sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð sína við fráfall og jarðarför konu minnar, SESSELJU STURLUDÓTTUR Bið ég þeim öllum blessunar guðs og farsældar á ófömum æviárum. Finnbogi Bernodusson, Bolungarvík. Eiginkona mín og móðir okkar KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Vatnsenda, Villingaholtshreppi, sem lézt í sjúkrahúsi Selfoss 2. þ.m., verður jarðsungin Sð Villingaholti laugard. 9. febr. og hefst athöfnin með húskveðju á heimili hennar kl. 13,30. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 11,30. Árni Magnússon og böra hinnar látnu. 75 ára: Guðmundur Guðbrands* son, bóndi á Svarthamri í DÁG, 7. febrúar, er Guðmund- ur Guðbrandsson, bóndi á Svart- hamri við Djúp, 75 ára. Hann er fæddur að Veiðileysu í Stranda- sýslu. Foreldrar hans voru hjón- in Guðbrandur Guðbrandsson, eldri, hreppstjóri í Ámeshreppi, og kona hans, Kristín Magnús- dóttir frá Reykjarfirði Magnús- sonar. Kvæntur er Guðmundur á- gætri konu, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur frá Byrgisvík, Jóns sonar. Hafa þau eignazt tíu börn og þrjátíu barnabörn. Fyrstu hjúskaparár sín voru þau hjón í húsmennsku í Byrgis- vík hjá Guðmundi, föður Ingi- bjargar, en svo alllengi á Kúvík- um. Þar var Guðmundur formað- ur og er til marks um það þessi vísa: Knár úr vörum Kúvíkur hvals um láð ótregur Guðbran*ds arfinn Guðmundur göltinn ára dregur. Árið 1925 hóf hann búskap í Drangavík og bjó þar til ársins 1947, er hann flutti að Svart- hamri við Álftafjörð og hefur búið þar síðan, eða til skamms tíma, er börn hans tóku þar bús- forráðum. Ég hef áður, eða 13. jan. 1957, skrifað allstóra grein um Guð- mund, þar sem sagt er greini- lega frá því, þegar hann drap bjarndýr í Drangavík 8. apríl 1932 og færði gild rök fyrir því, að hann væri síðasti bjarndýra- bani hér á landi bg stendur það óhaggað enn. Hann er kjark- maður og gætinn um leið. Aldrei bar honum sá vandi að höndum alla hans búskapartíð., að hann reyndist ekki maður til að leysa hann. Tveim dögum eftir að hann drap hvítabjörninn, ól kona hans honum dóttur. Bar það bráðar að en búizt var við. Þarna var enginn sími, enginn bíll og brim fyrir landi. Það hefði tekið tvo daga að sækja ljósmóður, en læknir er óþarft að minnast á. Nú, auðvitað varð Guðmundur þá að taka ljósmóð- KVEÐINN, hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, er á- kæruvaldið höfðaði gegn Agnari Bogasyni, ritstjóra og Theodór Ólafssyni, framkvæmdastjóra veitingahússins Glaumbær fyrir brot gegn 2. mgr. 16 .gr. áfengis laga, en í þeirri grein, er lagt bann við áfengisauglýsingum. Málavextir eru þeir, að í þvi tölublaði Mánudagsblaðsins, er út kom 30. apríl sl, birtist aug- lýsing frá Glaumbæ. Texti aug- lýsingarinnar var þessi: „Glaum bæx. Borðið Drekkið Skemmtið ýkkur í Glaumbæ. Allir salir opnir — Símar 22643 — 19330.“ í auglýsingunni var ennfremur mynd, sem tekin var í vínstúku veitingaihússins (káetunni) og sést þar þjónn vepa að hella í glas. Niðurstaða máls þess avarð sú fyrir sakadómi Reykjavíkur, að báðir ákærðu voru sýknaðir. Var í dómnum talið, að veitingahúsi hlyti að vera heimilt að auglýsa með almennum orðum það, sem það hefur upp á að bjóða, enda væri áfengi ekki auglýst sérstak lega. Orðið „drekka“ gæti að vísu ótt við áfengi það, sem húsið veitti en einnig tæki það til MÓTORDÆLUR með Briggs & Stratton Benzínmótor GUNNAR ASGEIRSSON HF. j Suðurlandsbraut 16. | Sími 35200. í.,__________________ fjölmargra tegundia óáfengra drykkja er húsið hefði á boð- stólnum. Dómarinn taldi því ekki unnt að túlka 2. mgr. 16. gr. áfengislaga svo rúmt, að hún tæki til auglýsinga af þessu tagi. Niðurstaða mális þessa varð önnur í Hæstarétti og segir svo í forsendum að dómi Hæstarétt ar: „í auglýsingu þeirri, sem birt ist í Mánudagsblaðinu hinn 30. apríl 1962 og mál þetta er af risið er mynd af vínbar veitinga hússins Glaumbæjar. Sjást þar birgðir vínfanga og veitinga- þjónn fylla vínglas. Til hliðar við myndina er orðið: Drekkið. Mynd þessi kynnir á einhæfan hátt framboð veitingahússins á áfengi, og í beinu samibandi við hana er í orði hvatt til drykkju þar. Þegar þetta er virt ,þykir auglýsingin verða að teljast á- fengisauglýsing í merkingu 16. gr. sbr. 41. gr. áfengislaga nr. 58.1954.