Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
TÆK
Æ
1
í UMSJÓN BJÖRNS RÚRIKSSONAR
ÞAÐ sem nú er nokkuð um liðið
frá því ég skrifaði síðast í blaðið
og breytingar hafa verið gerðar á
fslenzku ritmáli, vil ég taka fram,
að ég ætla að nota bókstafinn Z í
skrifum mínum hér eftir sem
hingað til. Annað tel ég undan-
hald, og þótt margir klifi á því, að
erfitt sé að kenna notkun
bókstafsins í reynd í skólum, vil
ég minna á, að enginn verður \
óbarinn biskup og sizt er ástæða
til að ýta undir linkind við nám
með þessum hætti. Nóg er slakað
á samt. Einnig má minna á, að hér
er verið að hringla með reglur,
sólu. Sólfirð er hið gagnstæða.
T.d. er sólnánd jarðar 147,1
milljón km í janúar, en sólfirð
152,1 millj. km í byrjun júlí. Sést
af þessu, að braut jarðar um sólu
er lftið eitt sporöskjulaga.
Aðeins fjögur smástirna eru
nógu stór til að sjást í stjörnu-
sjám. Eru þaðCeres, Pallas, Vesta
og Júnó, en það eru einmitt þau,
sem fundust fyrst, var það laust
eftir aldamótin 1800. Þau stærstu
eru á stærð við Frakkland, um
770 km í þvermál, en Júnó er um
190 km. Önnur smástirni eru mun
minni og sjást sum þeirra í
því að tiltölulega stutt er síðan
bókstafurinn var innleiddur í ís-
lenzkt ritmál.
En nóg um það og sný ég mér þá
að efni greinarinnar.
Að margra áliti má læra meir
im uppruna sólkerfisins af smá-
stirnum og halastjörnum, sem þar
er að finna, en plánetunum sjálf-
um.
Smástirnin (asteroídar,
planetoídar á vísindamáli) eru
hnattkrili, björg og grjótmulning-
ur á braut um sólu nokkru fjær
en Mars, en sú pláneta er næst
okkur og utar í sólkerfinu. Segja
má, að smástirnabeltið skipti sól-
kerfinu í tvennt. Innan beltisins
eru hnettir úr föstum efnismassa
og litlir, þegar þeír eru bornir
saman við stóru risana, sem utan
þess liggja, en þeir eru að mestu
úr lofttegundum og hafa mjög lít-
inn eðlisþunga.
Flest smástirni, en um 1670 hafa
nú fundizt, ganga eftir reglu-
legum brautum um sólu líkt og
pláneturnar, en sum fylgja
óreglulegum brautum og vitað er,
að nokkur þeirra fara inn fyrir
braut Mars og átta þeirra alla leið
inn að braut Jarðar, þegar þau
eru f sólnánd. (Sólnánd kallast sá
staður á sporöskjulaga ferli tiltek-
ins hnattar, þar sem hann er nSest
stjörnukíkjum aðeins sem ljósdíl-
ar. Birta nokkurra vex og dofnar
með fárra stunda millibili og er
það talið sönnun þess, að þau séu
ílöng og snýr þá endi þeirra að
okkur, þegar endurkastið er
minnst. Ekki er hægt að ákvarða
þéttleika smástirnanna, en hegð-
un ljóssins, sem frá þeim berst,
þ.e. birtumagn, litur, skautun
þess o.fl. bendir til, að þau séu úr
grjóti eða m.ö.o. föstu efni eins og
innri plánetur sólkerfisins og þvi
ef itl vill brot úr stærri plánetu,
sem splundraðist endur fyrir
löngu.
Fjöldi smástirnanna hefur ver-
ið áætlaður, en það er hægt, þegar
miðað er við birtumagn og stærð
þeirra, sem sjást. Þannig er talið
með nokkurri vissu, að um 14 séu
a.m.k. 100 km að þvermáli, um
300 stærri en 30 km og um 2300
stærri en 15 km. Þá má reikna
með, að liðlega þrjár milljónir séu
meir en einn km i þvermál.
í ljósi þessa má leiða hugann að
tvennu. Annað er, að þrátt fyrir
hina feikilegu mergð smástirn-
anna er heildarmassi þeirra vart
meiri en þrír hundruðustu af
efnismagni tunglsins. Hitt er, að
vegna þessa fjölda, er skiptir
billjónum, hljóta árekstar að eiga
sér stað öðru hvoru og við það
kvarnast stirnin sífellt niður í
minni og minni grjóthnullunga,
en einmitt þetta atriði rennir
stoðum undir þá tilgátu, að þegar
sólkerfið myndaðist hafi aðeins
um fáein hundruð smástirna ver-
ið að ræða, Þetta samrýmist aftur
á móti tæplega því, sem hér er
fyrr minnzt á, að stirnin séu leifar
plánetu, þar sem ljóst er, að massi
þeirra samsvarar aðeins litlum
hluta tunglsins. Eða eigum við að
ímynda okkur, að allt það, sem á
vanti, hafi sólin, Júpíter og hinir
ytri verðir sólkerfisins dregið að
sér í tímans rás?
