Morgunblaðið - 14.04.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MBDVIKUDAGUR 14. APRÍL 1971 15 Guðbergur Bergsson, rithöfundur; Kringum Borges 1 dag er Borges vaentanlegur til landsins og hefur Guðbergur Bergsson af því tilefni ritað eft- irfarandi grein fyrir Morgun- blaðið. Ætli einhver maður sér það undar- lega verk að skrifa um Borges og skáld skap hans, þarf sá sami þegar í upphafi að gera sér ljósa grein fyrir því, að ætlunarverk hans er óvinnandi. En vilji hantn engu að síður leysa af hendi verkið, þá ber honum að vinna það á þann veg, og skila því þannig af sér, að auðsætt verði hverjum manni, einn- ig honum sjálfum, að þegar verkinu er lokíð er það ennþá óunnið. Þessu er farið á svipaðan hátt og þegar horft er á Harnlet í leikhúsi, eða hann lesinn í bók, maður fer í gegnum verkið, fálmar eftir handfestu, flettir, horfir og hugs- ar, en eftir sem áður er Hamlet jafn ólesinn og óskilinn í sínu margræði, sinni dul, sínu eðli: eilífð sinni, Og það sama er hægt að segja um Borges. Og þá er auðveldast, vamætti manns til huggunar, að slá fram staðhæfingu: Borges er ekki til, heldur aðeins verk hans. En slik orð eru aðeins sðgð orð, og að þeim sögðum er maður engu nær í leitinni að höfundi, því að efniviður verka hans, Borges sjálfur, og persón- ur hans — ímyndaðar, sögulegar, raun- verulegar — þetta þrennt er órjúfan- legur þríhyrningur á leiksviði skáld- skaparins, þar sem Borges ýtir af stað atburðarás í samsetningi einhverrar ókennilegrar tiðar, sem hvorki er for- tíð, nútíð, né framtíð, heldur einhvers konar ætíð galdursins: skáldskapartíð. En sá líkami, sem fékk nafnið Jorge Luis Borges, fæddist S Buenos Aires, Argentinu, þann 24. ágúst 1899, og er hann nú á sinni löngu för um tímann og rúmið orðinn eitt fremsta skáld ofck ar aldar, og færastur þeirra smiða hennar, sem fengizt hafa við að táiiga tálmyndir hugans. Líf Borges er fremur fátækt að því, sem nefnt er ytri atburðir, en verk hans eru þeim mun auðugri að innra lífi, sprottnu af hugsun, lestri, einangr- un og ástundun þeirra fræða, sem hægt væri að kalla stærðfræði sálarinnar. Úr rannsóknum sínum og sýnum hefur Borges unnið efni — einslags hringlaga reikningsdæmi fytrir forvitna lesendur — í sögur, ljóð og ritgerðir um Sögu eilífðarinnar, Mannkynssögu vansæmd- arinnar, Alephinn, Garð stíga, sem kvíslast og Skáldskap, svo aðeins ein- hver dæmi séu nefnd, og er vinna hans gædd þeirri náttúru, að varhugavert væri að flokka hana undir einhverja afmarkaða bókmenntagrein. Verk hans eru fyrst og fremst bókmenntaiðja. Lesandi Borges verður sjaldan þeirr- ar sælu aðnjótandi, að hann viti með vissu — að vita vissu sína er óvitrum sæla — eftir lestur ljóðs eða sögu, hvort þeirra hann las, eða ritgerð. En jafnvel sá maður, sem gæddur er í rík- um mæli eðli bykkjunnar skynjar eftir snertingu við verkið, að höfundur þess hefur komið huga hans á tölt, kastað honuim út fyrir vajnatroðning lesandains, og gert honum tvo kosti við gullið hlið skáldskaparins — úr þvi að hann hóf þessa lestrarför, sem hann hefði kannski aldrei átt að hætta sér í — annaðhvort að farast í þessu óvænta bókmenntaslysi, eða iifa sem nýr skynj andi eftir höfuðhöggið, sem hann hlaut við lesturinn. Að þessu leyti svipar þeim saman, verkum Borges