Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977
Harðar kosningar í Heimdalli;
Kjartan Gunnarsson
var kjörinn formaður
KJARTAN Gunnarsson
laganemi var kjörinn for-
maður Heimdallar, kjör-
dæmasambands     ungra
sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, á aðalfundi sambands-
ins í gærkvöldi.
Kjartan hlaut 184 at-
kvæði en mótframbjoðandi
hans, Júlíus Hafstein fram-
kvæmdastjóri, hlaut 135 at-
kvæði. Fundurinn var fjöl-
sóttur og á honum gerði
Jón Magnússon, fráfarandi
formaður     Heimdallar,
grein fyrir störfum síðustu
stjórnar og afgreidd var
stjórnmálaályktun.
Ennþá stendur í
stappi um Vængi
EKKERT mjakaðist í átt. til sam-
komulags í Vængjadeilunni svo-
nefndu í gær samkvæmt upplýs-
ingum deiluaðila. Jón E. Ragnars-
son lögmaður stjórnar Vængja
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að þeir Vængjamenn væru
reiðubúnir að leggja deilumálið
undir gerðardóm eins eða fleiri
manna, sem aðilar tilnefndu með
samkomulagi sín á milli, en
Björn Guðmundsson, formaður
Félags ísl. atvinnuflugmanna,
sem farið hefur með mál flug-
manna hjá Vængjum í deilu þess-
ari, hvað tilboð þessa efnis enn
ekki hafa borizt FlA fra stjórn
Vængja.
Björn Guðmundsson sagði hins
vegar, að hann teldi fremur ólík-
legt, án þess þó að vilja fullyrða
um það á þessu stigi, að FÍA gaeti
fallizt á gerðadómslausn í deilu
Stolið úr sautján
sumarbústöðum
RANNSÓKNARLÖGREGLA
rfkisins hefur haft hendur f hári
nokkurra ungra pilta, sem höfðu
orðið uppvfsir að þvf að brjótast
inn f 17 sumarbústaði f Grafningi
nú f vikunni.
Rannsóknarlögreglan hefur
mál þetta nú til rannsóknar og er
ekki fullkannað hve miklu pilt-
arnir stálu úr bústöðunum. Sást
til þeirra og var lögreglunni gert
viðvart og voru þeir handteknir
er þeir komu akandi til Reykja-
víkur á fimmtudaginn.
Einn sækir
um Norðf jörð
RUNNINN er út umsöknarfrest-
ur um prestsembættið í Norðfirði.
Einn umsækjandi er um embætt-
íð, sr. Svavar Stefánsson, settur
sóknarprestur á staónum.
Utankjörstað-
aratkvæði í
BSRB-deflunni
MORGUNBLADINU hefur borizt
tilkynning til ríkisstarfsmanna í
BSRB frá yfirkjórstjórn þess efn-
is á sáttanefnd hafi samþykkt að
þeir rikisstarfsmenn í BSRB, sem
fari af landi brott og verði ekki
hérlendis dagana 1. og 3. október
n.k. þegar atkvæðagreiðsla um
sáttatillögu sáttanefndar í yfir-
standandi kjaradeildu milli ríkis-
ins og BSRB fer fram, geti greitt
atkvæði utankjörstaðar í dag,
laugardag, milli kl. 16 og 18 á
skrifstofu BSRB að Laugavegi
172.
þar sem um væri að ræða skýlaust
samningsbrot. Jón E. Ragnarsson
sagði hins vegar að í reynd snerist
deilan um mismunandi túlkun á
einu ákvæði í kjarasamningi aðila
og hinn löglegi aðili til að fjalla
um slík ágreiningsatriði væri
félagsdómur. Flugmenn Vængja
hefðu hins vegar kosið að leggja
niður vinnu, gert ólöglegt verk-
fall, sem þeir reýndar sjálfir köll-
uðu ýmist veikindi eða óhagstæð
veðurskílyrði en siðan gerðu þeir
kröfur um launagreiðslu fyrir
Framhald á bls. 28.
