Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGÚST 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, slmi 10100.
Aðalstræti 6, slmi 22480.
Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakið.
Innrásin í
Tékkóslóvakíu
T dag, 21 ágúst. eru lið-
in 9 ár frá því að hersveitir
Varsjárbandalagsríkjanna með
Rauða her Sovétrikjanna í far-
arbroddi ruddust inn í
Tékkóslóvakíu og kæfðu í fæð-
ingu þá frelsisöldu, sem gengið
hafði yfir landið um nokkurra
mánaða skeið Innrás Sovét-
ríkjanna og leppríkja þeirra í
Tékkóslóvakiu þennan dag fyrir
9 árum var vísbending um, að
það væri mat ráðamanna
Sovétrikjanna, að hið sósíaliska
þjóðskipulag í Austur-Evrópu
þyldi með engu móti það and-
rúmsloft frjálsræðis, sem Alex-
ander Dubcek, og félögum
hans, hafði tekizt að skapa á
stuttum tíma i Tékkóslóvakíu.
Ráðamenn í Moskvu töldu
greinilega, að Tékkóslóvakía
undir stjórn Dubceks myndi
hafa smitandi áhrif á umhverfi
sitt. Þess vegna var hervaldi
beitt í Prag fyrir 9 árum. En
það var ekkert nýtt. Tólf árum
áður hafði sovézki herinn stað-
ið fyrir blóðbaði i Búdapest og
til uppreisnar hafði komið í
Póllandi á sama ári. Og á árinu
1953 á þjóðhátíðardag íslend-
inga var sovézku hervaldi beitt
til þess að berja niður uppreisn
verkamanna í A-Berlín.
Hvergi i heiminum hefur ver-
ið komið á sósíalísku þjóðskipu-
lagi án hervalds og blóðsúthell-
inga. Og hvergi i heiminum
hefur tekizt að halda við sósial-
isku þjóðskipulagi án hervalds
og blóðsúthellinga. Enda hefur
raunin orðið sú við hverja vald-
beitingu, að hinir trúuðu í öðr-
um löndum, sem um áratugi
hafa litið til Sovétríkjanna sem
framtíðarríkisins hafa orðið fyrir
óskaplegu áfalli, trú þeirra hef-
ur brostið og þeir hafa reynt að
finna nýjan grundvöll til þess
að standa á.
Kommúnistar á Islandi hafa
ekki síður en aðrir orðið fyrir
áfalli af þessum sökum. Nú er
svo komið, að það sem í ára-
tugi var nefnt „Morgunblaðs-
lygi" á síðum Þjóðviljans er nú
viðurkennt í þeim herbúðum
sem sár sannleikur. En um leið
hafa kommúnistar misst kjöl-
festuna og sundrungin blasir
við þeim af þeim sökum. En
hvað hefur gerzt í Austur-
Evrópu á þessum 9 árum? So-
vétmenn hafa að vísu hert tök-
in i Tékkóslóvakíu, sem i dag er
eitt mesta leppriki Sovétrikj-
anna í Austur-Evrópu. En á
þessum áratug hefur andófs-
Dæmalaust var að hlusta
á það blaður, sem tveir
skrifstofumenn höfðu í frammi
í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld
um einkaframtakið í Reykjavík
— að það hefði brugðizt og
gefizt upp við hlutverk sitt!
Þessir menn gera sér bersýni-
lega enga grein fyrir því, að
Reykjavík er byggð upp af
einkaframtaki, að atvinnulífið í
höfuðborginni er til orðið fyrir
framtak einstaklinganna fyrst
og fremst. Einkaframtakið i
Reykjavík fer ekki fram á „opin-
bera forsjá" eða „félagslega
leiðsögn", hvorki af hálfu ríkis
mönnum austan járntjalds vax-
ið fiskur um hrygg. I dag er
andófshreyfingin í hinum sósía-
lísku löndum orðin raunveruleg
andstöðuhreyfing við ríkjandi
þjóðskipulag Það er alveg
sama hvað Rússar senda
marga menn í útlegð, eða í
fangelsi eða í þrælkunarbúðir
eða á geðveikrahæli, það koma
alltaf nýir menn í þeirra stað til
þess að fylla upp I skörðin í
fremstu viglínu andófshreyf-
ingarinnar. Kannski er þróunín
merkilegust i Póllandi, þar sem
kaþólska kirkjan hefur nú sterk-
ari vígstöðu en hún hefur
nokkru sinni haft frá þvi að
kommúnistar tóku þar völdin.
