Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 22
z' 22 MORGUNBLÁÐII3, LAUGARDAÓ'UR 15. JUNf 1$68 Minning: Magnús Sigurðs- son Bryðjuholti Ég fagna þér veröld! Fullur af heitri þrá ég fíðluna og bogann af veggnum þríf nú vil ég syngja minn söng út í hvolfin blá, sönginn um eilífan fögnuð þinn, glaða líf! Jón frá Ljárskógum. Þessar fögru ljóðlínur eru óður hins deyjandi skálds til þess lífs, sem það senn var að kveðja. Hver og einn getur á sinn hátt sungið sinn lofsöng um lífið. Og gátan um tilveruna verður alltaf jafn fersk og heillandi allt frá því að maðurinn fyrst tók að hugleiða þá hluti og svo mun verða á meðan líf er til á okkar jör’ð. í glímunni við hið óþekkta, liggur aðalævintýri þess lífs, sem við lifum. Ef til vill er þar að finna það fræ, sem verður vísir til þess sem við köllum hamingju. Sá sem gengur út um kvöld og horfir út í stjömubjarta vetrar- nóttina, undir dimmbláum himni með gullsindrandi stjörnum, hlýtur að spjrrja sjálfan sig til hvers allir þessir óteljandi hnett- ir hafi orðið til. Eða sá sem horf ir á nýfallna tárhreina mjöllina, dökkgrænt grasið þrungið af vatni eftir regn, á skýin lituð af geislum hækkandi eða lækkandi sólar, á fjöllin hjúpuð bláma hins tæra lofts éða jafnvel á sölnaða jörð í hauststormi og rigningu. Hvers mundi hann spyrja? Hvað fyndist þeim sem á slíkar dá- semdir horfði og skynjaði þaer, ef hann vissi jafnframt að hann liti þær nú augum í síðasta sinn, því á morgun ætti hann að deyja, ljós augna hans slokkna fyrir fullt og allt að aldrei liti hann framar þessa dásamlegu jörð? Ef til vill hugsar hann líkt og skáldið Jóhann Sigurjónsson þeg ar dagar hans senn voru taldir. Hann ól þá von í brjósti að ein- hverntima kæmust vísindin á það hátt stig, að unnt yrði á ný að blása lífi í hinn andvana líkama. t Fáðir okkar, Sturlaugur Jónsson, stórkaupm aður, lézt að Hvítabandinu hinn 13. júní 1968, eftir skamma legu. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Jón Sturlaugsson, Þórður Sturlaugsson. Hvað um hugrenningar bónd- ans, sem í starfi sínu hefur fund- fð þá hamingju sem enzt hefur honum ævina á enda. Og barizt hefur slíkri hetjubaráttu gegn ör- lögum sínum að einsdæmi má vera. Hann sér í anda jörð sína, sem hann hefur endurbyggt og húsað frá grunni, hann sér mýr- ar þær og móa, sem hann sjálfur hefur breytt í víðlendan töðu- völl, þar sem dökkgrænt grasið bylgjast fyrir blænum. Hann sér stóran fjárhóp renna til fjalla til dvalar í kjammiklum sumarhög- um. Hann sér ærnar sínar svip- hreinar og lagðprúðar með þrótt mikil, fönguleg lömb, komnar í réttina á haustdegi. Hann sér kýrnar sínar stroknar og þrifa- legar í haganum næra sig á grænu grasinu. Og hann sér hest- ana sína, sem að vísu sumir hverjir hafa verið honum baldn- ir og óstýrilátnir en hann hefur með leikni sinni og þrautseigju sigrast á og gert þá að vinum sínum svo ástfólgnum, að hann getur ekki til annars hugsað en þeir fylgi sér eftir í dauðanum. En þrátt fyrir tregann sem af því lefðir, að skilja við lifið og falla í valinn fyrir aldur fram, lifir þó í hugskoti hans von, sem nálgast vissu um það, að sú ráðstöfun sem hér er gerð, muni ekki vera út í bláinn, heldur hafi Guð talað og honum sé nú ætlað enn stærra hlutverk á öðru tilverusviði ó- þekktra heima. Magnús Eiríkur Sigurðsson, eins og hann hét fullu nafni var fæddur í