Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974 3 Islands og menningarsögunni vitni, heldur er menning- ararfurinn að mestu leyti bókmenntalegs eðlis. Hann taldi þó, að of iitið heföi verið gert úr öðrum þátt- um, svi sem minjum, sem bæru atvinnusögunni vitni, og svo harðri baráttu landsmanna við náttúruöfl- in. Einnig kom fram, að í örnefnum væri mikils fróð- leiks að leita, svo sem m.a. hefði komið fram í merku erindi Þórhalls Vilmundar- sonar á sögusýningunni fyrir viku. Sögusýningunni lýkur sunnudaginn 24. nóvemb- er, en hún er opin alla daga kl. 2—11. S.L. SUNNUDAG flutti forseti Islands, dr. Krist- ján Eldjárn fyrirlestur á sögusýningunni á Kjarvalsstöðum. Nefndist fyrirlesturinn „Land og minjar“. Mikill mann- fjöldi hlýddi á fyrirlestur- inn eins og sjá má af mynd- inni, en aðsókn á sýning- una þennan dag var sú mesta á einum degi frá opnuninni. Alls komu á Kjarvalsstaði hátt á annað þúsund manns, en nú munu alls um 20 þúsund hafa skoðað sýninguna. I fyrirlestrinum benti forsetinn á, að fornar minjar hér eru að því leyti frábrugðnar því sem gerist víða annars staðar, að hér eru engin stórbrotin mannvirki, sem bera lista- Mikill fjöldi fólks hiýddi á fyrirlestur forsetans og sést hér yfir hluta salarins á Kjarvaisstöðum. Dr. Kristján Eld- járn flytur erindi sitt, „Land og minjar“. Fjölmenni hlýddi á fyrirlestur forseta í Stutt spjall viðKristmann í tilefni nýrr- arljóðabókar KOMIN er út hjá Almenna bókafélaginu ný ljóðabók eftir Kristniann Guðmundsson. Nefnist hún „Leikur að Ijóð- um“, og er 107 blaðsíður. Bók- inni skiptir höfundur I 3 kafla. Sá fyrsti nefnist „Æskuljóð“, og eru 18 Ijóð I þeim kafla. Annar heitir „Ljóð frá miðjum aldri", alls 17 Ijóð og loks „Ljóð frá sfðari árum“, alls 30 Ijóð. t bókinni er þvf að finna 65 Ijóð, og eins og kaf laheitin bera með sér, spannar hún allan skálda- feril Kristmanns. Elzta Ijóðið er frá því hann var 1114 árs, og það sfðasta er frá f sumar. „Ég hef alltaf leikið mér að því að yrkja, allt frá því ég var strákur," sagði Kristmann við blaðamann Mbl., sem heimsótti skáldið á Tómasarhaga í Reykjavík, þar sem það býr nú. Og Kristmann bætti við: ,,Og þótt mikill aldursmunur sé á elzta og yngsta ljóðinu í bók- inni, eru þau að mínum dómi lík, og tek ég það til marks um það, að ég sé ofurlítið farinn að ynjast aftur." Og Kristmann brosir við. „Leikur að ljóðum" er önnur ljóðabók Kristmanns. Fyrir rúmum 50 árum gaf hann út Ljóðabók sem hét „Rökkur- söngur". Kristmann var rúm- lega tvítugur að aldri þegar bókin kom út, og var þetta skömmu áður en hann hélt til Noregs. „Það er nú horngrýti hart, að á þeim árum var vita- vonlaust að svæla bókinni út fyrir 5 krónur, en nú kostar hún ekki undir 1000 krönum ef „Hef leikið mér að því að yrkja frá því ég var strákur” hægt er að krækja í hana ein- hvers staðar,“ segir Kristmann. Þá má geta þess, að fyrir einum 20 árum gáfu þeir Kristmann og Ragnar i Smára út litið ljóða- kver sem kallað var „Krist- mannskver". Það kom aðeins út i 2—300 eintökum, og var gefið vinum og kunningjum þeirra Ragnars, en fór aldrei i bóka- búðir. „Þetta er að vonum taisvert sundurleitt," sagði Kristmann þegar hann var inntur eftir efni bókarinnar, enda spannar það allan skáldaferil hans, eins og að framan greinir. „Frósinn hefur alltaf verið mitt form, en ljóðin hef ég fyrst og fremst ort mér til ánægju. Þetta sem hér birtist og það sem áður hefur birst er ekki nema hluti af því sem ég