Upp er risin sterk hreyfing
verkamanna og mennta-
eða borgaryfirvalda. Einka-
framtakið í Reykjavik krefst
jafnrar aðstöðu Það krefst þess
að búa við sömu skattalegu
aðstöðu og samvinnufyrirtækin
og það krefst þess að búa við
sömu lánafyrirgreiðslu og fyrir-
tæki í öðrum landshlutum.
Þetta er allt og sumt. Búi einka-
framtakið í höfuðborginni við
sömu aðstöðu í atvinnurekstri
sinum og samvinnufyrirtæki,
hálfopinber fyrirtæki og einka-
fyrirtæki annars staðar á land-
inu, þurfa menn ekki að hafa
frekari áhyggjur af atvinnuupp-
byggingu í höfuðborginni. Þá
manna, sem berst gegn stjórn
kommúnistaflokksins oa for-
ysta pólska kommúnistaflokks-
ins er klofin og ekki á eitt sátt’
um, hvernig við skuli bregðast.
Það er ástæða til að fylgjast
vandlega með því sem er að
gerast í Póllandi um þessar
mundir. Þar kunna að gerast
mestu tíðindin í baráttu fólks-
ins austan járntjalds fyrir al-
mennum mannréttindum.
Atburðirnir í Prag í ágúst
1968 mega ekki gleymast.
Þeir sýna okkur hinn raunveru-
lega hug Sovétstjórnarinnar.
En stuðningur við andófsmenn-
ina verður að margfaldast. Fyrr
eða síðar verða kúgunaröflin í
Moskvu lögð að velli
mun einkaframtakið sjá um
það.
Stefna Sjálfstæðisflokksins
hefur jafnan verið sú að búa
atvinnurekstrinum eðlileg
starfsskilyrði. Morgunblaðinu
er ekki kunnugt um að nokkur
breyting hafi orðið á þeirri
stefnu. Þess vegna verður það
væntanlega grundvallaratriði i
stefnu borgarstjórnarmeirihlut-
ans í Reykjavík að tryggja
einkafyrirtækjum i höfuðborg-
inni jafna aðstöðu á við at-
vinnurekstur i öðru formi og í
öðrum landshlutum.
Blaður skrifstofumanna
um einkaframtakið
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 23
KJARVALSSTAÐIR
TJr málverkasafni
Reykjavíkurborgar
1977
Ekki veit ég hve hentugt það
er að leggja vestursal Kjarvals-
staða undir almennar sýningar
að sumarlagi. Mér er ekki
kunnugt um aðsókn að slfkum
sýningum einstaklinga, en þó
er mér tjáð að sýningu hins
sérstæða graflk-listamanns,
Paul Weber, hafi orðið að fram-
lengja tvisvar, eða máski verið
framlengd vegna eyðu á pró-
gramminu til þess að eitthvað
forvitnilegt væri uppi, sem er i
sjálfu sér hárrétt framkvæmd.
Ein frábærasta sýning á verk-
um Kjarvals, sem undirirtaður
hefur séð, hefur undanfarna
mánuði staðið yfir i austursal
hússins og ættu sem flestir að
halda á fund þeirrar sýningar
áður en hún verður tekin niður
um næstu mánaðarmót. Ekki er
víst að slik sýning á verkum
meistarans sjáist þar i bráð, þar
sem velflest verkanna eru í
einkaeign. Þetta sýningarhús á
að einum þræði að heita borgar-
listasafn, en borgin á sem kunn-
ugt er fjölda verka Reykja-
vikurlistamanna, en þau verk
þjóna að jafnaði því vafasama
hlutverki að hanga uppi i skrif-
stofu borgarinnar þeim einum
til augnayndis er leið eiga á
þessar skrifstofur auk starfs-
manna þessara stofnana.
