Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
21
Jóhann
Hjálmarsson:
Að orðin
hafi merkingu
Avarp vegna íslandsheimsóknar Jósefs Brodskys
Eftirminnilegur
upplestur hans
í Regnhoganum
I GÆRKVOLDI las rússneska
útlagaskáldiö Josef Brodsky úr
Ijóoum sínum í Regnboganum.
Hann er eitt helzta og virtasta
Ijóðskáld á rússnesku um þessar
mundir. Brodsky býr nú í Banda-
ríkjunum, en hann missti
sovézkan ríkisborgararétt sinn
er hann var fluttur úr landi áriö
1972. David McDuff þýöandi
Brodskys á ensku, túlkaöi Ijóö
hans. Hér á eftir fer ávarp
Jóhanns Hjálmarssonar, þegar
hann kynnti Brodsky í gær-
kvöldi, en þess má geta, aö ekki
var fjölmennt á upplestrinum,
enda vildi Brodsky láta auglýsa
hann sem minnst, en upplestur
hans og túlkun Ijóöa hans var
þeim mun eftirminnilegri þeim,
sem viöstaddir voru. Ljóöræn,
þróttmikil rússneska fyllti salinn,
þegar hann fór með Ijóö sín utan
bókar og vakti þaö ekki minnsta
athygli viöstaddra. í lokin fór
hann meö erfiljóö um banda-
ríska skáldið Robert Lowell, sem
lézt fyrir skemmstu langt um
aldur fram, en hann var eitt
helzta Ijóöskáld Bandaríkjanna.
Brodsky orti Ijóöiö á ensku og
las þaö á þeirri tungu. Að lesti
loknum svaraði hann nokkrum
spurningum og sagöi m.a., aö
sér þætti síöur en svo erfitt að
yrkja á erlendri tungu. Hann
kvaöst hafa þekkt lítið til ís-
lenzkra bókmennta, áöur en
hann kom hingaö, en þess má
geta, aö hann hefur í hyggju aö
sækja landiö heim aftur, þótt
síðar verði. Loks má geta þess,
aö hann skýrði Ijóð sín á ensku,
áður en hann las þau og
þýðingar McDuffs, sem eru víöa
þekktar fyrir ágæti, komu sér vel
fyrir viðstadda.
Ávarp Jóhanns Hjálmarssonar
skálds er svohljóöandi:
Jósef Brodsky hefur sjálfur
sagt að hann sé af „kynslóö
1956" þ.e.a.s. ungu fólki sem
mótaöist eftir Ungverjalands-
uppreisnina, tíma endurskoöun-
ar í Evrópu og víða um heim.
Hann  er  fæddur  í  Leníngrad
Brodský flytur Sjóð sín. Vift borðid er pýðandi pessa víöfræga
rússneska Ijóðskálds, David McDuff, sem vinnur nú aö Þýoingum
á íslenzkum Ijóoum og er sjálfur Ijóöskáld. Brodský fer af landi broti
í dag.
1940, lenti í útistööum viö
stjórnvöld sem dæmdu hann til
fimm ára Síberíuvistar. Hann er
af, gyöingaættum og haföi sótt
um fararleyfi til ísrael og eftir aö
hann haföi verið í Síberíu á
annaö ár var honum tilkynnt að
hann mætti yfirgefa Sovétríkin
með því skilyrði aö hann sneri
ekki aftur. Þaö var ekki síst yfir
þrýsting erlendis frá að honum
var sleppt úr haldi. Brodsky fór
til Bandaríkjanna þar sem hann
hefur búiö síöan og haldiö
háskólafyrirlestra um rússneskar
bókmenntir. Skólagöngu hans
lauk þegar hann var fimmtán
ára, en þá tók við sjálfsmenntun
sem hefur gert hann að læröu
skáldi.
Brodsky var vinur og læri-
sveinn skáldkonunnar Önnu
Akmatovu sem leit á hann sem
framtíðarvon rússneskrar Ijóð-
listar. Akmatova var ekki ein um
aö sjá í Brodsky skáldefni,
meöal þeirra sem komu auga á
hæfileika Brodskys var breska
skáldið W.H. Auden sem greidi
götu hans eftir brottförina frá
Sovétríkjunum. Okkur er tamt
aö líta á Evtúsénko og
Vosnesénski sem helstu skáld
rússneskrar tungu nýrrar kyn-
slóðar. Rússneskir vinir eru þó
Framhald á bls. 26.
Svavar Gestsson:
50 mílurnar
höfuðverkefni
næstu árin
Lúðvík Jósefsson:
„... 200 mílna land-
helgi einhvern tíma
í framtíðinni'
:?>
I ÞJOÐVILJANUM í gær
er því haldið fram, að
Lúðvík Jósepsson hafi verið
einn af frumkvöðlum 200
mílna fiskveiðilögsögunnar
við landið. Af því tilefni
þykir     Morgunblaðinu
ástæða til að rifja upp hver
afstaða Lúðvíks Jósepsson-
ar  og  annarra  Alþýðu-
bandalagsmanna var til 200
mílna útfærslunnar, þegar
umræður hófust um hana
sumarið 1973.
„ ... 200 mflna landhelgi
einhvern tíma
í framtíðinni"
Lúðvík Jósepsson, þáver-
andi sjávarútvegsráðherra
hafði eftirfarandi að segja
um baráttuna fyrir 200
sjómílna fiskveiðilögsögu í
Þjóðviljanum hinn 1. sept-
ember 1973:
„Hitt er svo allt annað
mál, hvort við íslendingar
tökum okkur 200 mflna
landhelgi einhvern tíma í
framtíðinni, þegar slíkt er
heimilt samkvæmt bréytt-
um alþjóðalögum eða að
aflokinni hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna."
