Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 3 Oþekkt stúlka, myndin er frá um 1930. Einar Jónsson. Ljósmyndir: Kaldal Sýningin LJÓS á Kjarvalsstöðum: 90 ljósmyndir Kaldals og 120 myndir félaga í LJÓS Ein af mannlffsmyndum Kjartans B. Kristjánssonar. Ljósmyndasýning fjög- urra ljósmyndara verður opnuð í Kjarvalsstöðum í dag og nefnist sýningin LJÓS. Aðstandendur hennar eru þrir ljós- myndarar, þeir Pjétur J. Maack, Kjartan B. Kristjánsson og Gunnar S. Guðmundsson, en fjórði ljósmyndarinn, Jón Kaldal, er gestur þeirra á sýningunni og sýnir hann þar um 90 portrett frá ljósmynda- ferli sínum en Kaldal tók eingöngu portrett- myndir. Þeir þremenn- ingar sýna alls um 120 myndir og eru myndir Gunnars helgaðar nátt- úrulífsmyndum, myndir Pjéturs eru helgaðar vatninu og Kjartan sýnir mannlífsmyndir. Hluti af Kaldalsmynd- unum eru frá sýningu hans 1966, en einnig eru margar myndir sem þeir þremenningar hafa stækkað upp i samvinnu við Ingibjörgu Kaldal ljósmyndara dóttur Jóns. LJÓS sýndi síðast 1975, en þetta er fjórða sýning þeirra félaga. Sýningin verður opin frá 16.—28. feb. Þingeyjarsýslu: Víta landbúnaðarráð- herra og ráðamenn bænda FUNDUR bænda af Svalbarðs- slrönd úr Höfðahverfi og Fnjóskadal haldinn um landbún- aóarmál í samkomuhúsinu á Sval- barósströnd 16. jan. 1978 sam- þykkti eftirfarandi ályktanir: Fundurinn lætur i ljós mikla óánægju með lélega frammistöðu forráðamanna bændasamtakanna og Iandbúnaðarráðherra í þeim erfiðleikum sem nú steðja að bændastéttinni. Telur fundurinn að taka verði upp raunhæfari að- gerðir i kjaramálum bænda og vill sérstaklega benda á eftirfar- andi atriði: 1. Ekki komi til greina neins konar skattlagning á rekstarvör- ur, enda samrýmist það illa marg- ítrekuðum samþykktum bænda um aðgerðir til þess að lækka rekstrarkostnað og að fá niður- greiðslur á frumstigi. 2. Leggja beri sexmannanefnd- ina niður og taka upp beina samn- inga við ríkisvaldið. Þar verði bændum tryggt umsamið verð fyrir afurðir sínar, en vinnslu- stöðvarnar verði sjálfar ábyrgar fyrir rekstri sínum. 3. Taka skuli upp kvótakerfi til þess að hindra óæskilega fram- leiðsluaukningu. Ennfremur skuli lána- og styrkjakerfi land- búnaðarins beitt í sama augna- miði. 4. Gera beri allt sem unnt er til þess að afla hagstæðari markaða erlendis fyrir landbúnaðarafurðir og sé í því sambandi nauðsynlegt að fleiri aðilar en nú er fái heim- ild til útflutnings. Stórauka beri kynningar- og auglýsingastarf- semi landbúnaðarins. Þúsund tonn af lakki til Rússlands NVLEGA voru undirritaðir samn- ingar I skrifstofu sovéska verzlunarfulltrúans I Reykjavík, Valdimars K. Valssonar, um sölu á 1000 tonnum af hvítu lakki, sem afgreiðast eiga á næstu mánuð- um. Málningarverksmiðjan Harpa h.f. selur 800 tonn en Sjöfn á Akureyri 200 tonn. Fob-verðmæti þessa samnings er um 260 milljónir króna, auk þess sem Sovétmenn greiða ís- lensku skipafélögunum yfir 25 milljónir í flutningsgjöld. Þetta er þrettánda árið sem Rússar kaupa málningu frá Is- landi, en fyrsti samningurinn var gerður við Hörpu h.f. árið 1965. Akureyri: Eldurinn stöðvaðist við Sparisjóð Glæsibæ j arhrepps Akureyri, 