Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 183. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977
23
Trúum á megin-
reglur okkar
oghugsjónir
Blm.: Þér hafið sagt, að það hafi
vakið yður undrun, hvernig Sov-
étmenn brugðust við stefnu yðar i
mannréttindamálum. Hefðuð þér
farið öðru vísi í sakirnar, ef þér
hefðuð séð þetta fyrir?
Carter: Nei, alls ekki. Mér fannst
timi til kominn.að víð Bandaríkja-
menn minntum á það, að við trú-
um á meginreglur okkar og hug-
sjónir, trúum því, að þær séu rétt-
ar. Mér f annst tími til kominn að
minna á það, að við höldum enn í
heiðri þær hugsjónir og reglur,
sem lágu til grundvallar stofnun
Bandaríkjanna, minna á það, að
almenn mannréttindi — þau rétt-
indi, sem hindra það, að hægt sé
að halda mönnum föngnum án
dóms og laga, kúga þá undir vald
ríkisins og svipta þá málfrelsi —
eru rík í þjóðarvitund okkar. Og
við eigum ekki aðeins að hafa þau
í heiðri heima fyrir, heldur boða
þau hvarvetna um heiminn, þar
sem við fáum beitt áhrifum okk-
ar. En það vakti undrun iiiína. er
Sovétmenn töldu okkur hafa tek-
ið sig út úr og gert að skotspæni
og kölluðu þetta stjórnmálaref jar,
trúðu því ekki, að þetta væri í
raun og veru hugsjón þjóðarinn-
ar.
Blm.: Nefndu ráðgjafar yðar það
aldrei að vænta mætti slíkra við-
bragða?
Carter: Jú, vitanlega. Við töldum
víst, að mannréttindastefnan
vekti deilur. Hins vegar var það
aldrei ætlun min að taka Sovét-
ríkin sérstaklega fyrir en hlífa
öðrum. Það var aldrei ætlun min
að auka á óvild milli Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna. Hitt get
ég svo sagt, að hvorki öryggisráð-
gjafar né menn í utanríkisráðu-
neytinu létu í ljósi neinar áhyggj-
ur í upphafi; ég varð hvorki var
við það hjá Dr. Brzezinski né
Vance utanríkisráðherra og ekki
heldur undirmönnum þeirra, sem
ég ræddi við, að þeir væru ugg-
andi — enda held ég, að menn
hafi orðið hálfundrandi, þegar til
kom.
Blm.: Finnst yður þá, að þeir hafi
Brugðizt?
Carter: Nei, það finnst mér ekki.
Og þegar ég lít um öxl er ég þess
fullviss, að enginn okkar, Brze-
zinski, Vance, ég eða varaforset-
inn, sem situr alla fundi með okk-
ur, vildi snúa við blaðinu þótt
hann ætti þess kost. Vió óskum
þess ekki, að við hefðum farið
varlegar í sakirnar.
Eðlilegt sam-
band viö Kína
Blm: Er hugsanlegt, að við viður-
kennum Kinverska alþýðulýð-
veldið, jafnvel á næsta ári, og
slítum þá sambandi við Formósu?
Carter: Já, það getur farið svo, að
við viðurkennum alþýðulýðveld-
ið.
Blm.: En er þá ekki útilokað að
halda áfram sambandi við For-
mósu?
Carter: Ég mundi leysa þennan
vanda, ef það stæði í mínu valdi.
Það er eitt markmið mitt að koma
á eðlilegu sambandi við alþýðu-
lýðveldið, þótt við teljum ekki að
bráðliggi á þvi. En jafnframt er
okkur umhugað um það, að For-
mósubúar fái að lifa áfram í friði,
og það er von mín, að þetta tvennt
reynist ekki ósamrýmanlegt.
Blm.: Finnst yður Kínverjar ekki
orðnir dálitið óþolinmóðir?
C:rter: Nei. Við höfum komið
okkur saman um það að hafa
Shanghai-yfirlýsinguna, sem ég
var einmitt að lesa aftur i dag, til
grundvallar samskiptum okkar og
samningum i framtíðinni. Við
höfum ekki ákveðið timann, en
fram að þessu hafa Kínverjar lát-
ið sér vel líka vinnubrögð okkar i
málinu.
Blm.: Hafa utanríkismálin orðið
yður erfiðari viðfangs, en þér
bjugguzt við?
Carter: Þau eru afar flókin, svo
flókin, að ég gat engan veginn
ímyndað mér það fyrir fram. En
ég kann því starfi prýðilega að
koma fram fyrir hönd þjóðar
minnar í alþjóðamálum. Ég hef
lært margt og mikið á þvi hálfa
ári, sem liðið er, og auk þess eru
ráðgjafar mínir frábærir.
Sjálfsagt hefur tslendingum fyrst komið kaffi í hug, þegar þeir heyrðu Brasilíu
getið. — Þessi mynd sýnir, er kaffibaunir eru sekkjaðar til útflutnings.
(SLENDINGAR
ÍBRASILÍU
Eftirfarandi grein er úr
blaðinu „Jornal do Bras-
il" og er þar fjallað um
Brasilíuferðir tslendinga
á s.l. öld. Höfundurinn,
J.O. de Meira Penna, er
ræðismaður Islendinga í
Brasilíu.
