Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						¦
1.
a <#a  W iii!
MÉR BARST í hendur fjórða
bók Sigurðar Haralz: „Sjö skip,
i±i og sín ögnin af hverju" og
las hana í einni striklotu. Mér
lék forvitni á að sjá hvernig
;hann skrifaði núna, því að ég
las ,,Lazzaróna" hans af mik-
illi ánægju, en nú er liðinn ald-
arfjórðungur síðan sú bók kom
út. Þáð er langt á milli bóka
Sigurðar, en stílsmátinn hef^
ur ekki breytzt til muna og
enn er athyglisgáfan eins og
f rásagnargleðin, •— Sigurður
segir í siðustu bók sinni' frá
sjóferðum og kynnum af allra
þjóða kvikindum á sjó og landi.
Þar ber margt við og gegnum
: brennivínsvimu og hörkulegar
mannlífslýsingar finnur mað-
ur sterkan og heilan persónu-
leika, sem virðist í sífelldri leit
að einhyerju því, sem hann
veit að hann finnur ekki.
Manni skilst að hann heyi bar-
áttu innra með sjálfum sér, en
kastist til og frá í boðaföllun-
um og komi þó alltaf fyrir sig
fótunum.
Eifm af skipsfélögum Sigurð
ar sagði eitt sinn: „Mikil rusla-
kista er mannssálin." Þegar ég
las þessa setningu og nokkrar
.,aðrar í sama dúr, sem opna
mgnni sýn yíir mannlífið í hin-
'úm márgbreytilegu línum þess,
rauk ég upp og greip símann
... Ég vildi ná í Sigurð Haralz,
en vissi ekkert hvar hann var
að finna. Eftir margar hringing
ar fékk ég að vita, að hann
svæfi á daginn og vekti á næt-
urna. Hann er vaktmaður í Völ-
undi, en þar vissi sá, sem ég
talaði við, ekki hvar hann ætti
heima Qg heldur ekki hvort
hann hefði síma. Hann svaf
þegar ég náði sambandi við
heimili hans, en þar var mér
sagt,  að  ekki  mætti  vekja
¥80 mum riaraids
hann. Svo hringdi hann til mín
kl. 7 og bauð mér til sín inn í
Völund. Ég fór þangað á föstu-
dagskvöld, skreið inn um litla
lúgu á stóru hliði og barði að
dyrum. Hann var nýkominn á
vinnustað, var að raka sig og
bað mig að bíða.
„Ég er ekki tagitækur nema
á kvöldin og næturnar", sagði
hann. ,.Ég má ekki við því, að
vera í ati á daginn, því að ég
á dálítið bágt með svefn, hef
ekki enn vanizt því að fara að
sofa þegar allt fer á fart, því
að ég hef alltaf bezt kunnað við
mig á fartinni."
Svo beið ég .. . Sigurður Har
alz: ævintýramaður, sem flækst
hefur um öll heimsins höf og
kannað hefur hafnarborgir í
öllum heimsálfum, lazzaron og
beechcomber, skrifaði dagbæk-
ur á ferðum sínum ýmist ör-
þreyttur eftir langan vinnudag,
eða í vímu hafnarknæpanna,
tók að sér flækingsdýr og hjúkr
aði þeim í koju srani allt frá
Kyrrahafi til Svartahafs, missti
stjórn á skapi sínu þegar hahn
sá lítiímagna misþyrmt, gisti
fangelsi og vaknaði í líkhúsi.
— Hann ætlaði aldrei heim, en
gafst upp fyrir sjálfum sér árið
1930, þegar erlendur maður í
hafnarborg, sagði honum frá
því, a§ þá um sumarið yrði há-
tíðleg haldin þúsund ára stofn-
un alþingis ... Hann kom svo
fram til mín úr snyrtiherbergi,
hreinn og skafinn, búlduleitur,
mjög þykkur undir hönd, and-
litið stórt og gáfulegt, ennið
hátt pg mikið og augun snör
eins og í ungum mamii. liann
er 57 ára að aldri.
Ljósmyndarinn minn smellti
af honum nokkrum myndum,
og ég vorkenndi Sigurði. Harm
kunni  auðsjáanlega  illa  við
þetta.  Það  var  því  líkast  að
verið  væri  að  taka  tönn  úr
barni. Hann starði á ljósmynd-
arann með ótta í augunum og
ók sér á stólnum: „Svona, þetía
er nóg," sagði hann. „Jæja, er
þetta  ekki  nóg?  Hættið  nú
þessu."  —:  Það  var  eins  og
féllu  af honum  fjötrar  þegarj
ljósmyndarin:i hvarf á b,'otí út
í myrkrið . . . Við erum gamlir !
kunningjar, flæktumst svolifci
saman fyrir mörgum árum, en ;
ég var aldrei eins duglegur óg I
hann, ég gat hvorki farið rae;
honum á trillubát eða í vega- I
vinnu  og  heldur  ekki  tignaS I
Bakkus af öðrum eins dugnaði!
og hann og félapar okkar flést- [
ir, en aFa tíð hafði ég áhuifa á
manninum og hef alltaf, fylgzí
með honum álengdar.
