Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 á áratugnum Kvenréttindafélag íslands 70 ára Rætt við formenn Blaðið hitti að máli þær Síg- ríði J Magnússon, er nú situr nær hálfníræð á friðarstóli á heimHi sínu að Laugavegi 82, en hún var formaður K.R.F.Í. i full 17 ár, eða frá 1946 til 1964, og núverandi formann, Sólveigu Ólafsdóttur, laga- nema, er tók við formennsku í ársbyrjun 1975 aðeins 27 ára gömul og yngst þeirra er stýrt hafa félaginu Þær tóku báðar Ijúflega þeirri málaleitan að svara eftirfarandi spurningum: 1) Hvað er þér minnisstæð- ast frá störfum þínum í K.R.F.Í.? 2) Telur þú að verkefnum fé- lagsins sé lokið eftir að konur hafa náð jöfnum rétti að lög- um á við karla? 3) Á að breyta nafni félags- ins? Sigríður J Magnússon: 1) Mætir samstarfsmenn Án þess að halla á aðra nefm ég Guðrúnu Pétursdóttur, frá Engey, æv- inlega ráðholl og svo mikill dugnaðar forkur. að flest varð undan að láta, er hún beitti sér og Svöfu Þórleifsdóttur, skólastjóra. er enn lifir hér i borg — til hennar leitaði ég gjarnan álits áður en ég tók afstöðu í málum Fjallað var um og ályktað hjá félag- mu varðandi Stjórnarskrána. atvmnu- mál kvenna, skattamál hjóna. lög um almannatryggingar o fl o fl Með Band3l kvenna í Reykjav unnum við að breytingum á meðlagsgreiðslum Að einstæðar mæður þyrftu ekki sjálfar að rukka barnsfeður sina — gætu sótt meðlagið í Tryggingastofnunma Við Jóhanna Egilsdóttir áttum sæti í opmberri nefnd, ásamt að mig minnir Sverri Þorbjörnssyni og Gunnari Möller, sem fjalla skyldi um barnalíf- eyri Nefndin hafði launaðan ritara er vann verkin, við komum með tillögur og ábendingar og fengum laun fyrir fundasetuna Okkur Jóhönnu þótti þetta ákjósanlegt eftir allt ólaunaða félagsstarfið K.R.F.Í. átti fulltrúa í skattanefnd 1956, þegar tekin var ákvörðun um 50% frádrátt frá skatti af tekjum giftrar konu Forsendan var að erfitt var að fá giftar konur til starfa utan heimila, t d töldu hjúkrunarkonur sig tapa á að vinna úti, og til að jafna metin milli hjóna og einstaklinga í sköttum Hér átti aðeins að bæta úr tímabundnum vanda til bráðabirgða, meðan fram færi heildarendurskoðun á skattalöggjöfinni — hverjum gat dottið í hug að 20 ár myndu liða án þess að nokkuð raun- hæft gerðist Það var ævinlega vanda- mál hvað konur voru tregar að taka á sig félagslega ábyrgð, sem stafaði mest af menntunarskorti Mesta breyt- ingu tel ég í því fólgna að nú menntast konur og nýta menntun sína — það má ekki letja þær í því Ég vil hvetja ungar stúlkur til fjölbreyttara starfsvals — mér líkar vel að sjá stúlku gerast vélstjóra Meistarakerfið er enn óhag- stæðara stúlkum en -piltum Um árabil var ég fulltrúi K.R.F.Í. hjá alþjóðasam- tökum kvenna. I A W (International Alliance of Women), og átti sæti i stjórn samtakanna Þvi fylgdu ferða lög, félagið var févana og oftast vanda mál að afla farareyris Hjálpaði mikið að opinberir aðilar skildu nauðsyn þess að rækja erlendu tengslin Það var Aðdragandi og stofnun Áskorun um að stofna hér á landi félag, er hefði á stefnuskrá sinni ein- vörðungu réttindi kvenna til jafns við karla kom erlendis frá skömmu eftir siðustu aldamót Hið islenska kvenfélag var stofnað 1894 fyrir forgöngu Þorbjargar Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur og hafði á stefnuskrá sinni stjórnmála- leg réttindi kvenna ásamt háskólastofn- un