Morgunblaðið - 27.08.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1965, Blaðsíða 1
28 siðtnr Karjaiainen, ntanríkisráðherra Finnlands, kom flugleiðis til Keykjavikur siðdegis í gær. Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra, tók á móti Karjaiainen á flugvell inum ásamt Agnari Kl. Jónssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráóuneytinu. Myndin var tekin á Reykjavikurflugvelli við komu K arjalainens. Bandarlkin faka forystuna: Gemini V í geimnum setti tvö met 4 I Gemini V áfram úti í geimn- um, og bendir allt til þess að geimfarið verði á lofti í þá átta daga, sem ráðgerðir Syrtir í álinn fyrir Tsirimokos Framfajaflokkurinn mun greiða atkvæði gegn stjórninni Aþenu, 26. ágúst. — NTB. i SPYROS Markezenis, leiðtogi þingflokks Framfaraflokksins í Grikklandi, lýsti því yfir í kvöld átta þingmenn, myndi greiða at- 1 kvæði gegn trausti á stjórn Elias Tsirimokos er það kæmi til atkvæða í þingi. Getur þessi ákvörðun Framfaraflokksins orð ið afdrifarík fyrir stjórnina, og er nú talið að farið sé að syrta í álinn fyrir Tsirimokos. Tsirimokos hefur óskað eftr traustsyfirlýsingu þingsins fyrir vikulokin, og er stjórnin — hin þriðja i röðinni á sex vikum — nú til umræðu í þinginu. Var það við umræður þessar, að Markezenis gaf áðurnefnda yfir- lýsingu. Fyrr í vikunni lýsti leiðtogi íhaldssama þjóðradíkalasam- bandsins, sem heíur 99 þing- menn. því yfir, að sambandið myndi styðja Tsirimokos, en eft ir yfirlýsingu Markezenis í kvöld er líklegt talið að stjórnin muni er allt kemur til alls ekki hljóta nægan stuðning á þingi. Áður hafði Sameinaði lýðræðislegi vinstriflokkurinn lýst því yfir, að hann myndi greiða átkvæði gegn stjórninni, en flokkur sá hefuí 22 þingmenn. Miðflokka- sambandið, stærsti flokkur lands ins er mjög klofinn, en hann er flokkur Papandreou, fyrrum for sætisráðherra, og einnig fyrrum flokkur Tsirimokos, en hann sagði sig úr honuni fyrir skemmstu ásamt Stephanopoulos, fyrrum varaforsætisráðherra. Milclar óeirðir enn í Seoul Bábum geimförum liður vel — Búizt við ab l>eir Ijúki ferbinni bráft fyrir smávægilegar bilanir Houston, 26. ágúst — NTB — AP —■ KL. 13:06 að íslenzkum tíma í dag höfðu geimfararnir Gor- don Cooper og Charles Con- rad verið lengur úti í geimn- um en menn hafa nokkru sinni verið, en fyrra metið átti sovézki geimfarinn Val- ery Bykovski, 119 klst. og sex mínútur. Með þessu afreki hafa Bandaríkin unnið mik- inn sigur í kapphlaupinu um geiminn. Klukkan 18:01 að ís- lenzkum tíma setti Gemini V annað met, því þá höfðu bandarískir geimfarar sam- tals verið í 507 klst. og 16 mín. úti í geimnum, en það er samanlagður geimferðastunda fjöldi Sovétríkjanna. — Enn varð smávægileg bilun í Gem ini V í dag, en þá biluðu tvö smátæki, sem hafa gert geim- förunum kleift að snúa Gem- ini V til vinstri, á meðan þeir gera athuganir sínar. Tæki þessi eru hinsvegar ekki mikil væg, og skipta engu máli í lendingu geimfarsins. Verður USA reiöubúin að láta af loftárásum — ef Hanoi gefur ákveðna vísbendingu nm að dregið verði úr hemaði í S-Vietnam