og Mondri- ans: annaðhvort erbu með þeLm eða á móti þeim. Að loknum kynnum kemur hlutleysi ekki til greina. Vegna kröfunnar, sem verkin gera til hvers og eins, sem kynnist heimi þeirra, er veröld Borges ekki veröld allra, sizt af öllu dvalarstaður og hæli þess hug- arfars, sem vill móta manninn í mynd einslags líkneskis og líma hann með limi, sem límir allt, á stall í garði högg- myndaheims, þar sem maðurinn stend- ur óhagganlegur um aldir alda, full- komlega skilinn, skilgreindur, og end- anlega flokkaður safngripur með lítið spjald Við hliðina, þar sem nýjum gest- um er unnt að lesa laukréttar skýr- ingar á honum. Borges hefur oft verið ásakaður fyr- ir, og það kannski réttilega, vegna þess Jorge Luis Borges. að ásökunarþörfin er eitt af frumskii- yrðum andlegs frelsis, að í bókum sín- um finni hann ekki til i stormi tímans. En þegar kröfur af þessu tagi eru born- ar fram, þá er oftast einungis átt við einn ákveðinn storm, austanvind eða vestan, ellegar golu einhverrar lista- stefnu og sfcóla, þegar á hverjum t)íma blása ótai vindar og veðraviti tímans er tíminn sjálfur. Verk hans eru sögð vera ósuðuramerísk. Hvað þessu við- Víkur, eins og flestu, sem Borges snert- ir, er erfitt að færa hann í flokk, ann- an en sérflokk hans sjálfs, þó að nafn hans standi í skáldabununni: Asturias, Borges, Carpendier, Cortázar, Gareía Marquez, Lezama Lima og Vargas Llosa, þegar minnzt er á suðuramerísk- an skáldskap i ræðu og á prenti; en þá vill Guimaraes Rosa gleymast, sem skrifar á brasiisku og er þeim flestum fremri. í verkum Borges finnst varla neitt af því, sem evrópskir hafa rang- lega skilgreint sem sér-suðurameriskt, hið svonefnda litrika líf, sem engist í kvöl undir svipu seldra liðþjálfa, atað blóði og bundið kúgun: efniviðurinn, sem kulvisir evrópskir menntamenn og viskívinstrisinnar vilja lesa um heima í stofunni sinni og ræða yfir glasi. Þessi einstaða verka Borges — en þó má auð- veldlega sjá samhengi þeirra innan sér- stöðu argantínskra bókmennta meðal bókmennta annarra þjóða Suður- Ameríku; út í það verður ekki farið hér — hefur leitt til þess, að hann hefur efcki þurft, eins og svo mörg sikáld, að taka aftur hugsjónir æskuverka sinna með elliverkum sínum, þegar plathug- sjónir þessar eru orðnar að daunillu gubbi, sem hrörleg og elliær gam- almennin éta ofan I sig fram í andlátið við fögnuð og huggunarríkt klapp sinna fornu fjandmanna. Bæði í list og félagsmálum hefur Borges verið óvenju trúr sínu aldamóta frjálslyndi. En sökum þess óbifanleiks í skoðun, sem ópóiitísk ljóðskáld eru oft gædd, bitnaði á honum rétt fyrir vaddatöku Perons, á tima hereinræðis- ins, hin sérkennilega tegund fyndni, sem einræðisöfl nútímans beita í um- gengni sinni við menntamenn og skáld, reyni þau ekki að stimpla á þannig fólk stimpil geðveikinnar og taka það úr umferð. Kom fyndni þessi fraun í því, að stjómin svipti hann bókavarðar- embættinu, en skipaði hann þess í stað i embætti umsjónarmanns með sölu á kjúklingum, hænsnum og kanínum, sern ólæsir bændur selja á sveitamörk- uðum. Þrátt fyrir spé yfirvaldanna tók Borges að sér formennsku Argentínska rithöfundasambandsins á hættutímum Perons, þegar alla fundi félagsins þurfti að halda undir vakandi auga lögreglunnar; hóf Borges þá fyrirlestra