Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Páll Karlsson Bjargi - Fæddur 8. nóvember 18%. Dáinn 28. marz 1980. „Bognar aldrei — brotnar í hvlnum stóra seinast.* Þessi orð úr Greniskógi Steph- ans G. komu í hug minn, er mér barst andlátsfregn Páls Karlsson- ar á Bjargi í Miðfirði. Hann var í huga mínum „hin háa, gilda grön, grænust allra skóga". Enda var honum „ekki yndissnautt útsýnið. - Við holtin". Þessar línur eiga ekki að vera nein æviminning, hana munu aðr- ir skrifa, heldur nokkur minn- ingar- og kveðjuorð, með þakklæti fyrir öli gömlu góðu árin, og innileg samúð til barnanna hans, sem sjá á bak sínum virta og mikilhæfa föður og Guðnýjar, eiginkonunnar, sem alltaf stóð svo styrk við hlið hans og bar með honum önn daganna, en hefur nú misst svo mikið. Ég minnist Páls á Bjargi sem mannsins, er setti svip á sveitina sína og samtíð hvar hann fór. Mannsins, er bar glæsileik með tign og hispursleysi í orði og fasi. Ungur að árum festi hann tryggð við æskuheimili sitt og ættarjörð, minntist við grjót og mold og fann lífsfyllingu við unnið dagsverk. I orðsins eiginlegu merkingu, maður gróðurs og rækt- unar og gladdist við hvern unninn gróðurblett. Hvar þeir bræður, Sigurgeir og hann, sem um mörg ár unnu saman, studdir hvors annars hag og báru hvors annars byrðar, gátu að loknu dagsverki og við leiðar- lok, hvar báðir eru nú gengnir veg veraldar, átt sameiginlega þá yfir- skrift eins og segir í Ijóði skálds- ins: „Vor jörð geymir eitt og allt, sem ég vil, ódáins lífið, að vera til“. Páll á Bjargi var í eðli sínu mikilhæfur og vel gerður maður, vinafastur og hjálpsamur og bar reisn í garði. Hann hafði yndi af góðum hestum. Ég minnist glettni hans og gáska, hve lundin var létt, þegar rætt var um „gæðingsins gang“ eða þegar höndin fitlaði við hestsins beizlistaum og tak, enda átti hann margan góðhestinn, sem Minning unun var í að finna eftir unnið dagsverk „fjörgammsins stoltu og sterku tök“. í skyldleika við skaphöfn sína, finna hvernig „Lognmóða verður að fallandi fljóti, allt flýr að baki í hrapandi róti“. Við leiðarlok vil ég nú frá systur hans, sem ein er orðin eftir af hópi Bjargssystkinanna, sem bundin voru saman órjúfandi böndum ástar og kærleika, flytja minningu síns kæra bróður hjartans þökk. Sjálfur minnist ég gestrisninn- ar góðu stunda við ljóð og söng. Hann var söngmaður góður og sönglistina áttu þau öll í svo ríkum mæli og í blóðið borna, enda var hún yndisheimur og vöggugjöf. Frjá spjöldum Biblíunnar vil ég taka mín kveðjuorð, þau er Davíð konungur sagði, er hann frétti lát Abners hershöfðingja: „Vitið þér ekki, að höfðingi og mikill maður er í dag fallinn í ísrael?" Við kveðjum í dag göfugan og mikinn stólpa og sveitarhöfðingja. Spor hans djúp liggja meðal vor. Við þökkum og blessum minn- ingu hans. Arinbjörn Árnason. Látinn er Páll á Bjargi. Félags- skapur okkar og nágrenni í æsku varð upphaf vináttu okkar og samskipta í söng, hestamennsku o.fl., sem hélst ævilangt, þótt ég flyttist í aðra sveit. Páll bjó hins vegar allan sinn búskap á föður- leifð sinni, Bjargi i Miðfirði, við rausn og skörungsskap. Síðustu æviárin dvaldist hann á Bjargs- hóli. Þessa vinar míns og mann- kostamanns vil ég minnast nokkr- um orðum að honum látnum. Ég man fyrst eftir Páli á Bjargi, þegar ég var smástrákur á Mel- stað og ég reyndi að