ávallt í átt frá sólu, hvort sem
halastjarnan er að koma eða fara,
þannig að hún dregur hann ekki á
eftir sér á ferð sinni um geiminn.
Greinilega er það hið stöðuga flóð
prótóna, sem þeytist frá sólu
með tæplega fjögurra milljón km
hraða á klst., sem veldur skini
halans. Prótónurnar jóna (fella
brott rafeindir) sameindir gass-
ins og þeyta þeim brott í átt frá
sólu. Hvernig þetta gerist er lítt
vitað, en venjulegir árekstrar
milli sólagna og gassameinda er
ekki næg ástæða til að svo verði.
Helzt er álitið að áhrif segulsviða
huganastöðina í Bergedorf í Vest-
ur-Þýzkalandi. Fannst hún sem
lítil lína í ljósmynd, sem tekin var
af 79 sentimetra kfki stöðvarinn-
ar. Var þetta 7. marz sl. Þann 15.
janúar n.k. verður hún næst jörðu
í um 120 millj. km fjarlægð. Hér
ætti hún að fara að sjást niðri við
sjóndeildarhringinn eftir sólset-
ur, nánar tiltekið rétt fyrir ofan
Venus í SV-átt, að því er dr. Þor-
steinn Sæmundsson stjarnfræð-
ingur tjáði mér. Þeim, sem áhuga
hafa á, má benda á töflu um stöðu
og braut stjörnunnar, sem birt-
ist í síðasta almanaki Þjóðvina-
Smástirni og
halastjörnur
Halastjörnur eru eins frá-
brugðnar smástirnum og framast
getur verið. Til dæmis eru far-
brautir þeirra ekki líkt því eins
hringlaga og flestra smástirna.
Sumar ferðast eftir aflöngum
baugum og eru gjarnan næst sólu
nálægt farbrautum Mars eða
Jarðar, en fjærst sólu fyrir utan
Júpíter. Aðrar koma eftir dæmi-
gerðum parabólubaugum inn í
sólkerfið utan úr óravíddum
geimsins, jafnvel úr ljósára fjar-
lægð. Venjulega sveiflast þær um
sólu og hverfa siðan út í geiminn
aftur.
Annar umtalsverður munur er
á halastjörnum og smástirnum.
Mjög mikill meirihluti smástirna
er á braut um sólu í sama fleti og
plani og pláneturnar í sólkerfinu.
Halastjörnur aftur á móti nálgast
sólu meira og minna úr öllum
áttum, í plani eða utan þess, og
um helmingur þeirra kemur rang-
sælis inn í sólkerfið.
Litið eiga þessi tvenns konar
fyrirbæri sammerkt i hegðun og
útliti. Smástirnin eru sem fyrr er
lýst misstórir efnishlutar, sem
endurkasta sólarljósi. Halastjörn-
ur (kómetur) hafa dreifð breið
„höfuð“ og oft áberandi • fagra
„hala“. Hvort tveggja haus og hali
eru mynduð af útstreymi fastra
efnisagna og lofttegunda, eða öllu
heldur uppgufun frá miðju eða
kjarna halastjörnunnar. Hvorki
höfuð né hali sést, þegar fjárlægð
frá sólu er mikil. Höfuðið eða
hjúpurinn fer að lýsast upp, þeg-
ar stjarnan er komin drjúgan spöl
inn fyrir sporbraut Júpíters. Hið
sýnilega fefni samanstendur mest
af lausum sameindum gass,
blöndu kolefnis, niturs, súrefnis
og vetnis, sem þjóta út frá kjarn-
anum í allar áttir með um eins km
hraða á sekúndu. Geislar sólar-
innar valda flúrskini gastegund-
anna, en ljósið, sem myndast, er
einmitt af þeirri bylgjulengd, sem
sameindir hvers efnis um sig
orsaka, og þess vegna er hægt að
segja til um efnasamsetningu hal-
ans og frymisins. Sýnileg höfuð
halastjarna geta verið allt að ein
milljón kílómetra í þvermál á
stundum. Halinn fer að birtast,
þegar stjarnan er komin inn fyrir
braut Mars. Oftlega sjást tveir
halar, annar úr gastegundum, en
hinn úr ryki. Gashalinn er sam-
settur af þeim frumefnum, sem
talin voru upp hér framar í grein-
inni. Vel að merkja þá leggur
halann út frá stjörnuhöfðinu
komi þarna við sögu, þ.e. gagn-
verkandi áhrif þess, sem umlykur
plasma sólagnanna og segulsviðs
sjálfs halans. (Plasma er yfirhit-
að ástand efnis, lausar plús- og
mínushlaðnar rafeindir). Gasteg-
undirnar i halanum þjóta burt
með ógnarhraða (hundruð
km/sek) og getur halinn orðið um
100 milljón kilómetra langur, sem
er langleiðin milli jarðar og sólar,
a.m.k. eru þess dæmi.
