Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JANÚAR 1974 Minning: — Róbert Arnar Kristjónsson Fæddur 20. október 1933. Dáinn 22. desember 1973. Hvers vegna er hlynurinn höggvinn frá rótum, þá hæst hann ber móti sól? Sársauki og biturð yfir órétt- læti lífsins eru mér ofarlega í huga á þessari kveðjustund. Hvers vegna er ungur og ötull maður, með ótal verkefni fram- undan, kallaður burtu, þegar svo margir aldnir og sjúkir fá ekki hvíldína, hversu mjög sem þeir óska þess. Hvers vegna er elskaður eigin- maður og faðir i blóma lífsins hrifinn frá ástvinum sínum, þeg- ar einstæðingur, sem á alla sína hinum megin fær ekki að fara til þeirra. Hver er tilgangurinn? Hver stjórnar þessu öllu? Ég fæ víst aldrei svör við slík- um spurningum, að minnsta kosti ekki hérna megin grafar. En Róbert mágur minn var trú- maður og það er eftirlifandi kona hans og börn einnig. Megi trú þeirra allra milda sorgina á kveðjustundinni og gera þeím biðina eftir endurfundum létt- bærari. Róbert A. Kristjónsson var fæddur og uppalinn í Reykjavik, sonur hjónanna Sólveigar Larsen frá Stavanger og Kristjóns Krist- jánssonar húsgagnasmiðs. Hann kvæntist 19. febrúar 1956 Ástu Heiði Tómasdóttur frá Blönduósi og eignuðust þau tvö börn, Lindu Guðnýju, sem nú er 17 ára, og Tómas Kristjón, sem er 12 ára gamall. Ég kynntist Róbert ekki fyrr en við tengdumst fjölskylduböndum og hann kom í heimsókn hingað norður með systur minni. For- eldrum mínum og okkur hjón- unum leizt strax vel á þennan glæsilega og prúða pilt og við nán- ari kynni fór okkur öllum að þykja mjög vænt um hann. Það eru ótaldar ánægju- og gleði- stundir, sem við í þessari fjöl- skyldu höfum notið í návist Róberts, bæði hér fyrir norðan og á heimili þeirra hjóna fyrir sunnan. Hann setti sinn svip á fjölskyldufundi okkar, hvort sem tilefnið var afmæli, ferming, brúðkaup, eða venjuleg vináttu- heimsókn. Hann var bæði skemmtilegur gestur og góður gestgjafi, og þau hjónin voru indæl heim að sækja, hvort sem við áttum þar eina kvöldstund eða dvöldum nokkra daga, sem oft kom fyrír. Róbert var frábær heimilisfaðir og þau hjónin afar samhent um að ala börn sín vel upp með trúna á guð að leiðarljósi. Einnig hefur þeim ætíð verið mjög umhugað um menntun barna sinna og er sárt, að Róbert skyldi ekki auðn- ast að fylgjast lengur með þroska þeirra, þvf að hann var góður fé- lagi barnanna, auk þess að vera einhver sá bezti faðir, sem ég hefi kynnzt. Róbert var framreiðslumaður að atvinnu, lauk prófi árið 1958 og starfaði á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, nú síðast í Glæsibæ. Hann var skynsamur maður og atorkusamur og finnst mér eftir- farandi Ijóðlínur lýsa honum vel. Með viljanum sterka og vakandi hug. Þú verkefnin allsstaðar sást. Og umvafðir heimilið ástúð og friði sem aldrei í lífinu brást. Þú markaðir hvarvetna manndáðarsporin. Þitt merki var trúmennska og ást. Það er fleira en sameiginlegar gleðistundir, sem mig langar til að þakka Róbert mági mínum. Ég vil þakka honum þá sonarlegu ástúð og blíðu, er hann ávallt sýndi móður minni, og hjálpina, sem hann veitti henni, þegar hún þurfti að vera undir læknishendi í Reykjavík. Þær ferðir voru orðn- ar margar og alltaf var viðkvæðið hjá mömmu, þegar hún kom heim: „Ekki veit ég, hvernig ég hefði farið að án hans Róberts.