Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1976
Síðasti hluti ritdóms Medvedev:
Solzhenitsyn
og Krylenko
Solzhenitsyn fer ekki í bók
sinni mildum höndum um
neinn rússnesku byltingar-
flokkanna. Byltingasinnaðir
vinstri-jafnaðarmenn eru ein-
faldlega afgreiddir sem hryðju-
verkamenn og slagorðatruðar,
„sem aldrei nutu heiðvirðrar
forystu". Fylgismenn minni-
hlutaflokks       kommúnista
(menshevikar) eru kallaðir
slagorðatrúðar, og þar með
virðist allt sagt, sem segja þarf
um þá. En hranalegustu lýs-
ingarorðin velur hann meiri-
hlutaflokki       kommúnista
(bolshevikum), sem tókst að ná
og halda völdum í Rússlandi
með miklu ofstæki og alls
óþarfri illmennsku. Solzhen-
itsyn dregur einkum fram
ísviðsljósið einn forystumanna
meirihlutaflokksins,      N.V.
Krylenko, sem var formaður
æðsta      dómsráðsbyltingar-
manna,     dómsmálaráðherra
byltingarlýðveldisins og aðal-
saksóknari í mörgum „sýndar"-
réttarhöldum á fyrstu árum
ráðstjórnar. Tvo kafla helgar
Solzhenitsyn svo til ein-
vörðungu þessum réttarhöldum
(„Bernska laganna" og „Hin
fullþroskuðu lög"), og nafn
Krylenko kemur vfða fyrir í
öðrum köflum bókarinnar.
Það má halda því fram, að á
fyrstu valdaárum ráðstjórnar
hafi byltingarlýðveldið þurft að
berjast af öllum mætti fyrir til-
veru sinni. Hafi byltingin og
ráðstjórn verið tímabær og
nauðsynleg, hefði verið óhjá-
kvæmilegt annað en verja
árangurinn fyrir mörgum og
miskunnarlausum andstæðing-
um og slíkt hefði reynzt úti-
lokað án bardaga, byltingar-
dómsráða og C.H.E.C.A.
(öryggis- og leyniþjónustu). En
jafnvel þótt þessir fyrirvarar
séu gerðir er óhjákvæmilegt að
sjá, hversu óréttlátar, tilgangs-
Iausar og hrottalegar þessar
hefndarráðstafanir voru, hvort
heldur þær voru ákvarðanir
dómsráða eða ákvarðanir
teknar án þess að gera tilraun
til að gefa þeim réttarfarslegt
yfirbragð. Þá er einnig óhjá-
kvæmilegt að veita því athygli,
hversu margir heimskir, þráir
og óendanlega hatursfullir
menn völdust bæði í öryggis- og
leynilögreglu og önnur dóms-
ráð. Við þessar aðstæður varð
Krylenko fljótlega aðalleikstjói
og svipaði til formanns dóm-
stóls Jakobína (Jean Baptiste),
Coffinhal.sem í félagi með
nokkrum konungssinnum sendi
óbreytta borgara undir fallöx-
ina (m.a. sjötugar konur og
átján ára stúlkur), byltngar-
sinna.sem voru óángæðir með
Robespierre, svo og hinn frá-
bæra efnafræðing Lavoisier.
(Þegar Lavoisier bað hæversk-
lega um að fá að ljúka mikil-
vægum tilraunum svaraði
Coffinhal: „Við höfum ekki
þörf fyrir vísindamenn.").
Auðvitað var Krylenko engin
undantekning úr röðum meiri-
hlutaflokks kommúnista. Því
miður eru það ekki ein-
vörðungu heiðarlegustu og hug-
rökkustu mennirnir, sem gerast
byltingarmenn.     Félagslega
spilltir menn, hæfileikasnauðir
sjálfbirgingar, framagosar, fólk
með hugarfar málaliða, kald-
rifjaðir menn, fingralangt fólk,
svo og margir, sem eru einf ald-
lega heimskir, bjálfalega of-
stækisfullir og triíandi til alls
ills; hinar ólíkustu manngerðir
af slfku tæi reyna einnig að
stökkva á byltingarvagninn,
einkum þegar eldmóður fer
vaxandi.  En  þessi  staðreynd
gefur alls ekki tilefni til að
fordæma allar byltingar og alla
byltingarmenn.
