Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
3
Eftir slæma byrjun
rættist vel úr grá-
sleppuveiðinni
ÆTLA MÁ að á nýafstaðinni grásleppuvertíð hafi hrogn verið söltuð í
12—13 þúsund tunnur. Er það nokkru minna en á síðasta ári. en eigi
að síður rættist furðuvel úr veiðunum miðað við hve hafís og vond
veður ollu miklum frátöfum fyrir Norðurlandi.
Árið 1976 voru fluttar út 21.429
tunnur af grásleppuhrognum, 1977
var tunnufjöldinn 15.616, 1978 var
hann 13.149 og i ár má ætla að um
12 þúsund tunnur verði fluttar út.
Að auki er nokkuð af hrognunum
unnið hjá innlendum lagmetisiðj-
um.
Mjög vel veiddist við Faxaflóa
og allt vestur í Djúp. Eins og áður
sagði settu hafís og erfið veður
strik í reikninginn hjá grásleppu-
körlum nyrðra, en þegar hægt var
að koma netum í sjó aflaðist vel.
Þá var vertíðin fyrir Norðurlandi
framlengd um hálfan mánuð og
bjargaði það miklu.
Hver hrognatunna leggur sig á
um tæpar 100 þúsund krónur
brúttó, en sjómenn eru margir
hverjir mjög óánægðir með verðið
og segja það engan veginn hafa
haldist í hendur við mikla auk-
ningu á öllum kostnaðarliðum.
Norðmenn hafa sótt mjög á aðal-
markaði Islendinga, sem eru
Danmörk, og er áætlað að þeir
hafi fengið 4—500 tunnur af
hrognum í vor.
1 o fCVl lf *
Stór fjölskylda var
hætt komin í eldsvoða
SJÖ manna fjölskylda í Ólafsvík
var hætt komin, er eldur kviknaði í
íbúð hennar að ólafsbraut 8 aðfar-
arnótt sunnudags. Að sögn lögregl-
unnar í Ólafsvík þykir fullsannað,
að kviknað hafi í út frá sígarettu.
Atburðurinn átti sér stað um
klukkan sex aðfararnótt sunnudags.
Vaknaði þá 16 ára unglingur á
heimilinu við það að eldur var laus í
rúmfötum hans, en hann sagðist
minnast þess, við yfirheyrslur síðar,
að hafa vaknað litlu fyrr um nóttina
og kveikt sér í sígarettu. Tókst
honum að komast út úr herberginu
og að útihurð og kallaði þar á hjálp.
Við hrópin í honum vaknaði 15 ára
systir hans og gat hún vakið aðra
fjölskyldumeðlimi. sem komust út,
þrátt fyrir að húsið var þá fullt af
reyk.
Slökkviliðið á staðnum kom fljót-
lega á vettvang og gekk vel að
slökkva eldinn. Miklar skemmdir
urðu á innbúi af völdum reyksins en
aðeins í einu herbergi af völdum
elds. Þykir mikil mildi að ekki urðu
slys á fólki.
Vestur-þýska rithöfundasambandið:
Býður nokkrum íslenskum
rithöfundum til Berlínar
VESTUR-þýska rithöfunda-
sambandið hefur boðið nokkr-
um íslenskum rithöfundum,
sem fengist hafa við þýðingar á
þýskum bókmenntum yfir á
íslensku. til Berlínar í haust.
Að sögn Rannveigar Ágústs-
dóttur hjá Rithöfundasambandi
íslands er hér um að ræða
framhald af ráðstefnu sem hald-
in var í fyrra og þeir Þorvarður
Helgason og Thor Vilhjálmsson
sóttu. Tilgangurinn er að auka
þýðingar á verkum milli land-
anna. Ráðstefnan í haust verður
haldin um mánaðarmótin októ-
ber — nóvember og hefur 2—3
íslenskum rithöfundum verið
boðin þátttaka. Rannveig sagði
að hún hefði gefið V-Þýska
rithöfundasambandinu upp nöfn
þeirra rithöfunda sem fást við
þýðingar úr þýsku, en sagðist
ekki vita um nöfn þeirra sem
verður boðið. Hún sagðist þó
vita til þess að Þorgeiri Þor-
geirssyni rithöfundi hefði verið
boðin þátttaka.