Að sjálfsögðu eru þessi verk
keypt fyrir fé borgarbúa eða
ganga upp i skuldir er illa árar
fyrir hinum ýmsu listamönn-
um, og er ekki nema sanngjarnt
að borgarbúar eigi þess kost að
sjá þau sem oftast á einum stað
og það i veglegri upphengingu,
og mætti þá i beinu framhaldi
ætla að safnið hafi mikilvægu
hlutverki að gegna sem list-
miðlun á þeim tima er erlendir
fjölmenna til höfuðborgarinn-
ar. Mætti þá um leið fara fram
fjölbreytt kynningarstarfsemi
á öðrum listgreinum, og að
borgin lyfti undir það framtak
á myndarlegan hátt, þvi að það
gerir veg þeirrar kynningar
meiri i augum hins erlenda
ferðalangs. Þetta er einmitt það
sem flestar menningarborgir
leggja áherzlu á. Er heim er
haldið á ferðamaðurinn að hafa
í mal sínum sem flest bitastætt
til frásagnar og kynningar af
menningarlifi höfuðborgar
vorrar og hér felst mikilvæg
auglýsing er skilar sér rikulega.
— Um þessar mundir stend-
ur yfir sýning á hluta af nefndu
safni og hefur verið reynt að
setja myndverkin i lauslegt
sögulegt samhengi svo sem það
heitir í sýningarskrá og virðist
mér það hafa tekizt vel. Hvað
sem öðru liður er hér um að
ræða forvitnilegri sýningu en
hér um árið þegar upphenging-
in var látin ráða ferðinni, að
mörgu leyti á hlutdrægan hátt.
A ég við að hlut sumra lista-
manna var óþarflega mikið
hampað á kostnað annarra. Hér
ræður hins vegar hlutleysi og
hið sögulega yfirlit, og er það
mikill ávinningur sýningarinn-
ar, engu er otað að skoðendum
á kostnað annars. Eg felli mig
hins vegar ekki við hin þung-
byggðu skilti er upplýsa skoð-
endur um hin einstöku tímabil,
þá eru þau óþarflega stór og
áberandi.
Ljóslega kemur. fram að inn-
kaup til safnsins hafa hvorki
ráðizt af þröngu sjónarmiði né
að viðkomandi aðilar hafi hank-
að sig á þvi að vera á móti einu
eða öðru sem á markaðinum
var hverju sinni, — en hins
vegar afsakar það ekki að ýms-
ar eyður eru á safninu sem
þyrfti að fylla upp, og nauðsyn-
legt er að gera skrá yfir öll verk
i eigu borgarinnar og gefa út
veglega sýningarskrá yfir öll
verkin þar sem þau væru tiund-
uð i máli og mynd. Slik skrán-
ing væri mikil auglýsing fyrir
íslenzka myndlist og myndi ber-
ast viðsvegar um jarðarkúluna.
Þori ég að fuilyrða að slíkt
fyrirtæki myndi skila arði þvi
að erlenda þyrstir i upplýsingar
um islenzka myndlist, sem
liggja sannarlega ekki á lausu.
Um það getur undirritaður fellt
dóm eftir að hafa setið fjöl-
margar myndlistarráðstefnum
á meginlandi siðasta áratug og
sótt heim fjölda nafntogaðra
listamanna er jafnan spyrja um
uppsláttarrit um islenzka
myndlist. Frændur vorir Finn-
ar eru jafnan með slíkar bækur
í sinum mal t.d. „Kuva Taitei
Lijat“, sem er frábært heim-
ildarrit um finnska myndlistar-
menn, og dreifa af mikilli rausn
til þeirra er þeir álita að séu
líklegir til að útbreiða fengnar
upplýsingar. Þetta hefur haft
geysimikla þýðingu fyrir út-
breiðslu finnskrar listar um
heiminn á undanförnum ára-
tug, og um leið orðið henni mik-
ilvæg lyftistöng heima fyrir ...
