Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976 33 Islenzkur lampi á sýningu 1 Höfn Handlampi Jóhannesar Páls- sonar, sem að hluta til er fram- leiddur hjá Bjallaplasti á Hvols- velli og að hluta i Danmörku, var nýlega sýndur á alþjóðlegri vöru- sýningu i Bella Center i Kaup- mannahöfn. Vakti lampinn, sem er úr plasti mikla athygli á sýn- ingunni og sýndu margir hugsan- legir kaupendur honum áhuga. Að sögn Jóhannesar hefur lamp- inn hlotið viðurkenningu raf- magnseftirlits i Danmörku og Noregi, en unnið er að því að fá viðurkenningu í öðrum löndum, sem nauðsynlegar eru þó að al- þjóðleg viðurkenning hafi þegar fengist. Á næstu mánuðum verða framleiddir um 10 þúsund lampar á mánuði, sem aðallega verða seldir i Danmörku og Noregi. En séð er fram á mikla eftirspurnar- aukningu. Kúpull lampans er gerður hjá Bjallaplasti en aðrir hlutar hjá Belysnings agenturet i Kaupmannahöfn. Myndin er úr sýningarbásnum i Bella Center, en litla myndin sýnir auglýsingu, sem gerð hefur verið um lamp- ann. Atvinnuleysi og samdráttur auka verdbólgu I skýrslu, sem unnin var fyrir efnahagsmálanefnd bandarisku fulltrúadeildarinnar og birt var í gær, er komist að þeirri niður- stöðu að atvinnuleysi og sam- dráttarstefna ali á verðbólgu i stað þess að lækna hana. Það eru prófessorarnir Howard Wachtel og Peter D. Adelsheim við Ameri- can University, sem komast að þessari niðurstöðu eftir athuganir sínar á verðhækkunum á fimm samdráttartimabilum á árunum 1947 til 1970. Segja höfundarnir að sér í lagi i iðngreinum, þar sem eru fáir eða stórir framleiðendur sé tilhneiging til að hækka verð þegar dregur úr sölu til að við- halda hagnaði. Þetta brýtur í bága við þær hagfræðikenningar, sem nú er mest flaggað, sem segja að til að vinna bug á verðbólgu verði að draga úr atvinnu til að minnka eftirspurn. Mæla tvi- menningarnir með eftirliti á verð- lagningu atvinnugreina, sem hafa mikil áhrif á almennt verðlag. Góð nýting á Concorde GÓÐ sætanýting hefur verið i flugi Air France og British Airways me8 hljóSfráu farþegaflugvélinni Con- corde MeSalsætanýting i Concorde vélum Air France hefur veriS 65,3%, sem er heldur betra en I ö8rum flugvélum félagsins. Gjófulust félag- inu er leiSin Paris-Washington og öfugt þar sem meSalsætanýting hef- ur veri8 84% boriS saman vi8 90% hjá Birtish Airways á milli London og Washington. Sætanýting Frakkanna á milli Parisar og Rio de Janeiro hefur veriS 64,1% en 34,8% til Caracas. British Airways hefur haft 45% sætanýtingu á milli London og Bahrain. Málningarverksmidja Slippfélagsins 25 ára UM þessar mundir eru 25 ár sfðan Slippfélagið I Reykjavfk h.f. hðf málningarframleiðslu. Á þessum tíma hefur málningarverksmiðja Slippfélagsins framleitt máln- ingarvörur með einkaleyfi frá dönsku HEMPELS-verksmiðj- unum og síðar einnig ensku VITRATEX-verksmiðjunum og framleiðslan aukist jafnt og þétt ár frá ári. Slippfélagið hafði haft einka- umboð fyrir HEMPELS- málningavörur allt frá árinu 1932, en það var ekki fyrr en í nóvembermánuði 1951 að fyrir- tækið hóf sjálft framleiðslu og var verksmiðjan upphaflega til húsa f gamalli byggingu