Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 27
Sunnudagur 19. ian. 1964 MORCUNBI *r>IÐ 27 £inar Sveinbjörnsson og Þorkel 1 Sigurbjörnsson við hljóðfærin Musica nova lield- ur tónlcíka. MUSICA NOVA efnir til fyrstu auka tónleika sinna á þessu starfsári sunnudaginn 19. þ.m. kl. 3.30 í Þjóðleikhúskjall- aranum. Einar Sveinbjörnsson fiðluleikari og Þorkell Sigur- björnsson tónskáld flytja á þess- um tónleikum rómönzu eftir dr. Hallgrím Helgason, sónötu í G dúr eftir Beethoven, sónötu eft- ir Jón S. Jónsson, síðan koma tvö ný verk Bagatellur eftir Þor kel Sigurbjörnsson og mosaik eft ir Leif Þórarinsson. Þeir félag- ar eru nýkomnir úr ferðalagi til höfuðborga allra norðurlanda þar sem þeir hafa, gert upptökur á ofangreindum íslenzkum verk- um fyrir útvarpsstöðvar þessara landa. Þessi ferð var mjög árang ursrík til kynningar íslenkrar tónlistar og hvarvetna rikjandi mikill áhugi fyrir nýrri ís- lenzkri tónlist meðal frændþjóða okkar. Styrktarfélagar Musdca nova fá helmings afslátt á að- göngumiðum að aukatónleikum félagsins. Rælf un London, 18. jan. (NTB) Samveldismálaráðherra Breta, Duncan Sandys, ræddi í dag við fulltrúa tyrkneska þjóðarbrots- ins á Kýpur, en í gær ræddi hann við fulltrúa grískumælandi manna. Sandys er í forsæti á. ráðstefnunnj um Kýpurmálið, sem. stendur yfir í London um þessar mundir, en þegar fundir eru ekki á ráðstefnunni ræðir hann við deiluaðila til skiptis til þess að reyna að samræma sjón- armiðin, sem eru mjög ólík. Malkaríos erkibiskup, forseti Kýpur, sagði í gær í viðtali við blað í ítaliu, ag næðist ekki árangur á ráðstefnunni í Lond- on, yrði að taka Kýpurmálið til Línunni milli Kreml og Hvíta húss- ins stoliÖ Helsingfors, 18. jan. (NTB). BLAÐIÐ Suomen Sosialdemo kraati í Helsingfors skýrði frá því í dag, að 9. þessa mánað- ar hefði verið stolið sex metr um af símalínunni, sem ligg- ur milli Kreml og Hvíta húss- ins. Línan liggur um Helsing- fors til Tallin í Eistlandi og skammt frá Helsingfors höfðu þjófar skorið sex metra úr henni. Gert var við línuna strax og upp komst um þjófn- aðinn. i Kýpur umræðu á breiðum grundvelli innan Sameinuðu Þjóðanna. Jose Rolz-Bennet, sérstakur sendimaður U Thants, fram- kvæmdastjóra SÞ, var væntan- legiur til K^pur í dag til við- ræðna við indverska hershöfð- ingjann P. S. Gyani, en hann er eftirlitsmaður SÞ á eyjunni. Rolz-Bennett heldur til Kýpur frá London, en þar hefur hann setið stutta fundi með sendinemd unurn á Kýpurráðstefnunni og rætt við Butler utaríkisráðherra Breta.' Hafnaríjarðar- ferðir MBL. SNERI sér í gær til skrif- stofu Landleiða h.f. og innti eftir því hversu ferðum yrði hagað milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar nú um helgina, en sem kunnugt er stendur yfir verk- fall bilstjóra og aka eigendur sjálfir. Engir sáttafundir hafa verið boðaðir og var Mbl. tjáð að ekki væri útlit fyrir að málið leystist á þessu stigi. í dag, sunnudag, verða ferðir frá Reykjavík kl 12, 13, 14, 15, 18, 19, 20 og 23. Á mánudags- morgun verða ferðir frá Reykja vík kl. 7, 8 og 9 en ferðir eftir ihádegi verða auglýstar í útvarpi. Frá Hafnarfirði verður farið báða dagana 30 mín eftir að far- ið er frá Reykjavík. Skrifstofa Landleiða bað að þess yrði getið, að einhverjar tafir gætu orðið í einstaka til- fellum vegna mikils álags, og væri fólk beðið velvirðingar á því. - Sjálfsagi Framh. af bls. 3 er svo krefjandi, ag það næstum gleypir mann um langt tímabil. Þetta gæti engin skilið nema sá, sem þekkir það af eigin reynd. í stað þess að eiga í útistöðum við konu mína, get ég rökrætt' við hana állt það, sem mér liggur á hjarta. Við Helga erum mjög gagnrýnin hvort á annars leik. Þegar við kom- um heim á kvöldin, t. d. eftir æfingu, minnumst við á það, sem okkur finnst orka tví- mælis, viðum í sameiningu-að okkur öllum kostum þess og göllum, vegum þá og metum, og reynum síðan að komast ag sameiginlegri niðurstöðu, sem oftast er samræming þeirra skoðana, sem fram komu hjá hvoru um sig í byrjun. Er þá oftast komið fram undir morgun, því að við hættum aldrei fyrr en okkur finnst við hafa krufið málið til mergjar. Þannig vökum við yfir þroska hvors annars. Taugaspenna holl leikurum. — Eini ókosturinn, sem ég get hugsað mér, við það að vera kvæntur leikkonu er ástand það, sem skapast dag- inn