hef sett saman af ljóð- um, mest af því mun aldrei koma á prent." Og þegar Krist- mann var að því spurður hvort ljóð hans flokkuðust ekki undir margar stefnur vegna þessa langa tímabils sem þau spanna, svaraði hann: ,,Eg hef á minum skáldaferli sé fylgt þeirri einu stefnu, að sá ekki eitri i þær sálir sem lesa bækur eftir mig. Ég vil frekar gefa fegurð og auka hugrekki. Þetta er min eina stefna, og hún kemur skir- ast fram i skáldsögum niinum. Ég hef alltaf verið á öndverðum meiði við þá sem skrifa klúrt um lifið. Eftir sölunni að dæma, hafa nokkrar milljónir manna lesið bækur eftir mig, og það væri slæmt ef ég hefði sáð illgresi og óþverra í þær sálir.“. Kristmann hefur ekki látið deigan siga þótt aldurinn hafi færzt yfir, og hann vinnur nú kappsamlega að því að þýða yfir á islenzku þær bækur sem gefnar voru út eftir hann á norsku á sinum tíma. Er ætlun- in, að þær verði flestar gefnar út í nýjum flokki bóka sem Al- menna bókafélagið ætlar að gefa út í tilefni 75 ára afmæli skáldsins, sem er eftir tvö ár. I þessum flokki verða einnig gefnar út eldri bækur Krist- manns orðnar nálægt 30 að tölu, og auk þess liggja eftir hann 50—60 smásögur, auk ljóðabókanna sem að framan greinir. „Það er erfitt starf að vera skáld, en jafnframt heillandi. Ég hef haft yndi af öllum mínum ritstörfum '' Kristmann Guðmundsson var oft hart dæmdur, af misjafn- lega heiðvirðum gagnrýn- endum. Kannski hefur hann þess vegna samið þetta litla ljóð, sem hann nefnir „And- svar", og er að finna á bls. 55 í hinni nýju ljóðabók hans „Leikur að ljóðum". Á þessu litla Ijóði sínu lýkur spjallinu við skáldið. Lof og last lítilla karla er mér sem vad í vindi. Lygar varmenna, lap og slúður, nfð og nag, er mér sem kríudrit á hatti mfnum — þornar í sölskini, þvæst af í næstu regnskúr. Sögusýningin: „Eldur í Heimaey” sýnd í kvöld vegna fjölda áskorana MJÖt; góð aðsókn var að Sögu- sýningunnl um helgina. Hafa nú alls 20 þúsund manns séð sýning- una. Henni lýkur n.k. sunnudag, og er ástæða til að hvetja fólk til aö nota þessa sfðustu sýningar- daga vel. Þeir, sem sótt hafa sýninguna, hafa yfirleitt verið mjög ána'gðir með hana. Sýningarstjórninni hafa borizt mjög margar óskir þess efnis, að mynd feðganna Ösvalds og Vil- hjálnis Knudsen, „Eldur í Ileima- ey“, verði sýnd oftar á sýning- unni. Hefur Osvaldur orðið við þessum beiðnum, og verður myndin sýnd á Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan 21. Ösvaldur Knudsen Fundur um Á almennum fundi Félags sjálf- stæðismanna í Nes- og Melahverfi fjalla alþingismennirnir Albert Guðmundsson og Sverrir llermannsson um takmörkun Keflavíkursjónvarpsins, íslenzkt litasjónvarp og möguleika ís- lenzkra sjónvarpsáhorfenda til þess að komast í samband við útsendingar erlendra sjónvarps- stöðva utn alþjóðleg fjarskipta- kerfi. Fundurinn verður haldinn á fimmtudag, 21. nóveniber í Átt- hagasal Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Fundurinn er opinn öllum, sjónvarpsmál sem áhuga hafa á fundarefninu og er fólk hvatt til að fjölmenna. EKIÐ Á BÍL Laugardaginn 16. növ. var ekið á bifreiðina V-5375, milli kl. 15 og 16,30 þar sem hún stóð á bifreiða- stæðinu norðaustan við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Bifreið þessi er Saab 99, græn að lit. Var hægra afturbretti dældað. Þeir sem geta einhverjar upplýsingar gefið, eru beðnir að hafa samband v i ð rannsókna rlögreg 1 u na. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.