Morgunblaðið - 17.07.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBILAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ H970 23 Björn Gíslason bóndi í Sveinatungu VINN'ULUIN hönd er borin að gráu húíuskyggni — í kembd- um auguaum er nokkur eftir- vænting — það er sumarkvöld eins og fegurst gerist í Borgar- firði syðra. Bóndinn í Sveinatungu stend- ur á hlaðinu. Eftir nokkur and- artölk er bíllinn kominn upp traðirnar og lítifLl 'hópur ungra sveina hleypur fagnandi til ald- urhnigna mannsins, sem tekur honum opnum önmum. Hýran í augum hans gerir þau opnari og lit þeirra bjartari. Andlitið allt eitt bros og gleði. — Afi, afi, við erum komnir — og síðan dynja spurningar drengjanna á þessum sviphlýja holdgranna manni — með gráýrt hár — fremur lág- vöxnum og snörum í hreyfing- um — síkjótum til ljúflmann- legra svara. (Nú er afi í Sveinatungu ekki lengur — hann dó 10. júlí »1. eftir slkamma legu á Landisspítal- anum. Björn Gíslason fæddist 24. des. 1893 og var sonur hjónanna sr. Gísla Einarssonar prests í Hvammi í Norðurárdal og síðar í Staflholti og konu hans Vig- dísar Pálsdóttur, bónda og al- þingismanns í Dæli í Víðidal. Björn var yngstur sjö systkina, sem lifðu öll til skamms tíma. Var meðalaldur þeirra hátt á áttunda tug ára, þegar hið fyrsta þeirra lézt, Sverrir bóndi í Hvammi, sem lengi var oddviti íslenzkrar bændastéttar, Vi'gdís systir þeirra, kennari og for- stöðu'kona barnaheknila um ára- tugaskeið dó fyrir tveimur ár- um. Á lífi eru Ragnheiður og Efemía í Reýkjavik, Kristín og Sigurlaug á Hvassafelli í Norð- urárdal. Uppeldisbróðir þeirra sysflkina Jón býr í Borgarnesi. Björn varð snemma bráðgjörr til huga og handar. Hann lauk prófi úr Flensborgarskóla 1913 og varð búfræðingur frá Hvann- eyri 1915. Ræktun jarðar átti hug hans altan. Næsta hálfa ára- tuginn vann hann að landbroti og þlægingum um B'orgarfjörð. ÍÞann 12. júní síðastliðinn voru fimmtíu ár síðan hann kvæntist Andrínu Guðrúnu Kristleifsdótt- ur bónda og fræðimanns á Stóra- Kroppi, en móðir hennar var Andrína Guðrún Einarsdóttir, sem lézt við fæðingu þessarar dóttur sinnar. Andrína Guðrún hefur reynzt bónda sínum hin ágætasta eiginkona og með fá- gætum hætti sameinað þá blíðu, festu, dugnað og þrautseigju, sem beztu konur prýða. Þau hjón hafa búið víða um Borgar- fjörð, fyrst að Kletti í Reykholts dal um tveggja ára skeið — þá að Húsafelli hjá Þorsteini og Ingi'björgu, systur Andrínu. Á Signýjarstöðum í Hálsasveit bjuggu þau árin 1928-30. Flytj- ast þá að Stóru-Gröf í Stafholts- flungum og búa þar hin erfiðu ár kreppunnar upp úr 1930 og allt fram til 1943, að Björn fest- ir 'kaup á hinu forna höfuðbóli og landnámsjörð, Sveinatungu í Norðurárdal. Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð verið opið gestum og gangandi og ein- kennzt af því örlæti hjartans, sem góðu fóllki er jafnsjálfsagt og eðlilegt og að draga andann. Á öllum þeim stöðum, sem þau hjón áttu bú, var Björn óþreyt- andi að vinna að jarðarbótum — og margfaldaði þar ræ*ktun og þá helzt í Stóru-Gröf. Sveina- tunga var ekki mikil heyfengs- nucivsincnR <^^22480 jörð, þegar þau Björn komu þar. Hún er með víðáttumestu jörð- um Borgarfjarðar og frábær fjár jörð. Fimmtugur að aldri eign- aðist Björn jörðina og færir þar svo út ræktun, að til einsdæma má teljast. Hann rekur þar stór- búskap, fjárbú mikið og allstórt kúabú — kaupir jörðina Gests- staði í Sanddal og leggur undir Sveinatungu. Þar efra hygg ég Birni hafi liðið bezt um dag- ana — að finna loks, að hann var að vinna sjálfum sér með landbrotinu og e'lju þeirra hjóna. Þeim varð sjö barna auðið — sex dætra og eins sonar — Vigdís handavinnuikennari er kunn, sem brautryðjandi hérlendis í viðgerð handrita, hún var gift Rögnvaldi Sveinbjörnssyni, kennara, sem látinn er fyrir nokkrum árum — langt um ald- ur fram — Andrína Guðrún er kennari í Neskaupstað, gift Magpúsi Guðmundssyni kennara — Ástríður Elín, söngkennari, er kona Jóns Jakobssonar húsa- smíðameistara — Nanna meina- tæknir er gift undirrituðum. Kristín kona Erlings bónda Sig- urðssonar, Sólheimaikoti í Mýr- dal, Gísli lögregluþjónn í Reykja ví'k kvæntur Elínu Magnúsdótt- ur og Kristfríður gift Gísla bónda Höskuldssyni á Hofstöð- um í Bálisasveit. Þarf engum get- um að þv'í að leiða, hvílíkur styrkur þeim hjónum hefur ver- ið að börnum sínum, þegar þau komust á legg. En oft hefur hús- freyja mátt leggja nótt við dag, meðan þau voru í bernsku og gekk hún þá út með bónda sín- um um daga til allra búverka auk heimilisstarfa. Dæturnar reyndust ekki síður en sonurinn þeim hjónum hin styrkasta stoð með uppvextinum og gengu þær í öl'l verk búsins svo sem kona Björns 'hefur gert fram á þenn- an dag. Þreki þeirra og dugnaði er viðbrugðið. Barnabörn þeirra Sveinatunguhjóna eru nú 28 talsins —. Svo sem títt er um dugnaðar- rnenn gerði Björn í líkum mæli kröfur til samstarfsmanna sinna og sjálf sin og var hinn liprasti verkstjóri, sem kunni með ötul- leika sínum að laða fram það, sem í verkafólki hans bjó. Björn ólst upp á menningar- heimili og fylgdi sá bragur hans húsum alla tíð. Sikyldufræðslu barna sinna önnuðust þau hjón að mestu og var heimilið sem skóli, þegar flest börnin voru á þeim aldri. Björn var söngmaður ágætur og starfaði af lifi og sál í karlakórnum Bræðrum, sem um árabil var til yndis og menn- ingarauka í sveitum Borgar- fjarðar. Að loknu erfiði dagsins strauk hann svita af enni sér, gekk langar leiðir eða settist á bak á reiðskjótanum og sótti gleði og aukinn þrótt til átaka við síharðnandi lífsbaráttu í sönginn og tónlistina, sem eng- um listum fremur eflir til dáða og dugs og stuðlar að samstillt- um átökum. Björn var mjög bóik- hneigður og frábær fræðari. Hann greip löngum í hljóðfærið heima og söng með heimilisfólk- inu eða las því fróðleik og sögur. Hann hafði og mikið yndi af hestum — og ferðalögum. Á hinztu stundum hans vorum við enn að áætla ferðalag í sumar um byggðir Vestfjarða, við þá æfllan og minningu liðinna dýrðarstunda í faðmi íslenzkrar náttúru, var sem þessi aldni hal- ur færðist allur í aukana. Hann spratt upp í sæng sinni og í bliki augnanná mátti sjá bláan him- inn og tæra fjallalind — og í næstu andrá var hugurinn allur við búskapinn. Nú er horfinn starfsami og ötuli búhöldurinn, sem færði Borgarfirði fleiri sáðsléttur en almennt tíðkaðist um hans líf- daga. Nú spyrja ekki frarnar opnir barnshugir afann sinn um skepnuhöid, Nú er brostin for- sendan fyrir tilhlökkuninni og öllum langþráðu unaðsstundun- um í sveitinni fögru hjá afa um sumardaga og á stórháitíðum með minningum, sem entust vetrar- langt í rökkursögur. Við gleymum ekki afanum góða í Sveinatungu. Hjálmar Ólafsson. Sigríður Einarsdótti - Minning Fædd 12. desember 1899. Dáin 10. júlí 1970 I dag fer fram útför Sigríðar Einarsdóttur, húsfreyju um margra ára skeið að Hringbraut 37 hér í borg. Hún var fædd í Reykjavík 12. desember 1899, og voru foreldrar hennar Einar Jónsson múrari og kona hans, Þóra Magnúsdóttir. Að dómi þeirra, er