Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
39. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Viðræðum um
Golan hafnað
Tel Aviv, 15. febrúar,
NTB. AP.
tSRAEL og Sýrland hafa hafnað
tveimur aðskildum málamiðlun-
artillögum Bandaríkjanna, er
miðuðu að því að koma af stað
samningaviðræðum um brott-
flutning herliðs frá Golanhæðum,
að sögn fsraelska blaðsins Jeru-
salem Post.
ísrael vildi ekki fallast á tillögu
um, að israelskir fulltrúar hæfu
viðræðurvið Sýrlendingaáður en
fulltrúar Rauða krossins heim-
sæktu ísraelska stríðsfanga í Sýr-
landi.
Sýrland vildi ekki fallast á til-
lögu um, að gengið yrði að kröfum
ísraela og viðræður hæfust þegar
í stað.
Á Golanhæðum kom enn til bar-
daga í dag og skriðdrekar og stór-
skotalið drógust inn i átökin. Sýr-
lendingar segja, að fjórir israels-
hermenn hafi fallið og nokkrir
Alexander Solzhenitsyn veifaði og brosti glaðlega, þegar hann steig út úr lestinni ( Zurich f gær, en       «•¦«—«•——_^_—
brosið hvarf.þegar hann sá stimpingar mannfjöldans.
Solzhenitsyn hylltur
við komuna til Sviss
særst, en ísraelska herstjórnin
gaf ekki út tilkynningu um mann-
tjón.
A Súezvígstöðvunum urðu jarð-
sprengjur tveimur gæzlumönnum
Sameinuðu þjóðanna að bana og
sex særðust, fjórir þeirra alvar-
lega.
i átökunum á Golanhæðum
tókst sýrlenzkum varðflokki að
brjótast gegnum ísraelsku víglin-
una og þvi næst réðst hann á
vélvæddan israelskan varðflokk.
israelsk blöð greindu i dag frá
leynifundi,  sem  Moshe  Dayan
landvarnarráðherra  hélt  með
ísraelskum  ritstjórum  fjórum
dögum eftir  að októberstríðið
brauzt út.
Dayan játaði, að ísraelska her-
liðið gæti ekki hrakið Egypta yfir
Súezskurð fyrr en Sýrlendingar
hefðu verið stöðvaðir. HVann
kvað israel hafa vanmetið mátt
Egypta og sagði, að israelar hefðu
misst 50 flugvélar og mikinn
fjölda stríðsvagna fyrstu dagana.
Ztirich, 15. febr. AP. NTB.
ALEXANDER Solzhenitsyn var
fagnað með húrrahrópum og lófa-
taki, þegar hann kom f dag til
Ztirich ásamt svissneskum lög-
fræðingi sínum, Fritz Heeb, sem
hefur eftirlit með milljónatekj-
um hans af bókum á Vesturlönd-
um.
Um 200 blaðamenn og fagnandi
áhorfendur biðu á járnbrautar-
stöðinni og Solzhenitsyn brosti og
veifaði til mannfjöldans þegar
hann steig út úr lestinni. En bros-
ið hvarf af andliti Nóbelsskálds-
ins, þegar lögreglumenn, sem
voru f fylgd með honum, urðu
kurteislega, en ákveðið að ryðja
honum og Heeb leið gegnum
mannfjöldann, sem tróðst til þess
að komast nálægt skáldinu.
Hljóðnemum var ýtt að Solzhen-
itsyn, en hann neitaði að tala.
„Herra Solzhenitsyn erþreyttur,"
sagði svissneskur leynilögreglu-
maður. „Hann vill fá að vera í
friði."
Solzhenitsyn kom frá sveita-
setri vestur-þýzka Nóbelsskálds-
ins Heinrich Böll og hélt rakleiðis
til íbúðar Heebs lögfræðings.
Ferðin tók átta tima og á leiðinni
frá Köln ritaði hann eiginhandar-
áritun á bækur, sem ferðamenn
réttu honum, og jafnvel bréfmiða,
sem honum voru réttir á viðkomu-
stöðum.
Eitt sinn sá Solzhenitsyn ein-
kennisklæddan lögreglumann
vopnaðan byssu. Þýzkur kaup-
sýslumaður í sama klefa heyrði
lögfræðinginn spyrja lögregluna,
hvort nauðsynlegt væri að hafa
vopnaðan lögreglumann fyrir ut-
an klefann. Eftir það hvarf lög-
reglumaðurinn.
Solzhenitsyn hefur ekki sagt,
hvað hann ætlar að gera við geysi-
miklar tekjur, sem hann hefur
haft af bókum sínum. Svissnesk
yfirvöld segja, að hann sé kominn
til Sviss sér til hvíldar og hress-
ingar og að hann hafi þriggja
mánaða dvalarleyfi.
