Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979
Um þessar mundir
er verið að sýna á Litla
sviði Þjóöleikhússins
leikrit eftir Nínu Björk
Árnadóttur, Hvað
sögðu englarnir? Er það
sjötta leikrit höfundar og
hafa Leikfélag Reykja-
víkur, Litla leikfélagið
og sjónvarpið fært upp
verk hennar, en í fyrsta
skipti er leikrit eftir
Nínu nú hjá Þjóðleik-
húsinu. Nína Björk hefur
sent frá sér fimm Ijóða-
bækur og kom hin
fyrsta út árið 1965.
Leiklistargagnrýn-
endur hafa verið mjög
ósammála um verkið
Hvað sögðu englarnir?
og má segja að það
hafi fallið í hálfgrýttan
jarðveg hjá þeim. Mbl.
ræddi á dögunum við
Nínu Björk um verkið,
gagnrýnendur og leik-
ritaskríf og var hún í
upphafi spurð hvers
vegna þetta efni hefði
orðið fyrir valinu hjá
henni í verkinu Hvað
sögðu englarnir?
„Vegna þess að vandamál
Steins snertir mig, brennur á
mér, er mér vel kunnugt,“ sagði
Nína Björk.
„Steinn kom tyrst til mín og
sagöi mér allt, sem hann gat sagt
mér. Sumar persónur hata meira
aö segja manni en aðrar — eru
mótaðri, opnari. Steinn er ekki
orðinn mótaðri en hann er í
leikritinu, hann hefur ýmislegt á
hréinu eins og krakkar sem alast
upp við svona aðstæöur eins og
hann. Hann veit t.d., aö til þess
er ætlast af honum að hann
breyti sér þannig aö hann veröi
þægilegri viöfangs, en því neitar
hann.
Steinn er óvenjulegur eins og
móöir hans. Reyndar er engin
manneskja venjuleg í þeim skiln-
ingi. Ég hélt einu sinni að ég
þekkti bara sérkennilegt fólk, en
þaö er ekki rétt. Það hefur bara
allt fólk sérkenni, er óvenjulegt.
Og ég býst við aö ég sé næm
fyrir því sérkennilega í fari mann-
eskjunnar.
Okkur hættir til aö setja fólk á
bása. T.d. er móöir Steins lág-
launamanneskja sem bylurinn
hefur bugað — hún er draum-
lynd og Ijóöræn — hefur lesiö
margt meöan hún haföi krafta og
tækifæri til. Konur eins og hún
eru yfirleitt settar á bás sem
fremur tilfinningasnauöar og
vitgrannar verur, sem eiga ekki
aö finna til í innihaldslausu puöi
sfnu.
Móöir Brynju á Ifka að vera á
sínum krystalsbás — ein hinna
mörgu kvenna, sem vita ekki á
hverju þær lifa. Hún finnur sárt til
þess aö lífshægindin eru illa
fengin, en hún er oröin óhæf til
aö finna maðkana og tína þá burt
eöa rífa sig lausa. Hún hefur
hallaö sér aö flöskunni og er
oröin dagdrykkjukona. Báðar
mæöurnar eru kynferðislega
kúgaöar — þær búa viö gjörólík
kjör, en hafa veriö lagöar ræki-
lega til á þjónkunarbási karl-
mannsins, eins og algengt er um
konur af þessari kynslóö.
Brynja er hins vegar ung og
sterk og getur því rifiö sig burt
frá maðkagerinu og kannski á
hún eftir að tína þá burt, en þaö
veröur í ööru leikriti. Hún er
ástfangin af Steini sem auövitað
lendir inni, því þannig eru regl-
urnar. En hvernig sem fer um
Brynju veröur þetta alltaf stór
þáttur í lífi hennar og kannski á
hún eftir aö verja lífi sínu til aö
berjast gegn þessu vandamáli.
Brynja á áreiöanlega eftir að
segja mér frá lífi sínu í fram-
tíðinni. Ég held aö Sjöfn og
Danni eigi líka eftir að gera þaö.
Þegar viö skiljum viö þau í
leikhúsinu eru þau orðin hrædd
við básinn sem þeim er ætlaöur."
Nína Björk Árnadóttir skáld
„Verst hvað
gagn-
rýnendur
vita lítið um
vinnubrögð
í leikhusi'
Spjallaö viö
Nínu Björk Árnadóttur
um verkiö
„Hvaö sögðu englarnir"
Verkið sjálft
ákveður leiðina
„Mér veröur tíörætt um bása.
Veistu, sumir vilja jafnvel setja
listaverk á bás. Þaö er alveg
voðalegt. Listaverk er alltaf
sjálfstætt, eins og líf — líf barns.