Grundarfjörður:
Sundlaugarþjóf-
urinn fundinn —
sprúttsalar teknir
LÖGREGLAN í Grundarfirði tók fastan 18 ára gamlan pilt s.l. laugardag
grunaðan um innbrotið í sundlaugarbygginguna í Grundarfirði. Piltur
þessi játaði á sunnudaginn að hafa verið valdur að þjófnaðinum og í
framhaldi af játningu hans komst upp um ýmist annað ólögmætt athæfi á
staðnum á síðustu mánuðum. m.a. voru fjórir aðilar teknir vegna
ólögmætrar sölu á áfengi.
Innbrotið í sundlaugina átti sér stað aðfararnótt s.l. laugardags. Farið
var inn í bygginguna um hviklæstar dyr. og skúffa. sem peningarnir voru
gevmdir í brotin upp. Pilturinn, sem handtekinn var. vildi fyrst í stað ekki
viðurkenna að hafa átt nokkurn þátt í innbrotinu. en viðurkenndi að hafa
stolið sjö þúsund krónum úr peningakassa á opnunartíma sundlaugarinn
s.l. fimmtudagskvöld.
Við leit í bifreið piltsins fannst
hluti af þýfinu, eða um þrjátíu
þúsund krónur og viðurkenndi hann
þá að hafa stolið peningunum.
Heildarupphæð þýfisins var um 80
þús. kr., en ekki 200 þús., eins og
áður var haldið, en starfsfólk sund-
laugarinnar taldi að þarna hefði
verið um hærri upphæð að ræða. Það
má taka fram, að kvöldið áður en
þjófnaðurinn var framinn var áður-
nefndur piltur ásamt kunningja
sínum í sundlauginni og skildi eftir-
litsmaður laugarinnar þá eina eftir
og bað þá loka húsinu, er þeir færu
heim.
Lögreglan grennslaðist fyrir um,
hvernig pilturinn hefði eytt þeim
hluta þýfisins, sem ekki fannst. Kom
þá í ljós, að hluta þess hafði hann
notað til kaupa á sprútti. Var 24 ára
gamall karlmaður tekinn til yfir-
heyrslu og játaði hann að hafa selt
u.þ.b. 120 flöskur af áfengi í vor og
sumar. Hafði hann notið aðstoðar
þriggja 17 — 19 ára unglinga við
þessa sölu. Maður þessi hefur áður
komist undir hendur lögreglunnar
og þá fyrir smygl á hassi.
Nánari rannsókn og yfirheyrslur
standa nú yfir í Grundarfirði vegna
máls þessa.
Slökkviliðið að störfum í Þingholtsstræti og eins og sjá má fylgdist fjöldi fólks með slökkvistarfinu.
Húsbruni í Þingholtunum:
Hugsanlega um
íkveikiu að ræða
MIKLAR skemmdir urðu á hús-
inu við Þingholtsstræti 23 í
Reykjavík þegar eldur kom upp í
því á sunnudagskvöld. Slökkvilið
Reykjavíkur var kvatt á vettvang
kl. 23.25 og voru íjórir slökkvi-
liðsbflar komnir á staðinn þrem-
ur minútum sfðar. eða kl. 23.28.
Þá stóðu eldtungur út um glugga
báðum megin á þriðju hæð húss-
ins og einnig var mikill eldur í
stigagangi bak við húsið. Allt
slökkvilið borgarinnar var kallað
út og tókst að ráða niðurlögum
eldsins á rúmum klukkutíma.
Að sögn Gunnars Sigurðssonar
varaslökkviliðsstjóra bendir margt
til þess að eldurinn hafi komið upp
í stigahúsinu og einnig í dóti sem
nýverið hafði verið hreinsað út,
þar sem verið var að standsetja
íbúð í húsinu. Hann sagði að
hugsanlega hefði verið um íkveikju
að ræða og væri það mál í
rannsókn.
Gunnar sagði að eldurinn hefði
greinilega verið búinn að hreiðra
um sig nokkurn tíma því þykkur
viður í stiga hefði verið orðinn að
viðarkolum eftir brunann.
Hús Guðspekifélagsins er þarna
næsta hús, en það er járnvarið
timburhús, og hitnaði járnið á því
mjög mikið og malning flagnaði af
vegna eldsins. Ekki er vitað hvort
skemmdir urðu í einangrun þess og
kemur ekki í ljós nema hluti
klæðningarinnnar verði tekinn frá.
Húsið að Þingholtsstræti 23 er
þriggja hæða múrhúðað timburhús
með risi og kjallara. Engin var
heima þegar eldurinn kom upp.
Ibúðir eru á tveimur hæðum þess,
og einnig er i húsinu nuddstofa.
Húsið við Þingholtsstræti 23 er eins og sjá má illa farið af völdum eldsins.
Ljósm. Mbl. ól. K.M.