Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 134. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978
MagnúsMagnússon
rítstjórí—Minning
Fæddur 27. maí eða 6. júní
1892
Dáinn 16. júní 1978.
„Kynslóðir koma, kynslóðir
fara". Aldamótakynslóðin er horf-
in að mestu. Þjóðfélag hennar lifir
aðeins í bókum og minningu
þeirra, sem eiga rætur sínar í því.
Látnir eru fimm af sex sonum
hjónanna Magnúsar Kristinssonar
og Sigurlaugar Guðmundsdóttur,
sem bjuggu um árabil á Ægissíðu
á Vatnsnesi: Guðmundur, Ásgeir,
Björn, Magnús og Sigþór. Efstir er
aðeins Kristinn bóndi á Kleifum á
Blönduósi.
Með söknuði horfi ég á eftir
þessari kynslóð, sem ól mig upp.
Hún átti í ríkum mæli þrautseigju,
hjálpsemi og æðruleysi. Hún tók
virkan þátt í sjálfstæðisbarátt-
unni og lagði hornsteininn að því
þjóðfélagi, sem við búum nú í.
Ég kveð Magnús föðurbróður
minn með innilegri þökk fyrir allt,
sem hann miðlaði mér frá fyrstu
kynnum til hinnstu stundar, alúð-
ina, kímnina, bækurnar, sem hann
lánaði mér, og áhugann, sem hann
kveikti fyrir fögrum bókmenntum,
sögu landsins og ferðalögum. Þeim
bræðrum, sem ég þekkti best,
Ásgeiri, Birni og Magnúsi, svipaði
saman í mörgu. I dagfari þeirra
allra var ljúfmennska, lifandi
áhugi fyrir umhverfinu og því sem
var að gerast, uppörvun og hlýja
í viðmóti gagnvart æskufólki.
Ég sá Magnús í fyrsta sinn,
þegar ég var þrettán ára gömul.
Ég var þá nýflutt til Reykjavíkur
ásamt foreldrum mínum og syst-
kinum. Faðir minn hafði sagt mér,
að frændi minn ætti bækur og
myndi hann fús að lána mér þær.
Mig þyrsti í bækur, því að á
uppvaxtarárum mínum áttu fáir
slíka fjársjóði. Ekki varð ég fyrir
vonbrigðum. Magnús bauðst strax
til að lána mér Grettissögu og
Laxdælu. Þegar ég skilaði bókun-
um, spurði hann, hvernig mér
líkaði við Guðrúnu Osvífursdóttur.
Ekki vakti hún aðdáun mína við
þennan fyrsta lestur sögunnar,
enda  kom  breytni  hennar  ekki
heim við þann fyrirgefningarboð-
skap, sem ég ólst upp við í
bernsku. Með greiðvirkni sínni
lauk Maj?nús þannig upp fyrir mér
heimi Islendingasagnanna, sem
faðir minn og hann voru þaul-
kunnugir, og kann ég honum
þakkir fyrir. í seinni tíð ræddum
við stundum um mannlýsingar í
Njálu og Laxdælu, en þá var ég
farin að sjá Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur í öðru ljósi og bar þá ekki
jafnmikið á milli í skoðunum
okkar á þessari stórbrotnu konu.
Magnús var bókavinur í þess
orðs bestu merkinu, sílesandi,
einkum sagnfræði og bókmenntir
að fornu og nýju. Bókasafn átti
hann gott. Samt held ég, að hann
mundi ekki teljast bókasafnari,
því að hann keypti bækur ein-
göngu til að lesa þær og lána.
Aftur á móti vissi ég ekki til, að
hann fengi bækur að láni.
Af frumsömdum bókum
Magnúsar hef ég mestar mætur á
sjálfsævisögu hans, enda er hún
rituð af mikilli einlægni. Hann var
mikilvirkur skáldsagna- og ævi-
sagnaþýðandi, og vandvirkni hans
var með afbrigðum. Því kynntist
ég af eigiri raun, þegar ég tók sjálf
að fást við þýðingar. Þá átti ég
hauk í horni, þar sem Magnús
föðurbróðir minn var. Til hans var
gott að leita sökum hógværðar
hans og frábærrar kunnáttu í
íslensku máli. Aldrei var hann svo
önnum kafinn eða niðursokkinn í
eigið starf, að hann gæfi sér ekki
tíma til að liðsinna mér, ef ég
leitaði ráða hans. Aldrei afgreiddi
hann málið með því fyrsta, sem
honum kom í hug, eða samþykkti
það, sem ég bar undir hann, án
umhugsunar. Ég varð að lesa
honum frumtextann og helst segja
honum efni og boðskap sögunnar.