Og maður veröur að hlúa aö því
á sama hátt og aö barni. Ef
maður leyfir verkinu sjálfu aö
ákveöa leiöina, hjálpar því áfram,
en passar aö þaö fari aldrei út af
þeirri leiö sem þaö sjálft vill fara
— þá er þaö satt. Og sannleikur-
inn kemur alltaf til skila og kemur
alltaf mörgum viö.“
Allir bjarga sér
Getur þú tjáö þig um hvaö þú
vilt segja, er höfundur aö deila á
lífsgæöakapphlaupið, stétta-
skiptingu og fleiri atriöi í þeim
dúr?
„Þetta er adeila sem oft hefur
veriö fjallaö um áöur, en þessir
hlutir breytast ekki — eru orönir
svo sjálfsagöir aö pólitíkusarnir
tala varla um þá fyrir kosningar
— hema einstaka gjammarar —
ég meina dómsmálin — þetta
meö „smákrimmana" og þá
stóru. Veröbólgan „grasserar"
og sþillingin. ísland er eins og
fanganýlenda. Hér bjarga allir
sér eins og þeir geta, duldar
tekjur veröa ýmsum lífsnauösyn
og þeir sem hafa bestu aöstöö-
una og eru slóttugastir sleppa
best.
Varöandi fangelsun sér allt
heilbrigt fóik aö þaö eru til ótal
aörar mannúölegri ieiöir. Fólk
eins og Katrín í leikritinu á aö fá
aö njóta sín. Ég veit aö viö eigum
fullt af ráögjöfum og félagsfræö-
Ingum sem ættu aö fá aö njóta
þekkingar sinnar og eldmóðs og
gera skurk í þessum málum.“
Mikil samvinna
Hvernig er þetta leikrit unnið?
Er þínu hlutverki lokiö strax og
handrit liggur fyrir eöa starfar þú
meö leikhúsfólkinu meöan á æf-
ingum stendur?
„Þaö er misjafnt hvernig höf-
undar og leikhúsfólk vill vinna og
vinnur. I þessu tilfelli skrifaöi ég
fyrst grind að leikritinu og sýndi
Sveini Einarssyni. Hann benti
mér á ýmis atriöi sem ég gæti
nýtt og sþunniö út frá. Eg fór
svona þrisvar sinnum til hans
meö leikritlö áöur en þaö þótti
nóg unniö frá minni hálfu til aö
taka þaö. Þá fengum viö mánuö í
forvinnu, ég, Stefán Baldursson
leikstjóri og Þórunn S. Þorgríms-
dóttir leikmyndateiknari. Leíkar-
arnir voru mikiö meö í þessari
vinnu, sem fór aðallega fram
kringum borö í kjallaranum. Viö
lásum mikiö ... efni sem teng-
dist verkinu á einhvern hátt —
skoðuðum myndir — fundum í
sameiningu útfærsluleiö — ég
bætti viö senum og sýndi þeim
og viö fjölluðum um þær og
yfirleitt gekk þetta vel vegna
þess, aö allir voru áhugasamir og
fannst þetta frjó og skemmtileg
vlnna. Þetta var í vor. Nú — ég
bætti svo fáeinum atriðum viö í
sumar og svo var æft á fuliu í
mánuö í haust. Ég var alltaf meö
á æfingunum og viö „snurfussuö-
um“ einstaka hluti alveg fram á
síðustu stund. Þetta finnst mér
góö vinnubrögö, en þau hljóta
auövitaö aö vera vonlaus nema
allir séu samtaka.“
Hvaö er framundan hjá þér,
kemur næst leikrit eöa Ijóöabók?
„Ég er með uppköst aö tveim-
ur leikritum og þaö þriðja er
svona aö byrja að ýta viö mér.
Og Ijóöiö kom aftur til mín um
daginn. Svo hefi ég nýlokiö viö
þýöingu á Ijóöabók eftir dönsku
skáldkonuna Vitu Andersen,
„Tryghedsnarkomaner", eöa í
klóm öryggisins, ofsalega góö
bók, „fríkuö" og sönn um leið,“
segir Nína Björk og er hrifin af
bókinni.
Er tjáningarform leikrits og
Ijóös mjög frábrugöiö?
Viö hvort fellur þér betur aö
kljást og hvort telur þú ná betur
til fólks?
„Bæöi formin eru dramatísk.
Og knöpp, koma á óvart. Þetta
er nú svona þaö sem ég held aö
sé sameiginlegt meö þeim. í Ijóöi
er ailtaf ein tiifinning ríkjandi,
hvort sem Ijóöiö er stutt eöa heill
flokkur. Leikrit geymir oftast fólk
sem hefur í sér marga þætti, hver
einstök manneskja, og í sumum
leikritum eru margar persónur."