hald á vegum félagsins um aust- urlenzka heimspeki, sem hefur að sjálf- sögðu alveg farið fram hjá hænuhaus- um umsjónarmanna lögreglunnar, þótt þeir þyrftu að sitja undir mess- unni skyldunnar vegna. Á sama tíma gaf hann út bók, sem hann nefndi Aðrir rannsóknarréttir. og er sú bók eitt þekktasta verk hans. Afstaða hins háðska áhorfanda 'nlut- anna er afar rik i verkum Borges. Hið algera hlutleysi, næstum því Islend- ingasagnalegt og heiðið, er þó enn rík- ara. Eins og fyrir daga kristninnar, áð- ur en hugtökin gott og illt komu til skjalanna, eru persónur verka hans hvorki illmenni né englar — það er næstum því hægt að segja, að þær hafi ekkert meðvitað eðli: örlögin stýra þeim — og því síður er skapgerð þeirra ofsaleg eða af illum eða góðum toga spunnin (þær eru gerendur), eins og skáldskaparpersónur urðu eftir komu rómantísku stefnunnar, en þó sér í lagi við úrkynjun hennar, þegar skáldin reyndu í verkum sínum að hræra les- andann til andúðar eða samúðar með fá- vislegri einföldun manneðlisins. Með því að stefna saman andstæðum öflum, svo að hægt yrði að skapa spenmu, tókst skáldunum frábærlega að græta kaupmenn og þvottakonur þeirra, sem stundum var eini tilgangur verkanna; úthelling tára. Eftir þvi sem kunnátt- an jókst í að skapa spennu, tókst skáld inu betur og befur að taka alla hugs- un frá lesandanum og eftir að hafa rækilega svipt hann vitinu, hellti skáld Guðbertrur Bergsson ið í gapið úr pottum heitra og kaldra tilfinninga, svo að lesandinn var ýmist bólginn aif gráti eða reiði, en vitsmun- irnir skruppu saman eins og skjóða. Vegna óskapanna, sem yfir lesandann dundu, reyndist auðvelt að halda hon- um vakandi, eða andvaka, í bólinu — og er það enn þá á sumum stöðum tal- ið höfundi til hróss, takist honum að halda vöku fyrir vinnandi fólki á mörkuim hlátuirs og gnáts tiil morguns. Vegna þess hvað sjaldan var skírskot- að til vitsmuna eða hugsunar lesand- ans, sem tók við endalaust, eins og neytandinn og sjórinn, fann hann sig í ertibókmenntum þessum, því að þótt einhver sé skyni skroppinn, þá er hann þó alltaf gæddur sínum til- finningum; og varð þetta til þess, að almennt vilja menn þekkja sig í bók- um, rétt eins og þær væru spegillinn í ganginum heima hjá þeim. Eins og Ortega y Gasset sagði um Debussy í bók sinni La deshumaniza- ción del arte: með komu hans er hægt að hlusta með spekt á tónlist, án ölvum- ar og tára, getur hver maður athugað verk Borges, án þess að eiga á hættu að afskræmast í framan. 1 stað leiks á strengi tilfinninganna, birtist leikur listar Borges víða sem leikur leiksins vegna, stundum er málið hreyfiafl henn ar, eða persónur hans færast úr stað eftir því, hvemig hann slær á trumbur vitsins, og i önnur skipti leikur hann með leik sínum á vitið, vekur undrun, furðu og hugsun. En leikmáti hans er ekki ætíð laus við að vera táknrænn, og sjaldnast er hann vitsmunalega hreinn eða stærðfræðilegur í byggingu, vegna þess að Borges er ekki heimspek ingur, sem spyr sig grundvallarspurn- ingar, heldur heimspekilegur og í ætt við hugsuðinn. En fremst af öllu er hann skáld, þar af leiðandi hverfa per- sónur og atburðarás verka hans þegar minnst varir frá raunveruleika efnis- heimsins, hlutirnir hverfa úr réttu sögusamhengi og hljóta vídd ímyndun- araflsins