Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 29 Minning: Haraldur Jónasson bóndi og hreppstjóri Hinn síðasta dag aprílmán. s.l. andaðist í Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki Haraldur Jónasson bóndi á Völlum í Hólmi og hreppstjóri í Seyluhreppi um langa tíð, á 83ja aldursári. Útför hans var gerð að Víðimýrarkirkju og í kirkjugarð- inum þar var hann lagður til hinztu hvílu miðvikudaginn 10. maí 1978 að viðstöddu fjölmenni. Með Haraldi á Völlum er genginn góður maður, sannur og trúr, vitur og víðsýnn foringi og mikill persónuleiki og mér er bæði ljúft og skylt, sem Seylhreppingi, að minnast hans með nokkrum orð- um. Haraldur Jónasson var fæddur að Völlum í Hólmi hinn 9. ágúst 1895. Þar átti hann bernsku sína, líf og starf og allt til dauðadags utan síðustu daganna sem hann dvaldi á Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki og naut hinnar góðu umönn- unar sjúkraliðsins þar. Faðir hans var Jónas Egilsson,' bónda og sýslunefndarmanns á Skarðsá í Sæmundarhlíð, Gott- skálkssonar hreppstj. á Völlum. Móðir hans var Anna Kristín Jónsdóttir, síðast bónda á Skin- þúfu, Stefánssonar. Foreldrar Haraldar, þau Jónas og Anna, giftust ekki en þau bjuggu góðu búi á Völlum á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þau áttu saman þrjú börn, Sigurlaugu, sem átti Bjarna Halldórsson bónda á Upp- sölum í Blönduhlíð, Egil sem dó ókvæntur og barnlaus og Harald sem hér er minnzt. Haraldur átti og hálfbróður, hjónabandsbarn Önnu og Jóns Magnússonar. Þau bjuggu á Minni-Ökrum í Blöndu- hlíð og síðar á Frostastöðum í sömu sveit en skildu samvistir. Þeirra sonur var Jón Kristinn, fæddur 28. sept. 1888. Hann var kvæntur Kristínu Sigurðardóttur og bjuggu þau á Syðri-Húsabakka í Seyluhr. Hann er nú látinn. Anna, móðir Haraldar á Völlum, var stór kona vexti, gjörvileg og röskleg í hreyfingum. Hún var vel greind rausnarkona, ráðdeildar- söm og góð húsmóðir. Hún flutti með dóttur sinni og tengdasyni að Uppsölum árið 1925 þegar þau Sigurlaug og Bjarni hófu búskap þar. Þar lézt hún í hárri elli, hinn 18. okt. 1941, fædd 29. marz 1865. Jónas, faðir Haraldar, var hins- vegar með syni sínum á Völlum unz æfidaga þraut. Hann tar meðalmaður á vöxt, kvikur í hreyfingum og bar sig vel. Hann var hinn bezti búhöldur og átti arðsamt bú. Jónas er mér í barnsminni sem einn hinn ágætasti maður, hýr og jafnan hress, skemmtinn vel og fróður. Hann lézt að Völlum hinn 16. sept. 1942, á 78. aldursári. A uppvaxtarárum Haraldar á Völlum var ekki um slíkar náms- brautir að ræða sem síðar varð og nú þykja nauðsynlegar. Haraldur nam í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði en sá framsýni maður sá þörfina á aukinni fræðslu unglinganna, og hélt, að ég held að eigin frum- kvæði, skóla um nokkurt skeið á heimili sínu og það varð mörgum fyrsti vísirinn tií aukins þroska og menntunar. Síðan lá leið Haraldar til Akureyrar, í Gagnfræðaskól- ann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915. Annarrar skólagöngu mun Haraldur ekki hafa notið, nema í skóla lífsins, sem allir fá. Það er stundum undrunarefni hversu langt ýmsir náðu með sinni litlu skólagöngu fyrr á tíð. Það voru menn líkir Haraldi á Völlum, sjálfmenntaðir í skóla lífsins, brautryðjendur, sem færðu þessari þjóð sjálfstæði sitt á ný eftir aldalanga áþján erlendra manna. Haraldur á Völlum var einn þessara sjálfstæðishetja. Afkom- endum þeirra er mikill vandi á höndum að varðveita þetta fengna frelsi og sigla óskabyr til framtíð- aririnár. Það er ekki sama hvernig á málum er haldið, og stundum hvarflar jafnvel að manni að eitthvað hafi farið úrskeiðis í skipulaginu á síðustu tímum þrátt fyrir alla menninguna. Einhverj- um gæti dottið í hug hnignun eða þá að það séu einhverjir alvarlegir brestir í sjálfu uppeldi þjóðarinn- ar og menntakerfinu. En von er að úr rakni hnútunum og þjóðin beri gæfu til að leysa mál sín á farsælan hátt og lifa sjálfstæðu lífi í landinu. 1. júní árið 1918 gengu í Hjónaband þau Haraldur Jónas- son á Völlum og Ingibjörg Bjarna- dóttir, Jóhannessonar frá Reykjum í Hjaltadal, og konu hans, Þórunnar Sigfúsdóttur, Péturssonar bónda í Eyhildarholti og víðar. Þau dvöldu bæði á Völlum síðustu árin í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Eg minnist þeirra beggja með hlýjum huga. Sérstaklega, þótti mér, sem barni, vænt um Þórunni gömlu á Völlum og Jónas Egilsson. Bjarni var mikill og góður hestamaður. Hann kenndi börnum um vetur en tamdi hesta á sumrin og þótti jafnvígur til þeirra verka. Hesta-Bjarni var hann stundum nefndur, kunnur víða, og af honum eru til margar sagnir góðar og skemmtilegar í sambandi við hina frábæru hesta- mennsku hans. Bjarni lézt 6. apríl 1941. Þórunn var mikil gæðakona og hugsaði vel um menn og málleys- ingja eins og Ingibjörg. Ég átti stundum erfiðar ferðir á barns- aldri um viðsjála ísa og vatnsaga með mjólkina í veg fyrir mjólkur- bílinn. Þá var gott að koma að Völlum og njóta hinnar frábæru umönnunar og gestrisni sem þar var á fá. Þórunn lézt hinn 11. maí 1944. Ingibjörg á Völlum var mikil mannkostakona og rækti húsmóð- urstarf sitt frábærlega vel.