I beinu framhaldi hér vaknar
eðlilega sú spurning hvort það
sé ekki allra hagur að fylgja
fordæmi Norræna hússins og
kynna list borgarinnar og
menningu á breiðum grund-
velli yfir sumarmánuðina, t.d.
frá miðjum jún> til ágústloka og
leggja undir framkvæmdina
báða aðalsali Kjarvalsstaða og
gefa meistaranum um leið veg-
legt rúm.
Að nenfa her einstök verk
hefur Iítinn tilgang, en þó vil ég
lýsa ánægju minni yfir þvi að
sjá þar verk eftir þá bræður
Kristján og Sigurð Guðmunds-
syni, sem eins og kunnugt er
eru búsettir i Amsterdam. Hér
vantar þó Erro, Tryggva Olafs-
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
son, Hrein Friðfinnsson og
Þórð Ben. Sveinsson, sem allir
hafa gert garðinn frægan er-
lendis á undanförnum árum.
En ég vil þakka framtakið
mikillega og skemmtilega upp-
hengingu frá hendi þeirra
Aðalsteins Ingólfssonar, Guð-
ntundar Benediktssonar og
Gunnars Arnar. Til slikrar
starfsemi þarf að veita riflegu
fé, og þar voru t.d. einungis
útlendir að skoða og fræðast er
ég leit inn. Segjast verður að
sýningarskráin er á neðsta
þrepi og afleitt „dokumenf til
kynningar.
Bragi Asgeirsson.
A A — — — — --
I Reykjavíkurbréf
Laugardagur 20. ágúst..
Afreksmaðurinn
Hreinn
Halldórsson
Nú í vikunni fór fram í Reykja-
vík keppni nokkurra fremstu
kúluvarpara heims, sem hingað
voru komnir til þess að taka þátt í
keppni með afreksmanninum
Hreini Halldórssyni. Keppni þess-
ari lauk tvivegis á sama veg, að
Hreinn Halldórsson bar sigur úr
býtum og hafði verulega yfir-
burði yfir keppinauta sína. Ef til
vill höfum við Islendingar ekki
gert okkur fyllilega grein fyrir
því, að þessi fámenna þjóð hefur
nú eignazt íþróttamann á heims-
mælikvarða, mann sem stendur f
fremstu röð í heiminum í dag í
sinni íþróttagrein. Það er orðið
tímabært, að við gerum okkur
grein fyrír þessu, metum það að
verðleikum og sýnum í verki.
Þetta er í annað skipti, sem
tslendingur vinnur slik afrek i
frjálsum íþróttum, að hann telst
óumdeilanlega kominn í fremstu
röð íþróttamanna í sinni grein.
Sjálfsagt er mörgum enn i minni
sú stórkostlega stund, þegar tíð-
indi bárust frá Melbourne í
Ástraliu fyrir tæplega 21 ári þess
efnis, að Vilhjálmur Einarsson
hefði unnið til silfurverðlauna á
Olympíuleikunum i þrístökki.
Það afrek hafði að sjálfsögðu
gifurleg áhrif meðal ungs fólks og
hvatti það til dáða, vakti áhuga á
þátttöku i íþróttum alveg eins og
afrek Friðriks Ólafssonar á vett-
vangi skáklistarinnar i hátt á
þriðja áratug hafa smátt og smátt
orðið þess valdandi, að ísland er
nú eitt helzta skákland i heimi, og
síðan hafa yngri menn fylgt i kjöl-
farið eins og Guðmundur Sigur-
jónsson. Þegar rætt er um afreks-
menn i íþróttum má heldur ekki
gleyma því gullna skeiði islenzkra
iþrótta eftir striðið, þegar Gunnar
Huseby gerði garðinn frægan
ásamt Torfa Bryngeirssyni, Finn-
birni Þorvaldssyni, 'CIausens-
bræðrum og fleiri fræknum
íþróttamönnum, sem unnu míkil
afrek fyrir Islands hönd á erlend-
um vettvangi.