Orð og orðasambönd voru lögð á
vogaskálar, vegin og metin. Stund-
um ráðlagði hann mér að leggja
vafaatriði til hliðar um stund, sofa
á þeim og láta þau meltast í
undirvitundinni og draga þau
fram í dagsljósið síðar. Með
yfirlætisleysi sínu benti hann mér
t
Móöir okkar,
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
fré Gaddsstööum,
andaöist á Landspítalanum 24. júní.
Fyrir hönd systra og fóstursystur.
Sigurður Halldórsson.
t
Maöurinn minn og faðir okkar,
HELGI ÞORSTEINSSON
frá Upsum,
Heiðarvegi 40, Veatmannaeyjum,
andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. 23. júní.
Hulda Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Helgadóttir,
Helga Helgadóttir.
t
Eiginmaöur minn,
ADOLF K. VALBERG,
Réttarholtsvegi 91,
andaöist laugardaginn 24. jún/.
Sigríöur Jóntdóttir Valberg.
t
Móöir okkar og tengdamóöir,
ÞORBJÖRG KJARTANSDÓTTIR,
frá Dalsmynni,
Hringbraut 99, Reykjavík,
andaöist 25. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29.
júní kl. 1.30.
Dattur og tengdasynir.
á hinn þrönga, vandrataða veg
þýðandans og reyna sífellt að vera
höfundinum trúr, án þess að láta
trúmennskuna bitna á íslensku
máli.
Magnús var ferðamaður. Hann
var ekki haldinn eirðarleysi, hann
hafði ekki löngun til að vera sífellt
á ferð og flugi, en þegar hann
hleypti heimdraganum, viðaði
hann miklu að sér og mundi lengi.
Ég ferðaðist aldrei með honum, en
ég las ferðaminningar hans og sá
hvernig hann tengdi land og sögu.
Hann hafði mikið sjónminni og
talaði um fjöll og landslag, sem
hafði borið fyrir augu hans á
ferðalagi fyrir fjölda ára, eins og
átthagar hans hefðu verið þar. Ef
ég fór í ferðalag, vildi hann alltaf
fá að heyra ferðasöguna, einkum á
seinni árum. Fyrir nokkrum árum
fór ég norður í Þingeyjarsýslu og
austur á Egilsstaði. Þegar ég kom
heim, þótti honum mjög leitt, að
ég hafði hvorki séð Dyrfjöllin né
Snæfell, sem ekki sést nema í mjög
heiðskíru veðri. I fyrra fór ég á
sömu slóðir, og ég held, að það hafi
ekki glatt Magnús minna en mig,
að ég skyldi sjá Herðubreið, sem
honum fannst fegurst fjalla, og
Héraðið með Snæfell við sjón-
deildarhring baðað í sól. Hann var
búinn að ákveða að fara í hring-
ferð um landið í sumar með Gerði
dóttur sinni og Tómasi Gíslasyni
tengdasyni sínum, sem hann bjó
hjá.
Ég heimsótti Magnús nokkrum
dögum áður en hann dó. Hann var
hress í máli að vanda og spurði
mig, hvað ég væri að lesa, og hvort
ég ætlaði ekki að ferðast í sumar.
Það hitti þannig á, að ég var að
lesa bók eftir Stefán Zweig, en á
þeim höfundi hafði hann mikið
dálæti og þýddi bækur eftir hann.
Við spjölluðum saman um þennan
merka höfund, og þar sem hann
var gyðingur, barst talið að
deilumálum landanna fyrir botni
Miðjarðarhafs og framtíð ísraels.
Ég fann á öllu, að þó að Magnús
hefði áttatíu og sex ár að baki, var
hann enn ungur í anda, áhuginn
lifandi og minnið gott.
