Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980
17
Gunnar Thoroddsen:
Hef ástæðu til að
ætla að fleiri þing-
menn bætist í hópinn
„FYRST er að vita, hvort
tekst að koma stjórninni sam-
an," sagði Gunnar Thor-
oddsen, varaformaður Stjálf-
stæðisflokksins, í samtali í
gær á Bessastöðum, eftir að
hann hafði fengið umboð til
myndunar meirihlutastjórn-
ar frá forseta íslands. Svarið
var við spurnigunni um það,
hvenær ríkisstjórnin tæki við.
Gunnar sagði ennfremur:
„Ég vonast til þess, að það
takist og hef ástæðu til þess
að vænta þess, að það verði
fyrir vikulokin."
Gunnar Thoroddsen kvað
forseta íslands hafa veitt sér
umboð til myndunar meiri-
hlutastjórnar, en 31 þingmað-
ur, sem hann hefði tryggt sér,
væri þingmeirihluti, sem
dygði. Hann kvað forsetann
engan ákveðinn frest hafa
sett sér, en hann hafði haft þá
ósk, að málinu yrði hraðað
eins og kostur væri.
Gunnar  var  þá  spurður  um
samþykkt þá sem fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
gerði í fyrradag og birt var í
Morgunblaðinu í gær. Hann
kvaðst ekki vilja tjá sig um hana
að svo stöddu. Þá var hann
spurður um það, hvort hann hefði
fengið fleiri stuðningsmenn úr
þingflokki     sjálfstæðismanna.
Gunnar sagði: „Ég vona enn að
þeir verði fleiri og helzt vildi ég að
allur þingflokkurinn kæmi til
stuðnings við mig. Ég tel, að þar
sem þetta er eini möguleikinn á
þingræðisstjórn, sem við blasir, sé
ástæða til að ætla að fleiri bætist
í hópinn. Hinn kosturinn er utan-
þingsstjórn, sem er ákaflega mikil
niðurlæging fyrir Alþingi — að
geta ekki myndað stjórn. Mér er
kunnugt um að ýmsir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins eru í raun
fylgjandi þessu stjórnarmynstri."
Gunnar Thoroddsen kvað mál-
efnagrundvöll stjórnarinnar ekki
mundu liggja fyrir í gær, en í dag
kvað hann áfram unnið að gerð
hans miðað við að stjórnin komist
á fyrir helgi.
Þá var spurt um það, hvort
ráðherrar hefðu verið ákveðnir og
um skiptingu ráðuneyta. Gunnar
Thoroddsen kvað enga ákvörðun
liggja fyrir um slíkt. Fyrst væri að
ganga frá málefnasamningi og
væri það nokkuð föst venja við
stjórnarmyndanir. í honum væru
oft viðkvæm mál, sem hann kvað
ekki mundu stranda á. Hins vegar
kvað hann skiptingu ráðuneyta
hafa borið á góma í viðræðunum,
en endurtók að engar ákvarðanir
hafi verið teknar — aðrar en um
forsætið.
Innan þingflokks sjálfstæð-
ismanna hafa menn velt því fyrir
sér, hvort flokkurinn ætti að óska
eftir aðild að þessu stjórnarsam-
starfi og það þannig víkkað út á
flokkslegan grunn. Slíka ósk hefur
Gunnar Thoroddsen látið í ljós.
Þegar Morgunblaðið spurði hann,
hvernig hann tæki því, kvaðst
hann enga málaleitan hafa fengið
þess efnis frá formanni þingflokks
sjálfstæðismanna. Þá spurði
Morgunblaðið, hvort til greina
kæmi að annar maður yrði í
forsæti en hann og svaraði þá
Gunnar: „Þetta er nú undarlega
spurt, þegar forseti er búinn að
fela mér að reyna að gera tilraun
til stjórnarmyndunar."
Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins:
Tel mig hafa geng-
ið úr skugga um að
Sjálfstæðisflokkur-
inn vildi ekki tala
við okkur hina tvo
„MÉR hefur aldrei verið tilkynnt
um að Sjálfstæðisflokkurinn væri
tilbúinn til viðræðna við okkur_og
Alþýðubandalagið um stjórnar-
myndun." sagði Steingrímur Her-
mannsson formaður Framsóknar-
flokksins. er Mbl. spurði hann.
hvers vegna Framsóknarflokkur-
inn hefði frekar kosið að ganga til
stjórnarmyndunarviðræðna við
Gunnar Thoroddsen. en Geir Hall-
grimsson formann Sjálfstæðis-
flokksins. sem hefur umboð þing-
flokksins til stjórnarmyndunar-
viðræðna.
„Ég spurði Geir Hallgrímsson
ítrekað að því, hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn sem slíkur væri ekki
tilbúinn til þess að ræða við okkur og
Alþýðubandalagið um stjórnar-
myndun. Geir svaraði á þá leið, að út
af fyrir sig vildi Sjálfstæðisflokkur-
inn ekki útiloka neitt, en hann mæti
stöðuna þannig, að teldi svona sam-
starfsmöguleika fá mjög illar viðtök-
ur hjá sjálfstæðismönnum," sagði
Steingrímur. „Ég talaði við Geir
föstudaginn 25. janúar qg sunnudag-
inn þar á eftir talaði ég tvisvar við
hann, fyrst um tvöleytið og svo aftur
um kvöldið. Ég fékk alltaf sama
svarið og um kvöldið spurði ég hann
enn , hvort sjálfstæðismenn væru
reiðubúnir í viðræður. Hann sagði
þá, að þeir væru tilbúnir til við-
ræðna við okkur. Ég spurði þá, hvort
þeir væru tilbúnir til að ræða við
Alþýðubandalagið líka og ég held ég
muni svar Geirs orðrétt. Það var:
Við erum ekki að biðja um það.
Eg veit hreint ekki, hvernig á að
meta þessi svör Geirs öðru vísi en
svo, að hann teldi ekki nægan vilja
hjá sjálfstæðismönnum til að ganga
til viðræðna viö okkur og Alþýðu-
bandalagið um stjórnarmyndun.
Ég fæ ekki séð, hvernig menn geta
túlkað afstöðu okkar sem svo, að
okkur gangi það eitt til að kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn. Ég tel mig hafa
gengið úr skugga um það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn sem slíkur vildi
ekki ræða við okkur hina tvo."
— En er hugsanlegt að þínu mati, að
Sjálfstæðisflokkurinn geti nú komið
inn í stjórnarmyndunarviðræðurn-
ar?
„Nú er Gunnar Thoroddsen kom-
inn með umboð frá forseta íslands.
Ég hygg, að úr þessu yrði æði erfitt
að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi inn í
viðræðurnar, nema þá undir forystu
Gunnars. Sjálfur hef ég ekkert á
móti því. Stjórnin yrði þá bara
sterkari með því móti. En það verða
sjálfstæðismenn sjálfir auðvitað að
gera upp við sig."
Ljúsm. Mbl.: Ól.K.M.
Steingrímur Hermannsson og Lúðvík Jósepsson ræðast við í
Stjórnarráðshúsinu áður en þeir ganga á fund forseta íslands á
manudaginn.
Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins;
Fengum fréttir um
tilboð Gunnars frá
framsóknarmönnum
„Ég kannast ekki við það, að
Alþýðubandalaginu hafi borizt
nein tilkynning um það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri tilbúinn
til viðræðna við okkur um stjórn-
arsamstarf með Framsóknar-
flokknum," sagði Lúðvík Jóseps-
son formaður Alþýðubandalags-
ins, er Mbl. spurði hann í gær.
hvers vegna Alþýðubandalagið
hefði gengið til stjórnarmyndun-
arviðræðna við Gunnar Thor-
oddsen, en ekki Geir Hall-
grímsson, formann Sjálfstæðis-
flokksins, sem hefur umboð þing-
flokksins til stjórnarmyndunar-
viðræðna.
