Morgunblaðið - 23.11.1975, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975
... Gögn þau sem tiltæk
eru frá upphafi prentverks
á íslandi, segja þvf miður
slitrótta sögu þess, sérstak-
lega meðan þau eru fyrst á
Hólum, á Breiðabólstað f
Vesturhópi og Núpufelli í
Eyjafirði. Eftir að prent-
verkið hefur fest rætur að
fullu á Hólastað um skeið
og er komið f ötular
hendur Guðbrands Þor-
lákssonar biskups. Eftir
hans dag rennur það eftir
skrykkjóttum vegleysum
um stóran hluta landsins
og mun ég drepa á það
lauslega sfðar.
Skáldsnillingurinn og hug-
sjónamaðurinn Einar Benedikts-
son segir i þekktu ljóói: „Að
fortíð skal hyggja, ef frumlegt
skal byggja, án, fræðslu þess liðna
sést ei hvað er nýtt.“. Mér finnst
þessi orð hans sérstaklega eiga
vel við nú er við skoðum þennan
þátt í sögu prentverksins og
% vá A-rílr fsÉÉÍPPl
Nákvæm eftirlíking af Gutenberg-pressunni til vinstri, en til hægri er setninga-
kassi. Meðal hluta á borðinu er farva-bullari.
Gömlu prentverkin
þýðingu þess fyrir okkur og sam-
búð manna á jörðinni. Því leyfi ég
mér að taka þau mér í munn til
þess að árétta það, sem ég reyni
að koma hér orðum að. Þið munuð
hafa gengið hér um sali og séð
hverju hefur verið komið fyrir og
stillt upp frá frumdögum prent-
Iistarinnar og árunum er á eftir
fóru. Ymsir þessara hluta eru for-
verar prentverksins og þess
vegna grundvöllur þess er við
fluttum hingað heim til íslands,
er við hugðumst hætta að hand-
rita bækur og taka upp fjölda-
framleiðslu þeirra, með nýjustu
tækni þeirra tíma. Flest það sem
hér er til sýnis er mér vel
kunnugt, vegna þess að það eru
frumgögn, er fyri.r mér hafa legið
á liðnum árum í starfi mínu og
eru ómissandi fræðslugögn um
prentverk og framleiðslu bóka og
prentgripa. I því formi, sem þetta
liggur hér fyrir, kemur það í fang
manns og spyr hvort minnið sé
með... Án þessara gagna frá
frumdögunum, sem hér eru sýnd,
hefðu engin prentverk orðið til
hvorki hér eða annars staðar og
heldur engar stofnanir eða starfs-
þættir er því þjónuðu í neinni
mynd. Það er ekki óskemmtilegt
að íhuga, hverja þýðingu það
hefur haft fyrir framgöngu mann-
kynsins, þegar prentlistin var
fundin upp, af þjóðverjanum
Jóhanni Gutenberg. Það virðist
ekki óverðskuldað. að hann hefur
hlotið heitið „faðir prentlistar-
innar“ í það minnsta meðal okkar
í prentarastétt.
Að mínu viti er þessi einfalda
lausn Gutenbergs mesta bylting,
sem orðið hefur f heiminum frá
því að s'ógur hófust, og hún
stendur yfir enn í dag. Án
þessarar lausnar hefðum við sjálf-
sagt lítið af því er við köllum í dag
mannsæmandi þægindi, svo sem
rafmagn, bíla, sjónvarp, útvarp,
síma, heimilisvélar og hvaðeina
er orku þarfnast. Litið hefði orðið
úr ferðum til tunglsins og geim-
ferðum. Kannski ættum við
stækkunargler og kiki. Menn
voru búnir að læra að drepa hver
annan löngu fyrir daga ’Guten-
bergs, svo það er hæpið að kenna
honum um það að öllu leyti, en
afköstin í manndrápum verðum
við að færa á sérstakan reikning
hans. Vetnissprengja hefði engin
orðið til.