“ Hæstiréttur taldi hinsvegar að f ramkvæmdastj óri veitingahúss ins bæri einn refsiábyrgð á efni auglýsingarinnar, þar sem hann hefði samþykkt gerð hennar og hlutast til um birtingu hennar. Agnar Bogason var því sýkn- aður í máli þessu, en Theodór Ólafsson var dæmdur til að greiða sekt kr. 300.00 og skyldi 2 daga varðhald koma í henn- ar stað, ef hún yrði ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms ins. Þá skyldi ákærður Theodór greiða til ríkissjóðs kr. 1000.00 upp í saksóknarlaun fyrir Hæsta rétti. Annar kostnaður af sök- inni í héraði og fyrir Hæstarétti skyldi greiddur að hólfu af Theó dór og að hálfu úr ríkissjóði. Meðalafli 9 tonn hjá Hellissandsb. Hellissandi, 17. janúar. VERTÍÐ hófst hér strax um ára- mót og hófu þrír bátar frá Rifi veiðar með línu og hafa aflað frá 6 til 12 tonn, meðalafli hefur verið um 9 tonn. Tveir bátar eru enn á síld, Skarðsvík og Arnkell. Hyggjast þeir stunda þetta eitthvað áfram, ef útlit verður fyrir veiði. Veðrátta hefur verið hér góð sem af er, en er nú tekin að versna. Landlega hefur verið tvo síðustu dagana. — Rögnvaldur. urstarfið að sér og allt fór vel, enda var hann orðinn slíku starfi vanur. Á stríðsárunum veltust tund- urduflin um fjöruna rétt við bæ- inn, en hjónin í Drangavík gengu til starfa sem áður, enginn sá þeim bregða. En sumarið á Ströndum er heil paradís, þá gleyma menn ógnum vetrarins og lifa glaðir, endurnærðir af fegurð og yndisleik norðurhjar- ans. Síðan Guðmundcw fluttist að Svarthamri, þar sem Jón Indía- fari eyddi æsku sinni á þeim tímum, er allir bændur í Álfta- firði áttu þrífingraða atgeira og vörðust útlendum ribböldum, svo að jafnvel Tyrkir létu þá af- skiptalausa, hefur verið hljótt um hann. En minningin um Strandir lifir og er þeim hjón- um ógleymanleg. Ég óska Guðmundi til ham- ingju með 75 ára afmælið og segi að lokum: Lifðu heill, gamli bjarnarbani, og guð blessi þig og þína. Gúðmundur Guðmundsson. - Utan úr heimi Framhald af bls. 12. Indlandi, Pakistan, Brasilíu og Arabíska sambandslýðveldinu. Skuldabréf Sameinuðu þjóð- anna. Bandaríkin keyptu hinn 21. desember sl. skuldabréf Sam einuðu þjóðanna fyrir 15.569.840 dollara. Áður höfðu þau fest kaup á skuldabréfum fyrir 44. 103.000 dollara. Af öðrum lönd- um, sem fest hafa kaup á skulda bréfunum, má nefna Kína (For- mósa) 500.000 dollara, Nigeríu eina milljón dollara, Luxemborg 100.000 dollara og Hondúras 10. 000 dollara. Samtals hafa þá ver ið seld skuldabréf fyrir 120.955. 680 dollara, en auk þess hafa verið boðuð kaup á skuldabréf- um fyrir 13 milljónir dollara. Farþegaflug eykst aftur með eðlilegum hætti. Á árinu 1862 var flogið meira á hinum reglu- legu flugleiðum heimsins en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þessi aukning var eðlileg og kam í kjölfar hins óeðlilega erf- iða árs 1961. Tala flugfarþega á árinu 1962 í 98 aðildarríkjum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) — og eru þá Sovétrík- in og Rauða-Kína undanskilin — var 123 milljónir, og nemur aukningin 11 af hundraði mið- að við árið áður. Tala kílómetr- anna sem flogið var með far- þega var 131.000 milljónir, og nemur aukningin þar 12 af hundr aði miðað við 1961. Sameinuðu þjóðirnar hafa sannað gildi sitt. í nýársboð- skap, sem U Thant fram- kvæmdastjóri flutti 26. desember, sagði hann m. a. að á árinu 1962 hefði átt sér stað gleðileg afslöppun í alþjóðamálum. Sameinuðu þjóðirnar hefðu í heild sannað gildi sitt fyrir heim inum, einkanlega á hinum örlaga ríku dögum í október. Um leið og hann vísaði til vaxandi við- urkenningar heimsins á því, að afvopnun væri eina leiðin til að komast hjá kjarnorkustyrjöld, sagði hann að fyrsta og mikil- vægasta skrefið í þá átt væri bann við öllum tilraunum með kjarnorkuvopn. Hann kvaðst einnig vona að hið nýja ár, sem yrði þriðja árið í „þróunarára- tug S.Þ.“, mundi stuðla að auk- imni saimábyrgð al-lra þjóða þjóða heims. Bátur til sölu 40 rúmlesta með nýrri vél og nýjum fiskveiðitækjum. SKIPA- OG VERÐBRÉFA SALAN jjSKIRA- LEIGA ^ IVESTURGÖTU 5 Síml «■» Önnumsrt um söla verttbr«fn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.