fyrir frumsýningu verks, sem bæði hjónin leika í. Þá er öllum rökræðum lokið, en taugaspennan ræður ríkjum. Á slíkum dögum væri kannski nóg að hafa einn taugasjúikl- ing á heimilinu. Sem betur fei; hefur hvorugt okkar Helgu týnt niður taugaspenn- unni. Það er hættulegt að missa hana. ■ — Hvers vegna er það hættulegt? Sigurvegarar innanhússmótsins i knattspyrnu. í fremri röff eru Keflvíkingar sem unnu mótið. í miðið Högni Gunnlaugsson fyrirliði með sigurlaunin. Að baki standa Framarar A-lið, sem léku til úrslita við Keflavík. Guðmundur Óskarsson fyrirliði liðsins heldur á bikarnum sem var 2. verðlaun í mótinu. Keflvíkingar unnu 2 lið KR og Fram og mótið Skemmtileg úrslitakeppni á innan- hússmóti Fram INNANHÚSSKNATTSPYRNU- MÓTI Fram lauk á föstudags- kvöldið og var útslitabaráttan þetta kvöld hörð og jöfn í mörg- um leikjum og keppnin hin skemmtilegasta og ólíkt betri en fyrra kvöldið. Fyrra kvöldið komust 8 lið í úrslitakeppnxna og urðu úrslit / knattspyrnu þessi: Fram A — Víkingur A 4—3 Fram C — Valur A 5—4 KR B — Keflavík B 8—3 Keflavík A — KR A 6—5 Stóðu þá uppi 4 lið ósigruð og hófst nú lokabaráttan. Fram A og Fram C-lið mættust fyrst og þurfti íramlengdan leik til þess að fá úrslit. A-liðið vann með 6 mörkum gegn 5. Næst mættust Keflavík A-lið og B-lið KR. Keflvíkingar höfðu leikinn í hendi sér og unnu með yfirburðum 8—3. Úrslitaleikurinn stóð þvi milli Keflvíkinga og Fram og var hörð, jöfn og tvísýn, en Keflvík- ingum tókst að trygja sigur sinn 6—5. Hlutu þeir bikar- að verð- launum og Fram annan minni. Afhenti Reynir Karlsson sigur- vegurunum verðlaumn. Hjálparsjóður æskufólks MAGNÚS Sigurðsson, skólastjóri Hlíðaskóla, hefur afhent biskups- embættinu til vörzlu kr. 100.000. 00 — eitt hundrað þúsund krón- ur. — Er það ágóði, sem orðinn er af sýningum kvikmyndarinn- ar: Úr dagbók lífsins. Með framlagi þessu hyggst Magnús Sigurðsson stofna sjóð, Hjálparsjóð æskufólks, er hafi það markmið að bæta böl barna og unglinga, sem í raunir rata og flýta fyrir byggingu heimila fyrir afvegaleidda æsku. (Fréttatilkynning frá Biskupsstofu). — Zanzibar Framhald af 1. síðu. Talsmaðurinn sagði, að stjorn Zanzibar hefði farið þess á leit við stjórn Tanganayika, að hún sendi nokkur hundruð lögreglu- manna til eyjarinnar til þess að aðstoða stjórnina við löggæzlu. Hefði stjórn Tanganyika fallizt á að senda 300 lögreglumenn og hefðu þeir fyrst komið í morgun. John Okello, sem er varnar- málaráðherra Zanzibar, skýrði frá því í dag, að allt erlent fólk, sem handtekið hefði verið bylt- ingin stóð sem hæst, væri nú frjálst ferða sinna. Okello sagði ennfremur, að löndin, sem þegar hefðu viður- kennt hina nýju stjórn Zanzibar væru Kenya, Uganda, Eþíopía, Chana, Kínverska Alþýðulýð- veldið, Júgóslavía, Austur-Þýzka land og Norður-Kórea. — Taugaspenna er jákvæð, þar sem hún fær leikarann til þess að taka á öllu því, sem hann á til. Það er algengt um leikara, en taugaspenna þeirra ágerist með aldrinum og reynslu. Mér finnst t. d. því vera svo farið um mig. Ungir leikarar finna stundum ekki til taugaspennu í fyrstu, en með vaxandi skilningi á ábyrgð sinni, fara þeir að verða fyrir barðinu á henni. — Hefur þú þurft að leika veikur? — Já, fyrir frumsýninguna á „Tíminn og við“ hafði ég 39 stiga hita, en eftir leikinn var ég hitalaus. Ég lék úr mér hitann. Einbeitingin rek- ur innfluenzuna burt. Maður má ekkert vera að því að sinna þessum bakteríum, svo að þær skammast sín og móðgast og fara. — Horfir þú björtum aug- um á framtíð leiklistar á fs- landi? — Já, mjög svo. Alvarleg og mikilhæf leikhúsverk hafa verið tekin til meðferðar að undanförnu við ágæta aðsókn. Er það góðs viti, því auðvitað er ekki hægt að reka leikhús með tapi til lengdar. Það er mikilu minna hættuspil að setja á svið gott leikrit, alvar- legs eðlis nú en fyrir fáeinum árum. Við vorum dálítið kvíð- in um aðsókn að Altona, en sá kvíði hefur reynzt ástæðu- laus, því að alltaf er uppselt löngu fyrir sýningu. Ég hef þá_ bjargföstu trú, að leiklist á íslandi sé á mjög heillavæn- legri braut. — Ö. Elsku litli drengurinn okkar og bróðir SMÁRI GUÐMUNDSSON andaðist að Landakqtsspítala hinn 16. þessa mánaðar. Ingibjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Halldórsson og bræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.