Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 1
8. növember 1970 wmMttfoigslMafo De Valera hafnaði boði um sameiningu Irlands WINSTON Churehill bauðst til þess að virma að sameán- ingu Irlands í júní 1940, ef Irar létu af hlutleysisstefnu sinnd og tækj u þátt í barátit- unnd gegn Þjóðverjum, en Eamon de Valera, þáverandi forsætisráðherra Irlands og núverandi forseti, hafnaði boð inu og virti að vettugi óbeina hótun Breta um innrás, ef ekki yrði gengið að boðinu. Þýzk skjöl sýna, að Hitler leitaði ákaft eftir liðsinni Ira um sama leyti, og var óspart gefið í skyn, að ef Þjóðverjar sigruðu í stríðinu yrði endir bundinn á skiptingu írlands. Frá þessu segir í fyrsta skipti í nýútkominni ævisögu de Valera eftir jariinn af Longford, fyrrverandi ráð- herra i stjórn brezka Verka- mannaflokksins, og Thomas O'Neill, írskan sagnfræðing, en þeir hafa haft aðgang að skjölum de Vaiera. Þc'ar Ohúrchiil gerði de Valera tilboð sitit, hafði hann verið forsætisráðherra í að- eins sjö vikur. Þjóðverjar höfðu unnið hvern stórsigur- inn á fætur öðrum í Evrópu. Bretar börðust einir og þurftu nauðsynléga að fá afnot af höfnum á Vestur-lrlandi til þess að auðvelda baráttu brezkra herskipa gegn kafbát um Þjóðverja. 26. júní 1940 sendi Churc- hill Malcokn Macdonald heil- brigðismálaráð'herra, til Dubl- in með tilboðið og lagði hann það fyrir de Valera. Að sögn bókarhöfunda voru í tilboðinu meðal annars eftirfarandi til- iögur: • Brezka stjómin lýsi því tafarlaust yfir, að hún sé í grundvallaratriðum sam- þykk sameiningu Irlands. 0 Sameiginleg nefnd, meðal annars skipuð fulltrúum írska lýðveldisins og norð- ur-írsku stjómarinnar, verði tafarlaust skipuð til að leysa stjómlagaleg og önnur vandamál samfara sameiningu írlands. • Sameiginlegt varnarráð skipað fulltrúum irska iýð- veldisins og Norður-ír- lands, verði þegar í stað sett á laggimar. • Irar hefji þegar í stað.þátt- töku í striðinu við hlið Breta og bandamanna þeirra, og til þess að tneysta varnir frlands, verði brezka flotanum og fiughernum boðið að hafa samvinnu við íra. • frska stjómin kyrrsetji alla Þjóðverja og ftali í landinu og geri allar aðr- ar ráðstafanir, er nauðsyn- iegar reynist til þess að bæLa niður starfsemi fimmtu herdeildar. 0 Brezka stjómin útvegi írska lýðveldinu hergögn þegar í stað. Ævisöguhöfundamir segja, að „þessar tillögur hafi að sumu leyti verið freistandi, en frá því de Valera kynntd sér þær fyrst, sýndi hann ekki áhuga á þeim“. Höfundamir segja ennfremur: „Hann leit svo á, að tilboðið væri aðal- lega blekking, að öðru leyti en því, að hann tók ekki í mál að pranga með skiptingu ír- lands . . .“ De Valera leit svo á, að írar gætu ekki verið vissir um að fá jaifnmikið í staðinn fyrir það, sem þeir iétu Bretum í té. „íriand mundi dragast inn í stríðið, og endalok skipting- arinnar yrði aðeins háift lof- orð, sem stjómin í Be’fast De Valera Churchill hefði fulla heimild til þess að beita neitunarvaldi gegn.