Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 133. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR, 26. JULI 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 10 dómarar með - 4 á móti í Haag: Einhliða útilokun brezkra og y-þýzkra fiskiskipa óheimil Viðurkenna þó sérstöðu íslands Haag, 25. júlf — AP. NTB. ALÞJÓÐADÓMSTÓLHNN úrskurðaði á fimmtudag, að fsland geti ekki einhliða útilokað brezk eða vestur-þýzk fiskiskip frá veiðum á svæðinu á milli 12 og 50 mflna. Tfu dómarar voru fylgjandi þessum úrskurði en fjórir á móti. Það voru dómarar frá Frakklandi, Svíþjóð, Nigeriu og Dahomey, sem lýstu sig mótfallna úrskurði meirihlut- ans f máli Bretlands gegn íslandi og máli VesturÞýzka- lands gegn tslandi. Urskurðir dómsins f þessum tveim málum eru næstum samhljóða. 1 úrskurðinum segir m.a., að útfærsla fslenzku fisk- veiðilögsögunnar f 50 sjómflur hafi ekkert gildi gagn- vart Bretlandi eða Vestur-Þýzkalandi. Það orðalag er athyglisvert þar sem Bretar höfðu krafist þess, að dóm- stóllinn úrskurðaði útfærsluna sem brot á alþjóðalögum. Dómstóllinn svarar þvf ekki þeirri kröfu, og segir aðeins, að útfærslan hafi ekki gildi gagnvart ofannefnd- um tveim löndum. Dómstóllinn segir ennfremur, að málsaðilar verði að gegna þeirri skyldu sinni að hefja þegar samningaviðræður sín á milli f þeim tilgangi að jafna ágreining sinn. I þessum viðræðum verði að taka tillit til forréttinda Islands, hefðbundinna veiðiréttinda Breta og V-Þjóðverja og þarfa á vernd- un fiskistofna. Eini munurinn á úrskurðinum f máli Breta og úrskurðinum í máli Þjóðverja er sá að dómstóllinn telur sig ekki geta fjallað um þá kröfu Þjóðverja um skaðabætur vegna taps, sem orðið hefur af truflunum á veiðum og skemmda á togurum. Sagði f úrskurðinum að ef dæma ætti f slíkum málum yrðu að fara fram vitnaleiðslur f hverju einstöku tilfelli, sem Þjóð- verjar nefndu. Vestur-Þjóðverjar höfðu leitt rök að þvf, að í afskiptum fs- lenzkra varðskipa af vestupþýzk- um togurum hefðu falizt hótanir eða beiting ofbeldis, sem væri ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Ennfremur sögðu Þjóðverjar, að tslendingum bæri skylda til að bæta sér fyrir tjón. 1 úrskurði dómstólsins sagði, að kröfur Þjóðverja væru almennt orðaðar og því hefði dómstóllinn Akvörðun Alþjððadómstólsins f deilu Bretlands og tslands lesin upp f gær. aðeins takmarkaðar upplýsingar og lélegar sannanir og gæti því ekki tekið afstöðu til kröfunnar. FORRÉTTINDI RÉTTLÆTA EKKI ÚTFÆRSLU Það var forseti Alþjóðadóm- stólsins, Pólverjinn Manfred Lachs, sem las upp úrskurðinn. Sagði hann, að dómstóllinn gerði sér grein fyrir þeim tillögum sem Franski dómarinn í Haag um úrskurðinn: Ekki vikið að efnahags- vanda Islendinga í heild FJÓRIR dómarar greiddu at- kvæði gegn úrskurði dómstóls- ins f Haag, Andre Gros frá Frakklandi, Sture Petrén frá Svfþjóð, Charles D. Oneyama frá Nígeriu og Luis Ignacio- Pinto frá Dahomey. Morgun- blaðið reyndi f gær að afla sér álita þessara fjögurra dómara en tókst aðeins að fá hluta af séráliti franska dómarans. Þar sagði meðal annars: „Ef hægt var að gera tvfhliða sam- komulag við Island árið 1961 var það vegna þess, að kjarni þess samkomulags var viður- kenning Bretlands á 12 mflna mörkunum. En í sfðasta hluta efnisdóms síns drepur dóm- stóllinn á það vandamál, sem viðkemur yfirstjórn fiskveiða með tilliti til verndunar fiski- stofna — og í því efni er ekkert tvíhliða. Islendingar bentu Bretum skilmerkilega á þetta í viðræð- unum í London 3. og 4. nóvem- ber 1971. Markmið Islendinga var að verja fiskiðnað sinn fyrir feikilegri samkeppni „stór“- togara frá Spáni, Portúgal, Hol- landi, Sovétríkjunum og Japan og auðvelda fyrirhugaða út- þenslu eigin fiskiðnaðar. is- lendingar hafa víðtækari mark- mið en verndunina eina. Yfirlit yfir efnahagsvandamál þeirra séð í sambandi við útfærslu fiskveiðilögsögunnar má finna í OECD skýrslunni frá 1972, sem þegar hefur