til þekkja, voru þau mestu sæmdar- og dugnaðar- hjón. Sigríður var elzt sjö syst- kina sinna, og eru fimm þeirra enn á lífi. Hún ólst upp í for- eldrahúsum, þar til hún giftist ung að árum eftirlifandi manni síniuim, Kriistjáni Ebenezerssiyni beyki hinn 26, maí 1917. Þau áttu fyrst heimili í Skerjafirð; og síðan að Hringbraut 37, eins og fynr segir. Þeim hjónum varð fimrn barna auðið, sem öll eru á lífi, og eru þau þessi, talin í aldursröð: Guðmundur, kvæntur Rakel Malmquist, Valur, kvæntur Guð- ríði Júlíusdóttur, Einar, kvænt- ur Guðbjörgu Kristjónsdóttur, Ásta, gift Eiiniari Stefánssyni og Valgerður, gift Brynjólfi Krist- inssyni. Bamaböm þeirra hjóna eru sautján og barnabamaböm fjögur. Það, sem nú er sagt, eru í stór um dráttum staðreyndir úr lífi frú Sigríðar. Margs er þó að mininast og mikið að þakka, þeg ar slík myndar- og höfðings- kona hverfur af sjónarsviðinu." Á heimili hennar og Kristjáns Ebenezerssonai var gestinum skipað til öndvegis. Þangað var gott að koma. Húsbændur eins og hugur manns og hjartað á réttum stað. Vini mínum Kristjáni Ebenez- erssyni og fjölskyldu hans flyt Haukur Jónsson - Minning Haukur Jónsson húsasmíða- meistari andaðist 9. þ.m. og verð- ur útför hans gerð í dtaig frá Hafnarfjarð'arkirkju. Haukur var fæddur 31. okt. 1899 að Sigguseli á Mýrum, son- ur hjónanna Guðrúnar Guð- mundsdóttur og Jóns Jónssonar, er þar bjuggu. Eignuðuist þau sj'ö börn og komust fjöigur til flulll orðins ára. Mann sinn missti Gulðrún árið 1905. Hún hélt þú áfr.am búskap um nokkur ár, en ffluttist til Hafnarfjarðar árið 1912. Frá þeim tíma átti Bau'kur heima í Hafniarfirði. Á unglings- árunum vann bann ýmiis störf en gerðist síðan nemi í búisasmiíði hjá Ásgeiri Steflánsis.yni og lauJk námi á afmæ'liisdegi símuim, þeg- ar hann varð 21. árs. Bftir það stunda'ði HaUkur húsasmíðar. Hann bæði teiiknaði hús og stóð fyrir byggingu húsa í Hafnar- firði og víðar. Árið 1939 réðst Haukur til starfa hjiá Skipasmiíðastöð Hafn- arfjarðar, sem þá bafði tekið .að sér a@ byggja tvo báta fyrir Bátafélag Hafnarfjarðar h.f. Vann bann síðan að mestu hjá því fyrirtæki þar til Skipasmíða stöðin Dröfn h.f. tók til starfa árið 1942, en þar vann hann óslit ið til dauðadags. Þegar ég kom til Hafnarfjarð- ar llágu leiðir okkar Hauks sam- an. Tókust með okkur góð kynni og höfum við áitt samleið um 30 ára skeið. Haiukur hafði mikinn áhuiga á því, að byggð væri dráttarbriaut í Hafnarfirði, það myndi auka mjög margvíls- leg þjónnstustörf við skipaflot- ann. Urðu í fyrstu lausiegar um- ræður um þetta máil, en þar kom, að við tólkurn okkur nokkrir sam an og stofnuðum Skipasmíðaisitöð ina Dröfln hf. Það var enlgin tilviljun að undirbúningsfundir voru haldnir á heimili Hauks, bann bafði brennandi áhuga á að koma málinu áfram. Og þeg- iar Dröfn h.f. var stofnuð 25. okt. 1941 var Haukur kosinn stjórn- arflormaðUr og gegndi hann þeim störfum nær óslitið síðan Nýstofnað fyrirtæki á jiafman við ýmsa byrjunarerfiðleika að etjia. Má t.d. nefna að engin leið var að flá nýtt símanúmer. Þetta leysti Haukur með þvi, að Dröfn fengi millisamband frá heimilia- sírna hans. Var það þó ljóst að miklu ónæði blau't það að vaida á heimili bans en það létu þau hjónin ekki á sig flá. Þamnig reyndist Haukur, að hann hikaði akki við að taka á sig óþægindi til að leysa úr málurn. En tímarnir breytast. Þegiar skipin fóru að stækka varð drátt arbraut Drafnar ófulilnægjandi og svaraði ekki kröflum tímans. Bau'kur vildi að ný dráttarbraut