og öðrum málum er efst væru á baugi hverju sinni Eftirmenn Þorbjarg ar og Ólafíu komust siðar á þá skoðun að hagur félagsins ..hefði batnað að öllu leyti, siðan það hefði lagt póli- tíkina á hilluna,' eins og segir á einum stað, þar sem fjallað er um réttindabar- áttu kvenna hér á landi Briet Bjarnhéðisdóttir, er þá gaf út og ritstýrði .. Kvennablaðinu' . var áheyrnarfulltrúi á þingi Alþjóðasam- bands kvenna (nú I A W ) í Kaup- mannahöfn 1906 og var þar lagt hart að henm að gangast fyrir stofnun félags á íslandi. sem gæti orðið full- gildur aðili að samtökunum Eftir heimkomuna ráðfærði Briet sig v.ð konur hér á landi og varð niður- staðan að hún boðaði til fundar að heimili sínu, Þingholtsstræti 18, 27 janúar 1907 Mættar voru 15 konur og samþykktu þær að stofna „Hið islenska kvenréttindafélag.' nafninu var fljótlega breytt i Kvenréttindafélag íslands, er hefði að markmiði „Að starfa að því, að íslenskar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti á við karl- menn: Kosningarétt og kjörgengi. emnig rétt til embætta og atvinnu dmeð sömu skilyrðum og þeir ' Í fyrstu stjórn félagsins voru valdar: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. formaður. Sig- ríður Hjaltadóttir Jensson. Guðrún Pétursdóttir, Sigriður Björnsdóttir, og Laufey Valdimarsdóttir Stofnfélagar auk þeirra voru: Elin Matthiasdóttir, Guðrún Aðalsteinsdótt- ir. Guðrún Danielsdóttir Guðrún Björnsdóttir. Ingibjörg Guðbrandsdótt- ir. Ingibjörg Þorláksson. Jórunn Guð- mundsdóttir. Kristín Jacobson, Mar- grét Stefánsdóttir og Þórunn Pálsdótt- ir. Fyrstu lög félagsins voru að mestu sniðin eftir lögum sænska kvenrétt- indafélagsins er þótt höfðu bera af á þinginu 1 906 Þegar á fyrsta misseri var Ijóst í hvaða átt starfið mundi hneigjast auk beinnar réttindabaráttu Nauðsynin og viljinn til að bæta hag kvenna. sem myndi sjálfkrafa bæta hag allra á heim- ilum kvennanna, sat í fyrirrúmi. Á fundi í júní 1907 bar Guðrún Péturs- dóttir fram tillögu um að félagið beitti sér fyrir bættum réttindum óskilget- inna barna og mæðra þeirra (Sjá grein eftir Björgu Þ Blöndal: Barnsmæður, í Skírn 1 907 ) Kosin var 5-manna nefnd til að undirbúa frumvarp til laga um þetta mál og finna flutningsmenn að því á Alþingi um sumarið Afdrif máls- ins urðu þau, að stjórn félagsins skor- aði á Alþingi um sumarið Afdrif máls- ins urðu þau, að stjórn félagsins skor- aði á Alþingi að láta undirbúa frum- varp til laga um réttindi óskilgetinna barna og mæðra þeirra og leggja fyrir Alþingi 1 909 „En til allrar ólukku var kóngurinn hér á ferðinni um sumarið.' skrifar Bríet í endurminningum sínum," svo að fjöldi þingmála drukknaði f því Þingholtsstræti 18 annríki og glamri, þar á meðal þessi þingsályktunartillaga, okkar. Hún lá því í þagnargildi. geymd en ekki gleymd, þangað til á þinginu 1 91 9. að við komum henni í líku formi inn í þingið, og fengum flutningsmann til að bera hana fram á þinginu. Árangur- inn var familíulöggjöfin, sem stjórnin lagði fyrir Alþingi 1922, og við nú höfum búið við siðan." (heimild frá árunum 1930—40) Hér verður ekki gerð nein tilraun til að rekja sögu þessa félags, það verður að bíða annars tíma og annarra er betri Sólveig Ólafsdóttir, formaður K.R.F.