Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 201. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976
Islendingur
þátttakandi
í „Per Gynt
stemned"
NÝLEGA var Agúst F. Petersen
listmálara boðið til Noregs til að
vera viðstaddur og taka þátt f
svokallaðri „Per Gynt stemned",
sem stðð yfir frá 4.—15. ágúst s.l.
Hátlð þessi hefur verið haldin
árlega í bænum Vinstra í Guð-
brandsdal frá 1967. Þá voru liðin
100 ár frá því að Ibsen gaf út
Pétur Gaut, en Pétur Gautur var
ættaður frá Vinstra og var uppi
um 1700.
Auk málverkasýningarinnar
(samsýning) voru þarna fjöl-
breytt skemmtiatriði svo sem
hljðmleikar, leiklist, söngvar, list-
dans o.fl. Auk innlends listafólks,
sem þarna kom fram, má nefna
list- og þjóðdansaflokk frá Riga I
Lettlandi, hljómlistarmenn frá
Svíþjóð og ballett og látbragðs-
leikarar frá Danmörku.
Agúst F. Petersen.
Leikritið Pétur Gautur var að
sjálfsögðu sýnt og fóru Alf
Malland frá rikisleikhúsinu í Ósló
og Arnhild Skurdal með aðalhlut-
verkin.
Þetta er i fyrsta skipti, sem
íslendingi er boðin þátttaka I
hátið þessari.
Seljahverfið tengist
leiðakerfi SVR í dag
NÝJU verkamannabústaðirnir f
Seljahverfi f Breiðholti verða frá
og með deginum f dag tengdir
leiðakerfi Strætisvagna Reykja-
víkur. Verður það gert á þann
hátt að breytt verður leiðinni
„Hólar — Bakkar," sem hér eftir
heitir „Hringleið — Breiðholt".
Fyrst um sinn verður ekið á hálf-
tfma fresti mánudaga til föstu-
daga frá 07—19 og verður leitazt
við að tengja þessa leið við leið 12
á gatnamótum Stekkjarbakka og
Miðskðga.
Slasaðist
alvarlega á
Kröfluvegi
JEPPABIFREIÐ valt á Kröflu-
vegi, um 2 km frá aðalveginum,
skömmu eftir klukkan 10 í gær-
morgun. Fjórir menn voru í bíln-
um og slasaðist einn farþeganna
alvarlega. Var hann fluttur til
Reykjavíkur þar sem hann var
lagður inn á Landakotsspítala.
Mun maðurinn vera mjað-
magrindarbrotinn og viðbeins-
brotinn auk minni háttar meiðsla.
Hinir þrir, sem I bílnum voru,
sluppu án teljandi meiðsla. Var
billinn nýkominn út úr beygju,
þegar óhappið varð og mun hafa
lent I lausamöl, eð þeim afleiðing-
um að bílstjórinn missti stjórn á
farartækinu, sem valt út af vegin-
um. Sá sem slasaðist varð undir
jeppanum og þurfti að velta hon-
um ofan af manninum.
Dularfullir
telexskrár-
útgefendur
VERZLUNARRÁÐ íslands varar
í fréttabréfi slnu félagsmenn slna
við fyrirtækjum erlendis, sem
segjast gefa út handbækur yfir
telex-númer og ýmsar skrár I sam-
bandi við notkun telextækja. Eru
nefnd tvö fyrirtæki, sem sérstak-
lega er varað við, og sagt að þau
séu „huldufyrirtæki".
Þessi fyrirtæki hafa leikið sér
að því að senda reikning fyrir
ókeypis nafnbirtingu og hafa
jafnframt rukkað fyrir óumbeðn-
ar auglýsingar. Hefur verið rukk-
að fyrir nafnbirtingu eða auglýs-
ingu I handbókum, sem aldrei
hafa komið út. Segir verzlunar-
ráðið að það hvetji menn til þess
að greiða aðeins fyrir umbeðna
þjónustu.