ísiendingar standa svo framar-
lega að verkkunnáttu og menn-
ingu allri, að þeir eru nú orðið
með bezt stæðum þjóðum í Evr-
ópu. Eru þeir þó ekki fjölmennari
en svo að rúmast myndu á knatt-
spyrnuvellinum í Ríó! En Islend-
ingar hafa þrifizt þrátt fyrir
mannfæðina, takmarkaðar auð-
lindir og óblíða náttúru landsins.
Er óhætt að segja, að þeir hafi
sýnt af sér fágæta þrautseigju í
viðureigninni við náttúruöflin.
Island byggðist á miðöldum.
Frumbyggjarnir voru Irar og
norrænir menn. Öldum saman
eftir það lifðu Islendingar við
kröpp kjór; nokkurs konar út-
verðir Danaveldis þarna i hafinu
norður undir heimskauti. Fisk-
veiðar og landbúnaður hafa verið
þeirra helztu atvinnuvegir gegn-
um tiðina og er svo enn. En nátt-
úra landsins er hörð eins og fyrr
sagði, og áður á öldum hlutu Is-
lendingar oft og tíðum þungar
búsifjar af náttúruhamförum,
eldgosum, is og snjó, svo að hung-
ursneyð var og ósjaldan niannfell-
ir í hallærum. Þess vegna var það,
að Islendingar slógust í fólksflótt-
ann mikla frá Evrópu, sem stóð
frá þvi um 1830 og fram undir
fyrri heimstyrjöld. Þá flúðu menn
Evrópulönd milljónum saman og
fluttust til Amerfku og annarra
landa nýja heimsins svonefnda.
Islendingar fluttust mest til
Ameríku vestur. I því sambandi
er minnisvert og ástæða til að
eyða að því nokkrum orðum, að
framlag Islendinga til byggðar
Ameríku hófst með útflutningi til
Brasilíu þótt i smáum stíl væri.
Heimildir um þetta er að finna i
bókirini „Ævintýrið frá Íslandi til
Brasiliu" eftir Þorstein Þorsteins-
son (útg. Reykjavik, 1937). i þess-
ari grein ætla ég aðeins að rekja
helztu þætti þessara sérstæðu
fólksflutninga islendinga, sem
tóku sig upp af harðbýlli eyju
sinni i norðurhöfum til þess að
hefja nýtt líf í hitabeltinu hér
suður frá.
Þreyttust á
erf iðum kjörum
Það var upphafið að fólksflutn-
ingunum vestur, að veturnir 1858
og '59 voru óvenjuharðir, og eink-
um á Norðurlandi. Hélzt þar
grimmdargaddur langtímum sam-
an með hörðum hriðum en hafís
Ameríku. Raunar höfðu fáeinir
trúskiptingar til Mormónatrúar
komizt alla leið vestur í eyðimark-
irnar í Utah í Bandaríkjunum eft-
ir mikla og langa hrakninga; það
var árið 1855. Um þetta leyti voru
Íslendingar löngu hættir að nægj-
ast við fornsöguinar og bibliuna,
og margir menntaðir menn, einn-
ig í bændastétt, fylgdust allvel
með því, sem fram fór í heimin-
um.
Fyrstu
Brasilíufararnir
Einar Asmundsson var einn
þessara manna. Hann var frá
bænum Nesi; sá bær er á Norður-
landi. Einar hafði gert víðreist, og
árið 1859, þegar útflutningurinn
stóð fyrir dyrum lagðist hann
gegn því,  að menn flyttust til
verið Norðurlandamönnum hug-
stæð, sem vonlegt er.
Kristján Isfeld varð einna fyrst-
ur islendinga til Brasilíu. Krist-
ján lézt i Rio de Janeiro árið 1874;
hann lét eftir sig dóttur gifta
Brasiliumanni. En fjórir islend-
ingar aðrir höfðu komið til Brasil-
iu 1863. Meðal þeirra Jónas Hall-
grímsson, sem hafði verið settur
til þess af yfirvöldum að kanna
aðstæður til búsetu í Brasilíu.
Jónas sagði farir sínar og félaga
sinna ekki sléttar. Loftslagsbreyt-
ingin hefði leikið þá grátt, heil-
brigðisástand væri bágborið, þjóð-
tungan torlærð og ekki hlaupið að
þvi að finna gott land undir
byggð. Einna bezt leizt þeim á sig
í Curitiba í Paranáfylki suður í
landi. Jónas réð löndum sínum þó
að bíða frekari upplýsinga. En
hann lézt þvi miður úr gulu árið
1870.
Attu erfitt
uppdráttar
Málið var nú mikið rætt áfram í
hópi þeirra, er hugðu á útflutn-
ing, og komu þá ýmsir annmarkar
i ljós. Dönsk y'firvóld lögðust
heldur á móti Brasilíuförum; auk
þess komu trúarvöflur á suma,
þar eð Islendingar voru lúthersk-
ir en kaþólska ríkistrú í Brasilíu.