,,Þú heldur náttúrlsga að ég
sé eins mikill hirðmaður bakk-
usar pg ég var, en það er rangt
hjá þér, er alveg steinhættur,
langar aldrei í vín, ekkert „pró-
blem" framar fyrir mig. . .
Það er heil saga ..."
— Þú ert Reykvíkingur?
; „Já, ég fæddist í hæstarétti.
Hann hafði verið til húsa bar
sem ég fæddist í Grjótaþorp-
in'u. Ef til vill hvíldi hæstirétt-
ur yfir æsku minni og varð til
þess, að ég þoldi hvorki boð né
bönn. Annars veit enginn skýr-
ingar á lífsferli okkar mann-
anna, nema ef til vill maður
sjálfur, og þó er það undir hæl-
inn lagt. Ég gat aldrei verið
auðmjúkur, heldur ekki h'iýð-
inn, nema ef til vill við brjóst
a n n es
á h o r n i n u
iAr Er   átsæða   til
skamma veðrið?
að
'ik Kýútsprungnir  „Bell-
isar"
'ir Nína og Friðrik — Eng
inn skortur á pening-
um.
TÍr Húlagjarða-æðið er að
fjara út.
HELGI SÆMUDSSON ^om
iljúgandi norffan af A^ureýri,
en þar hafði hami veriS veSur-
tepptup í þrjá sóiarhringa. Haitn
, lét það verða sitt fyrsta verk að
sjkaminast út í rigninguna — oíg
balla hana óhFeina rigningu eða
skítujra rigningii. .— Hvers
vegnaí yar hann ekki kyrr fyr-
ír norðan. fyrst hQnum ey svona
illa við rigninguna hérna fyrir
sunnah?
ÞETTA er dásamleg rigning,
yndislegt vorvéðurj og ég fæ
ekki betur séð en aS.hún sé tá-
hrein. Ekki kysi ég heldur frpst,
snjó, hálku og klaka, bannsetta
norðanáttina með ísnálar sínar
í hverjum andardrætti pg gikt
og naglakul. — Kona í Kópavogi
leiddi mig út undir vegg heima
hjá sér í gær og sýndi mér nýút-
sprungna Bellisa. „Þetta hef, pg
áldrei vitað fyrr", sagði hún og
það var eins og sumarhlýja i
augnatiUitinu.
ÉG HAFBiI heldur aldrei séð
þetta fyrr, enda mun það eins-
dæmi að blóm springi út á ís-
landi um hávetur. Hvort viíja
menn heldur ,frost og snjó eða
hlýindi og blóm um vetur? Ekki
er ég í neinum vafa um veðrið.
— En sumt fólk verður alltaf að
hnýta í veðrið, hyernig sém það
er. Í3g ér ekki einn af þeim, Mér
er yei við allt veður á þessum
árstíma —\ nema frost og klaka.
NÍNA OG FEIBRIK hafa gert
Reykvíkinga hálfvitlausa. feað,
þarf kannski ekki mikið til. Þay
fylla Framsóknarhúsið á hverju
kvöldi — og starfsfólkið í Aust
urbæjarbíói hefur aldrei komist
í annað eins og að selja aðgöngu
miðana að skemmtunum þess-
ara yndislegu dönsku söngvara.
VERÐ aðgöngumiðanna yap
hátt, en fólkið þustj að úr öllurn
áttum. Aðeins kortéri eftir að
tilkynnt var í útvarpinu að þau
myndu syngja voru komnar
langar biðraðir við dyr kvik-
myndahússins og þó átti miða-
sala ekki að byrja fyrr en rúmri
klukkustund síðar.
ÞAÐ virðist ekki vera skortur
á peningum hjá Reykvíkingum.
Öll hús eru alltaf full, öll bíó,
^allir dansstaðir. ¦—Nú er búið
að opna tvo nýja glæsilega veit-
ingasali — og hefur miklu verið
kostað til að gera þá sem bezt
úr garði, og mér er sagt, að ver-
ið sé að útbúa þann þriðja af
miklum glæsibrag.
' NÝJUNGAGÍRNIN og eyðsl-
an er eftirtektarvert tímanna
tákn, en stutt er stundum í þess
ari nýjungagirni. Húla-gjarða-
æðið hefur staðið í hálfan mán-
uð. Einn góðan veðurdag urðu
allir óðir. Framleiddar voru
gjarðir úr ýmis konar efnivið:
fjörutíu og fimm krónur og
fimmtíu krónur!
UM ALLAR götur og í öllum
húsum hömuðust börn og ungl-
ingar með húla^gjarðir. Nú. er
þessu . lokið. Gjarðirnar , liggja
um.allt-, bak við hurðir, bak yið
skápa, upp á snögum pg niðri
í kjöllurum. Það er komin f jara.
Börnin og unglingarnir hafa
misst áþugann. En geta þau lært
af þessu? Hefðu þau nú keypt
sér sparimerki í skólanum fyrir
fimmtíu krónur.