Taka verður tillit til eins
atriðis enn. Erfiðasta raun
byltingarmannanna var hvorki
vistin í fangelsum og
nauðungarvinnubúðum,     né
hugdjarfar árásir móti vél-
byssuskothríð hvítliða, hvorki
hungur né harðrétti, heldur
valdið sem féll þeim í skaut, —
og I fyrstu fóru þeir með nærri
ótakmarkað vald. Það eru
gömul sannindi, að valdið
skemmir og spillir þeim, sem
með það fara og að valdið getur
gert hina ágætustu menn að
mútuþægum varmennum. Ég
verð því miður að játa að
margir kommúnistar úr meiri-
hlutaflokknum stóðust ekki þá
yngri liðsforingjar þráfaldlega
beittu hinn óbreytta hermann
misrétti, þá gleymdi hann öllu
þessu um leið og hann varð
sjálfur liðsforingi og skömmu
síðar höfuðsmaður. I hugskoti
sínu fór hann að gera skarpan
greinarmun á sjálfum sér og
hermönnunum, sem lutu stjórn
hans, hann varð skilningssljór á
hið þungbæra hlutskipti
hermannanna I vigllnunni og
fjarlægðist þá meir og meir rétt
eins g þeir væru annarrar teg-
undar eða óllkrar ættargöfgi.
Án þess að nema staðar og gefa
því gaum féllu honum vel í geð
öll forréttindin, sem fylgdu
liðsforingjatigninni. Hann var
yfirmáta kumpánlegur við
menn, sem voru honum eldri,
feður og afar. Hann varð mis-
stöðum 1938, þegar Beria tók
við af honum ..." (Yeshov var
illræmdur innanríkisráðherra,
yfirmaður öryggis- og leyni-
þjónustu og aðalböðull í hreins-
ununum 1936—8.).
En úr þvl að Solzhenitsyn gat
tekið slíkum sinnaskiptum á
þeim tveimur árum sem hann
var undirforingi, við hverju var
þá að búast af Krylenko, sem
skaut á enn skemmri tlma upp
frá því að vera fánaberi f stöðu
æðsta yfirmanns alls herafla
Rússlands, verður síðan for-
maður æðsta dómsráðsins, að-
stoðardómsmálaráðherra og
aðalsaksðknari sovétríkisins
Rússlands. Þótt Krylenko væri
þaulmenntaður og hefði tekið
lokapróf frá tveimur háskóla-
deildum fyrir byltinguna, þá
svo einfalt! Ef til væri ein-
hversstaðar fólk, sem væri ein-
göngu vont og bruggaði öll
launráð þyrfti ekki annað en að
skilja það frá hinum og tortíma
þvi. En mörkin milli hins vonda
og hins góða liggja um hjarta
sérhvers manns. Og hver getur
tortímt hluta af eigin hjarta?
Svo lengi sem maðurinn lifir
flytjast þessi mörk til. Stundum
þrengjast mörkin vegna þess að
hið vonda hrósar sigri, en hina
stundina rýmkast vegna þess að
hið góða boðar bjartan dag.
Sami maður ber breytilegan
persónuleika eftir aldri og ytri
kringumstæðum.     Stundum
hallar hann sér að djöflinum
stundum að dýrlingum. En
nafn mannsins breytist ekki og
við  tilreiknum  þessu  nafni
HER birtist þriðji og sfðasti
hluti ritdóms rússneska
sagnfræðingsins       Roy
Medvedev um Gulag-
eyjaklasa    Solzhenitsyns.
Fyrsti hluti ritdómsins
birtist í Mbl. 24. júlf sl.,
annar hluti 15. ágúst sl. 1
þessum sfðasta hluta rit-
dómsins kemur glöggt fram
sú yfirlýsing Medvedevs að
hann er sannfærður marx-
isti, sem bindur vonir sfnar
við framkvæmd kommún-
ismans, þótt hann viðnr-
kenni ótvfrætt að hina
kommúnfsku byltingu hafi
skort alla siðræna leiðsögn
og þvf hafi farið sem fór.
Túlkun hans á viðhorfum og
boðskap Solzhenitsyns nær
hvergi nærri þeírri breidd
eða dýpt sem hugsjónir
Solzhenitsyns sjálfs hafa.
Til þess að skynja það
verður hver og einn að lesa
Gulag-eyjakíasann sjálfur
— og þess gefst Is-
lendingum senn kostur, þvf
fslenzk þýðing á ritverkinu
kemur innan skamms f
bókaverzlanir.
Hugmyndafræði,
semþarfað
þröngva upp á
Kápumynd af fslenzkri útgáfu Gulag-eyjaklasans, sem
kemur innan tfðar f bókaverzlanir.