Samt tóku enn nokkrir islending-
ar sig upp árið 1873 og héldu frá
Kaupmannahöfn áleiðis til Brasil-
iu. Þeir komu til Paraná hinn 8.
janúar árið eftir. Þar tók á móti
þeim Jónas nokkur Friðfinnsson,
eða Jónas F. Bardal sem hann
nefndi sig (nú búa í Curitiba sex
fjölskyldur með þessu nafni —
Bardal eða Bardall); Jónas hafði
áður verið í ferðalögum og m.a.
numið portúgölsku. En ferð félag-
anna frá Kaupmannaljöfn hafði
tekið fimm mánuði!
Hin keisaralegu yfirvöld
(Brasilia var í þann tíð keisara-
dæmi undír stjórn Bragancaætt-
arinnar) tóku innflytjendunum
vel, úthlutuðu þeim landi skammt
fyrir utan Curitiba og tóku þeir
þegar til að yrkja jórðina. Þeir
áttu erfitt uppdráttar framan af;
loftslag og aðstæður allar voru
svo gjörólíkar því, sem þeir áttu
að venjast heima. Margir úr þess-
um hópi blönduðust þýzkum land-
nemum lútherskum, sem voru að
flytjast til Suður-Brasiliu í nokkr-
um mæli um þetta leyti. Að þvi er
Þorsteinn Þorsteinsson segir virð-
ast islendingarnir hafa dreifzt út
um landið smám saman. Innflytj-
endurnir munu aldrei hafa orðið
fleiri en 40, en árið 1937 voru
nokkrir þeirra enn á lifi.
Nokkrir
festu rætur
Enda þótt svo fáir flyttust frá
Íslandi til Brasilíu, höfðu þessir
fólksflutningar mikil áhrif á is-
landi. Bréf bárust heim frá Bras-
ilíu. Og tilhugsunin um sífellt
sumar i auðsælum löndum þar,
sem aldrei skorti björg hefur án
efa haldið vöku fyrir mörgum fá-
tækum sjómanni og bónda. Bras-
iliufarir Islendinga urðu þó ekki
fleiri  að  sinni.  En  vesturfarir
Eftir J.O.de MeiraPenna ræðismann
rak inn á firði, lagðist að landi og
bannaði samgöngur. A þessum
tima var veglaust inni í landi, svo
að ekki varð komizt milli fjar-
lægra staða nema sjóleiðis. Það
hlutu þvi að verða þrengingar,
þegar hafnir lokuðust af völdum
hafiss og í verstu árum komust
ekki nema fáein skip til Norður-
og Norðausturlands og frá, rétt
yfir sumartimann. A slíkum árum
hlaut að verða hallæri hjá bænd-
um nyðra. Þeir áttu mest sitt und-
ir útflutningi ullar og innflutn-
ingi matar. Það er engin furða, að
margir þreyttust á þessum erfiðu
kjörum og fóru að hyggja til
flutnings af landi brott; einkum
æskumenn. Þeir höfðu líka dæm-
in fyrir sér: fólk hafði þá þegar
um nokkurt skeið verið að flýja
kröpp kjör úr Noregi og Svíþjóð
vestur  til  Bandaríkja  Norður-
Grænlands, þar sem náttúran
væri jafnvel enn óbliðari en
heima, en stakk upp á Brasilíu í
staðinn.
Hugsanlegt er, að Einar i Nesi
hafi haft einhverjar fregnir frá
Portúgölum, sem stunduðu" fisk-
veiðar við Islandsstrendur. Sjálf-
sagt hefur Islendingum fyrst
komið kaffi í hug, þá er þeir
heyrðu Brasilíu getið; kaffi var
einhver mesta munaðarvara á is-
landi! Reyndar létu margir þá
skoðun i ljósi, að Brasiliumenn
myndi helzt vanta vinnumenn á
bú sin, en kæra sig siður um
bændur, og var það skynsamlega
athugað. Hvað, sem um það var,
urðu þó nokkrir svo gripnir til-
hugsuninni um þetta suðræna, si-
græna ævintyfaland, að þeir af-
réðu að flytjast þangað hið fyrsta.
Suðræn  sólarlönd  hafa  löngum
voru hafnar og upp frá þessu
streymdu     Islendingar    til
Ameríku. Margir settust að í Wis-
consinfylki í Bandaríkjunum,
fjölmargir i Winnipeg i Kanada
og margir enn dreifðust víða um
Norður-Ameríku. Talið er, að Is-
lendingar hafi verið ein 80 þús-
und á þessum tíma. En á árunum
frá 1870 og fram að fyrri heim-
styrjöld fluttist nærri fjórðungur
þjóðarinnar úr landi fyrir fullt og
allt. Þeir islendingar, sem námu
land i Brasilíu og komu þar undir
sig fótum þrátt fyrir örðugleika í
fyrstu, urðu til þess að tengja
löndin tvö böndum, sem hærra
verður að meta en skipti á kaffi
og saltfisi þótt góð séu. Og Bras-
ilíumenn, fyrir sitt leyti, áttu hlut
að því að koma Islandi í samband
við  umheiminn.
—  J.O.  dr  Mrira  Prnna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32