fylgjast með í leik hans og Ófeigs frænda míns. Foreldrar Páls, Karl Sigurgeirs- son á Bjargi og Ingibjörg Jóhann- esdóttir voru mesta vinafólk for- eldra minna. Varð samgangur heimilanna mikill eftir að foreldr-* ar mínir fluttust að Brekkulæk árið 1907. Þetta voru næstu bæir, sinn hvoru megin við Miðfjarðará, sem venjulega var ekki neinn farartálmi. Karl á Bjargi var mikill höfð- ingi heim að sækja og húmor- maður meiri en almennt gerðist. Á tímum sorgar og ástvinamissis, sem hann fékk mikið að reyna, sýndi hann mikið þrek. Verður hann ógleymanlegur þeim sem honum kynntust, bæði í gleði og sorg. Þótt aldursmunur væri nokkur á okkur Páli, áttum við brátt töluvert saman að sælda. Fyrst hugsaði hann um mig eins og yngri bróður sinn. Síðar, þegar við vorum orðnir fulltíða menn, vor- um við ágætir félagar. Bar þar margt til. Hugðarefni voru þau sömu, báðir höfðum við yndi af söng og músik og góða hesta dáðum við. Áttum við saman margar ógleymanlegar stundir. Við sungum mikið og spiluðum á orgel eftir því sem við náðum valdi á því. Páll varð ágætur kirkjuorganisti, þótt hann væri algerlega sjálfmenntaður á því sviði. Þá vorum við mikið saman á hestum og reyndum hesta hvor annars. Páll var liðlega fimm árum eldri en ég og lærði ég margt af honum, ekki síst í meðferð hesta, enda var hann laginn hestamaður. Eins hafði hann mjög gott lag á börnum og unglingum, og það, þótt eitthvað væri vandmeðfarið. Það er ekki ósvipað að temja hesta og ala upp börn og unglinga, enda eru ótömdu hestarnir ekkert ann- að en blessuð börn, sem verður að fara varlega með og án allra mistaka. Eins og fram hefur komið, áttum við Páll mikið saman að sælda í æsku og dáði ég hann mikið og fór ekki dult með. Var haft á orði við mig, að ég hefði áreiðanlega ekki neitt illt af því að hafa félagsskap við hann. Hann bragðaði hvorki vín né tóbak og var í alla staði vænsti maður. Páll starfaði í tugi ára í karla- kór miðfirðinga og var hann oft driffjöðrin í þeim félagsskap, enda hafði hann ótvíræða foringja- hæfileika. Voru stundum söngæf- ingar dag eftir dag á heimili hans og Guðnýjar frænku minnar á Bjargi. Var þá stUndum þröng á þingi, þótt húsakynni væru nokk- uð góð eftir því sem þá gerðist. Um 1930 giftist Páll eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Firðriksdótt- ur hreppstjóra á Stóra-Ósi. Þau eignuðust sjö börn sem öll eru á lífi, mikið mannkostafólk. Þau eru eftir aldursröð, Ásdís, gift Sigurði Tryggvasyni, póstafgreiðslumanni og símstjóra á Hvammstanga, Ingibjörg, gift Sigurði Eiríkssyni vélvirkja á Hvammstanga; Álf- hildur, gift Eggerti Ó. Levý.'versl- unarmanni á Hvammstanga, Þor- valdur, bóndi á Bjargi, giftur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Ólöf, gift Birni Einarssyni bónda á Bessastöðum, Friðrik, fram- kvæmdastjóri, giftur Ólöfu Pét- ursdóttur Benediktssonar, búsett í Reykjavík og Eggert, bóndi á Bjargshóli, giftur Sigrúnu Einars- dóttur. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Páli vini mínum fyrir samfylgdina og vináttu sem aldrei brást og votta eftirlifandi eigin- konu hans, börnum og öðru venslafólki innilega samúð. Björn Sigvaldason. t Útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu GRÓU BJARNADÓTTUR Þinghól sem lést í Borgarspítalanum 28. marz, fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn 5.apríl kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Móöir okkar og fósturmóðir, GUÐMUNDÍNA ÓLAFSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja aö Hvallátrum, Rauöasandshreppi. lést í Landspítalanum þriöjudaginn 1. apríl. Margrót Guöbjertsdóttir, Guöjón Guöbjartsson, Árni Guömundsson. t Maðurinn minn, BJARNI M. GÍSLASON, rithöfundur, andaöist mánudaginn 31. marz í Ry, Danmörku. Jaröarförin fer fram laugardaginn 5. apríl. Inger Gíslason. t Amma okkar, GUÐRUNPETERSEN, Nýborgade 9 A, Kaupmannahöfn, lést föstudaginn 28. mars s.l. Útförin hefur fariö fram. Barnabörn. f I___________________________________________________ Hjálmar H. Einars- son — Kveðjuorð Fæddur 3. nóvember 1943. Dáinn 25. febrúar 1980. Mánudaginn 25. febrúar sl. gengu yfir landið óvenju hörð veðraskil. Fyrirvaralítið og á skammri stund snerist vindáttin frá landsuðri og gerði aftakaveður af útsuðri. Þrír vestfirskir rækju- bátar með tveimur mönnum hver náðu ekki höfn. Tveir þeirra hurfu í Isafjarðardjúp, einn í Arnar- fjörð. Sex vaskir sjómenn í blæoma lífsins voru kallaðir burt í einu vetfangi, og fleiri mannslíf tók þetta voðaveður. Það er mikill missir fyrir landið okkar en sár- astur missirinn og dýpstur harm- urinn þeim, sem næstir standa, eiginkonur og börn, foreldrar og systkini og aðrir ástvinir. Guð styrki þau í sorginni. Á föstudaginn langa, 4. apríl fer fram minningarathöfn í Bíldu- dalskirkju um sjómennina tvo, sem fórust á Arnarfirði með rækjubátnum Vísi frá Bíldudal, Pétur Valgarð Jóhannsson, Dal- braut 18, Bílduda), eiganda báts- ins og stjórnanda, og Hjálmar Húnfjörð Éinarsson, Dalbraut 26, sem hér verður minnst með fáein- um orðum. Hjálmar var fæddur 3. nóvem- ber 1943 í Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Einar Jónsson, sjómaður ættaður úr Vestmanna- eyjum og Guðmunda Kristjáns- dóttir frá Blönduósi. Faðir Hjálm- ars liggur nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hjálmar ólst upp í Vestmannaeyjum hjá föður sínum og stjúpu, Lilju Guðmundsdóttur úr Borgarfirði. Haustið 1955 fór Hjálmar til vetrarvistar að Presthúsum í Mýrdal til Ingveldar Tómasdóttur og Guðjóns Guð- mundssonar. Dvölin í Presthúsum varð lengri en einn vetur. Hér átti Hjálmar heimili sitt að mestu þar til hann kvæntist. Hin góðu hjón Ingveldur og Guðjón reyndust Hjálmari sem bestu foreldrar. Árið 1966 gekk Hjálmar að eiga eftirlifandi konu sína, Margréti Guðnýju Einarsdóttur frá Kaldr- ananesi í Mýrdal. Börn þeirra fjögur eru þessi: Ingveldur Lilja, f. 1966; Sverrir Halldór, f. 1969; Petrína Guðrún, f. 1978 og Klara Berglind f. 1979, yngsta barnið ekki orðið Vz árs. Margrét átti son áður en hún giftist Hjálmari, Einar Steinsson, f. 1963. Hann hefur alist upp hjá afa sínum og ömmu í Kaldrana- nesi en er við menntaskólanám í Reykjavík. Hjálmar og Margrét hófu bú- skap í Vík, Mýrdal og bjuggu eitt ár í Kaldrananesi. Árið 1971 fóru þau til Bíldudals um skamma hríð að þau ætluðu. Svo vel féll þeim staðurinn og fólkið, að þau settust þar að og undu sérþar með ágætum æ síðan. Hjónin voru samhent í besta máta, samtaka í öllu utan húss sem innan. Þau voru langt komin með að byggja sér myndarlegt steinhús að miklu leyti ein en með góðri aðstoð vina sinna á Bíldudal. Hjálmar var einstakt prúð- menni, gætinn í orðum og grand- var, hýr og hlýr í viðmóti. Hann