Er við athugum niður í kjölinn
þessa þróun, eigum við þá að vera
þakklát meistaranum? Eigum við
kannski að segja: „Mikið skelfing
vildi ég, að honum Jóhanni
Gutenberg hefði ekki dottið í hug
þessi vitleysa, að fara að steypa
lausa stfla úr blýi, bara til þess að
geta framleitt á örari hátt bækur,
sem gætu litið nánast nákvæm-
lega út eins og þær handskrifuðu,
til þess að þúsundfalda afköstin i
framleiðslu þeirra og geta með
því kennt öllum börnum jarðar-
innar að lesa.“
Þessi hugsun er mér þó ekki
laus á vörum. Heldur er það mfn
einlægasta ósk og von, að mann-
kyninu lærist að fara þannig með
gjafir, er beztu hugsuðir gefa því,
og láti því i té skilning á. Gjafir
þær eru einskisvirði, án þess að
fólkið læri að lifa í friði. Þá hefur
draumur Gutenbergs rætzt, en
fyrr ekki að mfnu viti.
Ég verð aðeins að skyggnast
nánar innf verk Gutenbergs, áður
en haldið er inná svið og óljósar
götur prentverkanna okkar á
frumskeiði. Ef við lítum á verk
hans sem fagurlist frekar en
nytjagrein og fullkomna stælingu
hinna handrituðu bóka, eða bóka
framleiddra eftir tréskurðar-
blokkum, þá verður að líta á hann
sem framsýnan athafna- og
bisnesmann, sem þó taldi ekki
fegurðina hömlur á fjármálavitið.
Listin sat í öndvegi við útfærslu
hugmyndarinnar. Ég trúi því
ekki, að hann sem útspekúleraður
fjáraflamaður hefði látið hand-
ritaskrifarana svo rugla sig i
rfminu, að hann legði það á sig að
gera 10 mismuandi stila af sama
hljóðtákninu, þegar hann gat
komizt af með einn, hefði vand-
virknin og virðingin fyrir þvf list-
ræna ekki ráðið ferðinni. Til þess
að gera eitt lestákn, einn stíl,
þurfti hann að gera mót úr kopar
fyrir hvern stíl, er var mikið
nákvæmnisverk og tfmafrekt.
Hann gerði 290 stílmót, þótt hann
hefði komist af með 30, ef miðað
er við íslenzkar aðstæður.
Hann hefur örugglega lagt til
grundvallar listreglur hinna
vandfýsnustu handritaskrifara,
bókagerðarmanna þeirra tima,
enda varð árangur hans eftir því.
Eins og sjá má þegar litið er á
biblíusíður hans. öll orðabil jafn-
stór, allar lfnur jafnlangar, án
þess að þurfa að setja penna-
sveiflu í línulok, eða draga saman
orð með samdrætti eða stytting-
um. Árangurinn er augljós. Til
varð fegursta bók, sem enn hefur
verið prentuð, samkvæmt áliti
vandfýsnustu manna, og- er þó
margt vel gert í dag. Það getur
engum skugga varpað á starf
þeirra, sem á eftir komu eða
skapað minnimáttarkennd hjá
okkur í dag.
Þó verð ég að segja það sem ég
tel réttast, að einn stóð Gutenberg
ekki að þessu. Kannski var það
hans gæfa, er fram liðu stundir.
Það mun þó ekki hafa verið er
hann stóð fyrir rétti í Mains, er
hann var að missa prentverk sitt
og þar með biblíuna sína, næstum
fullprentaða í hendur lánar-
drottins síns. Listamaður sá er
hann hafði til aðstoðar við verk
sitt, verður að fá að njóta alls er
hann á skilið. Hann á að hafa lýst
þetta fagra verk, gert allar hand-
Opna úr Gutenbergs-biblíunni.
unnar teikningar og litskreyt-
ingar, en án þeirra hefði verkið
ekki orðið nema svipur hjá sjón.
Hann hét Pétur Schöffer. Sá sem
lagði honum til rekstrarféð og
hirti prentverk hans og biblíu hét
Jóhann Fúst. Þótti Fust þetta
heppilegur tími til þess að sitja
einn að þeirri köku er Gutenberg
var við það að Ijúka við að baka,
eða var of langt í arðinn af hin-
um Iánuðu peningum? Þetta
verður hver að meta fyrir sig.