“ Og svipuð voru ummæli föður mins og okkar systkinanna eftir lát móður minnar. Síðustu dagar hennar voru erfiðir og þá veitti Róbert okkur öllum slíkan stuðn- íng, að engin orð megna að þakka það. En slíkt gleymist heldur ekki. Þegar erfiðleikar steðja að, finnur maður bezt, hversu margt gott fölk er allt í kringum mann. Það hafa Asta og Róbert fengið að sanna undanfarna mánuði, svo ótrúlega margt fólk hefur lagt þeim lið, bæði i sambandi við ófullgert hús þeirra og sjúkleika Róberts. Ég get ekki stillt mig um að láta í ljós aðdáun á því, hve vel öll f jölskyldan hefur staðið sig þessa erfiðu mánuði. Róbert bar þján- ingar sínar af slíkri karlmennsku, að allt fram í andlátið heyrðist hvorki æðruorð né stuna af hans vörum. Börnin voru einnig ákaf- lega dugleg og hvernig sem þeim leið, létu þau pabba sinn aldrei sjá annað en glaðleg andlit, þegar þau komu inn til hans. En þyngstu byrðina held ég, aðeigin- kona Róberts hafi borið. Hún varð strax í byrjun veikinda hans hrædd um, að þau væru alvarlegs eðlis og dreif í því með röggsemi og festu að útvega honum læknis- hjálp og ítarlega rannsókn. Síðan í júní, er henni var tjáð, að manni hennar yrði ekki bjarg- að, hefur öll hennar hugsun snúizt um að hlífa honum við áhyggjum, hlynna að honum á alla lund og hjúkra honum eftir beztu getu. Það er þung raun að horfa á ástvin sinn kveljast og tærast upp af banvænum sjúk- dómi, en þrátt fyrir eigin van- heilsu stóð Ásta dyggilega vörð um líðan manns síns allt til loka og hélt I hönd hans, er hann sofn- aði hinzta svefni, að morgni hins 22. desember. Tveimur ungum æfiförunautum ástin reynist sterkur tengiliður bygginganna bezti efniviður brotnar ei, í mótgangi og þrautum. Ég kveð Róbert mág minn með beztu þökk fyrir samfylgdina og bíð þess, að honum megi Ifða vel í nýjum heimkynnum. Sólveigu móður hans, Ástu systur minni og börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Nanna Tómasdóttir, Blönduósi. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Getur nokkur tjáð hugsanir sínar í meitlaðri orðum en þeim, er hér standa efst á blaði og eru löngu fræg orðin. Mér finnst, að allt, sem ég kann að segja, verði fátæklegt samanborið við þessi orð. En ég verð að senda Róbert kveðju. Ekki til að lýsa ætt hans og uppruna heldur til að minnast mannsins sjálfs, þess, sem hann var og verður í miriningu þeirra, sem kynntust honum. Það fyrsta, sem vakti athygli mína í fari hans, Var hlýja og innileiki; þegar hann tók á móti gestum á heimili sínu hafði hver og einn á tilfinning- unni, að hann væri þar heiðurs- gestur og trúnaðarvinur. Hann átti alltaf til bjart bros og glaðleg og hlý orð handa hverjum og einum. Öllum vildi hann hjálpa, sem erfitt áttu, og tók hiklaust svari þess, sem að var ráðizt, ef svo bar undir. Hann var unnandi feg- urðar á öllum sviðum og heimili Róberts og konu hans, Ástu Heiðar, bar ljósan vott um þekk- ingu á listum og smekkvísi í hús- búnaði. Söngelskur var hann, enda kominn af söngfólki og tón- listarunnendum í báðar ættir, og má geta þess, að hann lærði að leika á fiðlu á unglingsárum. Róbert