á at- hafnasvæði Slippfélagsins við Mýrargötu, þar sem eitt sinn var SkipasmíðasttSð Magnúsar Guð- mundssonar. Eftir því sem framleiðslan hlóð utan á sig og fjöldi og fjölbreytni tegunda jókst, varð húsnæði verk- smiðjunnar ófullnægjandi og árið 1970 flyzt starfssemin í nýja verk- smiðjubyggingu við Dugguvog. Er verksmiðjan 2000 fermetrar að flatarmáli og 9100 rúmmetrar. Nýjar vélar hafa verið keyptar og aðstaðan öll hin bezta. Fyrsta árið voru aðeins fram- leiddar tvær tegundir af máln- ingu, en nú eru framleiðsluteg- undirnar orðnar um 50 talsins, þar á meðal 7 tegundir af botn- málningu og 7 tegundir, af ryð- varnargrunnum, -klórkársjúk- og epoxytegundir, alkyd- og olíu- málning, skipaiökk og þakmáln- ing, plastmálning utan húss og innan o.fl. o.fl. Á siðastliðnu ári hóf verksmiðjan framleiðslu á CUPRINOL-fúavarnarefnum í ýmsum litum. Velta verksmiðj- unnar er 300. milljónir á ári. Yfir sumarmánuðina starfa um 17 manns hjá verksmiðjunni en yfir vetrarmánuðina 10 manns. Hártoppar BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá fyrirtækinu Mandeville of London: Það olli furðu okkar að lesa í Morgunblaðinu 18. september 1976 ásakanir Vilhelms Ingólfs- sonar í garð þessa fyrirtækis. Við förum því fram á að þér leiðréttið okkar hlut, með þvi að birta svar okkar við þessum óréttmætu ásökunum. Stefna okkar hefur ávallt verið sú að selja góða vöru á góðu verði, en umfram allt að veita góða þjón- ustu. Að selja hártoppa án slíkrar þjónustu er eins og að selja bil án viðgerðarþjónustu. Þess vegna fara (sérfræðingar) fulltrúar fyrirtækisins til Islands fjórum sinnum á ári og leiðbeina viðskiptavinum okkar. Þessir menn eru sérfræðingar á sinu sviði. I laugardagsblaði Morgunblaðsins 20. þ.m. birtist ágæt grein Braga Ásgeirssonar listmálara um hina stóru sýningu Veturliða Gunnarssonar að Kjarvalsstöðum, þar sem listamaðurinn sýnir um 140 myndir. Það er ánægjulegt að lesa slíka jákvæða umsögn um myndlist. Ég er sammála Braga þegar hann fer hógværum ásökunarorð- um um þá ákvörðun listráðs Kjarvalsstaða að neita Veturliða um báða sali Kjarvalsstaða vegna yfirlitssýningar í tilefni af fimmtugsafmæli listamannsins. Þarna var bæði illa og heimsku- lega að verki staðið. En við herju má ekki búast af hinni furðulegu nýskipan um stjón Kjarvalsstaða? Veturliði er óumdeildur sem einn allra athafnamesti mynd- listarmaður landsins. Hann er sí- vinnandi og sköpunargleði hans er ótrúlega mikil og fádæma frjó. Ásamt Jóhannesi Geir er Vetur- liði tvimælalaust einn af okkar allra beztu pastelmálurum. Ég nefni sem dæmi hárfinar myndir Þetta er eina fyrirtækið sem veitir slíka þjónustu. Vilhelm Ingólfsson segir að þurft hafi að senda út til viðgerða 50% af Mandeville hártoppum innan 6 mánaða og 90% innan árs. Þetta er ósatt. Skrár okkar sýna að aðeins 9% voru endur- sendar innan 6 mánaða og 34% innan árs. Þetta er þrátt fyrir það að við mælum með að allir hár- toppar séu sendir út til athugunar og eftirlits fyrsta árið til að tryggja að þeir séu I fullkomnu lagi (árs ábyrgð er á þeim). Um afgreiðslu hártoppanna til Vilhelms Ingólfssonar er þetta að segja. 