Þá verður einnig sú breyting á
akstursleiðinni, að hætt verður að
aka Arnarbakkahringinn, en þess
I stað verður ekið að verzluninni
Breiðholtskjör og snúið þar við.
Hér er um skammtimalausn að
ræða, en fyrirhugaðar eru á
næsta vori gagngerðar breytingar
á Breiðholtsleiðunum.
Áætlun hringleiðarinnar og
leiðbeiningar munu liggja
frammi i farmiðasölu SVR á
Lækjartorgi og Hlemmi, svo og
hjá vagnstjórum á þessari nýju
leið og leið 12.
Þróun verð
bólgunnar
í 15 ár
SKIPZT hafa á skin og skúrir
síðasta hálfan annan áratug í
verðlagsþróun á tslandi.
Minnsta hækkun framfærslu-
vísitölu varð á árinu 1971, en þá
var verðbólgan 2,7%. Mesta
hækkun verðbólgunnar var
hins vegar á árinu 1974, er hún
náði að hækka um 53,5%. Fer
svo úr að rætast og á árinu 1975
er verðbólgan rétt rúmlega
36% og á árinu 1976 er svo spáð
að hún verði á bilinu 25 til
30%. Má því segja að þróun
verðbólgunnar sé nú farin að
nálgast það, sem hún var fyrir
árið 1971, þótt hún sé enn all-
miklu hærri en þá,
Athyglisvert er að bera þróun
verðbólgunnar saman við hvaða
ríkisstjórnir hafa farið með
völd i landinu. Frá árinu 1960
til 1971 situr við völd svókölluð
viðreisnarstjórn og rokkar þá
verðbólgan upp og niður frá ári
til árs, en er að meðaltali þessi
ár 11,5%. Árið 1971 tekur við
vinstri stjórn, sem er við völd i
um það bil þrjú ár. Þá skiptir
mjög sköpum og meðaltalsverð-
bólga þessara ára er 34,2% og
kemst hæst þjóðhátíðarárið
1974 upp í 53,5%. Frá því er
vinstri stjórnin fór frá völdum
hefur verðbólgan talsvert
rénað og á fyrsta ári núverandi
ríkisstjórnar var verðbólgan
36.1% og samkvæmt spám Hag-
stofu íslands er gert ráð fyrir
að á árinu 1976 verði verð-
bólgan einhvers staðar á bilinu
25 til 30%.
Verðbólgan þessi ár hefur
verið sem hér segir: árið 1960
Tímábil
viðreisnar
stjórnar
60 61 62 63 64 65 66 67 68'69'70
72*73'74*75 7<j
Þetta stöplalfnurit sýnir þróun verðbólgunnar frá 1960 tii 1976.
Lóðréttu punktalfnurnar sýna stjórnarskipti á tfmabilinu en hvfti
og sfðasti stöpullinn fyrir árið 1976, sem er afmarkaður er með
punktalfnu er áætlaður.
var hún 4%, árið 1961 11,5%,   árið
árið  1962  10,3  %,  árið  1963   ll,8<
19,5%,  árið  1964  9,8%,  árið   1972
1965 8,9%, árið 1966 6,5%, árið   árið
1967  12,3%  árið  1968  19,6%,   36,1'
1969 13,0%, árið 1970
'o,  árið  1971  2,7%,  árið
16,5%, árið 1973 32,6%,
1974 53,5% og árið 1975
Mfó'g óhreínn fatnaður þarf mjög gott þvottaefni...
Með Ajax þvottaefni verður misliti
þvotturínn atveg \afn hreinn og
suóuþvotturinn.
Hínir nýju endurbættu
efnahljúfar gera paó Meift
aó pvo jafn vel með öllunt
pvottaherfum.
Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvttur.
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ötvíræða
kosti sína, einnig á mislitum þvottt — þegar þvottatíminn er
stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hréinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýir. endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn  }  þvottinn  og  leysa  strax  upp  óhretnindi  og  bletti  í
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstok forþvottaefnt.
Ajax þvottaefni þýótr;
gegnumhretnn þvottur með öllum
þvottakerfum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32