• Ýmsar sögur eru á kreiki um
framtíðarfyrirætlanir hans, en
þær eru allar óstaðfestar. Hann
bíður ennþá eftir konu sinni og
þremur börnum. Sovézk yfirvöld
hafa sagt, að þau megi fara úr
landi.
i Moskvu sögðu vinir Solzhenit-
syns, að hann hefði vísað á bug
tilskipun um, að hann yrði gerður
Iandrækur og að honum hefði ver-
ið sagt, að hann yrði rekinn með
valdi. Þeir lögðu áherzlu á, að
Solzhenitsyn hefði ekki átt
Fratmhald ábls. 18
Norðurlandaráð stóreykur
framlög til menningarmála
Stokkhólmi, 15. febrúar.
Frá Birni Jóhannssyni.
22. þing Norðurlandaráðs verður
sett í iiý.ja ríkisþinghúsinu kl. 11
árdegis á morgun, laugardag.
Fjöldi mála liggur fyrir þinginu,
sérstaklega verða orkuvandamál-
in ofarlega á baugi og snerta þau
ísland, þar sem sú hugmynd hef-
ur komið upp, að Norðurlöndin
komi upp orkufrekum iðnaði á
islandi.
Menningarmálanefnd Norður-
landaráðs kom jafnframt saman
til fundar í dag og átti síðan fund
með      menntamálaráðherrum
Norðurlanda. Formaður nefndar-
innar er Gylfi Þ. Gíslason. Hann
tjáði Morgunblaðinu í dag, að
nefndin hefði einkum fjallað um
fjárframlög til menningarmála
Norðurlanda fyrir næsta ár. Hefði
náðst fullt samkomulag um að
auka verulega framlög til menn-
ingarmála.
Tillaga þess efnis verður lögð
fram á þingi Norðurlandaráðs.
Gylfi Þ. Gislason sagði, að i tillög-
unni fæiist að auka framlögin tlr
34,8 milljónum danskra króna i
rúmlega41 milljón króna, eða um
tæp 18%. Þá væri ráðgert að
hækka framlagið til norræna
menningarmálasjóðsins úr 5
milljönum danskra króna í 5,5
milljönir.
Árið 1975 verður lögð sérstök
áherzla á aukningu norræns sam-
starfs á sviði sjónvarpsmála.
Framlög tíl þýðingamiðstöðvar
norrænna bókmennta verða veru-
lega aukin, en i ár voru i fyrsta
skipti veittar 500.000 danskar
krónur til þýðingamiðstöðvarinn-
ar. Föstu fyrirkomulagi hefur
enn ekki verið komíð á starfsemi
hennar.
Framhald ábls. 18
Lítilloðna
í Noregi
Þrándheimi 15. febr. NTB
LOÐNUVEIÐAR Norðmanna
hafa gengið treglega það sem
af er og á land eru komnir 650
þúsund hektólftrar, sem er
aðeins þriðjungur af þvf
magni, sem veiðzt hafði ásama
tíma í fyrra.
Loðnuveiðarnar hófust seint
að þessu sinni, en aðalástæðan
fyrir því hversu af linn er lftill,
er að veður hefur verið afleitt
síðan vertfðin hófst fyrir
mánuði. Rösklega 400 loðnu-
bátar liggja í Finnmörku og
bíða byrjar.
Síðustu tilkynningar frá
rannsóknarskipum,      sem
stunda loðnuleit, benda til, að
loðnutorfurnar séu nú 60—70
sjómílur út af Nordkap.
Þá hafa fiskveiðar frá
Lofoten     einnig    gengið
erfiðlega.
Þjóðhátíðargiöf frá Noregi:
Víkingaaldarskipi
verður siglt til íslands
Osló,   15.   febrúar,   frá
fréttamanni.
Mbl. Sigrúnu Stefánsdóttur.
NORSKA blaðið Aftenposten
skýrir frá þvf f dag, að ákveðið
hafi verið að færa Reykjavfk og
islendingum að gjöf eintak af
Afjord-bátnum í tilefni 1100
ára afmælis fslandsbyggðar.
Þetta er sú gerð norskra báta,
sem mest Ifkist verzlunarskip-
um vfkingaaldarinnar, og
norskir sjómenn munu sigla
bátnum til tslands. Hann kem-
ur í fylgd með bát, sem verið er
að smíða fyrir tslendinga 5 Nor-
egi.
Bátar af þessari gerð eru enn
smíðaðir í Afjord i Syðri
Þrændalögum. Það var Norsk-ís
lenzka félagið í Noregi, sem átti
hugmyndina að gjöfinni, en
borgarstjórn Oslóar samþykkti
einróma á fimmtudag að gefa
35 þúsund krónur norskar til
smíðanna. Báturinn verður
sameiginleg gjöf Oslóar, Berg-
en og Þrándheims, en þessar
borgir hafa verið höfuðstaðír
Noregs á síðastliðnum 1100 ár-
um. Alls verður kostnaðurinn
við smiðarnar um 70 þúsund
norskar krónur (rúml. ein
millj. isl.) og munu hinir tveir
bæirnir greiða það, sem á vant-
ar.
Við val gjararinnar var haft í
huga, að siglingar eru stór kafli
í sameiginlegri sögu Norðu-
landa og að saga Íslands hófst
með siglingu Ingólfs Arnarson-
ar til landsins árið 874. Norskir
siglingamenn verða sem fyrr
segir fengnir til að sigla bátn-
um til íslands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32