Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 16 ÆI! — Bólusett við svfnainflúensu I Watsonville í Kaliforníu. SNEMMA á þessu ári ákváðu bandarísk yfirvöld, að allir Bandaríkjamenn skyldu bólu- settir við svinaflensu fyrir veturinn. En ýmislegt hefur komið í veginn fyrir bólu- setningarherferð þessa. Fram- leiðsla bóluefnis gekk seint og erfiðlega, framleiðendur vildu tryggja sig við hugsanlegum skaðabótakröfum en trygginga- félög neituðu, ekki fékkst nægt fé til dreifingar bóluefnis og loks kom í ljós í tilraunum, að bóluefnið mundi e.t.v. hrífa litið sem ekki á þriðjung lands- manna. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir útbreiddar efasemdir um nytsemi bólusetninga i stórum stíl hugðust yfirvöld samt halda sitt strik. Og þá var komið að landslýðnum að athuga sinn gang, ráða það hvert við sig, hvort hann ætti að láta bólu- setja sig eða ekki. Það er því ástæða til að taka saman nokkr- ar helztu upplýsingar, sem að gagni mega koma, um flensur og bóluefni. Það er tvímælalaust, að allir, sem jafnan er hættast, ættu að láta bólusetja sig. Það eru hjartasjúklingar, lungna-, nýrna- og efnaskiptasjúklingar og allir eldri en 65 ára. Þeim er hættast við ýmsum fylgifiskum flensu, svo sem lungnabólgu, og er ekki álitamál að bólusetja þá. í bóluefninu, sem oftast er sett í fullorðna í þessum hópi, eru tveir stofnar; það er A/New Jersey/76 (svína- flensa) og A/Victoria/75 (flensustofninn, sem gekk í Bandaríkjunum lengst af vetri í fyrra. Hann verður liklega viðloðandi þar út veturinn, sem er aó líða). Það er reynt, að þetta blandaða efni veitir góða vörn og það hefur fremur lítil aukaáhrif. En í bóluefninu handa öðrum en þeim, sem áð- an voru nefndir, er aðeins einn stofn, svínaflensustofninn. Ekki er ljóst enn, hvort börn og unglingar yngri en 18 ára verða bólusett. Kann að drag- ast, að það verði ákveðið og e.t.v. verður alveg horfið frá þvi. Yfirvöld telja óhætt að gefa svinaflensuefnið fullorðn- um, en próf gáfu ekki svo góða raun, að óhætt þætti að gefa það börnum. Þeir skammtar, sem hafðir voru I tilraunum veittu börnunum annað hvort ekki næga vörn, ellegar þeir ollu mikils háttar óþægindum svo sem hita, höfuðverk, ógleði og eymslum í vöðvum. En tilraunum hefur verið haldið áfram i þeirri von, að lánist í tæka tíð að framleiða öruggt bóluefni handa börnunum. Örlagaríkur faraldur Þá erum það við hin; það eru allir sæmilega heilsugóðir, fullorðnir menn frá 18 ára aldri til 65. Við verðum að ráða við okkur, hvað gera skal. Eigum við að láta bólusetja okkur við flensu, sem kemur e.t.v. aldrei nálægt okkur — og er bólu- efnið meinlaust okkur? Algengast er, að flensan sé i mönnum svo sem vikutíma, hverfi þá og engin varanleg spjöll verði af henni. Aftur á móti fylgir henni kalda, hiti, verkir og tök og almenn vesöid og þekkja það flestir. En flens- an getur Iíka orðið örlagarík. í Asíuflensunni 1957—1958, skæðasta mikils háttar flensu- faraldri á siðari árum, veiktust 45 milljónir Bandaríkjamanna — en 70 þúsund dóu. Siðasti flensufaraldur i þessum stíl, var Hong Kongflensan, sem gekk 1968—1969. Af henni veiktust 50 milljónir Bandaríkjamanna og 33 þúsund létust. Flestir, sem létust i þess- um sóttum tveimur, voru úr hópnum, sem getið var í greinarbyrjun, þeim hópi manna, sem alltaf er mest hætta búin. Skæðasti flensufaraldur, sem sögur fara af, var spænska veik- in. Hún gekk um veturinn 1918—1919. I henni lézt hálf milljón Bandaríkjamanna. Það var merkilegt, að flest dauðs- föllin urðu í hópi 20—40 ára fólks. Þessi flensa breiddist út um allan heim og drap hún og fylgisjúkdómar hennar rúm- lega tvöfalt fleiri en féllu i heimstyrjöldinni fyrri. Þegar bandarisk yfirvöld lýstu yfir bólusetningarherferðinni var talið, að spænska veikin kynni enn að vera komin á kreik. Stofninn úr þeirri flensu hvarf úr mönnum árið 1929, en marg- ir vísindamenn halda, að hann hafi ekki horfið með öllu. Telja þeir heldur, að hann hafi að- eins farið úr mönnum — en setzt í svin og lifað þar góðu lífi i nærri 60 ár. Stöku sinnum hafa fundizt