Kjarni halastjörnu er i sjálfu
sér smár, aðeins fáeinir kílómetr-
ar í þvermál. Hann endurkastar
skarplega sólarljósi og sést því
sem bjartur depill í miðju höfuðs-
ins.
Fred L. Whipple við stjörnuat-
huganastöð Harvard-háskólans
hefur komið fram með þá tilgátu,
að kjarni halastjörnu sé samsett-
ur af margs konar íshröngli, þ.e.
frosnum gastegundum, svo sem
ammoniaki (NH3),metani (CH4),
dícyani (C2N2) og kolmónoxíði
(CO) ásamt vatnsefni. Tilgátan er
ósönnuð, en einmitt á þennan hátt
má skýra stöðuga uppgufun og
frástreymi gastegunda, þegar ís-
kjarninn kemur nær sólu, bráðn-
ar og gufar upp.
Þetta þýðir aftur á móti, að tak-
mörk eru á, hve iengi halastjarna
getur verið til. Meðalaldur þeirra
er ekki kunnur, en gizkað hefur
verið á nokkur hundruð umferðir.
í þvf sambandi finnst mér ekki
óeðlilegt, að sú geti verið raunin
með þær halastjörnur, sem oft
koma í nánd við sólu og eyðast
þannig smám saman upp. Aftur á
móti mætti láta sér detta í hug,
að aðrar sem koma hingað á þús
unda og milljóna ára fresti og
ganga eftir mjög stórum spor-
öskjulaga brautum og allt að því
hyperbólulaga, kræktu sér í efni
úti 1' óravíddum alheimsins, ef þar
er eitthvert efni að hafa og kæmu
þannig tvíefldar fram á sjónar-
sviðið siðar.
Margar halastjörnur eru hér
stöðugt á ferð, eins og Encke, sem
verður vart á liðlega þriggja ára
fresti. Halley, sem hingað er
væntanleg næst 1986, sést hér á
rúmlega 76 ára fresti og er sögð
vera mikið sjónarspil, enda
snöggtum mikilfenglegri en
Kohoutek, sem hér fer að sjást
betur fram undir miðjan janúar.
Um Kohoutek-stjörnuna er það
annars að segja, að hún er nefnd í
höfuðið á þeim, sem fann hana,.
en sá heitir Lubos Kohoutek og
starfar við Hamborgarstjörnuat-
Má af þeim læra
meir um iippruna
sólkerfisins
en plánetunum?
félagsins. Ef að líkum lætur verð-
ur ljósmagn hennar um 1/5 af
birtu fulls tungls, þegar hún verð-
ur björtust. Eftir að hún kveður
okkur í fyrri hluta febrúar, ef svo
má segja, má vænta hennar að
nýju eftir 50.000 ár.
Svo minnzt sé aftur á Halley, þá
sást hún fyrst svo skjalfest sé 240
árum f.Kr. og hefur þvl heimsótt
innri hluta sólkerfisins 29 sinnum
til þessa.
Talið er, að stjörnuhröp (hröp
loftsteina inn í gufuhvolf jarðar)
og teikn mikil á himni yfir
Evrópu 1872 hafi verið leifar
halastjörnunnar Biela, sem sást
1846 og aftur sex árum síðar í
tveim hlutum. Þannig hefur að-
dráttarafl jarðar orðið henni of-
viða og hún fuðrað upp.
Uppruni halastjarna er mjög á
huldu. Alitið er, að þegar ný hala-
stjarna stefni inn að sólu komi
hún eftir nær hyperbólulaga
ferli, þ.e. af tilviijun úr kyrrstöðu
úti I geimnum. Síðar verði braut
hennar meir sporöskjulaga með
tímanum unz hún að Iokum fer of
nálægt sólu og brennur upp.
H.J. Oort við stjörnuathugana-
stöðina I Leiden I Hollandi hefur
komizt að þeirri niðurstöðu, að
sólkerfið sé umlukið miklu skýi
kyrrstæðs íss af ýmsum stærðum,
skýi, sem sé tvö ljósár I þvermál
og þaðan komi tilfallandi ísfjall I
hvert skipti, sem ný halastjarna
fer á kreik. Þá vaknar sú spurn-
ing, hvaðan efni þetta komi og
hvernig. Ef hreyfingsé á því utan
úr geimnum inn að þessu ákveðna
belti, standist ekki sú skoðun, að
aðeins eitt og eitt bjarg þokist
inn að miðju sólkerfisins fyrir til
verknað einhverra nálægra reiki-
stjarna, sem komi þeim úr jafn-
vægi. En eins og margt annað I
stjörnufræðinni er þetta óleyst
gáta og erfitt að segja, hvort
nokkurn tlma fæst svar við
henni.
Bj. R.