var framreiðslumaður að atvinnu, og vita allir, sem til hans þekktu, hve trúr hann var í starfi og eftirsóttur vegna lip- urðar og samvizkusemi. Ég get ekki stillt mig um að minnast eins atburðar, sem ég gleymi aldrei. Einu sinni fyrir jól var þröngt í búi hjá okkur hjónunum, seinni hluta dags var dyrabjöllunni hjá okkur hringt. Var þar komin stór sending úr búð með ýmiss konar varningi, sem gleður fjölskyldur á slíkri hátið. Sendingin var nafn- laus, en okkur grunaði fljótt, hver væri hinn góði gefandi. Við hringdum í Róbert til að þakka honum fyrir og vildi hann fyrst ekki kannast við að hafa sent þetta, en viðurk ,...di það að lokum og bað okkur að afsaka, hvað það væri lítið. Svona var Róbert. Þetta lýsir hans hugarfari vel. Honum var ekki um það gefið að láta blása í básúnur fyrir sig, þegar hann gladdi vini sína. Þegar hann átti í erfiðleikum hafði hann alltaf óbilandi trú á sigur. Mistækist honum einhver fyrirætlun byrj- aði harni upp á nýtt og réðst gegn erfiðleikunum, bjartsýnn og óþreytandi. Oft hefur vinnu- dagurinn sjálfsagt verið langur og nægir að minnast á, að hann hafði nýlega komið sér upp glæsilegu Cervi látinn Grosseto, italíu, 3. jan., AP. GINO CERVI, einn vinsælasti leikari ítala í áratugi, lézt í dag, 73 ára að aldri. Cervi var frá Bologna. Hann var kunnastur fyrir leik sinn i hlut- verki borgarstjórans í kvikmynd- um um prestinn Don Camillo, sem franski gamanleikarinn'Fernand- el lék. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 8. og 9. nóvember 1973, ályktar eftir- farandi um heilbrigðismál: 1. „Aðaifundurinn þakkar þann skilning, sem heilbrigðismála- ráðuneytið hefur sýnt á málefn- um vangefinna með því að láta fara fram könnun á heildarfjölda þeirra í landinu. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til heil- brigðis- og menntamálaráðuneyt- is, að þau vinní að því að auka kennslu og þjálfun andlega og líkamlega fatlaðs fólks t.d. með því að hraða lagasetningu og framkvæmdum við sérkennslu- miðstöð ríkisins, sem álitsgerð liggur fyrir um.“ 2. „Aðalfundurinn skorar á rlk- isstjórnina að láta hraða undir- búningi og framkvæmdum við stofnun skóla fyrir fjölfötluð börn. Einnig heitir aðalfundurinn á heilbrigðisráðuneytið, mennta- málaráðuneytið og borgarstjórn Reykjavíkur, að styrkja þann vísi að skóla fyrir fjölfötluð börn, sem nú er að rísa við Bústaðaveg í Reykjavík." Greinargerð með 1. og 2. álykt- un: Athygli skal vakin á því, að þjálfun fatlaðra er afgerandi fyrir lífshamingju þeirra, þegar þeir eldast. Það er nauðsynlegt að byrja þjálfun sem allra fyrst, því að á vissum aldursstigum eru börnin sérstaklega næm fyrir þjálfun og uppeldislegri meðferð. einbýlishúsi og innréttað það sjálfur að miklu leyti. Eftir að hann var orðinn rúm- fastur vegna þess sjúkdóms, sem dró hann að lokum til dauða, hafði hann brennandi áhuga á að ljúka því, sem eftir var af húsinu, enda sagði hann alltaf, að hver maður þyrfti að eiga sér markmið til að keppa að. Það er sorglegt, þegar slíkir menn eru kallaðir burt í blóma lífsins. Við finnum enga skýringu á því aðra en þá, að þeim séu ætluð einhver sérstök störf á hærra stigi en því, sem fyrirfinnst á okkar litlu jörð: Það efast