menn með svína- flensu. En það hafa verið þeir einir, sem höfðu einhver skipti af svinum. Aldrei bar á þvi, að veikin færi milli manna og vísindamenn héldu ró sinni meðan svo var. Svinaflensan var einungis heimilisböl svína- bænda, ef svo má komast að orði, auk þess auðvitað, að margar milljónir manna áttu um hana óskemmtilegar endur- minningar. Hermennirnir og veiran En svo var það I janúar síðast liðnum, að nýliði í Dixvirki í New Jersey lézt úr veiru- lungnabólgu, fylgisýki flensu. Þá fóru menn að huga aftur að svínaflensunni. Veira hafði verið tekin úr barka hermanns- ins, sem lézt, — og það reyndist ekki A/Victoria, þótt visinda- menn hefðu búizt við þvi. Veiran var af nýjum og gjörólíkum stofni. Sami stofn náðist úr fjórum nýliðum, sem veikzt höfðu af flensu skömmu eftir, að félagi þeirra dó. Seinna kom i ljós, að nokkur hundruð menn í virkinu höfðu smitazt af flensunni. Hin nýja veira var nú rannsökuð gaumgæfilega. Hún reyndist svínaveira, áþekk veirunni frá 1918 I ýmsum greinum. Og þar eð nýliðarnir í Dixvirki höfðu lítil kynni haft af svínum varð ljöst, að svínaflensan var aftur farin að ganga meðal manna. Voru það all óvelkomnar frétt- ir. Greip nú um sig mikill ótti, að þessi flensa yrði jafnskæð og spænska veikin, og það var þess vegna m.a. að bandarísk yfir- völd ákváðu að láta bólusetja allan landslýðinni. Nú orðið telja heilbirgðisyfirvöld þó óvist, að sóttin i Dixvirki boði faraldur á borð við spænsku veikina. Svinaveiran, sem einangruð var eftir það smit er kannski ekki svo mjög illkynj- uð. Það er a.m.k. ósannað. Her- menn, sem fengu Victoriaflens- una urðu alveg jafnveikir og hinir, sem féngu svinaflensuna. Og svínaflensan barst ekki út fyrir virkið. En þótt ótti manna við nýja spænska veiki hafi heldur rénað er sú hætta samt eftir, að einhvers konar stór- faraldur verði. Væri nógu slæmt, ef sagan frá 1957 eða 1968 endurtæki sig. Það er veirufræðingum enn eitt áhyggjuefni, að flensuveir- ur eru frábrugðnar öðrum í einu atriði. Yfirborð þeirra tekur dálitlum breytingum með hverju ári — en á áratugs fresti eða um það bil verður á þeim stórbreyting. Og mótefnið, sem myndast hefur í fólki dugir ekki við hinni breyttu veiru. Alltaf er mörgum hætt við flensu á hverju ári. En á tíu ára fresti, eða nálægt því, verður þjóðin öll berskjölduð. Og þá er hætta á stórfaraldri. Faraldur varð árið 1957, og annar árið 1968. Nú ímynda heilbirgðis- yfirvöld sér, að timinn sé kom- inn aftur, og verði víðtækur faraldur i vetur. En þegar þetta er ritað hefur ekki frétzt af neinum nýjum svinaflensutilfellum. Það er vaninn, að nokkrir veikist hverju sinni áður en faraldur brýzt út. Þegar leið fram eftir sumri og svinaflensu varð ekki vart annars staðar, en þegar var kunnugt lögðust æ fleiri gegn áformum yfirvalda um alls- herjarbólusetningu. Meðal þeirra voru sumir, sem áður höfðu mælt með allsherjarbólu- setningunni; vildu þeir nú biða átekta og ekki hefjast handa, nema vart yrði meiri svína- flensu, en nota þó timann til að framleiða og safna bóluefni og skipuleggja nákvæmt eftirlit. Til öryggis mætti bólusetja þá, sem væru i mestri hættu, sjúkl- inga og gamalt fólk. En mál- svarar allsherjarbólusetningar telja ekki nóg að bólusetja aldna og sjúka. Benda þeir m.a. á það, að menn undir fimmtugu, þeir sem fæddust eftir, að spænska veikin gekk, eru veikastir allra fyrir flens- unni. Þetta hefur verið stutt prófun. Einungis 6% manna á aldrinum 17—23 ára hafa í sér merkjanlegt mótefni við flens- unni. Mótefni verður merkt í 14% 24—34 ára gamalla og fjórðungi þeirra, sem eru 35—51 árs. En hartnær allir eldri en 52 ára bera enn í sér eitthvert mótefni við svina- flensunni. Það er þó fráleitt ástæða til þess að hætta við bólusetningu. Það er ekki nóg, að mótefni verði merkt i mönn- um; það verður að vera svo mikið, að það verji þá veikinni. Fúkalyfin og „flensan“ Sumir hafa spurt, hvort nokkur þörf sé á fyrirbyggjandi Framhald á bís. 31 SVÍNAINFLÚENSAN: Of mldð gert úr litlu — eða öfugt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.