Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Bragi Ásgeirsson: Gunnar S. Guðmundsson: andstæður og vinna úr þeim, — t.d. er þeir mynda nokkur strá, kaðalspotta, net í sandi, atriði úr auðn-, gróðri og víðáttum náttúrunnar og þegar merlar á fagurskyggðan vatns- eða sjávar- flöt og vindur gárar yfirborðið, eða að hysjar undir skýjakaf f nætursorta. Þetta gildir á sfna vísu einnig um myndaflokk Péturs af Helgu Eldon. Stækkunaraðferðir þeirra félaga eru mjög svipaðar og fjöl- breytni skortir í kornun og áferð. Þá hefðu þeir gjarnan mátt hafa sama háttinn á og áður 'að velja í sameiningu úrtak úr verkum hver annars, en ekki hver fyrir sig. Reynslan hefur sýnt, að slíkt er í langflestum tilvikum farsælla, einkum er menn eru ekki orðnir stórmeistarar, en þeir geta engu sfður einnig verið gloppóttir um val mynda sinna á sýningar. Allir ná þeir góðum árangri, þegar bezt lætur, en hins vegar er fullmikið af meðalverkum þannig að minna úrtak hefði markað heillegri árangur. — Gestur sýningarinnar er að þessu sinni Mats Wibe Lund, og er það mjög skynsamleg stefna hjá þeim þremenningunum að auka fjölbreytni sýninga sinna með því að bjóða jafnan einum lengra komnum f faginu þátttöku. Síðast var það Gunnar Hannes- son, og er framlag hans mér enn í Ljósmyndasýningar hafa jafn- aðarlega yfir sér vissan þokka, hvort sem um er að ræða úrtak fréttaljósmynda, mynda tekinna af handahófi við ýmis tækifæri, skapgerðarmyndir eða að lögð er áherzla á listræna úrvinnslu myndefna. I dag nota myndlistar- menn Ijósmyndatæknina á marg- víslegan hátt sem listrænt hjálpar- eða tjáningarmeðal og á síðari árum með heimspekilegu fvafi og krufningu tilverunnar („conceptual art“). Tjáningarmöguleikar hins optfska auga virðast nær óþrjót- andi sem tæki til persónulegrar sköpunar, en um leið er ljósmynd- in sú listgrein, sem máski er mest misskilin. Líkt og í málverkinu virðist það aðalatriðið, að fyrir- myndin komist til skila, að mynd- in líkist t.d. frænku gömlu, sem hún er af og helzt á frænkan að vera stássklædd og „fallegri“ en í hversdagsleikanum, nokkurs konar bankastjóra-portrett. Við þekkjum öll uppstilltar fermingar-, brúðar- og fjölskyldu- myndir, sem eru ein leiðinlegasta tegund ljósmynda sem hugsazt getur og gefur í flestum tilvikum alranga hugmynd af viðkomandi persónum. Þetta er sem sagt ákaf- lega svipað og tilvitnunin í bláa litinn, „að enginn vissi hvað blátt | væri, fyrr en hann hætti að setja hann I sambánd við himin eða haf og hugsaði einungis um hann sem litatón“, og það er vissulega ástæðulaust að láta allt rautt minna sig á kommúnisma og byltingu! Að sjálfsögðu eru litir einnig notaðir sem slík tákn f listinni en fjarri þvf að jafnaði, því að hann lýtur sínum eigin ströngu lögmálum og hið ná- kvæmlega samá má segja um Ijós- myndavélina og möguleika hennar eða réttara, hins optfska auga. Það er einmitt út frá listrænum forsendum sem þremenningarnir ungu ganga er standa að ljós- myndaklúbbnum „Ljós“, en það eru þeir Gunnar S. Guðmundsson, Kjartan B. Kristjánsson og Pétur Þ. Maack. Þetta er hópur áhuga- manna, sem nú heldur þriðju sýningu sína á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Þetta er f annað skipti, sem þeir sýna á þess- um stað, og sýningarráð hússins mun í bæði skiptin hafa samþykkt | umsóknirnar með öllum greidd- um atkvæðum, sem sýnir að það | viðurkennir slíka starfsemi sem listviðleitni. Þessi formáli er nauðsynlegur sem innlegg í deilur um stöðu ljósmyndarinnar f dag sem list- greinar, og þótt þetta sé áhuga- mannahópur, þá hafa hinir ungu | menn sannað getu sfna á undan- gengnum sýningum, og þetta er sannarlega fórnfýsi og áhuga- mennska en enginn gróðavegur. I framhjáhlaupi má vekja athygli á því, að ég er þess fullviss, að samtök áhuga- eða frístunda- málara hefðúr fengið inni á Kjar- valsstöðum án mótatkvæða, hefði slfk umsókn borizt, en svo undar- lega vill til, að tsland er trúlega eina landið í veröldinni þar sem slíkir menn virðast ekki til! Hinir ungu menn hafa auglýst eftir gagnrýni, sem er hetjulegt á þeim tímum og við þær aðstæður, að það liggur við, að gagnrýnendur verði að ganga í skotheldum vest- um, detti þeim í hug að salla niður sýningu hérlendis, og er slfkt einnig einsdæmi f veröld- inni. Frá mínum sjónarhóli er það framar öðru helzt aðfinnsluvert, að það vantar nöfn og númer á myndirnar ásamt skemmtilegum texta í bland, sem geta varpað ljósi á hughrifin, sem mynda- tökumaðurinn varð fyrir af myndefninu. ■ Þannig er nær ókleift fyrir mig að gagnrýna ein- stakar myndir með vísun á nöfn eða númer, sem að sjálfsögðu bindur hendur mínar sem gagn- rýnanda. Ég er ei heldur fagmað- ur f ljósmyndatækni og get því ekki fjallað um myndirnar útfrá fagmannlegu sjónarmiði. Yfirleit er það sameiginlegt með þremenningunum, að þeir ná að mínu mati langsamlega beztum árangri, er þeir spila á einfaldar „Voraldar veröld." Mats Wibe Lund: „Grænleiískur bóndi.“ lega mynda líkt og „Sólþurrkað- ur fiskur“ (2) tekin í Bangkok, mjög skemmtileg f byggingu og sýnir, að Mats hefur næmt auga fyrir formi. Myndin „Á Kalda- dalshæðum“ (20) er ein áhuga- verðasta mynd hans, tær, skýr og hrein í formi, og svipað má segja um næsta númer á eftir, „Brenni- steinshver austan Námaskarðs". Fróðlegt er að bera saman vinnu- brögðin í litmyndum fyrri tfma Framhald á bls. 16 fersku minni. Mats Wibe Lund er þrautþjálfaður atvinnumaður og hefur tekið margs konar myndir, m.a. mikið af myndum af Jista- verkum og listamönnum fyrir Ice- landic Review og er mér það ráð- gáta, af hverju sá þáttur er ekki að einhverju leyti með f sýningar- deild hans. Myndir hans eru tekn- ar við ýmis tækifæri á ferðalög- um heima sem erlendis og bera fagmanninum’ vitni og eru mjög vel teknar. Minnist ég sérstak- Pétur Þ. Maack: „Helga Eldon“ Kjartan B. Kristjánsson: „Krotað I sand.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.