Hreinn Halldórsson er arftaki
þessara manna allra, hann er nú
að mati eins helzta keppinautar
hans í þessari íþróttagrein annar
fremsti kúluvarpari i heimi og að
allra dómi hefur hann enn mögu-
leika á að bæta við sig og auka
árangur sinn. Við verðum hins
vegar að gera okkur grein fyrir
því, að slik afrek eru ekki unnin í
íþróttum í dag til langframa,
a.m.k. nema íþróttamennirnir
hafi tækifæri til að helga sig
iþrótt sinni i eins rikum mæli og
mögulegt er, og að brauðstritið
verði ekki til þess að draga úr
aðstöðu þeirra til að ná hinum
bezta árangri. Með stórkostlegum
afrekum í íþróttagrein sinni hef-
ur Hreinn Halldórsson unnið til
aðdáunar og virðingar þjóðarinn-
ar allrar og jafnframt til þess að
það verði sýnt i verki, að íslend-
ingar kunni að meta slikan af-
reksmann í sínum hópi með því
að gera honum kleift að stunda
æfingar og keppni að því marki,
sem hann telur nauðsynlegt án
þess að hann þurfi að hafa
áhyggjur af afkomu sinni og fjöl-
skyldu sinnar.
Avöxturinn af slíkum árangri,
sem Hreinn Halldórsson hefur
náð í kúluvarpi er ekki aðeins sá,
að nafn íslands kemst á blað á
alþjóðavettvangi í þessari íþrótta-
grein. Hann kemur ekki síður
fram I þvi, að árangur hans mun
heilla islenzkt æskufólk og eiga
verulegan þátt i þvi á næstu árum
að hvetja það til dáða og heil-
brigðs íþrótta- og útivistarlífs.
Það verður ekki metið í pening-
am, hversu mikilvægt það er að
eiga menn, sem setja æskunni
slíkt fordæmi á sama tíma og
flótti frá veruleikanum og freist-
ing til óhóflegrar áfengisneyzlu
og nctkunar hættulegra vana-
bindandi eiturlyfja verður stöð-
ugt meira vandamál meðal ungs
fólks í hinum vestræna heimi.
Afstaðan til at-
vinnurekstursins
Atvinnulífið í Reykjavík hefur
mjög verið á dagskrá að undan-
förnu og hafa þær umræður ber-
sýnilega vakið upp heitar og
sterkar tilfinningar i fyrstu um-
ferð, sem síðan hafa vikið fyrir
ómerkilegu pólitfsku nöldri og
þrasi, aðallega i Tfmanum, um
orsakir vandans. Væntanlega
verður þriðja stig þessara um-
ræðna það, að menn ræði f alvöru,
hvernig taka beri á þessum
vandamálum.