“ De Vaiera taldi, að Redmond og aðrir irskir stjómmála- menn hefðu látið glepjast af sams konar loforði árið 1940, en „de Valera ætlaði ekki að láta það henda sig árið 1940. Hann tók það strax skýrt fram“. Sendimaður Churchills, Macdonald, sagði nýlega í blaðaviðtaili, að hann hefði aldrei talið neinar líkur til þess, að íbúar Norður-írlands mundu fallast á sameindngu við írland. Macdonald segir, að engar viðræður hafi farið fram við norður-írsku stjóm- ina áður en tilboðið var lagt fyrir de Valera. Að sögn Mac donalds var hér ekki um að ræða tilboð um sameiningu Irlands, heldur „miklu nánara samstarf en verið hefði milli Ira og Breta í því augnamiði að vinna að sameiningu ír- iands. Það eina, sem við gát- um lofað, var að beita áhrif- um okkar gagnvart ráðamönn unum í Belfast." Macdonald segir, að mikil leynd hafi hvílt yfir heimsókn inni til Dublin, sem stóð í tvo eða þrjá daga, aðeins fjórir menn hafi vitað um heim- sóknina, tveir brezkir og tveir írskir ráðamenn. „Ég held ekki, að nokkur mögu- leiki hafi verið á samkomu- lagi. Við gátum ekki skuld- bundið okkur, en það var það sem de Valera vildi, svo að endanlega slitnaði upp úr við- ræðunum." Brezka stjórnin gafst þó ekki upp við svo búið. Chur- chill sendi Neville Chamber- lain, fyrirrennara sinn í for- sætisráðherraembætti, er de Valera mat mikils, til þess að tala um fyrir honum. Chamb- erlain, sem enin átti sæti i brezku stjórninni, skrifaði de Valera: „Ég get auðvitað ekki ábyrgzt, að Norður-írland veiti samþykki sitt, en ef Irska lýðveldið telur tilboðið viðunandi, munum við gera aillt, sem í okkar valdi stend- ur, til þess að sannfæra norð- ur-írsku stjómina um, að það þjóni öryggishagsmunum allr ar eyjunnar." Chamberlain gekk enn lerngra og lagði til, að yfir- lýsing Breta yrði „hátíðleg yf- irlýsing um, að sameining yrði fljótt að veruleika, sem ekki yrði haggað." De Valera hafði svarað til- boði Breta með gagntillögum, þar sem hvatt var til þess að írland yrði sameinað í hlut- laust ríki. Viðræðumar fóru þvi algerlega út um þúfur, og Churchill varð æfareiður. Honum féll verst, að brezk herskip fengju ekki afnot af írskum höfnum og hvatti til þess, að brezka stjómdn at- hugaði möguleika á þvi, að beita Ira hörðu til þess að neyða þá til að láta af hlut- leysisstefnu sinni. Longford og O'Neill segja: „Samkvæmt heimdldum væri ekki alveg rétt, en nærri sannleikanum, að halda því fram, að Win- ston Ohurchill hafi hvatt til innrásar í Irland." Sjálfur hafði de Valera þungar áhyggjur af stuðndngi bandarískra blaða við þá hug- mynd, að írskar hafndr yrðu teknar með valdi til þess að nota mætti þær fyrir bæki- stöðvar, en hann leit svo á, að þessi hugmynd nyti vax- andi fylgis. De Valera hvarf aldrei úr huga al'la styrjöldina mögu- leikinn á brezkri árás, en sennilega hefur hann aldrei verið eins uggandi og um þetta leyti." Þótt viðræðurnar færu út um þúfur, lagði Churchill hug mynd sína ekki alveg á hill- una. Um fimm mánuðum síðar, 8. desemiber 1940, tal- aði hann i bréfi til Roosevelfs forseta um „stöðuga miUi- göngu Bandaríkjanna . . . til að tryggja Bretum nauðsyn- lega aðstöðu á suður- og vest- urströnd írlands handa her- skipum sínum, en sérstaklega flugvélum . . .“ Churchill sagði ennfremur: „Við getum ekki neytt íbúa Norður-lr- lands til þess að segja sig gegn vUja sínum úr lögum við Bretland og sameinast Suður-írlandi. En ég efast ekki um, að stjórn írska lýð- veldisins sýndi samstöðu sína með lýðræðisríkjum hins enskumælandi heims, væri hægt að koma á fót Land- vamaráði alls Írlands, er sennilega yrði i einhverri mynd grundvöllur sameining- ar eftir stríðið." Þetta virðist hafa verið lokatilraunin, Rússar og Bandarikjamenn drógust inn í stríðið, og hlutleysi írlands og hugsanleg sameining hurfu af spjöldum stríðssög- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.