Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 7 Breiðholtið og áratugurinn Það er ótrúlegt en satt, að það er aðeins rúmur áratugur síðan íyrstu byggingaríram- kvæmdirnar _ hófust í Breiðholti. A þessum rúma áratug hefur risið þar byggð sem er veru- lega stærri að mann- fjölda en það sveitarfé- lag hérlendis, sem næst kemur höfuðborginni að íbúatölu. Að sjálí- sögðu skortir enn ýmis- legt í þessum nýja borg- arhluta sem gömul og gróin byggðahverfi hafa upp á bjóða. Engu að síður gengur það kraftaverki næst, hve borgaryfirvöld hafa fylgt uppbyggingu Breiðholts vel cftir með hvers konar samfélags- iegri þjónustu, sem enn er í örri þróun. Þegar gamalt sveitarfélagið í landi þessu, sem á ára- tuga þéttbýlissögu að baki, hefur hvergi nærri náð því marki að fullnægja nútíma kröf- um um varanlega gatnagerð, verður sam- anburðurinn við Breið- holtið ennþá athyglis- verðari og lærdómsrík- ari. Dæmisagan um Breiðholtið er áþreifan- iegur vitnisburður um framsýni og framtak þess fólks, sem þar hefur haslað sér völl, en ekki síður um farsæla stjórnun á borgarmál- um Reykjavíkur. Nágrannabæir Reykjavíkur Stjórnun bæjarmála í nágrannakaupstöðum Reykjavíkur hefur og gefið góða raun, sem vert er að veita athygii. Þessir staðir sækja hins vegar margs konar að- stöðu og þjónustu til Reykjavíkur. Nokkur hluti íbúa þeirra sækir atvinnu sína til Reykja- víkur, þó að þeir greiði útsvör af tekjum sínum til sinna heimasveita. Rcykjavíkurhöfn, sem er eina höfnin á landinu sem fær ekkert af stofn- kostnaði sínum greitt úr sameiginlegum sjóði landsmanna (allar aðr- ar hafnir fá 3/4 stofn- kostnaðar greiddan úr ríkkissjóði), þjónar hafnlausum nágranna- byggðarlögum og raun- ar landinu öllu sem aðaluppskipunarhöfn þess. Heilbrigðiskerfi borgarinnar þjónar og nágrannabyggðum. Skólakerfi borgarinnar ekki síður. Hitaveita Reykjavíkur þjónar og nokkrum nágranna- sveitarfélögum. Hér eru aðeins nefndir örfáir þættir af fjölmörgum, sem sömu sögu mætti segja um. Þegar borin er saman tekjuþörf og kostnaður Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga verður að hafa þetta í huga, ef sanngirni er gætt. Slfkt samstarf sem hér um ræðir er æskilegt og hagkvæmt og ekki nefnt hér sem aðfinnsluefni. Þvert á móti þarf að auka og efla samvinnu sveitarfé- laga á höfuðborgar- svæðinu á flesta grein. Reykjavík og útgerðin Hér í Reykjavík hefur ríkt atvinnuöryggi sem annars staðar á landinu undanfarin ár. Engu að síður hefur orðið nokk- ur samdráttur í frumat- vinnugreinum, þ.á m. í sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Til þess liggja ýmsar ástæður s.s. lok- un Faxaflóa. Ríkisvald- ið hefur ekki skapað Reykjavíkurhöfn sam- bærilega aðstöðu til að byggja upp fiskihöfn og tilheyrandi aðstöðu og öðrum sveitarfélögum, þó Reykvíkingar greiði fyllilega sinn hlut í sameiginlegan sjóð landsmanna. Lánsfjár- aðstaða til uppbygg- ingar atvinnufyrir- tækja á þessu sviði hefur og verið önnur og jverri hér en annars staðar. þegar opinberir fjárfestingarsjóiðir hafa átt í hlut. Þrátt fyrir þetta hefur Reykja- víkurborg lagt fyllilega sitt af mörkum til að halda sínumhlut á þessu sviði, ef saman- burður er gerður við önnur útgerðarpláss. Þetta er ekki fram sett hér til að kalla á „hrepparíg“, heldur til að vekja athegli á stað- reyndum, sem ekki verður lengur lokað augum fyrir. Stjórn- málaflokkar, sem gjarnan falast eftir kjósendafyigi Reykvík- inga, hafa hins vegar ekki vcrið reiðubúnir til að láta þá fá jafn- stöðu við önnur sveitar- félög í þessum efnum. Atkvæði þeirra eiga jafnvel að vega mun léttara en annarra í kjöri þjóðþings. Framháld á bls. 22 Úr sýningu á Refunumi Hjalti Rögnvaldsson, Gísli Halldórsson, Sigríður Hagalín og Guðmundur Pálsson. Um 50 þúsund gest- ir hjá L.R. í vetur Arnarflug leigir Boeing 707 um skeið ARNARFLUG hcfur nú fengið leigða Boeing 707 flugvél í nokkrar vikur meðan verið er að gera við flugvél félagsins sem bilaði í lendingu í London fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsing- um Gunnars Þorvaldssonar flug' stjóra hjá Arnarflugi cr leiguvél- in nú komin til Möltu þar sem hún mun sinna verkefnum Arnar- flugs til 20. apríl en þá er reiknað með að viðgerð verði lokið á Arnarflugsvélinni í London. Hin vél Arnarflugs er í flugi innan Afríku um þessar mundir. Gunnar sagði, að það væri ekki klárt ennþá hver ástæðan væri fyrir biluninni í framhjóli flug- vélarinnar en sérfræðingar frá Boeing-flugvélaverksmiðjunum eru nú að rannsaka málið og er að vænta niðurstöðu frá þeim í næstu viku. Rannsóknar- lögreglan hefur afgreitt 222 mál frá áramótum VEL IIEFUR gengið að upp- lýsa og afgreiða mál hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að undanförnu, samkvæmt upplýsingum Njarðar Sna1- hólms yfirlögregluþjóns. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá honum í gær voru 222 mál upplýst og afgreidd hjá Rannsóknarlög- reglunni frá áramótum til 1. apríl s.l. og mörg mál eru komin á það stig að þau verða afgreidd á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Njs; ðar skiptast málin þannig eftir einstökum flokkum að 116 voru vegna innbrota og þjófn- aða, 55 voru svik- og falsmál, 7 árásarmál, 3 kynferðisafbrota- mál, 14 vinnuslys, 7 brunar, 1 morð og 20 andlátsmál. 266 menn hafa komið við sögu þessara mála. SAUMASTOFAN eftir Kjartan Ragnarsson og Skjaldhamrar Jón- asar Arnasonar eru nú orðnar meðal þeirra leiksýninga sem mesta aðsókn hafa hlotið og lætur nærri að um eða yfir 40 þúsund manns hafi séð þessi verk, hvort um sig. 180. sýning á Skjaldhömr- um var á laugardaginn, en Sauma- stofan hefur verið sýnd 191 sinni. — Þetta er þriðja leikárið, sem þessi verk eru á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en reiknað er með að þessar vinsælu sýningar hverfi báðar í þessum mánuði af sviðinu í Iðnó. Það er til marks um vinsældir þessara leikja að fjöl- mörg áhugafélög úti um land hafa falað þá til sýningar. Skjaldhamr- ar hafa auk þess verið settir á svið í Finnlandi, á Irlandi og í Texas í Bandaríkjunum, en auk þess er verið að undirbúa sýningu á verkinu í Svíþjóð. En Sjónleikara- félagið í Færeyjum mun sýna Saumastofuna á næstunni. Um síðustu mánaðamót höfðu meira en fimmtíu þúsund manns séð sýningar Leikfélagsins í vetur, en þær eru orðnar 167. — Skáld- Rósa eftir Birgi Sigurðsson hefur verið sýnd 35 sinnum en verkið var frumsýnt um áramót, og hefur verið uppselt á hverja einustu sýningu. Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson hefur verið sýnt 30 sinnum í Austurbæjarbíói í vetur, yfirleitt fyrir fullu húsi. Nýjasta verkefni Leikfélagsins, Refirnir, eftir bandarísku skáld- konuna Lillian Helman, hefur aðeins verið sýnt 7 sinnum, en aðsókn að því lofar góðu. (Frá L.R.). Stórskemmdi bíl og stakk af UM fimmleytið á sunnudags- morguninn vöknuðu íbúar við Fellsmúla í Reykjavík við ögnarhávaða úti á götunni. Þegar að var gáð kom í ljós að Volkswagen bifreið hafði verið ekið á hús af miklum krafti svo að hún er nánast ónýt. Bifreiða- stjórinn var aftur á móti á bak og burt og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Maðurinn hafði tekið bílinn á leigu hjá bílasölu í bænum og telur lögreglan sig vita hver hann er og ætlar hún sér að hafa uppi á kauða. Athugið — fyrir vorið Eigum nú aftur fyrirliggjandi hina vinsælu kókosdregla í nautral lit. Verö aðeins kr. 1.925 pr. fermeter, breidd 100 cm. GúmmíbátaÞjónustan Grandagaröi 13, sími 14010 Kvenstúdentar Árshátíö Kvenstúdentafélags íslands veröur haldin og 50 ára afmælis Félags íslenzkra Háskólakvenna minnst föstudaginn 7. apríl n.k. í Víkingasal Hótels Loftleiöa. Hófiö hefst kl. 19.30. Aögöngumiöasala og boröapantanir í hótelinu fimmtudaginn 6. apríl milli kl. 17—19. Stjórnin. m I '^S r Bilsby Skurvogne A-S Industribakkun 1. Sengelöse. 2630 Taastrup. Danmark. Talsimi 09 -02-99 47 08 Starfsfólksvannar. skrifstttfuvaRnar. 'húóarva^nar. RoymsluvaRnar. hri'inlætisvannar. (i**0fúsleKa bidjið um upplvsingapésa. Dregið hefur verið í happdrætti IV. bekkjar VÍ. Upp komu númerin: 1. vinningur Sólarlandaferð nr: 2505. 2. vinningur Ferö til New York nr: 5082 3. vinningur Ferö til írlands nr: 4437 4. vinningur 5 manna tjald nr:10479 5. vinningur Utvarpssegulband nr: 1936 6. vinningur Hárblásari nr: 4071 7. vinningur Sjónauki nr: 6993 8. vinningur Úttekt frá Karnabæ nr: 6974 9. vinningur Úttekt frá Heimilistækjum nr: 10650 10. vinningur Casio talva nr: 6147 11. vinningur Svefnpoki nr: 693 12. vinningur Svefnpoki nr: 5276. Vinninga má vitja í skrifstofu skólans að Grundarstíg 12. Fyrir hönd IV. bekkjarráös VÍ. Ólöf Kristjánsdóttir. Læriðvélritun Ný námskeiö hefjast mánudaginn 10. apríl. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. Vélritunar skolinn Suðurlandsbraut 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.