Nýr bíll skemmdur
A      TÍMABILINU
klukkan 11.20 til 13 í
gær, föstudag var ekið
á bifreiðina G-103, þar
sem hún stóð austan-
vert við Sambandshús-
ið við Sölvhólsgötu.
Þetta er splunkuný Audi
fólksbifreið, mosagræn að
lit, og var hægri framhurð
hennar dælduð. Þeir, sem
telja sig geta veitt upplýs-
ingar um ákeyrsluna eru
beðnir að hafa samband við
slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík.
Tveir i gæzlu
vegna þjófnaða
SAKADÓMUR Reykjavík-
ur hefur úrskurðað tvo
menn í gæzluvarðhald
vegna þjófnaða og fleiri af-
brota. Vár þetta gert að
kröfu Rannsóknarlögreglu
rikisins, sem hefur rann-
sókn málanna undir hönd-
um.
Annar mannanna var úr-
skurðaður í gæzluvarðhald fyrir
fjársvik, bílveltu, ölvun við akst-
ur og stuld á bifreið. Hinn, sem er
aðeins 17 ára, er úrskurðaður
vegna 30 innbrota ög þjófnaða
það sem af er þessu ári.
.*..!,.**•/•  T
¦'
i.i^giý   -1

X	Í...-.1U-.-  [rf A    F   L • t';   i      "  ''  ** *      -  kL' '. .t,..	/	
	,W>4N£S   "'*     '       ^N""N_-		..  .... ...... 1
	.„»t     ¦  "***     \	A'	
	,. -,         '"•'-*.-' '		
	2 ¦            ...... ir  jr     >»s KttíJtvlX  f-.-.'        \  ''   Tnnirr-             -     ' *''	_t	V,   i ¦-. ti ,-;¦¦'   íf 5 'l^t
	.....¦-     uft*iDAVf*.    '    -                     •              V-¦>"¦'¦¦	^%	'f    ^x'  +*¦'¦¦
			.* ..t** -  ' ?
	*		VÍS1MANNAEYJA.B «^i*
Vf /


Rallið hefst á morgun
LENGSTA og erfiðasta rall-
keppni sem hér á landi hefur
verið háð hefst í kvöld, laugar-
dag, kl. 18. Verða eknir 950 km
á um 18 klukkustundum og er
stór hluti leiðarinnar ekinn ¦
myrkri en víða er mjög erfitt
yfirferðar og gerir keppnin því
miklar kröfur til ökumanna og
bifreiða. Þegar hafa um 20 öku-
þórar skráð sig til keppni.
Það verður um hádegi á
morgun, sunnúdag, sem öku-
mennirnir nálgast aftur höfuð-
borgina og fyrir þá sem áhuga
hafa á að fylgjast með keppn-
inni skal bent á að kl. 07 í
fyrramálið    verða    bílarnir
komnir til Þingvalla og fá þar
smáhvíld áður en lagt er á
Kaldadal og þeir koma siðan á
hótel Loftleiðir um kl. 12.30,
þar sem þeim keppendum sem
komast alla leið verður fagnað,
en sigurvegarinn verður hyllt-
ur á dansleik á Hótel Loftleið-
um kl. 22 um kvöldið.
Sæmundur Auðuns-
son skipstjóri látinn
1 FYRRINÓTT lézt á heimili sfnu
hér í Reykjavfk hinn landskunni
skipstjéri Sæmundur Auðunsson,
sem var skipstjóri á hafrannsókn-
askipinu Bjarna Sæmundssyni.
Hann hefði orðið sextugur á
mánudaginn kemur 4. október.
Kom Sæmundur úr siðasta leið-
angri sinum á sunnudaginn var.
