Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1975 Veggplatti úr leir. ræddrar sýningar. Þó hefur hún gert nokkuð af því að brenna hluti fyrir nemendur sína. Nú er mjög sérstakur persónu- legur stíll í verkum Steinunnar og hugmyndir hennar, sem hún spinnur verkin úr, eru fantasiur, sem þó eiga sér stoðir víða i nátt- úrunni, i landslagi, hafdjúpinu, gróðri og svo mörgu sem fyrir augu ber. „Elztu hugmyndirnar, sem ég er að vinna núna,“ sagði hún, „eru allt að 17 ára gamlar, svo ég er búin að ganga með þær nokkuð lengi i kollinum og þær hafa líka verið að þróast á þeim tíma, en nú loks hef ég komizt i að vinna talsvert við að koma hugmyndun- um í verk og það tekur líka tím- ann, því oft skemmast hlutir og þá þarf að vinna hugmyndina upp aftur. Ég hef ekki getað setið á mér í að fara oft út á yztu nöf tæknilega og því fer mikið i súg- inn. Ég hef mikið gert af tilraun- um og reynt að komast eins langt og ég hef getað með efnið. Þetta hefur kostað margt ónýtt verk og mikla vinnu, en ég hef ekki séð eftir þvi, það hefur hins vegar gefið mér ýmislegt, sem ég hef verið að leitast við að ná fram.“ Konumynd, sem Steinunn gerði í leir. Steinunn í Hulduliólum að undirbúa viðamikla leirmunasýningu í Kjarvalsstöðum um páskana Leirkerasmíði á Islandi hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á siðustu árum og er nú orðin einn stærsti þátturinn í ísienzkri list- munagerð. Steinunn Marteins- dóttir leirkerasmiður í Hulduhóí- um í Mosfellssveit er nú að undir- búa opnun viðamikillar leir- verkasýningar í Kjarvalsstöðum, en hún mun opna þar sýningu laugardaginn 29. marz, þ.e. dag- inn fyrir páskadag, og mun sýn- ingin standa til 14. apríl. Yfirleitt eru þeir munir fremur litlir, sem eru gerðir í leir, því tæknilega er mjög erfitt að hafa þá stóra. Á þeirri sýningu, sem Steinunn er að undirbúa er þó talsvert af stórum verkum úr leir, því hún hefur teflt djarft í til- raunum sínum. Það hefur því mikið farið í súginn, en hún hefur einnig haft árangur sem erfiði, því hún hefur náð mikilli tækni í gerð stórra muna. Við litum inn hjá henni eitt síðkvöldið fyrir skömmu til þess að fylgjast með starfi hennar og undirbúningi. Steinunn er með mörg járn í eld- ( inum um þessar mundir í leir- vinnu sinni, mótun, brennslu og skreytingu og verkin eru af ýmsu tagi: vasar, veggmyndir, pottar. Steinunn kvaðst mest hafa unnið að leirverkinu síðan hún flutti í Hulduhóla, en samt yrði hún með verk á sýningunni allar götur frá 1964 og jafnvel enn eldri, en hún hefur fengist við leirmunagerð í 17 ár. Megnið af þeirri 10 ára vinnu, sem Steinunn mun sýna i Kjarvalsstöðum er þó frá árinu 1969, en jafnhliða því að vera með námskeið í leirmunagerð fyrir al- menning, hefur hún gert sjálf- stæða hluti fyrir sjálfa sig. S.l. ár hafði hún þó engin námskeið ein- göngu til þess að geta unnið sleitulaust að undirbúningi um- skálar, bakkar, ljósaker, kerta- stjakar, veggplattar fyrir kerti og fleira og fleira. Hún vinnur nú af fullum krafti fyrir sýninguna og byrjað er að smiða sérstök borð til þess að láta munina standa á i Kjarvalsstöðum og það er Sverrir Haraldsson eiginmaður Steinunn- ar, sem teiknaði borðin. Unnið að gerð veggplatta. Fer út á yztu nöf í tækni leirvinnunnar” Við einn af stærri vösunum. Unnið að mótun, fullmótaðir leirvasar nær. Steinunn tekur einn af leirmunum sínum úr brennslu- ofninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.