Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 183. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979
REIMLEIKAR A BESSASTÖÐUM:
Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur skrifaði á sínum tíma
söguna Hrafnhettu og fjallaði hún
um ástir Fuhrmanns og Hrafn-
hettu, en svo nefnir Guðmundur
Appollóníu. Upp úr sögunni samdi
Guðmundur síðan leikrit, sem
flutt var í Ríkisútvarpinu nú í
sumar. Leikrit Guðmundar vakti
mikla athygli, sem og sagan á
sínum tíma, en þar lýkur frásögn
Guðmundar að Appollónía er lát-
in, en þar byrjar í raun frásögn
okkar.
Tók nú jómfrúin að
veikjast æsilega
hvað eftir annað
Lítum stutta stund á hvað varð
um þetta fólk, sem svo mjög setti
svip á samtíð sína á íslandi í
byrjun 18. aldar. Höfðingjana
Niels Fuhrmann amtmann á
Bessastöðum og Þorleif Arason
prest á Breiðabólstað í Fljótshlíð,
sem nærri var orðinn biskup á
sínum tíma. Örlagaþræðir þessara
manna voru svo samofnir Appoll-
óníu Schwartzkopf eða Hrafn-
hettu eða Svartkoppu eða hvað við
nefnum þessa veru, sem Magnús
Torfi Ólafsson sagði í ritdómi 1958
að helzt minnti á sérstakar atlota-
verur, sem holdguðust fagurlim-
aðar og ástþyrstar í rekkjum
meinlætasamra trúarhetja þegar
þær uggðu sízt að sér. Svo nátengd
er saga þessarar þrenningar, að
ekki verður sagt frá einni þeirra
án þess að hinna tveggja sé að
einhverju getið.
Niels Fuhrmann var settur
amtmaður á íslandi árið 1716 og
gegndi því starfi til dauðadags, en
hann lést 48 ára að aldri 1733.
Hann var norskrar ættar sem og
Appollónía, en er hann kom hing-
að til lands var Fuhrmann heit-
bundinn Appollóníu. Er hann
tregaðist við að efna heit sín sótti
hún hann til saka fyrir heitrof.
Fyrir hæstarétti í Kaupmanna-
höfn veturinn 1921 var amtmaður
dæmdur til að eiga jómfrúna og
V-J^%tí^-^!%
mmm
í nánd viö Bessastaöi á 18. öld, í Hafnarfjaröarhrauni oftir Miller 1772.
verið byrlað eitur. Hún fann
ammoníakskeim af graut, sem
henni var borinn. Veiktist eftir að
hafa borðað vöflur með miklum
sykri á. Loks fékk hún graut um
krossmessuna 1724 með miklum
sykri og kanel. Veiktist hún og
sömuleiðis dönsk vinnukona, sem
hjálpaði henni við að torga
grautnum. Svo einkennilega vildi
til, að þær fundu ekkert sykur-
bragð af sykrinum.
Appollónía Schwartzkopf lézt
rétt fyrir Jónsmessu 1724 og var
jörðuð af Garðapresti án þess að
líkskoðun færi fram.
Svartkoppumaíið
fylgdi
honum í gröfina
Margt þótti í meira lagi grun-
samlegt í sambandi við lát
Hrafnhettu, en þó var alls ekki
sjálfsagt að nein eftirmál fylgdu
þar sem æðsti valdsmaður í land-
inu átti hlut að máli. Peter Raben,
Er Bessastaðir á Álftanesi eru nefndir á nafn kemur trúlega í huga flestra, að þar er setur forseta íslands.
Bessastaðir hafa bæði verið einstakra manna eign og ríkiseign og þar hefur oft verið lifað fjölbreyttu lífi og
stórbrotnu og áhrifaríku fyrir íslenzku þjóðina. Bessastaðir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólajörð,
prentsmiðjupláss með bóka- og blaðaútgáfu. Þeir hafa verið í eigu fræðimanna og skálda, þar hafa setið
landsstjórnarmenn og fyrirmenn, amtmenn og fógetar, ríkisstjóri og forsetar. Þar hafa starfað uppeldis- og
skólamenn, vísindamenn hafa starfað þar og þar hefur farið fram ýmiss konar atvinnurekstur og tilraunir,
f járrækt og fálkafang, útræði og búnaður, þar hafa verið gerðar veðurathuganir og stjörnuathuganir, lyf jabúð og
lækniskennsla hefur verið á Bessastöðum. Þar hefur verið fangelsi sakamanna, ullarverksmiðja var á Bessastöðum
og þar voru leiknir sjónleikir. Þannig koma margir þættir þjóðarsögunnar saman á Bessastöðum.
Hér er þó ekki ætlunin að rekja sögu Bessastaða, en á öndverðri 18. öld gerðust þeir atburðir á Bessastöðum, sem
á sinn hátt hafa tengst sögu staðarins og lífinu þar allt til þessa dags. Þá lezt á Bessastöðum norsk jómfrú,
Appollónía Schwarzkopf, sem Niels Fuhrmann amtmaður á Islandi var heitbundinn, en hafði ekki viljað giftast
þrátt fyrir dóm Hæstaréttar í Kaupmannahöfn um að það bæri honum að gera. Lát Appollóníu þótti dularfullt og
jafnvel talið að ráðskona amtmanns, Katarína, hefði byrlað henni eitur. Katarína var móðir Karenar, lagskonu
amtmanns, og eltu þær mæðgur og AppoIIónía grátt silfur meðan þær dvöldu samtíða á Bessastöðum. Þessu máli
tengdist einnig Þorleifur Arason prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og var hann einn í rannsóknadómi, sem
konungur setti á laggirnar ári eftir lát Appollóníu, og kvað hann upp sýknudóm yfir þeim mæðgum.