Krísuvík þann 1. júlí 1903. Voru foreldrar hans hjónin Sigurður Magnússon frá Digra- nesi og Helga Eiríksdóttir fædd í Kjarnholtum í Biskupstungum en uppalinn hjá frændfólki sínu á Setbergi við Hafnarfjörð. Á ómálga aldri fluttist Magnús með foreldrum sínum að Stekk við Hafnarfjörð. þar sem þau settust að og bjuggu við þröngan kost og mikla fátækt, svo sem títt var um barnafjölskyldur á þeim tim- um. Var þá ekki um annað að gera en reyna að koma börnun- um í sveit svo þau gætu unnið fyrir sér þar. Var Magnús elztur 14 systkina sem upp komust og varð það því að sjálfsögðu fyrst fyrir, að koma honum í sveit. Var hann sendur 7 ára gamall að Brú í Biskupstungum til afa síns og ömmu sem þar dvöldust hjá Guðmundi syni sínum. Þar komst Magnús í fyrstu kynni sín við sveitalífið með því a'ð sitja yfir kvíaám sem sjálfsagt þótt á þeim tímum að börn gerðu þegar þau höfðu nokkra getu tiL Mun hann hafa átt góðar minningar frá þeim árum, fór fljótt að taka eftir ánum þekkja þær og til- einka sér útlit þeirra og einstak- lings eðli. Síðar var hann svo, þegar hann var 12 ára smali í Haukadal. Höfuðbólið forna, Haukdalur er víðlend jörð en erfið um allar smalamennskur. Þar var skóglendi mikið sundur- skorið af ám og fossandi lækj- um, náttúrufegur’ð mikiL sumar- yndi en einnig vetraríki. Hér var því aðstaða öll erfið fyrir ungan dreng en ætíð minntist hann þó þess tíma með hlýhug og ánægju sagðist jafnvel alltaf muna hvern ig sumar ærnar litu út. Næsti dvalarstaður hans var svo Hlíð í Hrunamannahreppi og þaðan var hann fermdur. Þaðan komst hann að Hörgsholti hér í sömu sveit til Guðmundar Guðmunds- sonar bónda þar sem hann mat mjög mikils alla tíð síðan fyrir margra hluta sakir. Hann var stórbóndi á þeirra tíma mæli- kvarða, hafði fjölda fólks í heim ili, var vinnusamur, bjartsýnn, góðgjarn og guðrækinn, fróðleiks maður mikill, sískrifandi ýmsan fróðleik sem enn er til varðveitt- ur. Magnús mynntist þess mæta manns jafnan með virðingu og þökk og taldi að sér hefðu verið ungum kynnin við hann hollt veganesi út í lífið. Eftir veru sína í Hörgsholti dvaldi Magnús á ýmsum stöðum sem títt var um unga menn í þá daga, sem hér verða ekki upp taldir. Me'ðal annars fór hann um tvítugsaldur norður í Mývatns- sveit þar sem hann eignaðist, sem víða annarsstaðar, marga og góða vini. Svo sem vænta mátti hugði Magnús á að gerast bóndi þá er tækifæri gafst. Hóf hann þá bú- skap með Guðmundi bróður sín- um á Kluftum hér í sveit. En að nokkrum árum liðnum hsetti hann svo búskapnum þar, lét bróður sínum eftir jörðina og gerðist lausamaður um tíma. Arfð 1933 urðu svo þáttaskil í ævi Magnúsar. Þá giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur frá Dalbæ. Hófu þau búskap í Hörgsholti. Þar hafði hann dvalið flest sín mótunar og þroskaár og mun því hafa verið Ijúft þar að setjast að. En þau höfðu ekki nema part af jörðinni sem og ekki gat orðið til frambúðar og varð búskapur þeirra þar ekki nema tvö ár. Árið 1935 fluttu þau hjónin svo að Sólheimum, byggðu upp bæ og fénáðarhús og bjuggu þar í tvíbýli næstu þrjú ár eða til vors árið 1938. Þá losnaði jörðin Bryðjuholt úr ábúð og keypti Magnús hana og fluttu þau hjón þangað um vorið með allt sitt. Bryðjuholt er ekki stór jörð en notadrjúg, tún allgott á þeim tíma, slæjur sæmilegar en reyt- ingssamar, snjólétt og hagsælt á vetrum. Byggingar