Þetta voru orð Lúðvíks
Jósepssonar hinn 1. sept-
ember 1973.
I tilefni af þeim er
ástæða til að minna á
eftirfarandi:
• Hafréttarráðstefna
Sameinuðu   þjóðanna
hefur  enn  ekki  lokið
störfum. Óvíst er hve-
nær það verður.
• Alþjóðalögum hefur því
enn ekki verið breytt.
• Hefði stefna Lúðvíks
Jósepssonar frá 1. sept.
1973 ráðið hefði fisk-
veiðilögsaga íslendinga
enn ekki verið færð út í
200 sjómílur.
50 mflurnar höfuð-
verkefni næstu ára
Svavar Gestsson, rit-
stjóri Þjóðviljans, sem
skipar efsta sæti á fram-
boðslista Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík sagði í
sjónvarpsþætti 1. septem-
ber 1973:
„Mig langar til að leggja
á það áherzlu að í viðtali
við Tímann í dag segir
Þórarinn Þórarinsson, al-
þingismaður, sem er nýlega
kominn frá fundum hafs-
botnsnefndarinnar að það
verði í fyrsta lagi á árinu
1975 og jafnvel ekki fyrr en
1976, jafnvel síðar, sem
tekin verður endanleg af-
staða til þessa 200 mílna
máls. Þannig að það er
fyrirsjáanlegt alveg í
næstu framtíð, ekki bara
næstu vikur, ekki bara
næstu mánuði, heldur líka
næstu ár, sem 50 mflurnar
eru okkar höfuðverkefni
og mér finnst það ábyrgð-
arleysi að gera lítið úr
þessum 50 mílum af nokkr-
um íslenzkum aðilum á
þessu stigi málsins, enda
þótt mikill meirihluti þjóða
í dag virðist halla sér að
200 mílunum, það er
ánægjulegt, en okkar
dagsverk hér eru 50 mfl-
ur."
Magnús Kjartansson við Malone:
„Nú getum við aðeins gert okkur vonir um að þetta
mál verði tekið upp sem fyrst eftir kosningar"
Lúövík Jósepsson, formaöur Al-
þýöubandalagsins sagöi í sjónvarps-
umræðum s.l. miðvikudag, að þing-
menn Alþýöubandalagsins, allir sem
einn. heföu greitt atkvæöi gegn bví
aö hafnar yrðu framkvæmdír viö
járnblendiverksmiöju á Grundar-
tanga. Magnús Torfi Ólafsson for-
maöur Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, sagöi hins vegar að
járnblendiö væri eini árangurinn af
þeirri iönbyltingu, sem Alþýðubanda-
lagiö hefði boðaö í tíö vinstri
stjórnarinnar. f tilefni af þessum
viöskiptum þykir Morgunblaöinu
hlýöa að rifja upp atbeina orkumála-
ráöherra    Alþýöubandalagsins,
Magnúsar Kjartanssonar, aö þessu
máli.
Fer hér á eftir bréf Magnúsar
Kjartanssonar  til  J.  C.  Malone,
Magnús Kjartansson sendi biéf til
Malone, eins af forstjórum Union
Carbide, og lýsti peim vonum
sínum ao samningaviöræour um
byggingu járnblendiverksmiðju við
Grundartanga yröu teknar upp sem
fyrst eftir kosningar.
forstjóra Union Caribide, dagsett 21.
maí, 1974:
„Kæri herra Malone.
íslenzka ríkisstjórnin hefur nú aö
undanförnu haft til athugunar samn-
ingsuppkast íslenzku ríkisstjórnar-
innar og Union Carbide Corporation
um samvinnu viö byggingu og
rekstur járnblendiverksmiðju á ís-
landi. Þessar tillögur hafa verið
ræddar ýtarlega innan ríkisstjórnar-
flokkanna, svo og innan þeirra
stjórnarandstööuflokka, sem fulltrúa
eiga á Alþingi. Forsætisráöherra og
ég höfðum einnig þá ánægju fyrir
nokkrum vikum aö hitta að máli
fulltrúa yðar, hr. Pilcher og hr. Eide,
sem komnir vorú til Reykjavíkur
þeirra erinda að ræöa frekari fram-
kvæmdir okkar. Þeir áttu þess
jafnframt kost að ræða við fulltrúa
stjórnmálaflokkanna, og ég geri mér
vonir um að þeir hafi getað myndað
sér sjálfstæða skoðun á þeim
stuðningi, sem máliö nýtur á Alþingi.
Þó fengu þeir um leið upplýsingar um
það mjög svo alvarlega stjórnmála-
ástand, sem hefur verið að myndast
á íslandi undanfarnar vikur.
Óvissuástandiö á Alþingi og það
mikla álag sem orðið hefur vegna
annarra þingstarfa höföu þegar
sannfært mig um að ekki væri
ráðlegt  að leggja fram  heimildar-
frumvarpiö fyrir Alþingi á þeim tíma,
sem við höfðum upphaflega ráðgert.
Atburöarásin síöan hr. Pilcher fór frá
íslandi hefur oröið til þess að
staðfesta þessa skoðun mi'na. í
byrjun þessa mánaðar náði stjórn-
málakreppan hámarki sínu og for-
sætisráðherra ákvað að rjúfa þing og
Framhald á bls. 26.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48