enginn um, að hvað, sem það starf kann að verða, mun Róbert sækja Það af alúð og áhuga unz takmarki er náð. Við, sem þekktum hann, sendum að- standendum hans samúðar- kveðjur og minnumst hans með virðingu og þakklæti. H.J. Risaþotum lagt New York, 3. janúar, NTB. TVÖ bandarísk flugfélög hafa ákveðið að hætta að nota 12 risa þotur af gerðinni Boeing-747 uit óákveðinn tíma vegna eldsneytis- skorts. American Airlines hættir að nota tíu af sextán júmbóþotum sínum frá 8. janúar. Transworld Airlines hættir að nota tvær af 19 júmbóþotum sínum. Vegurinn til Þingvalla SAMTÖKIN Valfrelsi gengust fyrir almennum borgarafundi 4. nóv. s.l. um vegagerð og emb- ættismannavaldið. I fundarlok var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Almennur borgarafundur haldinn að Hótel Borg þann 4. nóv. 1973 samþykkir að beina því til íslenzkra stjórnvalda, að stefnt verði að því, að varanlegt slitlag verði sett á veginn til Þingvalla fyrir 1. júní 1974 og hann lagfærð- ur svo að hraði ökutækja verði öruggur miðað við íslenzkar hrað- brautir, sbr. veginn til Selfoss frá Reykjavík." 3. „Aðalfundurinn fagnar stofn- un námsbrautar í hjúkrunarfræð- um við Háskóla íslands og hvetur eindregið til þess, að hraðað verði stofnun fleiri námsbrauta í heil- brigðisfræðum við háskólann, svo sem sjúkraþjálfun og iðjuþjálf- un.“ Gunnhildur Lilja Egilsdóttir Fædd 31. júlí 1970. Dáin 29. desember 1973. SKJÓTT hefur sól brugðið sumri. Enn einu sinni hefur maðurinn meðljáinn verið á ferðinni. Þegar mér barst fregnin um lát Gunnhildar, fannst mér sem jólin hefðu horfið. Eg slökkti á trénu og allt varð svo dimmt. Hún kom eins og lítið ljós inn I fjöldskyld- una, fjörmikil, falleg og svo óvenju skýr, aðeins þriggja ára. Ekki datt mér í hug, þegar ég talaði við hana í sumar að svona færi. Hún sagði mér f símann um daginn, að hún ætlaði að koma eftir jólin. Ég finn nálægð hennar og styrk frá henni. Ég orna mér við minn- ingarnar frá I sumar, en þær voru svo fáar, alltof fáar. Ég kveð C.unnhildi hinztu kveðju, og þakka henni samveru- stundirnar. Hún er nú farin til starfa hjá guði. Ég bið guð að styrkja foreldra hennar og bróðurinn unga óg alla hennar ástvini. Guð blessi hana og leiði að eilífu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú meðguði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. 4. „Aðalfundurinn skorar á menntamálaráðuneytið að útvega heilbrigðisstéttum hentugt skóla- húsnæði við Landspítalann og Borgarspítalann. Framundan eru aukin verkefni heilbrigðisþjón- ustunnar og verða þar af leiðandi gerðar meiri kröfur til þessara stétta, en þær búa nú við óviðun- andi menntunaraðstæður. 5. „Aðalfundurinn skorar á dómsmálaráðuneytið að búa kven- föngum hlýlegri vistarverur held- ur en nú er að Síðumúla 28, og sjái t.d. til þess, að konurnar fái aðstöðu til að hlusta á útvarp." Verzlunarmannafélag Reyklavlkur FramDoÖsfresfur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Listum eða tillögum skal skila í skrifstofu V.R., Hagamel 4, eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 7. janúar n.k. Kjörstjórnin. (MJ) Amma á Löngumýri. Kennsla f atlaðra verði aukin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.