94% þeirra voru afgreiddir innan 3 mánaða og lengsti af- greiðslufrestur var 3 mánuðir og 18 dagar. Á þessum tima var afgreiðslu- frestur fyrirtækisins í Bretlandi 10 — 14 vikur og íslenskir við- af beituskúrunum undir bakkan- um á Húsavík, nr. 5, 6, 7, 15 og 27, Móskarðshnjúka nr. 13 auk fjöl- margra stærri pastelmynda, magnaðar i krafti og uppbygg- ingu. Frábærar vatnslitamyndir eru einnig á þessari miklu sýn- ingu. Oliumálverkin eiga þó stærsta hluta sýningarinnar, ým- ist kyngimagnaðar, hyldjúpar og þó oft mildar og nærgætnislegar. Þannig lýsa þær fjölskrúðugri skapgerð þessa þessa hrifnæma listamanns. Leitt er til þess að vita hvað hin umhleypingasama veðrátta síð- ustu viku mun hafa haft áhrif á aðsóknina að sýningu Veturliða, þó fjölmenni hafi oft verið á sýn- ingunni. Nú eru siðustu forvöð að skoða þessa sérstæðu sýningu, og vil ég hvetja alla til þess, sem enn hafa ekki séð sýningu Veturliða, því að varla er hægt að búast við því að „einvaldarnir" að Kjarvalsstöðum leyfi Veturliða að framlengja sýningartimann, þótt slikt væri bæði skynsamlegt og vel þegið. J.V. Hafstein. skiptavinir okkar nutu þvi oft skjótari fyrirgreiðslu en breskir. Þessi afgreiðslufrestur getur ekki talist langur á algerlega handunninni vöru eins og hár- toppar okkar eru. Okkur er þvi óskiljanlegt hvernig Vilhelm Ingólfsson getur haldið þvi fram að pöntun hafi tekið 14 mánuði. Við seljum margar gerðir hár- toppa. Þær ódýrustu kosta svipað og þær sem Vilhelm selur. Við erum algerlega sammála þvi sem fulltrúi okkar Ian Fyfe sagði i grein i Morgunblaðinu 14. september 1976. Við viljum samt ítreka stuttlega tækniatriði sem þar var rætt um. I fyrsta lagi skal bent á það að hártoppur endist aðeins jafnlengi og botninn sem hann er gerður á. Netbotnar þurfa ekki að hlaupa né hárið að losna við þvott. Þetta má fyrirbyggja með þvi að þvo úr sérstökum efnum. I öðru lagi upplitast allt hár i sólskini. Þetta á einkum við um skollitað hár, sér I lagi ljós skollit- að og veldur þetta því sérstökum erfiðleikum við hárlitun á Norðurlöndum. Að sjálfsögðu er þetta til lítilla vandræða i lifandi hári þar sem upplitaða hárið er jafnóðum klippt burt. Við stað- hæfum að Mandeville hártoppar haldi lit sinum jafnlengi og hverj- ir aðrir hártoppar gerðir úr ekta hári. Toppar úr nælonhári halda ef til vill lit sinum lengur en gallinn á þeim er sá að þeir lita ekki eðlilega út. Þurfi að lita hár hafa i rannsóknarstofum okkar verið prófaðar aðferðir sem gefa i engu eftir því sem best gerist i heimin- um. Að siðustu, við erum algerlega sammála Vilhelm Ingólfssyni um að það sé áriðandi að leiða is- lenska kaupendur i allan sann- leikann. Við verðum samt að láta lesendum yóar eftir að ákveða hvaða ástæður hann hafi fyrir að ráðast á okkur. Við metum viðskipti okkar við Islendinga mikils og höfum góð samskipti við viðskiptavini okkar og umboðsmenn þar. Við þökkum því fyrir tækifærið sem þér hafið gefið okkur til að svara fyrir okk- ur. Virðingarfyllst. John D. Clifton Alþjóðlegur sölustjóri. Sýning Veturliða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.