15. febr. ELDUR kom upp kl. 16 í dag í húsinu nr. 7 við Brekkugötu, en það er tví- lyft timburhús á háum kjallara. Eldurinn kom upp í grennd við rafmagns- töflu í kjallara hússins, en er talinn hafa kviknað fyrst við inntaksstofn sem hafi ofhitnað vegna of mik- ils álags. Eldurinn sjálfur olli litlum skemmdum en reykskemmdir urðu mikl- ar. Eldur varð all bráður í skilrúmi og lofti á bak við stiga sem liggur upp á fyrstu hæð og reykur fór um allt húsið og olli miklum skemmdum. Litlu munaði að eldurinn kæmist í húsnæði Spari- sjóðs Glæsibæjarhrepps sem er í áfastri viðbyggingu og í sjálfum kjallaranum. Sparisjóðsstjórinn, Skarphéðinn Halldórsson, varð fyrstur var við eldinn þegar hann af tilviljun átti leið í kjallarann úr skrifstófu sinni. Slökkviliðið kom nær samstundis og gekk Harpo í Reykjavík SÆNSKI rokksöngvarinn HARPO kemur fram á tvennum hljómleikum I veitingahúsinu Sigtúni í Reykjavík um næstu helgi, sunnudags- og mánudags- kvöld, ásamt fimm manna hljóm- sveit sinni. Hljómleikarnir á sunnudagskvöldið hefjast kl. 22, en á mánudagskvöldið kl. 20:30 og eru þeir ætlaðir 13 ára og eldri. HARPO er um þessar mundir að ljúka sínu fyrsta hljómleika- ferðalagi um Norðurlönd. Hefur hann hvarvetna skemmt fyrir troðfullu húsi áheyrenda og hlot- ið afbragðs góðar viðtökur. í sumar verða þrjú ár liðin síð- an HARPO skaut upp á stjörnu- himininn með lagi sínu „Moviestar". Fór lagið viða í efsta sæti vinsældalistanna og var þar lengi. „Moviestar" naut mikilla vinsælda hériendis — og hljóm- sveitin Deildarbungubræður gerði það vinsælt í annað sinn í íslenzkum búningi á fyrstu plötu sinni. rösklega fram í að slökkva eldinn. 1 húsinu eru tvær íbúðir. Ein- hleyp kona býr i annarri en þriggja manna fjölskylda í hinni. ___________________ Sv.P. Prófkjör Alþýðuflokksins á ísafirði:________ Kosið um þrjá í 1. sæti, sjálf- kjöríð í hin FRAMBOÐSFRESTUR hjá Alþýðuflokksmönnum á Isafirði vegna prófkjörs til bæjarstjórnar- kosninga er runninn út og sam- kvæmt upplýsingum Gests Hall- dórssonar á Isafirði buðu þrir sig fram í I. sætið en einn í 2. sætið og einn í 3. sætið og er því sjálf- kjörið í 2. og 3. sæti. 11. sæti buðu sig fram Marías Þ. Guðmundsson framkvæmdastjóri, Kristján Jónasson framkvæmdastjóri og Kjartan Sigurjónsson skólastjóri. Verður prófkjörið á milli þeirra hinn 26. febr. n.k. I 2. sætið bauð sig fram Jakob Ölafsson rafveitustjóri og Snorri Hermannsson húsasmiður i 3. sætið. Vik í Mýrdal: Vegagerðar- menn sóttir á jarðgtu í iðulausri stórhríð Litla-IIvammi, 15. feb. MIKIL snjókoma er hér og hefur verið öðru hvoru síðan á laugardag, en í dag hefur verið iðu- laus stórhríð. Eru vegir allir lokaðir og kominn mikill snjór á þá. Nokkr- ir bílar eru tepptir hing- að og þangað um Mýrdal- inn. Viðgerðarmenn frá Vegagerð rikisins sem ætluðu til Víkur voru tepptir úti í Mýrdal og var farið eftir þeim á jarðýtu í dag, en þeir voru að koma með vara- hlut i snjóruðningstæk- ið. Símasambandslaust er milli Víkur og Klausturs og mun línan biluð á Höfðabrekku- heiðum. Öll kennsla ligg- ur niðri í skólum í Mýr- dal. — Sigþór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.