London og Saigon 26. ágúst. NTB-AP EF dregið yrði úr hernaðarað- gerðum 'kommúnista í S-Vietnam, myndu Bandaríkin þegar gera lát á loftárésum sínum á N-Vietnam og jafnvel í langan tíma, að því er segir í Hvítri bók brezku stjórnarinnár sem út var gefin í dag. í bók þessari er frá því skýrt í fyrsta sinn opinber- lega að Bandaríkin hafi 8. ágúst sl. skýrt brezku stjórninni sjónar- mið sín varðandi spurningu þá, hvort hætta skyldi loftárásum á N-Vietnam. Tilefni þessarar orðsendingar Bandaríkjanna var að Bretar ósk uðu eftir að Bandaríkin skýrðu stefnu sína í Vietnam. Gat brezka stjórnin gert þetta sökum þess að Bretland og Sovétríkin deila með sér formannssætinu í Genfar ráðstefnunni frá 1054, en þar fóru samningarnir um Indókína fram. í svari Bandarikjanna er minnt Framh. á bls. 27 höfðu verið. Er það andartak færðist nær, að Gemini V mundi hafa verið lengur á lofti en methafinn Byk- ovsky, var forstöðumaður Gem- ini-geimferðanna, Christopher Kraft, staddur í geimferðastöð- inni í Houston og jafnskjótt og met þeirra Coopers og Conrads var orðið að veruleika, ræddi hann við þá og óskaði þeim til hamingju. — Hvernig er að vera hinir nýju methafar, spurði Kraft. ‘ — Ha, hvað,muldraði Cooper. Áður höfðu stjórnendur geim- Framh. á bls. 27. Seoul, 26. ágúsit. — NTB. HERMENN vopnaðir táragas- sprengjum og skotvopnum gerðu í dag áhlaup á tvo háskóla í Seoul í S-Kóreu í dag og dreifðu þúsundum stúdenta, sem safnazt höfðu þar saman til að mótmæla samningi þeim, sem gerður hef- ur verið milli S-Kóreu og Japan í því augnamiði að koma á eðli- legum samskiptum milli land- anna. Um 200 hienmenn vönpuðu táragasisprengjium að um 2,000 sitiúdenibum, sem gen.gu í fy'lkinigu fyrir uitan Yonsei-háskólann. FUesitir unglinigainina hilu.pu þá leiðar siinmar, en um 500 veittu hermöimunum viðnám og girýthi 'þá um leið og þeir drógu sig 1 hflé in.n á háskólalóðiaia. Her- menniimir settu þá upp byssu- stinigi og 'héldiu á eftir stúdenibum um táil að koma þeim J5ré háskófl- tmium. Þá réðiust henmenin á sama háUt tiJ atlögu við um 2,000 stúdienAa við Kóreu-iháskóianin. Mairigjr stúdentarma meiddust þar í átök- um við henmennina, og vonu 120 sbúdJenitair handitekinir. Henlið hefur tekið við stönfuni lögreglunnar í Seoui, og var mótmælaaðg erðum sbúdentanm í dag einnig beint gegm þeirri ráðisböifum. Þeir fórust með „Þorbirni44 Guðmundur Falk Guðmunds- son, skipstjóri. Hjörtur Guðmundsson, háseti, sonur skipstjórans. Jón Ólafsson, vélstjóri. HÉR birtast myndir af fslend- ingunum þremur, sem fórust, þegar Þorbjörn RE 36 hrakti upp í kletta við Kinnaberg að- faranótt miðvikudags. Blaðinu tókst ekki að afla sér mynda af þeim John Hend erson háseta og Kaz Gron mat sveini, en þeir voru báðir bú- settir í Edinborg. John Hend- erson var fæddur í Suður- Afríku en Kaz Gron var pólsk ur að ætt. Þeir voru báðir fæddir árið 1943. Þeir komn hingað til lands í febrúar sl. og réðu sig þá á vélbátinn Breiðfirðing þar til fyrir skömmu að þeir fóru á Þor- björn RE. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.