Í. setur landsfund 1976. uppörvandi að hitta konur frá flestum þjóðlöndum heims og finna, að jafnt var hlustað á rödd fulltrúa frá smáriki og stórveldi Það er „sjarminn' við samstarf á Alþjóðavettvangi Eldhugi á borð við Dame Margary Corbett Ashby (f 1882). sem hefur sótt öll þing I A W frá stofnun samtak- anna 1904 til 1973 gleymist ekki svo auðveldlega Ég fagnaði þeirri frétt að nú ætti K R.F.Í aftur fulltrúa i stjórn I.A.W Ég sótti landsfundinn í sumar og itrekaði þar fyrri áskorun mina um að póst- málayfirvöld gæfu út frimerkjaflokk með konum er skarað hafa fram úr að einhverju leyti Var ég þar ekki sist með i huga Þorbjörgu Sveinsdóttur og Bríet Bjarnhéðinsdóttur, sem óneitan- lega voru brautryðjendur i réttindabar- áttu kvenna hér á landi Ég gekk i K.R F i á landsfundinum eftirminnilega á Þingvöllum 1944 — þá var Laufey Valdimarsdóttir formað- ur. en hún tók við af móður sinni. Briet, 1926 Laufey lést i árslok 1945 Maria Knudsen. sem tók við af henni. lést í sept 1946 og varð ég þá sem varaformaður að taka við formennsku i félaginu uns Lára Sigurbjörnsdóttir tók við, siðan Sigurveig Guðmundsdóttir, þá Guðný Helgadóttir og nú Sólveig Ólafsdóttir K.R F.í var gert að lands- félagi á Þingvallafundinum 1944 og eru nú um 400 einstaklmgar í þvi og 47 aðildarfélög, þar af 1 2 i Reykjavik Fyrir nokkrum árum var körlum opnuð innganga i K.R.F.Í. og er mér sagt að nokkrir hafi gengið I það 2) Það hefur þjóðfélagslegt gildí að fólk, konur og karlar úr ólikum stjórn- málaflokkum, hafi vettvang þar sem það getur kynnst og starfað saman. K. R.F.Í er slikur vettvangur. 3) Ómögulegt — nafnið hefur sögu- legt gildi Óstætt á því gagnvart stofn- anda félagsins Sólveig Ólafsdóttir. formaður K.R.F.Í. frá 1975 —: 1) Þar eð ég hefi aðeins verið örfá ár í félaginu hefi ég ekki úr mikam yfir annan er það tvimælalaust undirbún- ingur og þátttaka i kvennafrtinu 24 okt 19 75. félagsins verði breytt á komandi ár- um. GÍSLI JÓNSSON. MENNTASKÓLA- KENNARI. AKUREYRI: 1) Nokkur undanfarin ár hef ég reynt að kynna mér sögu fslenskra kvenna. Einkum þó vissa þætti henn- ar. Við það hefur mér orðið hlýtt til K.R.F.I. og þar er Ifklega að finna frumorsök þess að ég sótti um inn- göngu f félagið. í sigursælli baráttu fyrir jafnrétti islenskra kvenna er hlutur ýmissa karla ekki svo Iftill. Ég hef vfst viljað reyna að feta I fótspor þeirra, þvi að réttindum f orði þurfa Ifka að fylgja réttindi á borði. Á bak við þetta allt saman býr svo vafalaust löngun mfn til þess að vera ekki bara eiginmaður og elskhugi konunnar minnar, heldur Eftirtaldar spurningar voru lagðar fyrir þrjá félagsmenn í K.R F í : 1) Hver var ástæðan fyrir því, að þú gekkst i K.R.F.Í.? 2) Telur þú að breyta eigi nafni félagsins? BESSÍ JÓHANNSDÓTTIR, VARA BORGARFULLTRUI: 1) Segja má að áhugi minn fyrir jafnréttismálum hafi verulega vakn- að á kvennaárinu Einhvern veginn var það svo, að ég taldi K.R.F.Í. vera félag. sem væri staðnað. Ég fylltist áhuga á starfsemi þess þegar ung kona full af áhuga og vilja tók við formennsku í félaginu. — Þetta fé- lag á glæsitega sögu og á áreiðan- lega eftir að marka spor f jafnréttis- baráttunni á komandi árum. Til þess að svo megi verða þurfa ungar konur að taka höndum saman og ganga f félagið. Það er mikilvægt að eiga slfkan vettvang, þar sem fólk úr öllum stjórnmálaflokkum getur unn- ið að sameiginlegu markmiði. 2) Ég er alveg opin fyrir þvf að nafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.