Um leið og ég kveð Magnús
föðurbróður minn, þakka ég for-
sjóninni fyrir þessa síðustu sam-
verustund.
Sigurlaug Björnsdóttir.
í dag verður Magnús Magnússon
ritstjóri og rithöfundur lagður til
hinztu hvíldar. Hann lézt föstu-
daginn 16. júní síðastliðinn á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, þar sem hann hafði búið í
næstum þrjá áratugi.
Nálægt miðaftni brá hann sér
fram og hafði orð á, að honum
þætti undarlega sárt að anda; fór
síðaninn til sín aftur, lagðist á
dívaninn — og var allur.
„Ósköp væri nú gott að fá að
deyja, án þess að þurfa að kveljast
mikið," sagði hann eitt sinn við
mig.
Sú ósk hans rættist.
Magnús náði háum aldri. Lík-
aminn hrörnaði smátt og smátt, en
andinn var ungur og sterkur til
síðustu stundar. Hann hafði sex
um áttrætt, þegar hann lézt fáum
dægrum fyrir Jónsmessu; á nótt-
lausri voröld, þegar bjartast er
yfir íslandi.
Þannig verður og minning hans
í mínum huga.
- • -
Magnús Magnússon var fæddur
á Ægisíðu á Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu árið 1892 — annað-
hvort 27. maí eða 6. júní. Honum
tókst aldrei að fá úr því skorið með
óyggjandi vissu, hvor fæðingar-
dagurinn væri réttari. Þetta er eitt
af mýmörgum kátlegum atvikum í
lífi hans, sem hann gerði sér mat
úr í ævisögu sinni af fágætri kímni
og stílsnilld. Raunar gat allt orðið
að spaugi í höndum hans, jafnvel
hversdagslegustu atvik hins dag-
lega lífs. Foreldrar hans voru
sæmdarhjónin       Sigurlaug
Guðmundsdóttir og Magnús Krist-
insson bóndi á Ægisíðu. Þau
eignuðust tíu börn,»en misstu
fjögur á fyrsta eða öðru ári, flest
úr barnaveiki. Upp komust sex
synir og eru nú allir látnir nema
einn: Guðmundur bóndi á Guðrún-
+
Faöir okkar,
GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON,
vélstjóri,
áöur til heimilis aö Langholtsvegi 85, veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju,
miövikudaginn 28. júní kl. 10.30.
Börnin.
+
Maöurinn minn og mágur okkar,
RÓBERT OLSEN
Jagtvej 51,
Kaupmannahöfn,
lést 18. júní.
Jaröarförin hefur farið fram.
Jóna Olsen,
Magnús og Páll Danielssynir.
+
.Útför föður míns, tengdafðður, afa og langafa,
ODDS BÖDVARS SIGURÐSSONAR
Silfurgötu 28, Stykkishólmi,
sem andaðist 21. júní sl. fer fram frá Stykkishólmsklrkju fimmtudaginn 29.
Júní n.k. kl. 2 e.h.
Páll Oddsson,
Sesselja Pilsdóttir,
Kristín Aslaug Pálsdóttir,
Böðvar Pálsson,
Þorvaldur Arsæll Pálsson
og barnabarnaborn
Sœmunda Þorvaldsdóttir,
Þorbergur Bænngsson,
Ásgerður Ágústa Palsdóttir,
Rósa Marinósdóttir,
arstöðum í Vatnsdal, Ásgeir
Magnússon rithöfundur, Björn
síðast bóndi í Húsey í Skagafirði,
og Sigþór, en hann lézt aðeins 23
ára gamall. Eftir lifir Kristinn
fyrrum útibússtjóri Kaupfélags
Austur-Húnvetninga og bóndi á
Kleifum við Blönduós.
Þegar Magnús fæddist dvöldust
á Ægisíðu hjónin Guðbjörg Páls-
dóttir og Engilbert Engilbertsson
og höfðu unnið foreldrum hans
lengi af dyggð og trúmennsku. Þau
tóku ástfóstri við hann og höfðu
slíkt dálæti á honum, að þau fengu
að taka hann með sér níu ára
gamlan, er þau fóru frá Ægisíðu.