- Heimili hennar var eitthvert mesta fyrirmyndar heimilið í sveitinni. Þar var allt í röð og reglu og hver hlutur á sínum stað. Vellir eru í þjóðbraut og þó miklu fremur á hennar tíð heldur en nú er. Þangað lágu leiðir margra. Á Völlum var lengi landsímastöð áður en hún var flutt til Varma- hlíðar. Þá voru fæstir sveitabæirn- ir s^m höfðu síma og varð því að kveðja menn í síma með símboði á sjálfa símstöðina. Allir, sem þurftu að ná í síma, þurftu því að fara þangað sem símstöðin var. Það var því mörg gestakoman í sambandi við símstöðina. Og það hygg ég að enginn hafi þaðan farið án þess að þiggja góðan beina í stóra og góða eldhúsinu hennar Ingibjargar á Völlum. Þá þurftu einnig margir að hafa tal af húsbóndanum sem var bæði hreppstjóri og oddviti sveitar- félagsins auk margra annarra embætta sem á hann hlóðust. Þar voru um mörg ár sveitarfundir haldnir heima á staðnum, hrepps- nefndarfundir o.s.frv., og öllum var sinnt af stakri rausn og eljusemi. Ingibjörg var óþrjótandi að sinna gestum sínum og gerði það bæði vel og myndarlega. Ég veit að gamlir Seylhreppingar minnast þessara löngu liðnu ára með ljúfum huga og þakklæti þegar Vellir voru sem okkar annað heimili áður en Varmahlíð varð sú miðstöð sveitarinnar sem nú er orðið. Þá er þess og að geta að oft var Ingibjörg á Völlum bæði hús- freyjan og húsbóndinn heima á staðnum. Haraldur — svo mörgum opinberum störfum sem hann gegndi — var oft fjarri heimilinu um tíma í erindrekstri samfélags- ins. Hann sat á sýslufundi ár hvert hér fyrrum um Sæluviku, vann að endurskoðun reikninga, enda var hann framúrskarandi góðir og glöggir reicningsmaður, og ýmis- legt fleira sem honum féll að sinna. Þá var Ingibjörg á Völlum stjórnandinn, bæði úti og inni, meðan börnin voru ung, og henni fór allt vel hendi. Hún var hógvær og sannkölluð heiðurskona sem hverjum manni var gott að kynn- ast. Hún er nú látin fyrir fáum árum, lézt 2. júlí 1975, fædd 5. apríl 1892. Þau Ingibjörg og Haraldur á Völlum eignuðust 4 börn. Friðrik lézt á unga aldri, og Þórunn, kennari að mennt og mikil efnis- kona, lézt í blóma lífsins aðeins 36 ára gömul. Jónas er bóndi á Völlum, hreppstjóri í Seyluhreppi og sýslunefndarmaður, sem fetar í fótspor föður síns, og Jóhannes er bóndi á Sólvöllum, og jafnframt veghefilstjóri við góðan orðstír, Jónas býr með Elínu Jóhannes- dóttur frá Merkigili í Austurdal og eiga þau 3 ungar dætur, en kona Jóhannesar er Guðveig Þórhalls- dóttir frá Litlu-Brekku í Hofs- hreppi og eiga þau 2 dætur uppkomnar og 4 syni yngri. Allt eru þetta mikil efnisbörn og mannvænleg eins og þau eiga kyn til. Haraldi á Völlum voru falin mörg trúnaðarstöf um dagana. Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið' 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endur- kosningu vegna sjóndepri. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Að Birni L. Jónssyni hreppstjóra á Stóru- Seylu látnum í águst mánuði 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi það ár, og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára. Oddæviti var hann þó öllu lengur og í hreppsnefnd hátt í hálfa öld, eða 45 ár. Það er því ljóst að Haraldur á Völlum hefur stjórnað málum hér í Seyluhreppi um langa tíð og farizt sú stjórn vel úr hendi. Hann hélt vel á málum og stjórn hans einkenndist af festu og öryggi. Þessi hreppur hefur eflzt og dafnað undir forystu Haraldar og hér er að myndast þéttbýlis- kjarni — dálítið sveitaþorp — sem á eftir að eflast og aukast og verða sveitunum hér í fram Skagafirði mikil lyftistöng þegar tímar líða. Eigi var svo að Haraldur Jónas- son ætti sér ekki menn með andstæðar skoðanir í ýmsum málum, enda er það næsta eðlilegt. Það er léleg stjórn sem aldrei er andmælt, vær og lognmolluleg. Slíkt verður ekki sagt um Harald á Völlum og hans stjórn. Hann stjórnaði málum með skörungs- skap, stýrði farsællega og sigldi ætíð skipi sínu heilu til hafnar. I hans tíð var byggt hér í hreppi hið myndarlegasta félagsheimili, sem Miðgarður heitir, í Varma- hlíð. Mörg orð voru töluð áður en það hús reis af grunni og voru skoðanir skiptar um það hvor byggingin risi fyrr, skólinn eða samkomuhúsið. Haraldur á Völl- um vildi hafa skólahúsið í öndvegi og man ég hann sagði eitt sinn að brýnni þörf væri að hafa skólann til að læra í heldur en salinn til Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.