„Geir hefur sjálfur sagt, að hann
teldi svona stjórnarsamstarf mjög
ólíklegt, meðal annars vegna and-
stöðu í Sjálfstæðisflokknum og af
fréttum að dæma er mjög augljós
andstaða í Sjálfstæðisflokknum
gegn stjórnarsamstarfi við Alþýðu-
bandalagið og þá meðal annars
vegna Afganistansmálsins," sagði
Lúðvík. „Geir hefur að vísu aldrei
útilokað neinn möguleika í samtali
við mig, en samkvæmt frásögn
Steingríms Hermannssonar lét
Geir í það minnsta að því liggja, að
ekki hafi verið miklar líkur á
samstarfi þessara þriggja flokka.
Síðan gerðist það, að Gunnar
bauðst til að standa að þessari
tilraun. Við fáum okkar fréttir frá
framsóknarmönnum, sem segja að
þessi möguleiki sé fyrir hendi. Nú,
Gunnar óskaði eftir því í þingflokki
sjálfstæðismanna á föstudag, að
Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp
viðræður við okkur hina. Tillögu
hans um þetta var vísað frá og þar
með virðist þingflokkur sjálfstæð-
ismanna hafa hafnað þessum
möguleika, nema þá að formaður
Sjálfstæðisflokksins kæmi í stað
varaformannsins."
— Kom það ekki til greina að ykkar
áliti?
„Mér virðist af því sem á undan
var gengið, að ekki hefði verið hægt
að rifta því, nema tefla öllu í
tvísýnu og reyndar byrja upp á
nýtt og þá á viðræðum, sem
Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur
hafði raunar hafnað. Ég hygg að
samningaviðræður hefðu orðið til
muna erfiðari, ef málið hefði komið
þannig fyrir og reyndar lítil von á
öðru, en að út úr þeim kæmi ekki
neitt og menn þá staðið uppi
slyppir og snauðir, hvað meiri-
hlutastjórn varðar."
— Þið teljið þá 30 stuðningsmenn
og vantraustsvörn Alberts tryggja
meirihlutastjórn?
„Já. Það verður að teljast meiri-
hlutastjórn, þar sem 31 þingmaður
er skuidbundinn til að verja hana
vantrausti.
. Ég sagði forseta íslands á sínum
tíma að ég teldi stjórn Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks meiri-
hlutastjórn með 31 þingmann. Það
er meirihluti á Alþingi, þótt erfið-
ara sé að fullyrða um starfshæfn-
ina. Slík stjórn getur afgreitt
fjárlög og varist vantrausti. Og
hún hefur alltaf meirihluta í ann-
arri þingdeildinni. Framgangur
mála í hinni yrði þá að byggjast á
samstarfi."
—  Er megintilgangur Alþýðu-
bandalagsins með þessum viðræð-
um að stuðla að klofningi í Sjálf-
stæðisflokknum?
„Það er alrangt. Hér er um að
ræða möguleika á að mynda meiri-
hlutastjórn Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags með stuðningi
þessara sjálfstæðismanna. Þegar
Gunnar Thoroddsen vildi fá viður-
kenningu síns flokks á viðræðun-
um, þá var hann að bjóða Sjálf-
stæðisflokknum upp á aðild. Þessu
vísaði þingflokkur sjálfstæð-
ismanna frá.
Hvort Sjálfstæðisflokkurinn
klofnar vegna þessa eða ekki, er
algjört innanflokksmál sjálfstæð-
ismanna."
— En getur Sjálfstæðisflokkurinn
að þínu mati komið inn i þessar
viðræður nú?
„Það er mín skoðun, að það sem
þegar hefur verið gengið frá, sé að
Gunnar Thoroddsen verði forsætis-
ráðherra þessarar stjórnar og
stjórnarsamningur hefur verið
gerður í meginatriðum. Þetta hefur
Alþýðubandalagið samþykkt.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill
ganga inn í þetta, þá stendur
honum stjórnarsamstarfið efalaust
opið. Ég hugsa, að ef Sjálfstæðis-
flokkurinn samþykkti þetta, þá
dytti engum í hug að neita honum
um aðild að ríkisstjórninni."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32