Siðrænn gmndvöllur
mannsins er af
trúarlegum toga
f ólk með valdi, er
harla lítils virði
eldraun, sem fóist í valdinu,
sem þeir fengu í hendur. Löngu
áður en þeir létu lífið i of-
sóknarmyllu     Stalíntimans,
höfðu þessir sömu menn sjálfir
skipulágt og tekið þátt í ótal-
mörgum og grimmilegum of-
sóknum, oftast óréttlætanleg-
um, ónauðsynlegum og reyndar
flestar til tjóns fyrir mál-
staðinn. Af þessum athuga-
semdum má ekki draga þá
ályktun, að allir þessir
kommunistar hafi fyrir bylting-
una verið rangsleitnir, grimmir
menn, umhyggjulausir um
þjáningar annarra; það má ekki
draga þá ákyktun að þeir hafi
fyrir byltinguna jafnvel ekki
haft að leiðarljósi hinar
jákvæðustu hvatir, háleitustu
markmið og hugsjónir.
Solzhenitsyn gerir sér ljósa
grein fyrir þessum siðspillandi
áhrifum valdsins. Af einstakri
hreinskilni segir hann frá sjálf-
um sér að eftir áralanga veru í
hernum, þar sem hann erfiðaði
og leið hungur, eftir heilt ár við
stöðugar liðskipanir og æfingar
f  fylkingum,  þar  sem  hinir
lyndur við aðstoðarmann sinn
og stundum svo smásmugulega
kröfuharður við hermenn sína,
að einu sinni við liðskönnun sá
reyndari herforingi ástæðu til
að ávíta hann. Og Solzhenitsyn
gerir eftirfarandi játningu:
„Það koní í ljós, að axlaskraut
liðsforingjatignarinnar hafði
sáldrað gullnu eitruðu dusti
níður á milli rífja mér." Þá má
minnast þess að við lá að
Solzhenitsyn yrði sjálfur liðs-
foringi I N.K.V.D. (öryggis- og
leyniþjónustunni); gerð var til-
raun til að fá hann til að ganga í
N.K.V.D.-skóla, og hefði verið
gengið harðar á eftir honum þá
hefði hann jafnvel fallizt á það
tílboð. Þegar Solzhenitsyn
minnist þessara ára, þegar
hann var liðsforingi, er hann
óvæginn við sjálfan sig, t.d. er
hann gerir eftirfarandi
játningu: „Ég taldi sjálfan mig
vera ósérhlífinn og óeigingjarn.
En ég var þá þrautþjálfaður
vígamaður Og hefði ég hafnað á
N.K.V.D-skóIanum      undir
handarjaðri Yeshovs, þá hefði
mér e.t.v. skotið upp á réttum
bráðeitruðu og afskræmdu hin
miklu völd hann, svo hann var
óþekkjanlegur fyrir sama
mann.
Solzhenitsyn ritar: „Svo
virðist, sem til sé eins konar
þröskuldur í vegi stigmögnunar
hins illa. Já, sérhver maður ver
lffi sínu þannig að hann
sveiflast, kastast milli hins góða
og hins vonda, honum skrikar
fótur, hann hrasar, iðrast en
umlykst myrkrinu að nýju, en
svo framarlega sem hann yfir-
stigur ekki þau mörk, sem í
þröskuldinum felast, getur
hann risið upp að nýju, og við
getum haldið áfram að binda
vonir við hann. En þegar ódæði
hans verða svo tíð eða svívirðí-
leg, þegar völd hans verða svo
algjör og eigingjörn að hann
yfirstígur þennan þröskuld, þá
hefur sá maður fyrirgert
mennsku sinni og á e.t.v. ekki
afturkvæmt."
Á öðrum stað ritar Solzhen-
itsyn: „Sá lesandi, sem heldur
að þessi bók sé pólitísk afhjúp-
un, ætti að skella henni aftur
þegar í stað. Bara að það væri
bæði kost og löst." í þessari
djúpspöku        athugasemd
Solzhenitsyns má finna a.m.k.
að nokkru leyti skýringuna á
harmleiknum og hrösun
margra     hinna     gömlu
kommúnista       meirihluta-
flokksins (bolshevika). Löngu
áður en þeir urðu sjálfir ógnar-
stjórn Stalíns að bráð, höfðu
þeir gegnt síður en svo lítil-
vægu hlutverki sem tannhjól í
harðstjórnarvélinni, sem var
einnig eldri uppfinning.
Hverjar eru tillögur
Solzhenitsyn?
Ef völd skemma og siðspilla
þeim, sem með þau f ara, eins og
Solzhenitsyn segir og ef stjórn-
mál „eru ekki vísindalegt kerfi
heldur vettvangur sífelldra til-
rauna sem ekkí verður lýst með
stærðfræðilegum líkönum, og
auk þess auðveld bráð fyrir eig-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44