Þegar Morgunblaðið vakti fyrst
máls á atvinnuvanda Reykjavíkur
og Reykjaneskjördæmis í forystu-
grein hinn 27. marz sl., sem í
fjölmörgum landsbyggðarblöðum,
hefur ýmist verið umrædd sem
„landsfræg" eða „alræmd", urðu
fyrstu viðbrögð manna þau að
halda því fram, að hér væri svo-
nefnt „Reykjavikurvald" að sýna
vígtennurnar og hygðist klekkja á
landsbyggðinni. Segja má, að
þessi sérstæði og tilfinningalegi
þáttur umræðnanna hafi staðið
fram á sumar, en annar þáttur
þeirra hófst þegar borgarstjóri
efndi til blaðamannafundar- og
lagði fram skýrslu embættis-
mannanefndar, sem hafði tekið að
sér að ósk borgarstjóra í ársbyrj-
un 1976 að kanna ástandið í at-
vinnumálum Reykjavikur. Þegar
Birgir Isl. Gunnarsson, borgar-
stjóri, hafði gert grein fyrir stöð-
unni í atvinnumálum höfuðborg-
arinnar á grundvelli þessarar
skýrslu brá svo við, að þeir sem
áður höfðu neitað að viðurkenna,
að um vanda væri að ræða sneru
nú við blaðinu og viðurkenndu
vandann, en héldu því fram, að
hann væri fyrst og fremst sök
borgarstjórnarmeirihluta Sjálf-
stæðismanna en einnig einka-
framtaksins f Reykjavfk! Fremst-
ur í flokki þeirra, sem þannig
hafa talað undanfarnar vikur er
einn af þingmönnum Reykjavík-
ur, Þórarinn Þórarinsson. Hins
vegar hefur borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins f Reykjavik,
Kristján Benediktsson, verið mun
heiðarlegri og opinskárri og hann
staðfesti í viðtali við Timann þá
skoðun sina, að ein ástæðan fyrir
þeim vandamálum, sem við væri
að etja i atvinnulifi höfuðborgar-
innar væri sú, að á undanförnum
árum hefði stefnan i lánamálum
ekki stuðlað að öflugri atvinnu-
uppbyggingu á þessu svæði.
Borgarfulltrúinn endurtók svo i
sjónvarpsþætti í gærkvöldi að
lánastefna Byggðasjóðs hefði
stuðlað að þvi að útgerð drægist
saman i Reykjavík.
Vonandi tekst Þórarni
Þórarínssyni með tið og tima að
hefja sig upp yfir nöldurstigið,
enda er ábyrgð hans sem þing-
manns Reykvíkinga mikil. Ekki
sizt f Ijósi þess, að hann hefur
verið þingmaður Reykvikinga og
einn helzti áhrifamaður i Fram-
sóknarflokknum, flokki sem átt
hefur samfleytt sæti i ríkisstjórn
frá miðju ári 1971, einmitt á þvi
árabili, sem verulega hefur farið
að gæta hnignunar i framleiðslu-
greinum og þá sérstaklega útgerð
og fiskvinnslu í Reykjavík og þá
bersýnilega vegna áhrifa frá
stefnu opinberra stjórnvalda í
lánamálum og fjárfestingarmál-
um á undanförnum árum og þó
fyrst og fremst fyrri hluta þessa
timabils. Það er nefnilega svo, að
Reykjavíkurborg er ekki ein i
heiminum, og þó að meirihluti
Sjálfstæðismanna i borgarstjórn
Reykjavikur hafi mikil áhrif, þá
er það þó fyrst og fremst stefnan
á landsmálasviðinu, sem úrslitum
ræður í þessum efnum. Þar sem
Þórarinn Þórarinsson er þing-
maður Reykjavikur og hefur ver-
ið áhrifamaður i báðum þeim
rikisstjórnum, sem setið hafa sið-
ustu 6 árin, eru kannski fáir
menn sem bera jafn mikla ábyrgð
á þeim vanda, sem upp er kominn
i atvinnumáium Reykvíkinga og
einmitt hann.
Víðtækara
vandamál
Hér i Morgunblaðinu hefur
kannski fyrst og fremst verið
fjallað um þessi málefni á þeim
grundvelli, að hér væri um vanda-
mál höfuðborgarinnar að ræða, og
leiðir það e.t.v. af því að þar er
vandinn mestur og þessi mál hafa
verið mest til meðferðar og um-
ræðu hjá borgarstjórn Reykjavík-
ur. Hitt er alveg ljóst, eins og
Morgunblaðið hefur raunar vakið
margsinnis athygli á, að þessi
vandi er engan veginn bundinn
við Reykjavík eina. Hann nær til
alls höfuðborgarsvæðisins og
Reykjaneskjördæmis, ekki sízt
Suðurnesja. Er þá átt við vanda-
mál, sem smátt og smátt hefur
verið að skapast á lengri tíma.