Fæddur var hann suður á Minni-
10% hækkun
á farmgjöld-
um Eimskips
HEIMILUÐ hefur verið 10%
hækkun á fargjöldum Eimskipa-
félagsins, en samkvæmt uppiýs-
ingum Verðlagsskrifstofunnar,
hafði félagið farið fram á 37%
hækkun. Þá var einnig heimiluð
28% hækkun á upp- og útskipun-
argjaldi og er það i samræmi við
gerða kjarasamninga.
Vatnsleysu, sonur Auðuns Sæ-
mundssonar sem var kunnur sjó-
sóknari og vélbátaformaður og
konu hans Vilhelmínu Þorsteins-
dóttur. Allt frá unglingsárum
stundaði Sæmundur sjómennsku,
eins og fleiri í þessari miklu sjó-
sóknarætt. Hann var meðal þeirra
er komust af er togarinn Skúli
fógeti fórst í Grindavik, þá var
Sæmundur 15 ára gamall. Þess
má geta t.d. að Sæmundur varð
fyrsti skipstjóri Útgerðarfélags
Akureyrar er það eignaðist ný-
sköpunartogarann Kaldbak. Var
Sæmunur um nokkurra ára skeið
togaraskipstjóri nyrðra. Er hann
kom aftur til Reykjavikur varð
hann framkvæmdastjóri togaraút-
gerðarinnar Fylkis, sem átti sam-
nefndar togara. Fór Sæmundur i
nokkra fiskileitarleiðangra með
skip sitt. Um margra ára skeið
hefur nafn Sæmundar þannig
verið tengt fiskileit og veiðitil-
raunum, en nú siðustu 7 árin var
hann skipstjóri á Bjarna Sæ-
mundssyni — frá því hann var
smíðaður  fyrir  Hafrannsókna-
stofnunina. Þess má geta að um
nokkurn tíma var Sæmundur for-
stjóri Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar. — Hann lætur eftir sig
konu, Arndísi Thoroddsen og tvö
uppkomin börn, dóttur og son.
Kílómetragjald
hækkar í 40 kr.
FERÐAKOSTNAÐAR-
NEFND hefur reiknað út
nýtt kílómetragjald fyrir
bifreiðir, sem ríkisstarfs-
menn nota vegna vinnu i
þágu hins opinbera.
Iðnkynningunni í Laugar-
dalshöll lýkur um helgina
IÐNKYNNINGIN í Reykjavík
lýkur um þessa helgi. Verður
henni slitið við Sýningarhöll-
ina í Laugardal á sunnudags-
kvóid með hátiðlegri athöfn
sem hefst kl. 22.
Lýkur þá jafnframt Iðnkynn-
ingu í Laugardalshöll, en svo
nefrtist sýning og kynning á
reykvískum iðnaði sem stendur
yfir í Laugardalshöllinni.
Iðnkynning i Laugardalshóll
verður opin i dag og á morgun
frá kl. 13—22 báða dagana. A
kynningunni verður hvorn dag
efnt til Iveggja gestabingóa og
þriggja tízkusýninga.
Samkvæmt upplýsingum Tóm-
asar Sveinssonar, formanns
nefndarinnar, hækkar almennt
gjald úr 37 krónum í 40 krónur
fyrir kílómetrann. Nemur hækk-
unin 8.1%. Þetta gjald er miðað
við að eknir séu færri en 10 þús-
und kílómetrar. A bilinu 10 þús-
und til 20 þúsund kílómetrar
verða greiddar 34 krónur í stað 31
krónu og ef eknir eru yfir 20
þúsund kílómetrar fyrir ríkið eru
greiddar 29 krónur fyrir hvern
kílómetra umfram það.
Sérgjald, sem gildir fyrir akstur
á malarvegum hækkar úr 43 í 47
krónur kílómetrinn fyrir fyrstu
10 þúsund kílómetrana og tor-
færugjald hækkar úr 53 í 58 krón-
ur hver kílómetri fyrir fyrstu 10
þúsund kílómetrana.
wm ms>
^ig w r pröf-
KJöRM/EKNlR  \
- -            -   f

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44