kom sér alls staðar vel. Mikill er missir Margrétar og barnanna hennar að traustum og elskulegum eiginmanni og föður. Ómetanleg hefur þeim öllum verið og gert þeim léttbærari en ella þessa miklu raun sú dæmafáa vinátta, hlýja og hjálpsemi sem hjónin Sigríður Ágústsdóttir og Gunnar Þórðarson hafa auðsýnt. Sama er að segja um þann mikla samhug og stuðning, sem vinir þeirra aðrir á Bíldudal hafa veitt. Fyrir þetta þökkum við aðstand- endur á öðru landshorni. Halldóra og Sigurður Grafarholti. Að morgni þess 26. febrúar barst mér sú harmafregn að báturinn Vsir væri týndur með Hjalla og félaga hans. Sú fregn kom mjög á óvart því ég vissi ekki að hann væri til sjós. Ég hafði hlakkað til að heimsækja hann í sumar, en mennirnir áætla, annar ræður. Er hann var sjö ára kom ég ekkja með son minn fjögurra ára til föður hans. Seinna ól ég honum tvo bræður, en eitt verður mér minnisstæðast gegnum árin, hann sagði ávallt „Manni bróðir", er hann talaði um fósturbróður sinn. Það hlýjaði mér óumræðilega mikið, og í þessum orðum fólst band milli okkar, band kærleikans sem við ein skiljum. Hann vildi alltaf hjálpa mér eins og mínir eigin synir í veikindum mínum. Er hann var ellefu ára og ég var á spítalanum í Eyjum, stóð hann oft á kvöldin fyrir neðan gluggann minn og fannst erfitt að fara heim að sofa. Þegar hann var sautján ára og ég var að baka fyrir jólin, kom vinur hans að fá hann út, auðvitað taldi ég víst að hann færi, en hann vildi heldur hjálpa mér. Það tel ég sérstakt af ungum manni og bjart að hugsa til þess að leiðarlokum. Er telpan hans fæddist, sendi hann boð um að hún skyldi bera nafn mitt og Ingveldar í Presthúsum, sem hann hafði verið hjá. Hann beið með giftinguna til að ég gæti verið hjá honum og haldið dótturinni undir skírn. Þannig vottaði hann mér ætíð sonarkærleik, þó ég væri aðeins stjúpmóðir. Hann átti marga hæfileika í leynum, hann átti um tíma harmoniku sem hann spilaði á í laumi, og eitt sinn spilaði hann lag er hann hafði samið til konu sinnar, en það lag hefir víst ekki komið til eyrna margra. Hjalli var hlýr og góður sonur og líka eiginmaður og faðir. Ég gleð mig við minningarnar, og ég veit að þó hvíla hans sé í Djúpinu ná armar Drottins þang- að og hann sefur jafnt í faðmi hans þar og aðrir í gröfum sínum. Og þó það sé óneitanlega sárt að hann hvarf svo fljótt frá konu og börnum, þá getum við glaðst að mynd hans er geymd af honum ósködduðum á sál og líkama. Ég man Hjalla síðast glaðan og bros- andi með konu og þremur börnum fyrir rúmu ári, sú yngsta prýddi þá ekki hópinn. Ég bið svo þann eina sem megnugur er, að græða sár og þerra brár, að vernda og styrkja eiginkonu og börn hins látna. Hann er farinn í land hvíldarinnar, og hvílir í faðmi vors himneska föður, uns dagur dýrðarinnar Ijómar og leiðir sam- an ástvini til eilífðar gleði. Ég þakka samveruna, — góða nótt. Og ég tek orð skáldsins í munn mér. Aldrei mætzt 1 siðasta sinni sannlr Jesú vinir fá. Hrellda sál. það haf i minni harma-kveðju stundum á. (Helgi Hálfdánarson) Ég sendi fjölskyldu og vanda- mönnum starfsbróður Hjalla mína dýpstu samúðarkveðjur með þessu versi. Þðtt vér sjáumst oftar eigi undir sði, er skin oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottfns aftur finnumst vér. (Helgi Hálfdánarson) Lilja Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.