og gæðast tima mannsins, þetta sem grískir kölluðu epos og Hegel sagði að samsváraði orðinu saga, en nú- tímaíslendingar nefna epík. Þrátt fyrir söguna í verkunum bera þau líka blæ ljóðsins, spakmælisins, og höfuðein- kenni þessa tvenns, brotsins; þótt Borges rækti ekki brotið sem sérstaka listgrein að hætti Nofwaliis. Rétt er að segja, að hinir stuttu þættir hans geymi söguvídd brotsins. Maðurinn þekkir ekki samtíð sina sem heild, hvað þá söguna, og hann skynjar ekki einu sinni sjálfan sig sem samfellt kerfi. Sjálfur er hann einstakl- ingur, brot af samfélaginu. Allur skiln- ingur mannsins er í molum. Þekking hans á fortíðinni er byggð á brotum, sem fundizt hafa, eða á sneplum. Upp- eldi sitt í fagurfræði, svo ég noti orð Sehillers, hlaut hann af umgengni við þessa fundnu snepla og brot: limlestar styttur í söfnum eða i rústum borganna, brotin og samanlímd ker. Maðurinn dáist að neflausum, róm- verskum höfðum, handleggjalausri Venus, og skálduðum lágmyndum úr hofum Assiríu. Hann verður hugfang- inn af leifum kvæða eftir Alkman og Heiðarvígasögu. Og kannski mundi manninum finnast þessi list, sem hann tignar og segir vera háleita, bæði vera ljót, þung og ólistræn, væri hún feng- in honum í hendur heil og óbrotin. Ég veit ekki, hvaðan áhugi Borges á íslenzkum bókmenntum er kominn, eða af hverju hann stafar. Kannski af því, að amma hans í föðurættina var ensk og hvað tiltölulega stutt er á milli fom- ensku og íslenzku, en nafnið Borges er portúgalskt að uppruna. Bankar og vínflöskur bera það nafn, en ég veit ekki, hvort slíkt á nokkuð skylt við skáldið, nema banki og vín sé notað um Borges sem kenning. (Ef til vill sökum sins portúgalska uppruna er svipmót sumra kvæða hans og heimspekihugs- un hans á margan hátt náskyld Pessoa.) Borges mun fyrst hafa kynnzt íslenzkum skáldskap i Svisslandi, á námsárum sínum, þegar fjölskylda hans tepptist þar i heimsstyrjöldinni fyrri, og þá gegnum þýzkar þýðingar. Borges hóf feril sinn sem ljóðskáld og byrjaði tiltölulega seint að skrifa sög- ur. Fram eftir aldri fylgdi hann stefnu spænsku ultraistanna, sem höfðu sér- staklega á stefnuskrá sinni endumýj- un líkinga og Mkingamáls. Borges mun þá hafa bæði vitað um kenningar í arabiskri og íslenzkri ljóðagerð, sem eru hvort tveggja, skýldar og óskyld- ar, eins og arabiska og fornnorræna flótitan í myndliist. Þekkiinigin á kennánig- unni, Góngora og Mallarmé, munu hafa tengt hann hópi ultraistanna, sem hann seinna hvarf frá og áleit vera á rangri leið. Sjálfur héit hann sina eigin. Árið 1933, ef ég man rétt, birti hann grein, sem hann nefndi Las kenningar, en kenningar í ljóðlist áleit hann vera fyrsta merki um vandlega íhugað orð- færi í eðlisbundnum skáldskap, um leið og hann viðurkenndi, að kenning- tn hafi komið fram á hnignunarskeiði ákveðins ljóðforms. Seinna skrifaði hann aðra ritgerð um kenningar og nefndi hana þá La metáfora, Orðlík- ingin. Borges var þá horfinn af vegum ultraistanna og kenninganna — þótt hann losni reyndar aldrei við þær: að mínu viti tóku þær einungis á sig nýtt form og leituðu útrásar í sögum hans — og tók hann þess vegna undir orð Benedetto Croce um innantóm í ljóða- gerð itölsku ofhlæðisskáldanna á XVIL Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.