allar gamlar og úr sér gengnar. Það biðu því, þeirra hjóna mikil og margvís- leg verkefni, byggja allt upp frá grunni, rækta jörðina og auka búið í samræmi við þáð. Þetta tókst allt með ágætum, Magnús framsýnn áhugamaður og Sigríð- t Hjartkær sonur okkar og bróðir Ólafur Barmahlíð 47 smdaðist 13 þessa mánaðar. Þorvaldur A. Guðmundsson, Aslaug Guðjónsdóttir og systkin. t Sonur okkar, unnusti, og þróð ir og mágur, Konráð Sigfússon, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 þann 18. júní. Jóhanna Konráðsdóttir, Sigfús Borgþórsson, unnusta, systkin og mágkonur. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns Halldórs Jónssonar frá Mjósundi. Fyrir mína hönd, barna hins látna og annarra vina og vandamanna. Þórunn Viihjálmsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar Axel Mogensen Rauðalæk 15. lézt 13. þ. m. Asdís Mogensen Karen Mogensen Guðrún Mogensen. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Ingimundar Ögmundssonar Hlíðarvegi 12, ísafirði, er andaðist 28. maí sL Jóhanna Jónsdóttir, börn og tengdaböm. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og jarðarför Sigmundar Þorgilssonar fyrrv. skólastjóra. Sérstaklega viljum við þakka Eyfellingum, tryggð þeirra og vináttu, sem aldrei hefur borfð skugga á. Björg Jónsdóttir og böra. ur búhyggjukona mikil. Þeim hjónum hefur orðið 6 barna auðið, fjögurra dætra og tveggja sona, sem öll eru gift og búsett nema yngsti sonurinn sem nú stundar nám í menntaskóla. Fyrir hjónaband hafði Magnús eignast son, sem ólst upp á Þórar insstöðum hér í sveit. Árið 1945 féll þungur skuggi yfir heimilið í Bryðjuholti. Magnús kenndi sér höfuðmeins, sem reyndist svo al- varlegt að læknar sáu enga von aðra en að hann færi til Svíþjóð ar til sérfræðings í höfuðskurði. Erfiðar voru þá ástæður heima, börnin öll ung og Sigríður gekk með yngsta bamið. Margir töldu þá óvíst, að þeir sæju Magnús aftur í lifenda tölu. Skurðaðgerð in heppnaðist með ágætum. Lifið sigráði. Hæfileikar og góðvild læknisins og andleg orka Magnús ar stefndu þar að sama marki. Urðu þeir vinir ævilangt, skrif- aði læknirinn Magnúsi og fylgd- ist með heilsu hans og hafði Magnús mynd af honum hið næsta sér. Eftir þessa stóru lækn isaðgerð og miklu veikindi var Magnús að vonum lengi að ná sér. Það virtist í bili jafnvel hafa lamað andlegt þrek hans. En þegar frá leið og hann tók að styrkjast óx honum ásmegin og virtist ná sér eins vel og við mátti búast. í 20 ár lifði hann eftir þetta víð allgóða heilsu. En fékk þá slíka meinsemd í andlit að öllum þótti nú sýnt, að hann mundi skammt eiga eftir ó- lifað. En Magnús hafði áður sigr- ast á erfiðum sjúkdómi og nú skyldi á sama hátt gengið til at- lögu með hjálp góðra lækna. Lífsþrá hans var enn sterk og andlegt þrek með fádæmum. Tvisvar gekk hann undir slíkar skvuðaðgerðir að ólíklegt var að hann stigi á fætur framar. Og enn vann hann stundarsigra sem fáum öðrum hefði verið hent. En þótt viljafesta og karlmennska fái miklu á orkað þá stendur það þó ekki í mannlegu valdi að yfir vinna dauðann Magnús kom heim af spítala snemma í sl. mán uði og virtist vera svo hress að undrun sætti. En skyndilega versnaði honum alvarlega. Loka- baráttan var hafin. Með dæma- fárri karlmennsku og æðruleysi tók hann þjáningum og óumflýj- anlegum örlögum sínum. Eftir viku var hann liðið lík. Hann andaðist