Jafnframt hefur komið fram nú
síðustu vikuna, að aðkallandi
vandamál í atvinnumálum eru
einnig komin upp víðar á Suður-
og Vesturlandi en í þessum tveim-
ur kjördæmum, Reykjavik og
Reykjanesi, og eru þá alveg sér-
staklega alvarlegir þeir rekstrar-
örðugleikar, sem komnir eru upp
hjá frystihúsunum í Vestmanna-
eyjum, fiskvinnslustöðvum, sem
alla tíð hafa verið í röð fremstu og
bezt reknu frystihúsa á tslandi og
jafnan notið góðrar afkomu, þeg-
ar aðstæður hafa verið til, en eru
nú komin að því að stöðvazt.
Þess vegna dugar ekki lengur
að ræða um þessi mál sem reyk-
visk vandamál eða vandamál
bundin Reykjavík, nágrenni og
Suðurnesjum, þau eru víðtækari.
Frumrótin er sú, að það hefur
ekki orðið jafn ör uppbygging og
endurnýjun i útgerð og fisk-
vinnslu á þessu svæði eins og í
öðrum landshlutum. Skuttogara-
byltingin hefur að vísu teygt anga
sina til þessa svæðis, en hún hef-
ur ekki notast þvi jafn vel og
öðrum landshlutum, og bersýni-
legt er, að endurnýjun og upp-
bygging fiskvinnslustöðva hefur
ekki verið jafn ör og annars stað-
ar. Skylt er þó að geta þess, að þó
að Byggðasjóður hafi um allmörg
ár ekki lánað til fiskvinnslustöðva
á þessu svæði og fiskiskipakaupa,
þá hefur orðið stefnubreyting hjá
Byggðasjóði á allra síðustu árum.
En menn verða að gera sér grein
fyrir því, að við erum nú að súpa
seyðið af áhrifum fyrri stefnu
Byggðasjóðs i þessum efnum og
áhrif stefnubreytingarinnar fara
ekki að koma fram fyrr en á
næstu árum.
Það sem mestu skiptir nú er að
taka hin aðkallandi rekstrar-
vandamál fiskvinnslustöðvanna á
þessum landssvæðum til meðferð-
ar og úrlausnar, og það er engan
veginn auðvelt verk. Þessi frysti-
hús hafa búið við misjafnara hrá-
efnisframboð en frystihús í öðr-
um landshlutum og það hefur
valdið óhagkvæmari rekstri. !
öðru lagi er miklu minni hluti
þess hráefnis, sem þessi frystihús
fá til vinnslu þorskur en það hrá-
efni, sem frystihús annars staðar
á landinu vinna úr og veldur það
einnig óhagkvæmari rekstri. I
þriðja lagi sýnist sem sú ákvörð-
un, að greiða hærra verð fyrir
stórfisk i þvi skyni að stuðla frem-
ur að veiðum hans og draga úr
sókn i miliifisk og minni fisk hafi
haft þau áhrif að stórfiskurinn,
sem kannski er aðallega hér við
Suðurlandið, og fer þvi til frysti-
húsa á þessum umræddu svæðum,
þýði einfaldlega dýrara hráefni
fyrir þau heldur en það hráefni
sem önnur frystihús fá til vinnslu
og er jafnvel óhagkvæmari i
vinnslu en millifiskurinn. Loks er
svo augljóst, að sérstaklega á Suð-
urnesjum eru frystihúsin alltof
mörg og alltof smá. Sum þeirra
eru gömul, úrelt og úr sér gengin
og afar illa rekin, á kafi i skuldum
og óreiðu og slikum húsum á ein-
faldlega að loka. Það þýðir
væntanlega aukið hráefnisfram-
boð til þeirra, sem eftir eru, og
um leið hagkvæmari rekstur
þeirra.