Arðurinn í dag er samt Guten-
bergs, svo sannarlega, og það seg-
ir mest til um fallvaltleik róg-
málmsins. Það er athyglisverð
„tilviljun“ að skjaldarmerki
þessa meistara skuli hafa verið
beiningamaður með samskota-
skál. Mætti fordæmi þessa meist-
ra og brautryðjanda prentlistar-
innar verða sígild fyrirmynd þess
að hafa ávallt í heiðri allt það er
nauðsynlegt er til þess að umbún-
aður þeirra hluta er varðveita
eiga mannsandann, sé f heiðri
hafður. Getur Island verið hlut-
gengt í þeim efnum? Það er ég
viss um.
Þegar litið er á tæknilegar
framfarir er verða á árunum frá
1455 er biblía Gutenbergs er
fullgerð og til þess tíma er prent-
verk er sett upp á landi okkar, í
kring um 1530, þá er Islenzk
prentlist byggð á þeim framför-
um, eða um 75 ára þróun þessarar
greinar er þá hafði farið hamför-
um. Ef litið er á hina fullkomnu
sýningarskrá, og borin saman þau
sýnishorn er birtar eru myndir af
á árabilinu 1455—1530 og skoðað
það er á eftir kemur frá prent-
verkum okkar fyrstu aldirnar,
verður til nokkur myndrænn
samanburður.. .
Við íhugun mína á sögunni
íslenzku um prentverkin á Is-
landi, hef ég ávallt orðið að byrja
á öfugum enda, kannski finnst
mönnum það gegna furðu. ..
þræði ég mig afturábak frá Isa-
foldarprentsmiðju, en inn f hana
rennur Prentsmiðja landsins eða
Prentsmiðja Einars Þórðarsonar,
en prentgögnin er það fyrirtæki
hafði til prentverksins, voru úr
Viðeyjarprentverki, er kom til
Reykjavíkur árið 1844, en til Við-
eyjar kom Beitistaða og Leirár-
garðaprentverk 1789. Hrapps-
eyjarprentverk var keypt sérstak-
lega til landsins. Ég verð þvf að
álykta að leiðin til Reykjavíkur-
prentverkanna liggi úr Hrappsey
og jafnvel alla leið að einhverju
leyti inn í Isafoldarprentsmiðju.
Það finnst ekki nema með
könnun á fyrstu prentgripum frá
Isafoldarprentsmiðju...... Því
miður mun allt efni sem til fram-
leiðslu prentgripa var notað á
fyrstu áratugum hennar gjörsam-
lega horfið. Svefngangan í varð-
veizlu gamalla mun virðist hafa
verið jafn einlæg síðustu áratug-
ina og hún hefur verið frá upp-
hafi. Vísið mér á einn blýstíl frá
fyrstu öldum prentsins ... ég
skyldi með gleði færa það Þjóð-
minjasafni íslands með stolti.
Hvað um það ef fyndist einn
hnefi af ,’svfl“... Hann væri and-
virði hundraða haustdilka. ..
Ég verð að láta það liggja milli
hluta hvaða ár fyrsta prentverkið
hefur komið til landsins, en Jón
Arason leyfi ég mér að gera
ábyrgan upphafs fyrsta prent-
verksins, meðan annað ekki
sannast, að öðrum sé að þakka.
Fræðimenn eru alls ekki á einu
máli um það. Mér finnst eðlilegast
að fjalla um fyrsta tímabil prent-
verkanna í einu lagi eða frá árun-
um 1530—1593. Á þessu tímabili
er þó augljóst að um þrjá staði er
að ræða, Hóla, Breiðabólstað í
Vesturhópi og Núpufell. Það er
nokkurn veginn sannað að á
Núpufelli og Hólum hafi prent-
verkin að einhverju leyti verið
samtímis, þvf að til eru tvö verk
sem prentuð eru samtímis sam-
kvæmt heimildum...
Svo hörmulega vill til að um
prentgripi frá Breiðabólstað er
ekki að ræða fyrr en eftir 1559.
Hins vegarertaliðaðtilséu tvær
blaðsíður úr Brevarium Holense,
sem talið er prentað í fyrsta Hóla-
prentverki. Þetta eina blað, eða
tvær blaðsíður, fannst sem bók-
bandsefni f gamalli bók úti f
Svíþjóð. Þó eru taldar vafasamar