Olst Magnús síðan upp hjá þeim til
fermingaraldurs við hið bezta
atlæti. Hann taldi sig standa í
meiri þakkarskuld við þessi góðu
hjón en nokkra aðra, „og hafa
menn þó reynzt mér vel á lífsleið-
inni", eins og hann komst að orði.
Magnús brauzt til náms af eigin
rammleik, en það var ekki lítið
afrek á fystu árum þessarar aldar.
Myndugur hafði hann stundað
nám í Hvítárbakkaskóla einn
vetur og verið farkennari í heima-
byggð sinni tvo vetur. Þá ákveður
hann að ganga menntaveginn,
tekur próf úr Gagnfræðaskóla
Akureyrar vorið 1914, heldur
suður um haustið, sezt í fjórða
bekk Menntaskólans í Reykjavík
og lýkur þaðan stúdentsprófi árið
1917.
Þegar hann hóf nám sitt, átti
hann 30—40 fjár, reiðhest, stóð-
meri og tryppi. Sumir bændur í
Vatnsdal höfðu svo mikla trú á
fjármálahyggindum hans, að þeir
héldu, að hann yrði einn af
traustustu gjaldendum sveitarinn-
ar. „En þegar menntaskólanáminu
lauk, var ég snauður maður,"
skrifar hann. „Ærnar voru seldar,
reiðhesturinn seldur og tryppin
seld. Heimsstyrjöldin fyrri hafði
gerónýtt alla mína efnahagsáætl-
un, og litlar líkur voru fyrir því,
að Þjóðverjar mundu greiða mér
skaðabætur, þótt svo færi, að þeir
biðu ósigur."
Engu að síður var hann staðráð-
inn í að halda áfram námi og ljúka
háskólaprófi. En fjárskorturinn
varð til þess, að hagkvæmni réði
vali hans á háskólagrein. Hann
hafði mestan hug á feð lesa
samanburðarmálfræði, sögu og
fagurfræði, en áræddi ekki að láta
það eftir sér. í staðinn valdi hann
lögfræðina, lauk prófi í henni 1922
með hárri einkunn og hlaut
utanfararstyrk til framhalds-
náms.
Skólaminningar Magnúsar
skipa veglegt rúm í ævisögu hans.
Þar er að finna kostulegar frá-
sagnir af brellum og brögðum og
stílfærðar lýsingar í lærifeðrum
og skólabræðrum, sem flestir urðu
síðar þjóðkunnir menn. Þrjá af
kennurum sínum mat hann mest
og tileinkaði þeim síðustu bók
sína: Stefáni skólameistara Stef-
ánssyni, Sigurði skólameistara
Guðmundssyni og Einari prófessor
Arnórssyni.
Starfsferillinn byrjar með full-
trúastarfi í sakamálum hjá
Jóhannesi Jóhannessyni bæjarfó-
geta. Jafnframt hefjast ritstörf og
blaðamennska, þegar Magnús ger-
ist ritstjóri Varðar fyrir atbeina
Magnúsar Guðmundssonar for-
ustumanns íhaldsflokksins. En
hinn 1. október 1924 lætur Magnús
af ritstjórn Varðar vegna eigenda-
skipta og litlu síðar hleypir hann
af stokkunum sínu eigin blaði —
Stormi.
Er fundum þeirra Magnúsar
GuðmundsSonar bar saman all-
löngu síðar, sagði þingmaðurinn
brosandi:
„Þú skrifar miklu betur núna, en
þegar þú hafðir Vörð."
Svar ritstjórans lýsir honum
vel:
„Það er að vonum. Sjálfstæðir
menn eiga erfitt með að vera
flokksbundnir."
Fyrir Storm varð Magnús þjóð-
kunnur, enda löngum enda löngum
við hann kenndur. Blaðið kom út
samfellt í aldarfjórðung og var
lesið um land allt. Fyrsta árið kom
það út tvisvar í viku, en síðan
vikulega. Og alltaf skrifaði
Magnús blaðið einn. Þeir sem
eitthvað þekkja til blaðamennsku
geta ímyndað sér, hvílík þolraun
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44