verið vísað til, (sérstaklega bls. 32—39). Andre Gros segir sfðan, að dómstóllinn hafi í úrskurði sfn- um ekki vikið að þessari hlið málsins og um það atriði vilji hann það eitt segja, að sérhver dómstóll, sem hefði haft vilja til að kynna sér stjórn íslenzkra fiskveiðimála hefði vafalaust talið óhjákvæmilegt að fhuga þessi atriði. „Það er ekki nóg,“ segir Gros, „að fara almennum orðum um að íslendingar séu háðir fiskveiðum sínum“ að „á þeim byggist afkoma þeirra og efnahags þróun“ — ef engin tilraun er til þess gerð að gera sér grein fyrir þeim efnahags- lega raunveruleika, sem að baki slfkum ummælum býr. Sannleikurann er sá, að þar sem allar rannsóknir í þessu efni skortir, er yfirlýsing dómstóls- ins eingöngu óhlutbundið svar við óhlutbundinni spurningu". Gros segir sfðan, að dómstóll- inn hefði — jafnvel út frá þeirri stefnu sem hann tók, þar sem hann gerði ráð fyrir því að koma mætti á hlutlægri stjórn fiskveiðimála með tvíhliða samningum — átt að líta á vandamál þetta í ljósi umfangs þess. Vandamál þetta taki yfir annað og meira en verndunar- sjónarmiðin ein, og vegna sér- stöðu íslands séu þau tæpast eini þátturinn, sem geti sætt hina lögmætu hagsmuni, sem þarna stangist á. lagðar hefðu verið fyrir hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Karakas. „Dómstóllinn verður samt sem áður“ sagði Lachs, „að taka tillit til þeirra alþjóðlegu laga, sem nú eru f gildi." Hann sagði, að á hafréttarráð- stefnunni f Genf 1958, hefði verið heimilað að takmarka veiðar á miðum utan við landhelgi strand- rfkja, en þetta yrði að gerast í samráði við önnur rfki til að tryggja réttlæti. Ráðstefnan mælti svo fyrir um, að með takmörkunar aðgerðum yrði að taka tillit til forréttinda strandríkisins, vegna mikilvægis fiskveiða fyrir afkomu þess en um Ieið yrði að taka fullt tillit til hagsmuna annarra rfkja. Sagði Lachs, að rfkjandi fram- kvæmd á þessari heimild væri þannig að rfki gerðu með sér ann- að hvort tvíhliða eða marghliða samkomulag. „Það er enginn vafi á, að Island byggir óvenju mikið á fiskveið- um“, sagði Lachs, „og nú hefur myndast það ástand, að óumflýjanlegt virðist að grípa til verndunar fiskistofnana til skyn- samlegrar hagnýtingar". „Þó að Islendingar geti með fullum rétti krafist forréttinda réttlætir það hins vegar ekki til- raunir þeirra til að útiloka brezka og vestur þýzka frá veiðum utan við 12 mflna mörkin, sem sam- þykkt voru 1961“, sagði Lachs. Hann benti á, að heilar byggðir í Bretlandi sem og lsland byggi afkomu sfna á fiskveiðum. Bretar hefðu stundað veiðar við Island f aldaraðir og útilokun frá íslands- miðum gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir sjómenn í Grimsby, Hull og Fleetwood. Bretar eiga því sömu hagsmuna að gæta og Islendingar, sem við- urkennt hafa hefðbundinn rétt Breta til veiða á hinum umdeildu miðum. Þess vegna er ákvörðun tslendinga frá 1972 ekki f sam- ræmi við heimildir hafréttarráð- stefnunnar 1958, sem kveður á um, að tillit sé tekið til hagsmuna annara ríkja, Bæði ríki verða þvf að fylgjast stöðugt með fiskimagni og vinna Framhald á bls. 18 Síðustu fréttir: Dómararnir fjórir: Vildu fordæmingu útfærslunnar Haag 25. júlí —AP DÓMARARNIR fjórir, sem voru á móti úrskurði alþjóðadómstóls- ins, sögðu að það sem réði ákvörð- un þeirra væri að dómstóllinn hefði takmarkað sig við fiskveiði- réttindi Breta og Vestur-Þjóð- verja. Sögðu þeir að dómstóllinn hefði átt að fordæma útfærslu lslenzku fiskveiðilögsögunnar, sem brot á alþjóðalögum, þar sem hún hefði áhrif fyrir fleiri lönd en áðurnefnd tvö. Þessir fjórir dómarar voru frá Frakklandi, Svfþjóð, Nigeriu og Dahomey. Dómarar frá Indlandi, Filips- eyjum, Argentinu, Uruguay og Senegal lýstu sig fylgjandi stærri fiskveiðilögsögu en 12 mflur, en styddu úrskurðinn þar sem hann væri bundinn við Bretland og Vestur-Þýzkaland en segði ekkert um alþjóðalög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.