Nína Björk Árnadóttir stund-
aöi nám í leiklistarskóla Leikfé-
lags Reykjavíkur á árunum
1961 —1964 og síöar dvaldi hún
við framhaldsnám í Danmörku,
um tveggja ára skeið 1973—
1975. Þar nam hún leikhúsfræöi
viö Kauþmannahafnarháskóla,
sótti m.a. tíma í „dramaturgi" hjá
Henrik Lundgren, sem er leiklist-
argagnrýnandi við „Information".
Þá fylgdist hún meö störfum hjá
„Det lille Teater" í Kaupmanna-
höfn, sem er barnaleikhús og
kvaöst hún hafa kynnst þar mjög
skemmtilegum vinnubrögöum
þegar hún tók þátt í uppfærslum
á barnaleikritum. í framhaldi af
þessu er ekki óeðlilegt aö spyrja
Nínu Björk hvaöa kröfur henni
finnist að gera eigi til gagnrýn-
enda er fjalla um leiklist og
svaraði hún á þessa leið:_____
Engin forskrift
„Nú, þaö er auövitaö ekki
hægt aö gefa forskrift eöa setja
gagnrýnendur á bása. Ekki frek-
ar en listaverkið. En gagnrýni
getur verið listaverk út af fyrir
sig. Viö getum bara nefnt Sigurð
Nordal, Tómas Guömundsson,
Magnús Ásgeirsson og Kristján
Karlsson. í öllum þessum tilfell-
um er um aö ræöa menn, sem
eru líka skáld — og auk þess
mjög rltleiknir. Maöur getur
vissulega ekki ætlast til þess aö
gagnrýnendur séu skáld, en
maöur getur hins vegar vonaö og
ætlast til — held ég — aö þeir
séu vel skrifandi. Þeir, sem fást
viö þessa iön núna, eru sæmi-
lega skrifandi þegar best lætur,
en oftast mjög bögulegir.
í sambandi viö leiklistargagn-
rýnendur finnst mér verst hvaö
þeir vita lítiö um vinnubrögö í
leikhúsunum. M.a. þess vegna
hafa þeir ekki möguleika á aö
skrifa um sýningarnar í heild.
Mér dettur í hug aö gagnrýnend-
ur gætu fylgst meö uppsetningu
t.d. eins leikverks á ári. Sömu
menn þyrftu þá ekki endilega aö
skrifa um þaö verk. Svo finnst
mér, aö blöðin ættu aö kosta
þessa menn út úr landinu einu
sinni á ári til aö fylgjast meö í
leikhúsunum þar og láta þá svo
skrifa um ferðina (þó ekki flug-
ferðina!) og um leiksýningarnar
sem þeir uppliföu.
Mér finnst fólkið sem vinnur í
leikhúsunum eiga rétt á þessu. í
þessu sambandi er gott aö rifja
upp pistil um þetta efni eftir
Hermann Hesse:
„Sennilega er hinn fæddi
gagnrýnandi ennþá fágætari en
hiö fædda skáld. Þá á ég viö
gagnrýnanda, sem hefur ekki
aðeins aö vegarnesti iöjusemi og
lærdóm, áhuga og dugnað, né
lætur hann leiöast af andlegri
fylgispekt, hégómagirni eöa ill-
kvittni, en hefur hlotiö náöargáfu,
meöfædda skerpu hugans og
hæfni til skýrgreiningar og lætur
stjórnast af menningarlegri
ábyrgðartilfinningu.
Vitanlega getur viðkomandi
haft ýmis persónueinkenni sem
prýöa eöa skrumskæla þessa
gáfu hans; hann er oft ýmist
jákvæöur eöa meinfýsinn, and-
lega slaþpur eöa hóglátur, rusta-
fenginn eöa fáoröur, hann á
ýmist til aö hlúa aö þessari gáfu
sinni eöa sóa henni gegndarlítiö.
En hann mun alltaf standa fram-
ar handverksmönnunum í iön-
inni, hinum skóluðu. Hann hefur
hlotiö náöargáfu sköpunarinnar."
Hvaö meö viötökurnar, ertu
ánægö meö þær og aösókn?
„Já, ég er mjög ánægð meö
vitökurnar. Varö þaö strax eftir
generalprufuna og svo frumsýn-
inguna vegna þess, aö fólk, sem
ég tek mark á, var hrifiö af
sýningunni — og svo eru viötök-
ur leikhúsgestanna líka alveg
skínandi.
Einn mjög næmur og fróöur
leikhúsmaður kom á bak viö eftir
generalprufuna meö stjörnur í
augum og sagöi: Þetta er gott
verk, en bætti svo viö: Svakalega
á þetta eftir aö gera gagnrýnend-
urna ringlaöa."