EN HVAÖ yiljum'við vera' að
setja út á þetta? Eltir ekki kven-
fólkið tízkuna: hattar, kjólar,
kápur, skór. Spæll hér eða spæll
þar, kóssi hér eða kóssi þar. —
Mismunurinn nokkur hundruð
krónur. Kápa,; sem . kostaði „í.
fyrra 2000 krónur, kostar nú
1060 kr. Hvers vegna? Vegna
þess að tízkan hefur breytzt agn
ar lítið.
¦ m
.¦.'... ..
Sigurður Haraldz.
móður minnar. Mér þótti vænt
um föður minn og honum um
mig, en viS vorum ákaflega ó-
líkir. Hann dreyrndi sína
drauma um niig, en ég var ó-
þjáll og þungur. Hann var gáf-
aður, fljóthuga og vildi stjórna,
en ég vildi ráða því hvað ég
gleypti og hvenær. Hann vildi
að. ég færi í skóla,. en ég vildi
það ekki. Hann gleymdi strax
ef hann reiddist, en ég var
langrækinn og gleymdi alls
ekki. Þess vegna skildi hann
stundum ekki hvað ég var að
fara þegar ég mælti af þunga
vegna löngu liðinna árekstra
okkar á milli.
. . . Ég sór það með sjálfum
mér, að eftir að ég væri orðinn
þrettán ára skyldi ég engum
hlýða. Ég stóð við það.
Faðir minn óttaðist um fram
tíð mina. Hann vildi reyna að
trj'ggja hana. Hann setti mig
í menntaskólann, en ég kunni
ekki við mig. Lífið freistaði
mín, ævintýri þess, átök við
erfiðleika, barátta við náttúr-
una, allt þetta, sem vert er að
lifa fyrir, kallaði á hvern blóð-
dropa í EeSuíii mínum. Fauir
m'inn ætlaði að reyna að beygja
baldstýrugan fola og sendi mig
austur að Hruna tíl séra Kjart-
ans Helgasonar. Á leiðinni
austur hét ég því, að ég skyldi
láta reka mig þaðan og þangað
kom ég með þeim ásetningi að
koma mér illa. En ég varaði
mig ekki á séra Kjartani pg
konu hahs. Þar mætti ég ekki
öðru en Ijúfmennsku, góðvild
og skilningi — og hvernig syo
sem ég barðist um' á hæl og
hnakka til þess að geta staðið
við ákvörðun mína, vissi ég
ekki af fyrr en ég var farinix
að elska þsssi hjón og vilja gera.
þeim allt tíl hæfis. En ég va.r
þarna aðeins í eitt ár ...
Móðir nhn dó þegar ég var
f jórtán áf a hún hafði verið hel-
sjúk lengi. — Og þar meö
fannst mér að ég stæði aleimi.
Þá var ég laus allra mála. Nu.
skyldi ég engum hlýða. Ég réði
mig á togara og ívo hentist ég
skip af skipi ár eftjr ár: tog-
arar skútur, trillubátar, gufu-
skip o. s. frv. Stundum var a- ,
gæt útgerð á mér, og stundura
alveg fyrir neðan allar hellur.
Og snemma kom bakkus í spil-
ið, sá herjans þrjótur, sá bölv-
aður djöflamergur ... Ég stó'ö
í eilífri baráttu við hann. Ég'
var alltaf að leita að vopnum,
ja, og hlífum í mínu stríði, e»
fann hvorugt. . . Ég fór í sigJ-
ingar — og ,um það r.æði ég-
ekki, en ég kafaði allt til botns:
ósérhlífinn, hungraður í ævin-
týri, lét mér ekkert fyrir brjóstj.
brenna. Ég gerðist lazzaron oy
beachcomber, fyrirmyndarmafj
ur og uppreisiiarseggur. £jin-
hvérn veginn fór það svo, að ég
yarðvotrúlega oft forsvarsmae-
úr<!skipsfélaga minna gagnvafl;
skipstjórum og útgerðarmönn-
um . . .
Já, mikil ruslakista ey
mannssálin, sagði hann. En þa'£»
fer eftir því hvernig á það er
litið. Þar er ekki bara rusl.
„guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.,*-
kunningi. . . Ég vann með hot'í.
Framhahl á 10. síSu.
fil llrúar á fiekks-
þingi ÁfþfBuflokksiRs
Fulltrúar Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur á flokksþingi eru
þessir:
Eggert Q. Þorsteinsson,
Jóhanna Egilsdóttir,
Aðalsteinn Halldórsson,
Gylfi Þ. Gíslason,
Baldvin Jónsson,
Magnús Ástmarsson, '
Áki Jakobsson.'
- Jón Sigurðsson,  [
Óskar Hailgrímsson,
GuðiríUHdu.r R. Qddsson, .
Benedikt Gröndal,
Jón Axel Pétursson,
Sigurður Ingimundarson,
Garðar Jónsson,
Jón Þorsteinsson,
LMvik Gizurargöír;
Emelía Samúelsdóttir,
Jón P. Emils,
Ögmundur Jónsson.
Aiþýðublaðið — 25. nóv. 1958
h
I
5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12