Atvinnulífíð í
Reykjavík
t sambandi við þessar umræður
um atvinnuvandamál á Suður-
landi og Vesturlandi er nauðsyn-
legt að vekja máls á þvi, að af-
staða Islendinga til atvinnu-
rekstrarins hefur löngum verið of
neikvæð. Hann er út af fyrir sig
nógu góður tii þess að borga
mönnum laun, en það á helzt ekk-
ert fyrir hann að gera. Þetta hug-
arfar þarf að breytast og það er
ekki óliklegt, að það verði mönn-
um nokkurt umhugsunarefni ein-
mitt þessa dagana, þegar frysti-
hús á Suður- og Vesturlandi eru i
óða önn að segja upp starfsmönn-
um sínum og hafa við orð að loka
um mánaðamótin, að ekki er
endalaust hægt að leggja auknar
byrðar á þessi fyrirtæki.
Það er t.d. ekki við góðu að
búast í útgerðarmálum Reykja-
víkur, þegar það er hér um bil
þrisvar sinnum dýrara fyrir tog-
arana að landa fiski i Reykjavik á
hvert kíló heldur en á Isafirði og
Akureyri. Það er ekki hægt að
búast við þvi, að það stuðli að
blómlegri útgerð frá Reykjavík,
þegar þannig er haldið á málum.
Oánægja iðnaðar- og þjónustu-
fyrirtækjanna á Artúnshöfða með
frágang á götum og lóðum í því
hverfi sýnir lika, að tímabært er
orðið fyrir höfuðborgina að beina
meiri athygli að frágangi iðnaðar-
hverfa en gert hefur verið. I þess-
um efnum hefur orðið algjör bylt-
ing i höfuðborginni á siðasta ein-
um og hálfum áratug eins og
kunnugt er. Og nú er svo komið,
að frágangur gatna fylgir mjög
efttr uppbyggmgu nýrra
íbúðahverfa, en sú óánægja, sem
komið hefur fram hjá forsvars-
mönnum fyrirtækja á Artúns-
höfða hér á síðum Morgunblaðs-
ins undanfarna daga sýnir, að
iðnaðar- og þjónustufyrirtæki
gera nú einnig vaxandi kröfur t>l
borgarinnar og er það út af tyrir
sig ánægjulegt. Þó verða menn að
gera sér grein fyrir því, að ekki er
allt hægt að gera f einu, en allar
slfkar umræður og skoðanaskipti
eru til góðs eins. Þá hlýtur
Reykjavíkurborg að taka til at-
hugunar, hvort unnt er að greiða
betur fyrir fyrirtækjum i sam-
bandi við greiðslu gatnagerðar-
gjalda, sem eru mjög þungbær
fyrir fyrirtækí, sem eru að hefja
byggingarframkvæmdir og verða
á tiltölulega stuttum tima að
greiða tiltölulega há gatnagerðar-
gjöld.
Kannski skiptir þó mestu að
hugarfarið hjá embættismönnum
sveitarfélaga og stjórnmálamönn-
um, sem hafa með þessi mál að
gera sé ekkí það að láta toga út úr
sér fyrirgreiðslu fyrir atvinnu-
reksturinn og skipa honum að
borga þegar í stað, heldur að
menn taki atvinnurekstrinum
opnum örmum, liti á það sem já-
kvæða afstöðu til viðkomandi
byggðarlags, að atvinnurekendur
vilji byggja upp fyrirtæki i því
byggðarlagi og greiði fyrir þvi
með margvíslegum hætti í stað
þess að taka atvinnurekendum
með hundshaus og láta þá fá það á
tilfinninguna, að það sé verið að
gera þeim ógurlegan greiða með
þvi að gera þeim kleift að stunda
atvinnurekstur í tilteknu byggð-
arlagi, en það er afstaða, sem er
alltof algeng og tíð á tslandi, en á
ekki við jákvætt viðhorf atvinnu-
rekstrarins til viðkomandi
byggðarlags kemur hins vegar
fram hjá Kristmund Sörlasyni,
talsmanni fyrirtækjanna á Ár-
túnshöfða er hann segir í samtali
við Morgunblaðið að atvinnurek-
endur þar séu bæði að hugsa um
aðbúnað starfsfólks sins en ekki
siður þá óheillaþróun, sem fiótti
fyrirtækja frá Reykjavik sé.