yrði byggð í B'afnarfirði. Taldi hann eðlilegt, að Dröfn, sem bafði rekið braut um áratuga- skeið styddi það, að af því gæti orðið. Fannst honum stundum þokas t hægar í því máili en efni stæðu tiL Og síðasta kvöldið, sem hann lifði sat hann fund, þar sem rætt var um framganig dráittarbrautarmálisins. Hjáilpsemi og greiðvirkni var Hauki í blóð borin og var gott til hans að leita. Hann var ráð- hollur, tillögugóður og víðsýnn, enda var hann þeim kostum bú- inni, að hlusta á mál manmas ekki síður ungra en aldinna, og gera- sér sem ljósasta grein fyrir hverjum hllut. Hann var traust- ur, vinfastur, léttur í lund og haifði jafnan gamanyrði á vör. Haulkur var eiimn af stofnend- um Trésmíðafólags Hafnarfjarð- ar og á'bti sæti í stjóm þesis í 13 ár. Hann var heiðursfléilagi lðniaðarmanmafélagsims í Hafnar- firði. Um skeið var hann mats- maður fyr-ir Brunabótafé'lag ís- lands, og Sparisjóð Hafnarfjarð ar. Þá átti han-n sæti í bygginga- nefnd Hafn-airfjiarðarka-upstaðiar í 20 ár. H'aukuir kvæntis't Óla-fíu Ka-rls dóttur 23. des. 1934. Eignuðust þa-u eina dóttur, Sigrúnu, sem dvelst í heimahúsum. Got-t var að eiga þau hjónim að nágrönn- um. Aldrei styggðaryrði af þeirra hálflu og bæði barngóð. Heimili þeirra var álvallt hlýlegt og snyrtilegt uta-n húss sem inn- an. Góð-ur dremgur er genginn þar sem Hauikur var og við kveðjum hann með þökk í huga-. Eigin- konu hans og dóttur flytjuim við innilegar samúðartoveðjur. PáU V. Daaúolséon. ég hlýjar samúðarkveðjur, en óska ho-mum um leið til ham- imgju með að hafa fengið að búa heilan mannisaldur — ogvel það — með slíkri afbragðskonu. Hennar er gott að mimnast. Friðfinnur Ólafsson. „Líf og himim sælu sanna sé ég búna í faði þér.“ f dag er til moldar borin Sig- ríður Einarsdóttir frá Blómstur völlum. Rúmlega helmimg bú- skapar síns bjó hún að Hring- braut 37 og hófust kynni okkar er ég fluttist þangað árið 1953, öllum ókuninug. Fljótlega hófst með okkur náim vinátta er emt- ist allt til skilnaðarstundar. Þann 6. júní þetta ár brugðu þau hjónin búi og settust að á Hrafnistu. Ekki varð dvölin þar löng því Sigríður var þá þegar altekin af þeim sjúkdómi er ekki varð við ráðið, en öllum sínum sálarkröftum fékk hún að halda til hinztu stundar og sofnaði burt héðan þann 10. þ.m. Sig- ríður var stórbrotin kona, vinur vin-a sinma en hafði sem minnst afskipti af þeim er hún átti ekki samleið með. Hún var glað lynd og heimili þeiirra hjóna ann álað fyrr gestrisni og myndar- skap. Margur á þaðan góðar minnimgar. f siðastliðinum desembermán- uði gekkst Sigríður undir mjög mikla skurðaðgerð og reyndi þá mikið á þrek hennar og still- ingu, en hvorugt brást. Eftir það fékk hún aldrei fulla heilsu og sárt var að sjá hvennág smám saman dró að leið arlokum. Margt verður hér ósagt og kemur eimkum tvennt til, atm ars vegar að ég er lítt fær um að koma hugsunum mínum á pappír og hins vegar að af svo ótal mörgu er að taka. Ég þáði af Sigríði margar gjafir, gjafir, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Með þessum fátæklegu lfnum vil ég leitast við að þakka þessar gjafir, þakka alla vel- vild, allar ánægjulegar sam- verustundir og allt það traust sem hún sýndi mér, óverðskuld- að. Manni hennar, börnum og öðr um skyldmennum votta ég mína dýpstu samúð. „Ég stend til brautar búinn, mín bæn -til þín og trúi-n er einkaa'thvarf mitt, ó, Guð mín stoð og styrkur, ég stari bei-nt í myrkur ef mér ei lýsir ljósið þitt.“ B.L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.