AHt frá Iáti AppoIIóníu hafa margir talið sig sjá svip hennar á Bessastöðum og hafa jafnvel rætt við hana. Hér er
ætlunin að segja frá reimleikum á BessastÖðum, en fleiri munu vera þar á ferli en Appollónía Schwarzkopf. Þar
hafa heyrst hljóð eins og á ferð væri hópur manna, þó enginn hafi fundizt þegar að hefur verið gáð. Þar hefur
heyrzt hófadynur þó enginn hafi hesturinn verið á ferð, skólapiltar hafa verið með hávaða og ærsl, óeðlilegt brak er
ekki óalgengt og svipir hafa sést.
„Hún mun halda áfram
að ríkja yfir okkar
húsi orj saman safna
okkur í sína hirð"
manns og jómfrúr Appollóníu.
Heiftugar sennur gerðust tíðar,
kvenfólkið hrækti hvert á annað,
ófagrir orðaleppar heyrðust ítrek-
að, barefli voru stundum á lofti og
sagt er frá því, að til handalög-
máls hafi komið milli jómfrúar-
innar og amtmannsins. Þrátt fyrir
allt vildi jómfrúin þrauka á Bessa-
stöðum.
Jómfrúin gerðist nú hrædd um
líf sitt og þóttist hafa af því
spurnir að Sigurði Gamlasyni á
Bessastöðum og öðrum manni
íslenzkum hefði verið boðið fé ef
þeir vildu stytta henni aldur. Upp
úr þessu fór jómfrúin að veikjast
hvað eftir annað með miklum
uppköstum. Hún sagði frá því
oftar en einu sinni síðustu mánuð-
ina, sem hún lifði, að sér hefði
greiða henni forlagseyri, sem nam
% af launum amtmanns hér á
landi.
Fuhrmann tók sæmilega á móti
heitkonu sinni er hún kom til
Bessastaða 1722. Hún settist að í
íbúðarhúsi amtmanns, en hann
fluttist í tjaid úti á veliinum og
svaf þar um tíma. Leið svo og beið.
Amtmaður sá ekki ástæðu til að
uppfylla sitt fyrra heit, né full-
nægja dómnum og ári síðar bætt-
ist einn köttur enn við í ból
bjarnar. Komin var frá kóngsins
Kaupinhafn Karen nokkur Hólm,
lagskona amtmanns og dóttir
Katarínu Hólm ráðskonu amt-
manns, en þær mæðgur seldu áður
öl á Kolatorgi í Kaupmannahöfn
og þar bjó Fuhrmann, í leikriti
Guðmundar Daníelssonar, meðan
hann dvaldi í Kaupmannahöfn.
Hitnaði nú í glóðunum og versn-
aði   allur   vinskapur   milli   amt-
Forsetasetriö aö Bessastöoum.
stiftamtmaður yfir íslandi og
vildarvinur Niels Fuhrmanns,
setti þó eigi að síður á laggirnar
rannsóknarrétt til að kanna hvað
hefði orðið jómfrúnni að aldurtila
á Bessastöðum. Hákon Hannes-
son, sýslumaður Rangæinga, og
Þorleifur Arason, prófastur á
Breiðabólsstað, voru skipaðir um-
boðsdómarar í málinu. Rannsókn-
in fór fram sumarið 1725, en þegar
réttarhöld höfðu staðið í einn
mánuð varð að gera hlé á þeim,
þar sem Hákon sýslumaður vildi
ekki hafa frekari afskipti af máli
þessu.
í vitnisburði kom margt fram,
mótsnúið amtmanni og þeim
Hólmsmæðgum. Margir báru að
um eiturbyrlun hefði að líkindum
verið að ræða, aðrir þóttust vita
að Sigurður Gamlason hefði verið
ráðinn sem flugumaður til að
stytta jómfrúnni aldur. Hvað um
það, séra Þorleifur á Breiðabóls-
stað hélt einn áfram störfum og í
októbermánuði 1725 kvað hann
upp dóm þar sem Hólmsmæðgur
eru sýknaðar af þeirri ákæru að
þær hafi ráðið jómfrúnni bana eða
verið í vitorði með nokkrum, sem
það hafi gert.
Þar með var réttlætinu full-
nægt. Eða hvað.
í öldinni átjándu segir svo þar
sem greint er frá tíðindum ársíns
1727: „Annar Dana þeirra, sem
bar vitni í Svartkoppumálinu, Páll
Kinch, er kominn út hingað og
orðinn undirkaupmaður á Vest-
fjörðum. Hafði hann meðferðis
hæstaréttarstefnu til séra Þorleifs
Arasonar, sem dæmdi hann æru-
lausan í fyrra, er Svartkoppumál-
ið var tekið upp að nýju að skiþan

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48