að morgni þann 16. apríl síðast liðinn. Magnús í Bryðjuholti var mað- ur fremur lágur vexti, en þétt- vaxinn og þreklegur, beinvaxinn, snarlegur og kvikur í hreyfing- um. Svipurinn bar vott smávegis glettni eða kímni, en yfirbragðið lýsti festu og drengskap. Hand- takið hlýtt Og traust. Gestrisinn veit hann með af- brigðum og svo orðvar og umtals frómur um aðra menn að fátítt var. Hann reyndi ætíð að draga fram kosti annarra. Hann var í rauninni hamingjumaður, hafði lent á réttri hillu í lífinu sem kallað er. Og þótt hann yrði sem flestir æðrir fyrir ýmiskonar erf- iðleikum. þá hafði hann í stöðu sinni og starfi öðlast þá lífsfyll- ingu og innra öryggi að hann þurfti ekki að halda sjálfum sér fram á kostnað annarra. Hann var fljótur að kynnast, en gerði sér þar lítt mannamun og flestir þeirra urðu lika varanlegir kunn ingjar hans og vinir. Hann var gæddur þeim fágæta eiginleika að geta aðlagað sig hinum sund- urleitustu og ólíkustu mönnum, leitaði í sjálfum sér eftir því sem hann gat átt sameiginlegt með þeim. Útför hans fór fram frá Hrunakirkju þ. 24. apríl sl. að við stöddu slíku fjölmenni að vart eru dæmi til annars eins hér í sveit. Ber það ljósan vott um vin sældir þær sem hann naut í lif- Einda lífi. Fróður var hann um margt, frá fyrri tímum, einkum varðandi ferðalög eða búskaparhætti og í bezta lagi minnugur. Alla sína tíð mun hann hafa verið birgur af heyjum fyrir fénað sinn og átti oft verulegar fyrningar. Svo mikill skepnumaður var hann, að dauður hefði sá maður verið, sem ekki gat tekið þátt í og hrifist með þegar hann talaði um og sýndi skepnur sínar. Hann varð svo lánsamur a'ð verða auðið að minnast uppáhalds-hestanna sinna í grein sem hann skrifaði á síðasta ári. Sérstakt yndi hafði hann af ferðalögum og þá einkan lega fjallferðum. Var hann þá áreiðanlega ekki heill heilsu ef hann treysti sér ekki í þær ferð- ir. Hann gat sagt eins og Skugga- sveinn í leikritinu: „Við mér ung um hlóguð þið fjöllin mín í marg litri sumardýrð“. og hann taldi ekki eftir sér að hefja fjárleit seint á hausti og ef svo bar undir a'ð takast þar á fangbrögðum við Vetur konung í almætti sínu. Hann gat að vissu leyti á víðara sviði valfð sér að einkunnarorð- um og tekið undir með skáldinu sem kvað: Ég veit það er lánsæld að lifa og njóta að leika og hvíla sem hugurinn kýs. En mér finnst það stærra að stríða og brjóta í stórhríðum ævinnar mannrauna is. (St. G. St.) Sigurður Sigurmundsson, HvítárholtL ENSKA 1 LONDON Framhaldsnámskeið í ensku fyrir byrjendur og lenigra komna. Fullt fæði í skólanum. Húsnæði á einkaheimilum. — Skrifið eftir myndskreyttri skólaskrá. Hillcrest School of English, 40 Champion Hill, London, SE 5. Vordingborg húsmæðraskóli um 1J stundar ferð frá Kaup- mannahöfn, fullkomnar yður í nútímahússtörfum o .s. frv. Námskeið byrja 4. nóv. Náms skrá send. Sími 275, Valborg Olsen. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 5. júní með heimsóknum, gjöfum, sím- skeytum og góðum árnaðar- óskum. Jensina Snorradóttir Tannastöðum. Undirritaður þakkar ýmisleg- ar gjafir og skeyti víðs vegar að frá vinum og frændum á 80 ára afmælinu 9. júní. Sér- staklega þakkar hann fólkinu á Austurvegi 7, Isafirði. Beztu kveðjur, Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Bergmann Zakarías Jónsson Isafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.